Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur14. júlí 1990 Tíminn 17 Halldór Guðbjarnason, fyrrverandi bankastjóri Útvegsbanka íslands, í helgarviðtalinu: Stormurinn er afstaðinn „Vitanlega hlýt ég að vera mjög ánægður með að afdráttarlaus dómur skuli hafa fallið á þann veg sem raunin er. í dómnum erum við bankastjór- amir sýknaðir af öllum ákæruatríðum og sérhvert atríði málsvamar okkar tekið til greina. Sem beturfer stóðust dómarar sakadóms þann mikla þrýst- ing sem á þeim hvfldi og létu moldviðrí fýrrí ára ekkert á sig fá. í fýrsta sinn var fjallað um máiið á fagmanniegan hátt og sannleikurinn fékk að koma í ljós,“ segir Halldór Guðbjamason, fýrrv. bankastjórí Útvegsbankans. Hall- dórvareinn hinna ákærðu í Hafskipsmálinu og hefur nú, eins og aðrír sak- bomingar, beðið niðurstöðu undanfarín flögurár. Sú bið hefur raskað veru- lega irfi Halldórs og flölskyldu hans. Starf og vinnustaður — Hvort tveggja horfið „Ég byijaði að vinna í bankakerfinu áður en ég lauk námi í Háskólanum og hafði i raun sérhæfl mig í bankastörfum og var kominn í eina æðstu stöðu bankakerfisins. Nú er það starf horfið, bankinn ekki til lengur og fyrrver- andi stjómendur hans hafa þar til nú verið dæmdir sakamenn af almenningi þótt enginn dómur hefði fallið i málinu. Hvort dómsniður- staðan muni breyta því á eftir að koma í ljós. Ég hef oft fúndið fyrir biðinni eftir úrslitum málsins sl. fjögur ár. í viðræðum mínum um hugsanlega atvinnu kom alltaf upp fyrr eða síðar spumingin um Hafskipsmálið. Hugsan- legir vinnuveitendur sögðu sem svo: „Það væri afar slæmt ef þú fengir á þig dóm eftir að þú værir kominn í þessa stöðu hjá okkur, slíkt væri ekki gott fyrir fyrirtækið.“ Þannig átti ég ekki möguleika á áhugaverðum störfum eins og aðrir fijálsir menn. Akæran sá til þess. Það er fyrst nú sem ég hef á ný öðlast þennan borgaralega rétt sem Hallvarður Einvarðsson svipti mig fyrir fjórum árum að ósekju.“ — Talsverðan hluta árs 1987 eftir að nýi Út- vegsbankinn, Útvegsbankinn hf., hafði tekið til starfa, vann Halldór ásamt öðrum stjóm- endum gamla bankans við að ganga ffá ýms- um erfiðum málum svo að ríkissjóður kæmi sem best út úr þeim samningum sem gerðir höfðu verið milli hins gamla og hins nýja Út- vegsbanka. Eftir það vann Halldór að sér- verkefnum fyrir forstjóra Sambandsins og sá meðal annars um að setja á stofn greiðslu- kortafyrirtækið Samkort uns hann tók sig upp sl. haust og hélt til Boston til ffamhalds- náms í viðskiptaffæðum. Einn til andsvara Meðan Hafskipsmálið var efst á baugi í fjöl- miðlum varð Halldór nánast einn Útvegs- bankamanna til að svara fyrir sig og félaga sína og tók til máls i umræðunni um málið. Hvemig stóð á því? „Ég hygg að ein aðalástæða þess hafi verið sú að starfsbræður mínir eru eldri menn en ég og málið lagðist einfaldlega þyngra á þá en mig. Ég býst við að svona hlutir séu mönnum þeim mun þungbærari sem þeir em eldri. Þótt allir okkar hafi átt erfiðar stundir þessi ár þá veit ég að málið lagðist þyngra á þá. Ég tók einfaldlega á mig að svara fyrir okkur. Það var oft erfitt því að almenningsálitið hafði þegar dæmt okkur og það var því ekki ánægjulegt að þurfa að koma ffam í fjölmiðl- um ffammi fyrir landslýð. Ég varð þess ofl var að fólk hvíslaðist á um að þama færi einn Hafskipsmaðurinn. Slíkt og annað skylt fékk ekki svo mjög á mig sjálfan. Öðm máli gegndi um konu mína og fjölskyldu, enda líklega léttbærara þeim sem stendur í eldlínunni, en þeim sem honum em næstir." — Útvegsbankinn hefur verið