Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur14. júlí 1990 Tíminn 5 Ríkisstjórnin kemur saman á þriöjudag eftir samráðsfund aöilum vinnumarkaðarins og gefur út lög viö veröbólgu: Bólusett með bráðabirgða- lögum gegn rauðum strikum Rikissljórnin mun koma saniaii til fundar á þriðjudagsmorguu til þess aft ganga frá setningu bráðabirgðalaga um aðgerðir til þess að halda verðiagi innan þess rainma sem ákveðinn var við gerð síðustu kjarasamninga. Það liggur fyrir aö til þi-ss »ö feila niður virðisaukaskatt af bókuiu þarf lugabreytingu, en ekki er enn ljóst hvort laga- breytingu þarf tfl þess að fella niður jðfnunargjald af iðnaðar- vörum. Þessir tveir þæítir ern þeir viðamestu í væntanlegum efnahagsaðgerðum ríkisstjórn- arinnar, og að auki verður frest- un verðhækkana á opinberri þjónustu inni í pakkanum. Þar vega þyngst h ækku n sem er ákveðin á gjaldskrá Pósts og síma og hækkun afnotagjalds Ríkisútvarpsiiis. Formenn stjórnarflokkanna niuitu funda með aðilum vinnumarkaðarins á mánudag þar sem endanlega verður gengið frá nyjuni efna- hagsráðstöfunura tfl þess að halda verðlagi og vísitolu fyrir neðan rauöu strikln svo kíilluðu. Ekki náðist i Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra í gær, en hann faefur lýst því yfir að tii þess að halda megl verð- iagi i skefjum verði atvinnurck- tndur og launþegar að ieggja sitt af mðrkum á móti aðgerðum rikisstj órnarinnar. Það fékkst ekki heldur uppgef- Ið i gær hvað riðgert er að setja ISg tii langs tíma, cn sanikvæmt vísitðluspá fer verðiag frani yfir rautt strik þann 1. september. í kjarasamningunum frá því i vetur er ákvæði þcss efnis að samningarnir skulu teknir til endurskoðunar i nóvember. Segja mi að þar sé um hálfgild- ings rautt strik að ræða. en end- urskoðunin gæti leitt af sér ein- hvtrja hækkun launa hafi sá ár- angur ekki náðst, sem gengið var ðt frá í opphafi. Það verður þess vegna að teljast líklcgt að væntanlcg bráðabirgðalðg verði látin glida fram að mánaðaraót- um nóvember/desember, en i desember kemur til fram- kvæmda lSgbundítt ha-kkuu launa. -AG Að sjálfsögðu verður sprangað á þjóðhátið í Eyjum. „Dönsum og dönsum í dalnum f ram á nótt" Þjóðhátíð Vestmannaeyinga verður að venju haldin um verslunarmanna- helgina. Dagskrá verður að mestu með hefðbundnu sniði og þar skemmta margir kunnir skemmtikraftar og tónlistarmenn. Þá verður á staðnum Tívolí og leiksvæði fyrir börnin. Verð aðgöngumiða er að þessu sinni sex þúsund krónur. Búið er að semja sérstakt þjóðhátíðarlag, Næturfjör eftir Olaf M. Aðalsteinsson og Guðjón Weige og kemur það út innan skamms. -hs. Sameiginlegt verkefni kvikmyndastofnana Norðurlanda: VERÐUR ÍSLAND MEÐ í PÚKKINU? Kvikmyndastofnanir Norður- landa áætla að fjármagna sameiginlega fimm kvikmynd- ir, eina frá hverju landi, og yrði það í fyrsta skipti sem sem svo mörg lönd taka sameiginlega þátt í kostnaði kvikmyndaverk- efnis hvers annars. Kvik- myndasjóður fslands hefur ákveðið að taka þátt í þessu verkefni, fáist fjárveiting til þess, en áætlaður heildar- kostnaður við allar myndimar fimm er um 800 milljónir ísl.kr., að sögn Þorsteins Jónssonar, framkvæmdastjóra Kvik- myndasjóðs. Þorsteinn sagði að framlag hverrar þjóðar væri mjög mismunandi, og færi eftir kostnaðarverði hverrar myndar fyrir sig. „Við vitum ekki hver okkar kostnað- ur verður endanlega, vegna þess að það er ekki búið að velja verkefnið ennþá, og það er ekki alveg komið á hreint hver okkar hlutur verður i hin- um myndunum. Aðalatriðið er að vera með," sagði Þorsteinn. Hann sagðist reikna með því að framlag hinna landanna verði meira en það sem við legðum til þeirra mynda, eins og venjan væri í norrænu samstarfi. „Auk þess fylgir þessu mikil kynn- ing á öllum helstu kvikmyndahátíð- um eins og Cannes og Berlín og víð- ar. Þetta hefur vakið mikla athygli vegna þess hversu mörg lönd taka þátt i þessu sameiginlega," sagði