Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur14. júlí 1990 TIMINN MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Steingrlmur Gislason Skrifstofur Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tírnans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð f lausasölu 190,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Byggöaþróun Eins og Tíminn hefur áður greint frá ákvað ríkis- stjórnin að tillögu forsætisráðherra í janúar síðast- liðnum að skipa nefnd til þess að gera tillögur um nýjar áherslur og langtímastefnu í byggðamálum. Markmið slíkra tillagna skal yera að byggð geti blómgast í öllum landshlutum. í nefndinni eiga sæti fulltrúar alha núverandi þingflokka, en formaður hennar er Jón Helgason, fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra. í viðtali við Tímann hefur Jón Helgason greint frá því að nefhdin hafi til þessa fjallað sérstaklega um þróun atvinnulífs á landsbyggðinni. Nefhdin er ein- huga um það álit að efling atvinnulífs og meiri fjöl- breytni þess sé lykilatriði að því að stöðva öran fólksflutning af landsbyggðinni og jafha byggða- þróun. Að sögn formannsins hefur nefndin þegar reynt að koma sér saman um stefhumótun í byggðamálum og hvaða atriði sé nauðsynlegt að hafa í huga í því sambandi. Er þá m.a. bent á þá staðreynd að ríkis- valdið sé sjálft mótandi í þessum efhum. Ríkisvald- ið getur haft bein áhrif á atvinnuþróunina með stað- arvali stórfyrirtækja og tilhögun opinberrar þjón- ustu, ekki síst með stjórn landbúnaðar- og sjávarút- vegsmála. En hér kemur auk þess margt annað til greina af því sem snýr beint að ríkisstjórn og almennri efha- hags- og fjármálastjórn hins opinbera. Byggða- nefhdin er sammála um að tryggja verði jafhvægi í efhahagslíflnu og miða gengisskráningu við viðun- andi rekstrarafkomu framleiðsluatvinnugreina, að ríkisstjórn og Alþingi gæti þess við ákvarðanir um uppbyggingu atvinnurekstrar að þær stuðli að hag- kvæmri byggðaþróun og að ríkisvaldið jafni kostn- að við opinbera þjónustu þar sem sýnilega hallar á landsbyggðina. Þau atriði sem hér hafa verið nefnd og eru umfjöll- unarefni byggðanefndar forsætisráðherra, eru auð- vitað ekki nýuppgötvuð sannindi í sambandi við mótun byggðastefnu. Það veikir ekki á neinn hátt gildi þessara áhersluatriða nefhdarinnar. Hér er um að ræða staðfestingu á því sem lengi hefur verið vit- að um það hverjir séu grundvallarþættir byggða- stefhu. En af þessum staðreyndum má draga þann lærdóm, að byggðastefna verður ekki framkvæmd nema með opinberri stefhumótun í meira eða minna mæli og þar með ákvörðunum um einstakar verk- legar framkvæmdir. Hitt er þó jafnvíst að byggðaþróun og atvinnulífið á landsbyggðinni á ekki síður undir framtaki og hugkvæmni landsbyggðarfólksins sjálfs. Árangur byggðastefnu byggist á samspili félags- og einka- framtaks heimamanna sjálfra og mótaðri stefnu stjórnvalda í almennum atvinnu- og efnahagsmál- um og sérstökum ráðstöfunum eða áætlunum í þágu byggðaþróunar. Sá tíðarandi sem nú ríkir, að opin- ber afskipti eigi að vera* sem minnst, getur komið niður á byggðaþróun ef sá hugsunarháttur gengur út í öfgar. Byggðanefhd forsætisráðherra er treyst til þess að sneiða hjá öfgum markaðshyggjunnar. Þ ROUN HEIMSMALA sið- ustu tnánuði og misseri er samhangandi atburðakeðja þar sem einn hefur áhrif á annan, Ieiðir af sér nýja og nýja atburði eins og alda hleður upp öldu, svo lengi sem vindur og straumar endast. Það er því aldrei nema von að menn taki misvel eftir ein- stökum viðburðum í þessari at- vikarás og setji allt umrót heims- viðburðanna undir einn hatt, enda kannske engin fásinna. Horft um öxl Fyrir réttri viku hélt forystulið Atlantshafsbandalagsins fund í London og sendi frá sér langorða yfirlýsingu um framtíðarhlutverk NATO. Ef skoðuð eru tildrög Atl- antshafsbandalagsins og þróun þess í 41 