seldur Útvegs- bankanum hf. sem síðan hefur verið seldur Is- landsbanka. Þessar hræringar hafa kostað rik- issjóð geipifjárhæðir. Vom þasr óhjákvæmileg afleiðing Hafskipsmálsins? ,J4ei, alls ekki. Um áratugaskeið var barist fyrir uppstokkun bankakerfisins. Út af fyrir sig er uppstokkun þess og einföldun af hinu góða. Útvegsbanki íslands tapaði miklu af eigin fé sínu í Hafskipsmálinu, mig minnir um 380 milljónum kr., og tækifærið var gripið. Stóð til að gefa bankann? Þeir sem lagt höfðu áherslu á að breyta bankakerfinu fengu nú tækifærið, enda hafði Útvegsbankinn lengi verið í sigtinu hjá þeim. Uppstokkunin var gerð, en því miður með þeim hætti að þegar öll kurl koma til grafar mun ríkið greiða með henni meira fé en flesta gmnar — meira fé en hægt er að rétt- læta. Astæðan er sú að samningar sem gerðir vom um yfirtöku Útvegsbankans hf. á Út- vegsbanka íslands vom þeim síðamefhda mjög óhagstæðir. Síðar þegar rikissjóður seldi hlutabréf sin í Útvegsbankanum hf. eig- endum Alþýðubankans, Iðnaðarbankans og Verslunarbankans vom kaupendunum hrein- lega gefhar fjárhæðir sem meta má á annan milljarð króna. Svo virðist sem ætlunin hafi verið að láta ákveðna aðila fá bankann ódýrt, því að áður hafði ríkissjóður hafnað öðmm kaupanda sem reiðubúinn var til að kaupa hann samkvæmt skilmálum sem settir höfðu verið af ríkinu sjálfu og hefðu þýtt miklu hærra verð fyrir ríkissjóð. Öll þessi ffamkvæmd varð til þess að þeir sem endanlega fengu Útvegsbankann keypt- an, fengu hann á sérstaklega hagstæðu verði og að sama skapi óhagstæðu fyrir ríkissjóð. Samið var um að öll erfið mál í bankanum skyldu lenda á ríkissjóði og samningamir í reynd svo vitlausir að núverandi eigendum er nánast í sjálfsvald sett hvaða mál þeir vilja losna við. Þeir geta í það minnsta lengi rök- stutt að þetta málið eða hitt sé „erfitt" og eigi því að tilheyra ríkinu og þeim því óviðkom- andi. Séu menn ósammála á bankaeftirlit Seðlabankans að skera úr um deilumálin. Það var þá dómstóllinn. Þjóðnýting vafamál Öllum málum Útvegsbanka íslands, sem á einhvem hátt hefur verið hægt að kalla „erf- ið“, hefur verið komið á rikissjóð. Nóg er af slíkum málum í öllum bönkum og ekki fór Útvegsbanki Islands varhluta af þeim eflir að hafa gegnt hlutverki sínu í íslensku þjóðlífi ffá 1902-1987. Ríkissjóður situr nú uppi með mörg erfið skuldamál úr bankanum sem gætu tapast vegna þess hvemig staðið hefur verið að málum. Allt málið er að mínu áliti skólabók- ardæmi um hvemig ekki ætti að standa að svona málum. Vonandi verður hér eftir betur staðið að breytingum á bankakerfinu, ekki síst ef einhveijar breytingar verða gerðar á rekstri Búnaðarbankans og Landsbankans." — Viðskiptaráðherra hefur sagt að ávinn- ingur þjóðarbúsins af þeirri skipulagsbreyt- ingu sem varð við sölu Útvegsbankans sé slikur að vart sé ástæða til gagnrýni á aðra þætti málsins, svo sem verðið sem fékkst fyr- ir bankann. „Ég tek undir það að ávinningurinn af bankasameiningunni ætti að koma i ljós þeg- ar ffam í sækir og hann getur orðið töiuverð- ur. Vissulega má færa fyrir því rök að rikið geti fómað einhveiju fyrir þann ávinning. Spuming er hins vegar hversu hátt verð átti að greiða hugsanlegan ávinning og hvemig. Átti ríkissjóður að hygla ákveðnum einstak- lingum en hafna öðrum? Var réttlætanlegt að þjóðfélagið greiddi stórar fjárhæðir vegna þessa? Var það réttlætanlegt að einn ráðherra núverandi ríkisstjómar gæfi núverandi eig- endum íslandsbanka á annan milljarð króna? Blekkingar Viðskiptaráðuneytið