Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur14. júlí 1990 Feröamenn tii landsins aldrei fleiri: Rúmlega 50 þúsund f erða- menn komið frá áramótum Samkvæmt upplýsingum firi Út leudingaeftírlitin u lögöu u.þ.b. 5% flciri útleiidingar leio sína hingaö (il lands í júnímán- uöi en t júní í fyrra, eöa 21.062 á mótí 20.130. Fjölmcnuastir er« Þjóðverjar, alls 3.299 inanns. Frá Noróurlondum koinu 7.557, og af þelm voru langflestir frá Svíþjóö, efta 2.727. Banda- ríkjamenn voru 2.641, en aÖ sðgn Magnúsar Oddssonar, setts ferðamálastjóra, koma þeir jafn- ara yfir árið en aðrir ferðamenn og eru þvi fjðlmennastír þegar á heildinaerlitíð. Frá áramóturn til júníloka hafa 54.978 útleiidingar komið tíl ís- lands, cn á sama tíma í fyrra höfðu 52.832 komið hingaö, og hafa þVí þegar 2.146 fleiri ferðas t hérlendis nú en i fyrra. Aukning ferðamanna yfir allt áriö er 4%, en að sðgn Mágnusar er búist við 5% aukningu yfir allt árið. Atliygli vekur í yfirliti Ú tlenu- ingaeftírlitsins að þó nokkuð er um ferðamcnn frá Austur-Lvr- ópu, 116 Pólverjar komn í júní, 102 Ungverjar, 55 Pólverjar og 31 fra TekkosióvakiB. ¦ —só Rafmagnseftirlit ríkisins kannar nú hvers vegna eldavélarrofi gaf straum þó slökkt væri á: Rannsókn stendur nú yfir hjá Rafmagnseftirliti ríkisins á eldavél sem kviknaöi í á dögunum. í Ijós hefur komið að rofi á eldavél- inni gaf frá sér straum þó slökkt værí á honum, en slíkt á ekki að geta gerst Bergur Jónsson, forstjóri Raf- magnseftirlits ríkisins, segir, að eftir að rofinn var tekinn í sundur hafi strax komið í ljós hvað var bilað. „Það verður trúlega aldrei hægt að sanna að um verksmiðjugalla hafi verið að ræða. Ekkert bendir til þess, í öðrum umgangi um eldavélina, að um óeðlilega notkun hafi verið að ræða og ekki er hægt að draga þá ályktun." Bergur sagði að rofi eins og var í PAKKATILB0Ð: NEW HOLLAND rúllubindivél Afkastamikil og traust fastkjarna rúllubindivél. Verð kr. 810.000,- SILA-PAC 550 rúllupökkunarvél Fullkomin rúllupökkunarvél með sjálfvirkum skurðarbúnaði og teljara. Verð kr. 543.000,- ABT rúllubaggagreip Tveggja arma baggagreip til tengingar á ámoksturstæki. Verð kr. 73.000,- Samtals heildarverð á ofangreindum tækjum er kr. 1.426.000,- TILBOÐSVERÐ (PAKKAVERÐ) KR. 1.299.000,- ATHUGIÐ: TAKMARKAÐUR FJÖLDI VÉLA Á ÞESSU TILBOÐSVERÐI. Allt verð er tilgreint án virðisaukaskatts. SIMI: 681500 - ÁRMULA 11 þessari eldavél, væri í eldavélum margra framleiðenda. „Við komum til með að fylgja þessu eftir. Náið samstarf heftir verið við Norðurlönd- in um markaðsmál og að sjálfsögðu tilkynnum við þetta. Einnig munum við leita eftir upplýsingum þangað, hvort sambærileg atvik þekkist. Við komum til með að greina framleið- anda eldavélarinnar frá atvikinu, sem og öðrum aðilum er við teljum að eigi að vita um þetta. Þó að ekki sé hægt að sanna sök i málinu, er hollt fyrir þessar stofnanir að vita að svona lagað hefur komið fyrir og getur