Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur14. júlí 1990 FRÉTTAYFIRLIT BÚKAREST - Meira en 20.000 Rúmenar tóku þátt í mótmælum utan við stjórnar- byggingar í Búkarest. Þetta voru fjölmennustu mót- mælaaðgerðir frá þvi í jóla- byltingunni. Námsmenn sem töluðu yfir mannfjöldanum á „Sigurtorginu" kröfðust lausnar leiðtoga náms- manna Marian Munteanu og hvöttu „Þjóðfrelsisfylking- una“, sem stjórnar Rúmeníu, til að virða mannréttindi. MONRÓVÍA - Hermenn hlið- hollir forseta Líberíu, Samú- el Doe, hafa náð aftur á sitt vald sumum úthverfum höf- uðborgarinnar. Caldwell- hverfið, sem er norður af hafnarsvæðinu, er nú í höndum stjómarliða og tals- maður stjórnarinnar sagði að tæknimenn hefðu verið sendir þangað til að gera við vatnsaflsvirkjun sem sér borginni fyrir rafmagni. WASHINGTON - Heildsölu- verð á vörum í Bandaríkjun- um hækkaði aðeins um 0.2% f júni að sögn vinnu- málaráðuneytisins. Vegna lítillar verðbólgu aukast líkur á að vextir verði lækkaðir í Bandarikjunum og hafa væntingar um það orðið til að hækka verð á hlutabréfa- mörkuðum. A-BERLÍN - Verkamenn í málmiðnaði fengu mikla kauphækkun og loforð um að missa ekki vinnuna í eitt ár. Samningar um þetta komu f veg fyrir kostnaðar- söm verkföll en jafnframt verður erfiðara fyrir Austur- Þjóðverja að koma á hag- ræðingu í iðnaði sínum og loka óarðbærum verksmiöj- um. [ gær krafðist verslunarfólk þess tugþúsundum saman að fá loforð um að halda vinnu sinni þegar ríkisrekin heildsölufyrirtæki verða leyst upp og seld einkaaðilum. MOSKVA - Fulltrúi á 28. þingi sovéska kommúnista- flokksins lagöi til í gær aö þjóðsöngur Sovétríkjanna yrði endursaminn, þar sem hann væri ekki lengur í takt við tímann. Áskorun Kiril Lemza um að efnt yrði til samkeppni um nýjan texta var sjónvarpað um Sovétrík- in og hefði fyrir daga glasn- ost og perestrojku verið talin helgispjöll. Frakkinn Eugene Potier samdi lagið 1871 og hefur hann verið þýddur um öll lönd og gengur undir nafninu „lnternasjónalinn“. ÚTLÖND Fyrstu flóttamennimir komnir til Ítalíu: Þrjár EB-þjóðir loka sendiráðum í Albaníu Frakkar, Vestur-Þjóðveijar og ftalir hafa lokað sendiráð- um sínum í Tirana, höfuð- borg Albaníu. Þeir segja að lokunin sé aðeins til skamms tíma á meðan sendiráðin séu hreinsuð og starfsfólkið hvflt Þúsundir albanskra flóttamanna fóru í gær frá sendiráðunum með ferjum til Ítalíu. Franskur embættis- maður sagði að sendiráði Frakklands yrði lokað í raun en þó ekki form- lega, á meðan hreinsun og viðgerðir færu fram. í Bonn sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins að allt starfs- lið v-þýska sendiráðsins, sem vakað hefði yfir flóttamönnum dag og nótt, yrði kallað heim til læknisskoðunar. Hann sagði að v- þýska sendiráðið væri ótrúlega illa leikið en gat ekki sagt hvenær það yrði opnað á ný. Talsmaður utanríkisráðuneytis Itala sagði að ítalir, V-Þjóðveijar og Frakkar vildu loka sendiráðum sín- um til að koma í veg fyrir nýja öldu flóttamanna sem vildu flýja stjóm stalínista í Albaníu. Italir ætla líka að loka sendiráði sínu, meðan hreinsun fer fram, en talsmaður þeirra lagði ríka áherslu á að lokunin væri ekki af pólitiskum orsökum. Fyrstu flóttamennimir frá Albaníu komu til Ítalíu með feiju á föstudags- Launamenn í Albaníu. Þar er ekkert atvinnuleysi, allir vinna vel, launajafnrétti er algjört og allir hafa um 5000 krónur í mánaðarlaun! morgun og var ferð þeirra heitið til V-Þýskalands. Utanríkisráðherra Efnahagsbandalagsins hittast í Bms- sel eftir helgina og munu þeir ræða flóttann frá Albaníu að sögn ítalsks embættismanns. Tveir róttækir borgarstjórar segja sig úr flokknum. Lýðræðis- grundvöllurinn klofinn: Klappað í lokin fyrir Gorbatsjov Lengsta þingi sovéska kommúnistaflokksins í sögu Steingervingar af hvölum sem höfðu fætur hafa