Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur14. júlí 1990 FRETTAYFIRLIT BÚKAREST - Meira en 20.000 Rúmenar tóku þátt í mótmælum utan við stjórnar- byggingar í Búkarest. Þetta voru fjölmennustu mót- mælaaðgerðir frá því í jóla- byltingunni. Námsmenn sem töluðu yfir mannfjöldanum á „Sigurtorginu" kröfðust lausnar leiðtoga náms- manna Marian Munteanu og hvöttu „Þjóðfrelsisfylking- una", sem stjórnar Rúmeníu, til að virða mannréttindi. MONRÓVÍA - Hermenn hlið- hollir forseta Líbertu, Samú- el Doe, hafa náð aftur á sitt vald sumum úthverfum höf- uðborgarinnar. Caldwell- hverfið, sem er norður af hafnarsvæðinu, er nú í höndum stjómarliða og tals- maður stjórnarínnar sagði að tæknimenn hefðu verið sendir þangað til aö gera viö vatnsaflsvirkjun sem sér borginni fyrir rafmagni. WASHINGTON - Heildsölu- verð á vörum í Bandaríkjun- um hækkaði aðeins um 0.2% ( júni að sögn vinnu- málaráðuneytisins. Vegna lítillar verðbólgu aukast líkur á að vextir verði lækkaðir í Bandaríkjunum og hafa væntingar um það orðið til að hækka verð á hlutabréfa- mörkuðum. A-BERLÍN - Verkamenn í málmiðnaði fengu mikla kauphækkun og loforð um aö missa ekki vinnuna i eitt ár. Samningar um þetta komu i veg fyrir kostnaðar- söm verkföll en jafnframt verður erfiðara fyrir Austur- Þjóðverja að koma á hag- ræðingu í iðnaði sínum og loka óarðbærum verksmiðj- um. ( gær krafðist verslunarfólk þess tugþúsundum saman að fá loforð um að halda vinnu sinni þegar rikisrekin heildsölufyrirtæki verða leyst upp og seld einkaaðilum. MOSKVA - Fulltrúi á 28. þingi sovéska kommúnista- (lokksins lagði til í gær að þjóðsöngur Sovétríkjanna yrði endursaminn, þar sem hann væri ekki lengur f takt við tímann. Áskorun Kiril Lemza um að efnt yrði til samkeppni um nýjan texta var sjónvarpað um Sovétrík- in og hefði fyrir daga glasn- ost og perestrojku veriö talin helgispjöll. Frakkinn Eugene Potier samdi lagið 1871 og hefur hann verið þýddur um öll lönd og gengur undir nafninu „Internasjonalinn". Fyrstu flóttamennirnir komnir til ítalíu: Þrjár EB-þjóðir loka sendiráðum í Albaníu Frakkar, Vestur-Þjóöverjar og ítalir hafa lokaó sendiráð- um sínum í Tirana, höfuð- borg Albaníu. Þeir segja að lokunin sé aðeins til skamms tíma á meðan sendiráðin séu hreinsuð og starfsfólkið hvflt Þúsundir albanskra flóttamanna fóru i gær frá sendiráðunum með ferjum til ítalíu. Franskur embættis- maður sagði að sendiráði Frakklands yrði lokað i raun en þó ekki form- íega, á meðan hreinsun og viðgerðir færu fram. í Bonn sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins að allt starfs- lið v-þýska sendiráðsins, sem vakað hefði yfir fióttamönnum dag og nótt, yrði kallað heim til læknisskoðunar. Hann sagði að v- þýska sendiráðið væri ótrúlega illa leikið en gat ekki sagt hvenær það yrði opnað á ný. Talsmaður utanríkisráðuneytis Itala sagði að ítalir, V-Þjóðverjar og Frakkar vildu loka sendiráðum sín- um til að koma i veg fyrir nýja öldu flóttamanna sem vildu fiýja stjórn stalínista í Albaníu. ítalir ætla líka að loka sendiráði sínu, meðan hreinsun fer fram, en talsmaður þeirra lagði ríka áherslu á að lokunin væri ekki af pólitiskum orsökum. Fyrstu flóttamennirnir frá Albaníu komu til ítalíu með ferju á föstudags- Launamenn í Albaníu. Þar er ekkert atvinnuleysi, allir vinna vel, launajafnrétti er algjört og allir hafa um 5000 krónur í mánaðarlaun! morgun og var ferð þeirra heitið til V-Þýskalands. Utanrikisráðherra Efnahagsbandalagsins hittast í Brus- sel eftir helgina og munu þeir ræða fióttann frá Albaníu að sögn ítalsks embættismanns. Tveir róttækir borgarstjórar segja sig úr flokknum. Lýðræðis- grundvöllurinn klofinn: Klappað í lokin fyrir Gorbatsjov Lengsta þingi sovéska kommúnistaflokksins í sögu hans lauk í gær þegar þing- menn kommúnista risu