Þor- steinn. Að auki sagði Þorsteinn að einnig væri gert ráð fyrir framlagi frá Nor- ræna kvikmyndasjóðnum, sem yrði um 30 milljónir ísl. króna í íslenska verkið. Þetta eina verkefni myndi tæma Kvikmyndasjóðinn á næsta ári, og því hefur sjóðurinn sótt um sérstaka aukafjárveitingu til verkefnisins. Þor- steinn sagðist vera vongóður um að hún fengist. „Ég hef átt viðræður við Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Steingrím Hermannsson forsætisráð- herra. Þeir hafa báðir tekið þessu vel, en að vísu kvartað undan féleysi ríkis- sjóðs. Þess ber að geta að við þurfum ekki nema 12 milljónir á þessu ári, en restin kemur til greiðslu á næsta ári," sagði hann. Gert er ráð fyrir því að halda opna samkeppni um þátttöku í verkefhinu, og verða þrjú verkefni valin af sér- stakri dómnefnd sem skipuð er þrem- ur mönnum kosnum af Félagi kvik- myndagerðarmanna, Sambandi ís- lenskra kvikmyndaframleiðenda og Sambandi islenskra kvikmyndaleik- stjóra. Þessi verkemi fá handrits- og undirbúningsstyrki, en framleiðslu- styrkur verður svo veittur í árslok til íslenska verkefnisins sem yrði endan- lega fyrir valinu. Framleiðslu mynd- arinnar yrði svo lokið á næsta ári. Að sögn Þorsteins er ekki nein krafa um efni myndarinnar, og er hvert verkefni valið í hverju landi fyrir sig. Danir, Svíar og Norðmenn hafa þegar valið sín verkefni, en íslendingar og Finnar munu tilnefha sín verkefni síð- ar. Ef ekki fæst vilyrði fyrir styrk frá ríkissjóði geta íslendingar ekki tekið þátt í þessu verkefhi. —só Jón Kristjánsson alþingismaður segir villandi ummæli höfð eftir sér í fréttatíma Stöðvar 2: Fréttastofan birtir ekki leiðréttingu Jón Kristjánsson, alþingismaður og varamaður í stjóm Blaða- prents hf., segir það ranglega eft- ir sér haft í fréttum Stöðvar 2 að viðræður hafi átt sér stað á milli Blaðaprents og bankaráðs Landsbankans um að bankinn kaupi húseignir af fyrirtækinu. Hann hefur freistað þess að fá fréttastofu Stöðvar 2 til að leið- rétta það sem haft er eftir honum, en án árangurs. Jón sagði i samtali við Tímann í gær að fréttamaður Stöðvar 2 hefði haft samband við sig í kjölfar fréttar í tímaritinu Frjálsri verslun um að Landsbankinn væri að kaupa hús- næði Blaðaprents á Lynghálsi. Fréttamaðurinn spurði um þessi kaup og tengsl bankaráðsmanna Landsbankans við Blaðaprent, þar á meðal Kristins Finnbogasonar. Kristinn er varaformaður bankaráðs- ins og jafnframt stjórnarmaður í Blaðaprenti. „Ég tjáði fréttamanninum að ég hefði tekið sæti Kristins, sem vara- maður hans í stjórn Blaðaprents, þegar viðskipti Landsbankans hafa verið til umræðu hér," sagði Jón. „Frétt Stöðvar 2 sem birtist um þetta mál var ónákvæm, að mér finnst, og beinlínis röng. Hún var á þá leið að ég ætti i viðræðum við Landsbank- ann um sölu á þessari ákveðnu eign. Það er ekki rétt. Engar slíkar viðræð- ur hafa farið fram og allra síst af minni hálfu, vegna þess að það eru stjórn og framkvæmdastjóri Blaða- prents sem fara með umboð til samn- inga fyrir fyrirtækið. Að sjálfsögðu höfum við rætt viðskipti Blaðaprents og Landsbankans. Það liggur í aug- um uppi að við ræðum við okkar að- al viðskiptabanka þegar fyrirtækið er um það bil að hætta starfsemi og rekstri. Það hefur ekkert verið rætt um sölu á þessari ákveðnu eign, heldur hafa viðskipti fyrirtækisins verið rædd í heild sinni við Lands- bankann." — Nú liggur fyrir að Blaðaprent hf. er að leggja niður starfsemi. Stendur þá ekki fyrir dyrum sala á eignum þess og þar á meðal húsnæðinu? „Jú, að sjálfsögðu þurfum við að selja eignir til þess að geta lokið skuldbindingum fyrirtækisins," sagði Jón. - ÁG Jón Krístjánsson alþingismaður segir frétt Stöðvar 2 um sölu Blaðaprents á húseigninni að Lynghálsi 9 vera ranga. Hann hefur beðið fréttastofu Stöðvar 2 um leiðréttingu á því sem rang- lega var eftir honum haft, en án árangurs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.