fundist í egypskri eyði- mörk. Eyðimörkin var áður hafsvæði og hafa vísindamenn frá háskólanum í Michigan stundað rannsóknir í henni. Þeir birtu í gær skýrslu um niðurstöður sínar og sögðu að þær hefðu komið þeim á óvart. Hvalimir lifðu fyrir40 milljón árum og vom þá 10 milljón ár liðin frá því að forfeður þeirra aðlöguðu sig lífi í sjó. „Ég hélt aldrei í alvöru að hvalir, sem uppi voru svo seint og lifðu í vatni, hefðu haft fætur,“ sagði steingervingafræð- ingurinn Philip Gingerich frá Mich- iganháskóla. Hvalir eru spendýr og forfeður þeirra höfðu fætur og lifðu á þurrlendi en Gingerich sagðist áður hafa talið að hvalimir hefðu misst hans lauk í gær þegar þing- menn kommúnista risu úrsæt- fætuma um líkt leyti og þeir fóm að lifa í vatni. Vegna þess hve beinin i fótum og leggjum em lítil miðað við stærð hvalanna telja vísindamennim- ir að þeir hafi verið ónýtir til gangs en þeir telja líklegra að hvalimir hafi notað útlimina við samfarír til að halda kynjunum saman. Steingerv- ingafræðingar hafa lengi velt því fyr- ir sér hvort hvalir hafi haft nothæfa fætur, en aldrei áður hefur verið hægt að finna sannanir fyrir því, að sögn Dukes Elwyn Simons sem tók þátt í egypska leiðangrinum. Vísindanafn hvalsins er „Basilosaums isis“, hann var 12 metra langur og fætumir vom 4 metra frá sporði. Vísindamennimir fundu 243 beinagrindur af fullvöxn- um hvölum þessarar tegundar. um og fögnuðu leiðtoga sínum og forseta Sovétríkjanna, Mikael Gorbatsjov. Hann sagði í lokaræðu sinni að „þeim hefði skjátiast sem töldu að þetta yrði síðasta þing flokksins“. í gær sögðu tveir róttækir borgar- stjórar Moskvu og Leníngradborgar sig úr flokknum. Þeir fóm með því að dæmi Boris Jeltsins, forseta Rúss- lands, sem á fimmtudag gekk úr flokknum ásamt þingmönnum sem kalla sig „Róttæka lýðræðisgmnd- völlinn". Gorbatsjov sagði í gær að hann fyrirliti þá sem hefðu yfirgefið flokkinn en um úrsögn Jeltsins sagði hann: „Ég held að þetta hafi verið rökrétt framhald á stjómmálaferli hans. Þetta var enginn stórviðburður, hvorki fyrir hann né okkur". Þótt klofningur hafi komið í Ijós í sovéska kommúnistaflokknum þegar „Lýð- ræðisvettvangur" sagði sig úr honum er ljóst að úrsögnin veldur líka klofn- ingi „Lýðræðisvettvangs". Sá flokk- ur átti aðeins 100 þingmenn af 4700 þingfulltrúum á þinginu en margir fé- lagr „vettvangsins" neituðu að verða við fyrirmælum leiðtoga sinna um að segja sig úr kommúnistaflokknum og kölluðu þá öfgamenn sem það gerðu. Konurgegn atómvopn- vinna sigur í dómsmáli llópur kvenna, sem hefrir hafst vió í tjöldum utan við banda- risku herstöðina á Greenham Common í Bretlandi, fagnaði í gær úrskurði hæstaréttar sem sagði að viðbótarlög um um- gengni við Greenham Comraon væru ógild. Fyrir níu árum ruddust þúsundir kvenna að Grcenham Common berstöðinni og reyndu að koma í veg fyrir að þangað væru fluttar bandarísk- ar atómstýriflaugar. Margar konur voru dæmdar sekar um að hafa brotið lög um umgengni á einkalóðum en tvær þeirra áfrýjuðu þeím úrskurði til hæstaréttar. Hann úrskurðaði að svokölluð viðbótarlög, sem sett voru tyrir fimm árum um umgengni óviökomandi um einkalóðir, væru I andstöðu við fornan rétt sextiu staðarbúa til að safna eldiviði og beita skepn- um á land við Greenham Common. Úrskurðurinn þýðir að hundruð kvcnna sem hafa verið dæmdar sekar um að „hafa verið þar sem þær máttu ékki vera“ geta fengið þeim úr- skurði hnekkt. Fjöldi kvenna hefst enn við i búðum við Greeu- ham Comrnon og hafa heitiö að verða þar áfram á meðan nokk- ur stýriflaug er í herstöðinni. Flaugarnar eru 101 en vonast er til aö afvopnunarsamningar at- ómveldanna leiði til að þær verði fjarlægðar á næsta ári. Steingervingar í eyðimörk: HVALIR FINNAST SEM HÖFÐU FÆTUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.