ár kemur í ljós að Lund- únayfirlýsingin markar tímamót í sögu þess. Af þessu tilefhi væri því fulleðlilegt að gera þróunar- ferli Atlantshafsbandalagsins nokkur skil hér í Tímanum, þótt það verði ekki gert að þessu sinni. Þess í stað verður horfið til upphafsins með því að birta meg- inhluta úr ræðu, sem Eysteinn Jónsson flutti 28. mars 1949 í al- mennum útvarpsumræðum frá Alþingi um tillögu til þingsálykt- unar um inngöngu íslands í NATO. Varla mun oftnælt að ekkert þingmál hafi valdið jafhmiklum deilum og hugarróti hjá íslend- ingum eins og þetta mál. Mætti hafa um það mörg orð. Þótt ekki sé á annað minnst er víst að inn- gangan í Atlantshafsbandalagið hafði mikil áhrif á stjórnmál og innanflokksmál þá þegar og eimdi eftir af því árum og áratug- um saman. Með nokkrum rétti má segja að íslensk stjórnmál hafi aldrei orðið söm eftir að Atl- antshafsbandalagið kom til sög- unnar. Þetta átti við um innan- landsmál, en þó fyrst og fremst utanríkismál. Þótt það sé út af fyrir sig rétt að íslendingar sæju hlutleysis- og varnarleysisstefnu sína bíða hnekki í heimsstyrjöld- inni, þá var það ekki fyrr en með inngöngunni i Atlantshafsbanda- lagið sem Alþingi hafhaði þeirri stefhu formlega. Fyrir fiestra hluta sakir fer vel á því nú að Tíminn rifji upp orð Eysteins Jónssonar frá upphafs- dögum Atlantshafsbandalagsins. Þótt staðreynd sé að innan Fram- sóknarfiokksins væri meiri ágreiningur um málið en í öðrum flokkum, er þess að minnast að Eysteinn Jónsson tók eindregna afstöðu með inngöngunni og hafði að lokum meirihluta flokks- manna með sér um þá afstöðu. Má til sanns vegar færa að mála- fylgja hans hafi ráðið úrslitum um að íslendingar gerðust stofh- endur Atlantshafsbandalagsins. Um þetta verða ekki höfð fleiri orð. Ræða Eysteins Jónssonar frá 28. mars 1949 talar hins vegar sínu máli um þau rök sem var- færnismaður í utanríkismálum, sem Eysteinn hefur ætíð verið, beitti fyrir sig þegar hann tók að sér forystu fyrir því að sam- fiokksmenn hans styddu NATO- aðildina. RæðaEysteins 1949 „Það er ekki ýkja langt síðan ut- anríkismál fóru að verða ofarlega á baugi meðal íslendinga. En nú er öldin önnur en áður. Til þess liggja ýmsar ástæður, sem of langt yrði hér að rekja, en höfuð- ástæðurnar eru þær, að einangrun Islands hefur verið rofin með bættum samgöngum, þjóðimar aukið mjög samstarf sitt eftir styrjöldina og Islendingar með réttu talið það sína skyldu sem sjálfstæðrar, fullvalda þjóðar að taka þátt í því starfi. Fram að síðustu styrjöld voru öryggismál íslands ekki talin neitt vandamál. Menn reiknuðu með því, eða að minnsta kosti vonuðust eftir því, að fjarlægð landsins frá öðrum löndum yrði til þess enn, svo sem verið hafði um aldir, að ísland yrði ósnortið og slyppi við átroðning styrjald- arþjóðanna. En þessu var ekki til að dreifa. Þótt Islendingar vildu ekki hafa og hefðu ekki nein af- skipti af styrjöldinni, þá fór svo, að Island var hernumið rétt eftir eða nær því um leið og styrjöldin breiddist út til Norðurlanda, og ári síðar var gerður samningur við Bandaríkin um að taka að sér vernd landsins á meðan á styrj- öldinni stæði. Síðan menn öðluðust þessa reynslu hafa öryggismálin verið eitt þýðingarmesta umhugsunar- efhi manna á íslandi og þá ekki síður vegna þess, að enn minnka fjarlægðir landa og þjóða milli vegna aukinnar samgöngutækni. Tvennt ætti flestum að vera ljóst orðið. í fyrsta lagi, að engar skyn- samlegar likur eru til þess, að ís- land verði ósnert, ef til höfuð- styrjaldarátaka kemur á ný í heiminum. í öðru lagi, að vegna legu landsins, menningartengsla, skyldleika í stjómarfari og hugs- unarhætti er rétta leiðin og eina færa leiðin fyrir íslendinga sú að hafa samvinnu við nálæg lýðræð- isríki um þessi málefhi. Þetta vilja auðvitað ekki þeir viður- kenna, sem það hafa helzt að áhugamáli, að islenzka þjóðin