Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur14. júlí 1990 Tíminn 7 LAUGARDAGURINN 14. JULI1990 FráMývatni ræðisþjóðirnar þoki sér saman og myndi með sér svo sterk samtök, að árásarveldi, sem rekur út- þenslu- og yfirdrottnunarpólitík, treysti sér ekki til þess að ráðast á þau; að árásarríki sé gert fullljóst fyrir fram, að það er ekki hægt að taka eitt og eitt ríki fyrir í einu og innlima það, eins og þýzku naz- istarnir gerðu fyrir síðustu styrj- öld. Vonin um frið byggist ekki sízt á því, að hin nýju varnarsam- tök geti komið vitinu fyrir þá, sem hafa gert samstarf Samein- uðu þjóðanna óframkvæmanlegt, og orðið til þess, að þeir breyti um stefhu. Aðeins bandóðum út- sendurum hins alþjóðlega komm- únisma dettur í hug að bera sér í munn, að varnabandalagið sé stofhað með árás í huga. Hvaða heilvita maður leggur trúnað á það, að Norðmenn, Danir, Hol- lendingar, Luxemborgarmenn, Belgar og Frakkar stefhi að árás- arstyrjöld í Evrópu — svo að maður nú ekki nefhi Breta og Bandaríkjamenn? Sérstaðaogfyrirvarar Sannleik urinn er sá, að vonir okk- ar íslendinga um, að við fáum að lifa í friði í fyrirsjáanlegri framtið, eru bundnar við það, að þetta varn- arbandalag komist á fót og það nái þeim tilgangi sinum að koma í veg fyrir stríð og bæta sambúð allra þjóða með því að koma viti fyrir þá, sem ekki hafa enn skilið það, að lýðræðisríkin eru ráðin í því að láta ekki kúga sig. Ef til yill eiga engir meira undir því en 1 slendingar, að þetta takist. Þeim ber því allra sízt að sýna þessum samtökum tómlæti, and- úð eða óeðlilega tortryggni, þótt hitt sé höfuðatríði, að setja glögg takmörk fyrir því, sem Islending- ar geta lagt til slíkrar samvinnu. Það er augljóst, að hér er tækifæri fyrir íslendinga til þess að eiga samvinnu við aðrar lýðræðis- þjóðir um sameiginleg öryggis- mál. Spurningin er þá, hvort nokkurs þess sé krafizt af Islend- ingum í sáttmála bandalagsins, sem þeir ekki geti undir gengizt, þannig að þeir verði að hafa ástæðu til að hafha þessu tilboði um samvinnu í bandalaginu. íslendingar hafa algera sérstöðu meðal þjóðanna að því leyti til, að þeir hafa engan her og ætla sér ekki að stofha her og ekki að taka þátt í hernaði. Auk þess eiga þeir það sammerkt með ýmsum öðr- um þjóðum, að þeir vilja ekki leyfa setu erlends hers í landi sinu á friðartímum og ekki eriendar herstöðvar. Nú liggur þessi samningur fyrir, og ber hann það greinilega með sér, að hann skuldbindur ekki ís- lendinga til þess að gera neitt af því, sem þeir ekki vilja gera og hafa glöggan fyrirvara um. Samningurinn er blátt áfram byggður á því, að hver þjóð um sig leggur það fram til sameigin- legra öryggismála, sem hún sjálf telur sér fært. Samningurinn er byggður á frjálsu samstarfi, án þess að nokkur verði úrskurðaður til þess að gera nokkuð það, sem hann ekki telur sér fært. Samn- ingurinn ber þetta sjálfur með sér, og þarf því í rauninni ekki frekari vitna við. En auk þessa hafa farið fram ítarlegar viðræður við Bandaríkjastjórn um efhi samn- ingsins af hendi íslands. En Bandaríkjasrjórn átti slíkar við- ræður við ýmsar þjóðir í umboði hinna ríkjanna, sem beita sér fyr- ir stofhun bandalagsins. í þeim viðræðum var þessi sérstaða ís- lands ítarlega skýrð og greinilega fram tekið, hvað Islendingar aldr- ei myndu gera. í þessum viðræðum kom greini- lega fram af hendi Bandaríkja- stjómar meðal annars þetta: 1. Að ef til ófriðar kæmi, myndu bandalagsþjóðirnar óska svipaðr- ar aðstöðu á íslandi og var í síð- asta stríði og þaö myndi algerlega vera á valdi Islands sjálfs hvenær sú aðstaða yrði látin í té. 2. Að viðurkennt væri, að ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofha her. 3. Að ekki kæmi til mála, að er- lendur her eða herseta yrði á ís- landi á friðartímum. 