komið fyrir," sagði Bergur. Öll rafmagnstæki sem fiutt eru til landsins eru prófuð af Rafrnagnseft- irliti rikisins, sem fer eftir alþjóðleg- um prófunarreglum. Ef rafmagns- tækin standast ekki þær kröfur, er ekki veitt leyfi fyrir innflutningi á þeim. Bergur sagði að um 12,8% þeirra rafmagnstækja sem Raf- magnseftirlitið skoðaði, fengju ekki viðurkenningu vegna ýmissa ágalla. Oft væri um veigamikil atriði að ræða í þvi sambandi. Bergur nefhdi sem dæmi, að stundum vantaði yfir- hitavara í straujárn eða djúpsteiking- arpott og þá væri hiklaust synjað um viðurkenningu. Einnig getur verið um smávægilega ágalla að ræða, t.d. merkingar og annað slíkt sem þýðir að varan stenst ekki viðurkennda staðla. Hann sagðist ekki merkja neinn sér- stakan mun á öryggisgæðum raftækja eftir því frá hvaða landi tækið kæmi. „Við höftim aldrei gert á því athugun hvort ein þjóð er með verra hlutfall en önnur. En óhært er að segja, að þrárt tyrir alla stöðlun og samkomu- lag um að fylgja þessum stöðlum i Evrópu, eru margar Evrópuþjóðir hreint ekki berri hvað þetta varðar en aðrar. Okkar reynsla er sú, að mörg fyrirtæki i þessum löndum bera ekki minnsta skynbragð á þær kröfur sem samþykktir staðlar gera," sagði Berg- ur að lokum. —hs Um helgina verður gestum Árbæjarsafhs m.a. boðiö upp á nýbakaðar grautarlummurog spenvolga mjólk. Fjölskylduhátíð í Árbæjarsaf ni Um helgina verður haldin fjöl- skylduhátíð í Árbæjarsafrii, þar sem ætlunin er að bæði skemmta gestum og fræða. Boðið verður upp á nýbak- aðar grautarlummur með rúsínum og spenvolga mjólk. Á meðan geta gest- ir virt fyrir sér þarfasta þjóninn við hlið elstu bifreiðar landsins, auk gufuvaltarans Bríetar, eimreiðinnar Pioners og gullborsins sem aðeins var notaður til að bora eftir vatai. Þeir sem það kjósa geta líka brugðið sér í Dillonshús og gætt sér á heitu súkkulaði og öðrum veitingum víð harmonikutónlist. Jafnframt verður gestum kynnt handverk fyrri tíma. Tún verða slegín með orfi og ljá, smíðaðar jámskeifur í smiðju, unnið við tóvinnu, netagerð og útskurð aska. Þá verður aldamóta- prentsmiðjan starfrækt alla helgina og kandís og þurrkaðir ávextir seldir í krambúð safnsins. jkb Ný ferðamannaþjónusta Veðurstofunnar: SPÁÐ í VEÐRIÐ Á HÁLENDINU Veðurstofa íslands hefur tekið upp sérstaka þjónustu við ferðamenn á há- lendinu yfír sumartímann. Tvær nýjar veðurstöðvar senda Veð- urstofunni skeyti og veðurhorfum fyr- ir hálendið verður lýst í fréttatímum Ríkisútvarps kl. 8 og 9 að morgni, i enska fréttatímanum kl. 7.30 og í svar- síma Veðurstofunnar fram yfir hádegi. Nýju veðurstöðvarnar em Versalir á Sprengisandsleið við suðurenda Stóra- vers og Snæfellsskáli, sem er milli Snæfells og Sauðahnúka. Versalir em í 610 m hæð og Snæfellsskáli er i 810 m hæð yfir sjó. Svarsími Veðurstofunnar er 990-601 ef hringt er úr skífusima en 990-600-1 ef hringt er úr takkasíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.