geti orðið þeirrar sælu aðnjót- andi, sem orðið hefur hlutskipti Pólverja og Tékka, svo að dæmi séu nefhd. En eigum við að taka nokkurt tillit til þeirra? Hitt er svo annað mál, að þótt menn viður- kenni þessa meginreglu, þá er eft- ir að gera sér grein fyrir, í hverju samvinna íslendinga við aðrar þjóðir um þessi mál á og má vera fólgin. Framsóknarflokkurinn hefur hvað eftir annað tekið þessi mál- efhi fyrir til meðferðar og álykt- unar. Á aðalfundi miðstjómarinn- ar 1946, sem haldinn var fyrir kosningamar, var gerð ályktun, byggð á þessari meginstefhii, sem nú var lýst. Aðalefni henriar var, að rétt væri fyrir íslendinga að hafa sérstakt samstarf við Norðurlandaþjóðimar og þjóðir Engilsaxa um öryggismál Iands- ins, en á þann hátt, að ekki dveld- ist erlendur her í landinu. Hér kom strax fram sú stefha, sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið á og mun standa á, að sam- vinna um öryggismálin við aðrar þjóðir verði að byggjast á því, að ekki sé erlendur her í landinu á friðartimum né erlendar her- stöðvar. íslendingar geti ekki og megi ekki leyfa slíkt. Ef það sé gert, þá verði ekki mögulegt að finna nein eðlileg takmörk til þess að standa á. Rökin með NATO Um tíma gerðu menn sér vonir um, að samtök Sameinuðu þjóð- anna myndu létta af áhyggjum í þessu efhi, samvinna þjóðanna myndi bataa eftir styrjöldina og ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna um öryggi gegn árásum myndu reynast svo þýðingarmik- il, að frekari ráðstafana yrði ekki þörf. En þetta hefur mjög farið á aðra lund sem kunnugt er. Heift- úðugar deilur milli þjóða hafa staðið sífellt undanfarin ár, og samstarf Sameinuðu þjóðanna í öryggismálum ekkert orðið. Svo hörmulegt er ástandið orðið í þessum málum, að lýðræðis- þjóðirnar í Evrópu, sem ekkert þrá heitar en að mega lifa í friði eftir þær hörmungar, sem þær hafa þolað, hafa neyðzt til þess að gera samtök sin á milli til vemdar gegn ofbeldi. Fyrst var stofhað vamarbandalag Vestur-Evrópu af Benelux-löndunum, Bretum og Frökkum, og siðan hafa þessi lönd undanfama mánuði leitað samstarfs við Bandarikin um að gera allvíðtækt vamarbandalag, sem gæti veitt það öryggi, sem Sameinuðu þjóðunum var ætlað að veita, vamarbandalag, sem byggt væri algerlega innan þess ramma, sem lagður var með stofhun Sameinuðu þjóðanna, og í samræmi við stofhlög þeirra og ætlað að starfa eingöngu á meðan ekki væri hægt að framkvæma öryggisákvæði Sameinuðu þjóð- anna. Það var fljótlega ljóst, eftir að farið var að vinna að stofhun þessa nýja vamarbandalags, að íslend- ingar urðu að gera það upp við sig, hvort þeir ætluðu að verða þátttak- endur eða ekki, þeim myndi vegna legu landsins og allrar aðstöðu verða boðið að taka þátt í samtök- um þessum. Hafa orðið miklar umræður um þau mál hér á landi nú um nokkurra mánaða skeið." Nú er að því komið, að íslend- ingar verða að svara því boði, sem borizt hefur. Þarf þá að svara þeirri spurningu, hvort bandalagið sé þannig upp byggt og því það hlut- verk ætlað, að eðlilegt sé fyrir ís- lendinga að vera þátttakendur. Ég minntist á það áðan, að tæpast gæti nokkrum manni dottið í hug, að ísland fengi að vera ósnert, ef til stórstyrjaldar drægi á ný. Enginn okkar getur að visu séð fyrir, hvað þá muni gerast, en fyrir fram er ekki hægt að gera ráð fyrir öðm en því, að hildarleikurinn myndi ber- ast að einhverju leyti til íslands, og veit þá enginn, hvílík ógnaröld af því gæti stafað. Það erþví alveg áreiðanlegt, að vonir Islendinga um að fá að lifa óáreittir í friði við sitt em bundnar við það fyrst og fremst, að ekki komi til styrjaldar. Eins og nú er ástatt í heiminum, er ekki annað sjáanlegt en friðar- vonimar séu fyrst og fremst tengdar við samstarf lýðræðis- þjóðanna gegn árásum — fyrst og fremst tengdar við það, að lýð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.