4. Að allir bandalagsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu íslands. Bandalagið er byggt á þeirri hugsun, að ríkin vilji hafa sam- vinnu um sameiginleg öryggis- mál, án þess að nokkur sé þving- aður, og þau aðhafist það eitt, sem hvert þeirra um sig telur sér fært að eigin dómi. Margir hinna reyndustu manna telja, að hefði slíkt bandalag ver- ið stofhað gegn yfirgangi nazista fyrir síðustu heimsstyrjöld, hefði aldrei til hennar komið. Aukið öryggi gegn árásum fyrir þá, sem taka þátt í bandalaginu, er vitanlega fyrst og fremst fólgið í þeirri vitneskju, að bandalags- þjóðirnar líta á árásir á hvert ríki um sig sem árásir á sig, sem upp- haf að stórfelldum átökum. Enn-' fremur er styrkur fólginn í sam- eiginlegum ráðagerðum um það, hvað til bragðs skuli taka, ef árás- ir eru gerðar, og um það, hvemig hægt sé að snúast til varnar, ef til slíks kemur. Hnattstaða íslands Það er nú augljóst orðið, að ekki aðeins Beneluxlöndin, Bretar og Bandaríkjamenn verða stofnendur að þessu bandalagi, heldur einnig Noregur og Danmörk. Meðal stofnenda í þessu varnarbandalagi verða því öll þau ríki, sem eðlileg- ast er fyrir ísland að hafa nánast samstarf við, bæði um þessi mál- efhi og önnur. ísland liggur mitt á meðal þessara ríkja og lega lands- ins er þannig, að það hefur þýð- ingu, ekki aðeins fyrir ísland sjálft, heldur einnig fyrir nágrann- ana, hvaða afstöðu það tekur í málum eins og því, sem nú er til meðferðar. Ef Islendingar vildu ekki taka þátt í þessu samstarfi, er hætt við, að lýðræðisþjóðunum, sem næst okkur eru, gengi ekki sem bezt að skilja þá afstöðu, þar sem Islendingar gætu þá ekki haldið því fram með rökum, að með þátttðku í bandalaginu væru þeim lagðar skyldur á herðar, sem þeir ekki gætu uppfyllt. Legu íslands á hnettinum verður ekki breytt. Það er því hinn mesti misskilningur að imynda sér, að Islendingar geti í raun og veru einangrað sig, þó að þeir færu ekki í vamarbandalagið, og gætu komizt hjá því að tala við önnur lönd um sameiginleg öryggismál. Ýmsir segja, að hættan á því, að farið verði fram á það við Island, að það geri ráðstafanir í öryggis- málum, sem séu hættulegar fyrir þjóðerni og sjálfstæði landsins, vaxi, ef það tekur upp nánara samstarf um þessi mál við ná- grannaþjóðirnar en verið hefur og fer í bandalagið. En ég er alveg sannfærður um, að þetta er byggt á algerðum misskilningi. 011 skynsamleg rök mæla með því gagnstæða. Áhugi hinna þjóð- anna á því, hvað ísland gerir, verður ekki minni, ef það gerir tilraun til þess að einangra sig, heldur hlýtur hann að verða meiri og aðstaða íslendinga erfiðari til þess að koma inn réttum skilningi einmitt þessara þjóða á því, hvað ísland getur og vill gera í þessum málum. Sú hætta, að aðstaða íslands i þeim sé misskilin, minnkar, en vex ekki, ef farið er í bandalagið og rétt haldið á málum, ekki sízt þegar jafngreinilega hefur verið tekið fram af Islands hálfu og gert hefur verið, hvað það er, sem Island ekki getur gert og ekki vill gera, og það einmitt áður en og um leið og það byrjar að starfa með hinum þjóðunum að þessum málum. En slíkt er nauðsynlegt að gera og var nauðsynlegt að gera fyrir fram, þótt ekki sé um skuldbi ndingar að ræða. Hreinskilni Það er höfuðatriðið að vera hreinskilinn í byrjun og láta greinilega vita, til hvers ekki er hægt að ætlast. Sá fyrirvari er þá einnig nægilegur af íslands hendi að láta greinilega vita, hvað það ekki getur gert. Fyrir- vari í sáttmálanum hefði hins vegar verið nauðsynlegur, ef sáttmálinn hefði verið þannig, að hægt væri samkvæmt honum að skylda ísland til þess að gera nokkuð það, sem íslendingar sjálfir ekki telja eðlilegt. Ef íslendingar draga sig nú inn í skelina og vilja ekki hafa sam- starf við nágrannaþjóðir sínar á þeim grundvelli, sem fyrir liggur, hlyti það að valda tortryggni um hina raunverulegu afstöðu