úrsæt- Steingervingar í eyðimörk: HYALIR FINNAST SEM HÖFÐU FÆTUR Steingervingar af hvölum sem höfðu fætur hafa fundist í egypskri eyði- mörk. Eyðimörkin var áður hafsvæði og hafa vísindamenn frá háskólanum í Michigan stundað rannsóknir í henni. Þeir birtu í gær skýrslu um niðurstöður sínar og sögðu að þær hefðu komið þeim á óvart. Hvalirnir lifðu fyrir 40 milljón árum og voru þá 10 milljón ár liðin frá því að forfeður þeirra aðlöguðu sig lífi í sjó. „Ég hélt aldrei í alvöru að hvalir, sem uppi voru svo seint og lifðu í vatni, hefðu haft fætur," sagði steingervingafræð- ingurinn Philip Gingerich frá Mich- iganháskóla. Hvalir eru spendýr og forfeður þeirra höfðu fætur og lifðu á þurrlendi en Gingerich sagðist áður hafa talið að hvalirnir hefðu misst fæturna um líkt leyti og þeir fóru að lifa í vatni. Vegna þess hve beinin i fótum og leggjum eru lítil miðað við stærð hvalanna telja vísindamennirn- ir að þeir hafi verið ónýtir til gangs en þeir telja líklegra að hvalirnir hafi notað útlimina við samfarir til að halda kynjunum saman. Steingerv- ingafræðingar hafa lengi velt því fyr- ir sér hvort hvalir hafi haft nothæfa fætur, en aldrei áður hefur verið hægt að finna sannanir fyrir því, að sögn Dukes Elwyn Simons sem tók þátt í egypska leiðangrinum. Vísindanafn hvalsins er „Basilosaurus isis", hann var 12 metra langur og fæturnir voru 4 metra frá sporði. Vísindamennirnir fundu 243 beinagrindur af fullvöxn- um hvölum þessarar tegundar. um og fögnuðu leiðtoga sínum og forseta Sovétríkjanna, Mikaei Gorbatsjov. Hann sagði í lokaræðu sinni að „þeim hefði skjátlast sem töldu að þetta yrði síðasta þing flokksins". í gær sögðu tveir róttækir borgar- stjórar Moskvu og Leníngradborgar sig úr flokknum. Þeir fóru með því að dæmi Boris Jeltsins, forseta Rúss- lands, sem á fimmtudag gekk úr flokknum ásamt þingmönnum sem kalla sig „Róttæka lýðræðisgrund- völlinn". Gorbatsjov sagði í gær að hann fyrirliti þá sem hefðu yfirgefið flokkinn en um úrsögn Jeltsins sagði hann: „Ég held að þetta hafi verið rökrétt framhald á stjórnmálaferli hans. Þetta var enginn stórviðburður, hvorki fyrir hann né okkur". Þótt klofningur hafi komið í ljós í sovéska kommúnistaflokknum þegar „Lýð- ræðisvettvangur" sagði sig úr honum er ljóst að úrsögnin veldur líka klofh- ingi „Lýðræðisvettvangs". Sá flokk- ur átti aðeins 100 þingmenn af 4700 þingfulltrúum á þinginu en margir fé- lagr „vettvangsins" neituðu að verða við fyrirmælum leiðtoga sinna um að segja sig úr kommúnistaflokknum og kölluðu þá öfgamenn sem það gerðu. Konur gegn atómvopn- vinna sigur í dómsmáli Hópur kvennu, sem hefur hafst viö í tjöldum utan við banda- rísku hcrstöoina á CJreenham Conimon í Bretktndi, fagnaði í gærúrskurði hæstaréttar sem sagði að viðbótarlög um utn- gengni við Greenham Common væru ógiíd. Fyrir níu árum ruddust þúsundir kvenna að Greenham Common herstððinni og reyndu að koma í veg fyrir að þaugaö væru ílutlar bandarísk- ar atómstýriflaugar. Margar konur voru dæmdar sekar um að hafa brotið lög um umgengni á einkalóðutn en tvær þeirra áfrýjuðu þcini úrskurði tíl hæstaréttar. Hann úrskurðaði að svokölluð viðbótarlög, sem sett voru fyrir finim árum um umgengni óviökomandi um cinkalóðir, væru í andstööu vió fornan rétt sextíu staðarbúa UI að safha eldiviði og beita skepn- um á land við Greeaham Common. IJrskurðurinn þyðir að hundruð kvenna sem hafa vcrið dæmðár sekar «m að „hafá verið þar sem þær máttu ekki vera" geta t'cngið þeiin úr- skurði hnekkt. Fjöldi kvenna het'st enn við i búðum við Grecn- ham Common oghafa heilið að verða þar áfram á meðan nokk- «r stýriflatig er í herstöðinni. Fiaugarnar eru 101 en vonast tt lil að afvopnunarsamningar at- ómveldanna leioi til að þær verðí fjarlægðar ánæsta ári

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.