þjóð- arinnar og auknum erfiðleikum einmitt í sambandi við meðferð hinna vandasðmu öryggismála. Auk þess væri ekki hægt að skilja þá afstððu öðruvísi en svo, þegar ekki eru til fyrirstöðu óeðlilegar skuldbindingar, sem hægt er að benda á, en íslendingar væru beinlínis hikandi i því, hvort þeir ætla að hafa nokkra sérstaka sam- vinnu við lýðræðisþjóðirnar, ná- granna sína. Slík afstaða væri blátt áfram að gefa undir fótinn þeim, sem sízt skyldi, og hlyti að vekja þá hugsun, að hér væri þjóð á mikilsverðum stað, sem ekki væri ástæðulaust að veita aukna athygli og ekki væri vonlaust að eyða á auknu púðri með árangri, bæði með auknum áróðri, aukn- um rekstrarkostnaði til fimmtu herdeildar og öðrum slíkum að- ferðum, sem alþekktar eru. Ef íslendingar hikuðu við að taka upp samvinnu á frjálsum grundvelli við nágranna sína, þá myndi það einnig óspart verða notað af andstæðingum lýðræðis- ríkjanna og þeim fengin vopn í hönd. Auðvitað vildu hinir frið- sömu íslendingar ekki vera með, yrði sagt, og sannaði það bezt, að hér væri um árásar- en ekki vam- arbandalag að ræða. Ennfremur sýndi það, að bandalagið væri byggt á yfirgangi í garð smáþjóð- anna, þannig að hinir smæstu treystu sér ekki til þess að vera með og svo framvegis. Öllu þessu hefði verið hægt að víkja til hliðar, og hefði verið sjálfsagt að víkja til hliðar, ef ein- hverra þeirra skuldbindinga væri krafizt í sáttmálanum, sem ís- lendingar gætu ekki undir geng-.. izt, hefði til dæmis verið farið fram á hersetu á friðartímum eða erlendar herstöðvar. Þá hefðu lýðræðisþjóðimar orðið að skilja, að ísland gat ekki verið með, þótt það vildi samvinnu við þær. Engu slíku er til að dreifa. Eins og sáttmálinn er, þá er sjálf- sagt fyrir íslendinga að taka hik- laust afstöðu og taka boðinu um að gerast stofhaðili að bandalag- inu. Ég get ekki séð, hvernig hægt væri að segjast vilja sam- starf um sameiginleg öryggismál við önnur lýðræðisríki, og þá al- veg sérstaklega við Norðurlönd og engilsaxnesku ríkin, eins og meginþorri íslendinga vill að- hyllast og hefur yfir lýst, og skor- ast síðan undan því að taka þátt í varnarbandalagi eins og því, sem hér á að stofha." Dómur sögunnar Framanritaður útdráttur úr ræðu Eysteins Jónssonar þegar hann mælti með þátttöku Islands í stofnun Atlantshafsbandalagsins í mars 1949, gefur að vísu tilefni til frekari umræðu um þróun vamar- og öryggismála næstu ár á eftir, einkum þá staðreynd að ríkissrjórnin gerði sérstakan vamarsamning við Bandaríkin vorið 1951 sem hafði í för með sér dvöl bandarisks varnarliðs í landinu. Hersetan hefur verið ágreiningsmál í íslenskum stjórnmálum fram á þennan dag, þótt dregið hafi úr hörkunni á síðustu árum. Smám saman hafa menn farið að sjá það mál í öðru ljósi en lengi var reyndin. Margt bendir til þess að brátt verði sögunni látið eftir að dæma um þann þátt varnar- og öryggismálanna. Sá dómur mun ekki byggjast á því hvað var „rétt" og hvað var „rangt", heldur verður skynsamleg greining viðhorfa og viðburða látin ráða slíkum dómi. Hersetan hefur að vísu orðið langær, eigi að síður hefur verið litiö á hana sem bráðabirgðaástand, tímabundna raunsæispólitik. Dvöl erlends hers á íslandi er ekkert óskaástand, og svo lengi sem þjóðin lítur á hersetuna sem tímabundna illa nauðsyn fellur hún að þeim varfærnisviðhorfum í utanríkismálum sem íslendingum ber að rækta með sér ekki síður nú en var fyrir 40 árum. Vandi íslenskra utanríkismála snertir ekki lengur Atlantshafsbandalagið að neinu ráði. Nú ber önnur og óskyld utanríkismál að höndum íslenskra stjórnmálamanna. Hafi íslendingar þolað skerðingu fullveldis með þátttöku í varnar- og öryggismálum með nágrannaþjóðum sínum, hvað mun þá gerast ef þjóðin stefnir að því að verða fylki í Bandaríkjum Evrópu?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.