sem fór með þessi mál hefur aldrei viljað viðurkenna raunverulegan kostnað sem af bankasameiningunni hlaust. Þvert á móti hefur verið reynt að beita blekk- ingum til að breiða yfir hann. Ég hafði á sínum tima í höndum útreikninga ráðuneytisins á ýmsum kostnaðarþáttum vegna sölunnar á Útvegsbankanum hf. Á sama tíma þrættu ráðuneytismenn fyrir þess- ar sömu tölur og reyndu á ómerkilegasta hátt að gera mig og aðra tortryggilega með upp- hrópunum eins og „sérvitringur" þegar rökin þraut. Ég minni í þessu sambandi á ffam- göngu Birgis Amasonar, aðstoðarmanns við- skiptaráðherra, í umræðuþætti í sjónvarpi um málið. Þar reyndi Birgir að gera lítið úr mínu máli þrátt fyrir að hann vissi betur. Reyndar vor- kenni ég Birgi að hafa látið senda sig í þetta skítverk, þar sem honum hafði bersýnilega verið lögð sú lína að þræta fyrir allar stað- reyndir. Ég hefði einfaldlega getað sýnt al- þjóð skjalið sem ég hélt á í hendinni og þar með hefði Birgir ekki þurfl að halda áffam málflutningi sínum. Ég vildi þó ekki gera honum þann óleik þar sem hann þama var að veija annarra gerðir en ekki eigin. Sannleikur þessa máls er því miður sá að viðskiptaráðuneytið hefur aldrei sagt rétt til um hve mikið skattborgarar gáfu hluthöfum Alþýðubankans, Iðnaðarbankans og Versl- unarbankans með sölu hlutabréfanna í Út- vegsbankanum hf. Sú Ijárhæð var stór. Úr því að ákveðið var að uppstokkun bankakerfisins skyldi niðurgreidd af ríkis- sjóði með ekki neinum smáfjárhæðum, hefði mér fundist eðlilegt að ákvörðun um það hefði verið tekin af Alþingi en ekki einum ráðherra, þeim ráðherra sem kom, sá og sigr- aði að eigin áliti — viðskiptaráðherra. Sá maður hreykir sér nú af því að hafa stokkað upp íslenska bankakerfið með þvi að smella saman Ijórum bönkum eflir áratuga þvaig og ráðleysi annarra. Skákaö í skjóli Hafskipsmálsins Hafskipsmálið skapaði skilyrðin. í dag gætu slík mál ekki gerst á þennan hátt og næsta víst að ráðherra leyfðist ekki að leggja slíkan kostnað á þjóðfélagið upp á sitt eindæmi. Skákað var í skjóli Hafskipsmálsins svo segja má að víða liggi angar þess.“ — Var Útvegsbanki íslands gjaldþrota eftir viðskipti sín við Hafskip? „Nei, það var hann ekki. Eftir að Hafskip var orðið gjaldþrota gerðum við ráð fyrir því að tap bankans yrði 420 milljónir kr. og það var sú upphæð sem við afskrifuðum óbeint þá þegar, og lækkuðum eigið féð um. Síðar kom í ljós að tapið varð ekki svona mikið heldur um 380 milljónir kr. Þratt fyrir þessa afskrift var eigið fé bankans ekki upp urið og bankinn ekki gjaldþrota. Lög um banka eru mjög ströng og þar er m.a. kveðið á um lágmarks eigið fé. Þau ákvæði uppfyllti bankinn ekki lengur eftir þetta tap. Því hefði verið hægt að kippa í lið- inn með því að ríkið, eigandi bankans, legði honum til aukið eigið fé svo hann stæðist lög. Við bankastjóramir lögðum það til. Eins og ástandið var í miðju Hafskipsmoldviðrinu, kom það ekki til mála, heldur skyldi nú ring- ulreiðin notuð til að sameina loks einhveija banka. Nú var tækifærið og það var gripið. Ég fullyrði að heppilegra hefði verið að standa að þessari breytingu með yfirvegaðri hætti en gert var. Fyrst hefði átt að lagfæra eiginfjárstöðu Útvegsbankans og athuga síð- an hvemig best væri að standa að því að breyta honum í hlutafélag án þess að rikis- sjóður skaðaðist á því. Síðan eftir að búið heföi verið að breyta bankanum í hlutafélag, hefði mátt selja hlutabréfin á almennum markaði með skipu- legum hætti. Hefði þolinmæðin verið meiri hjá stjómvöldum hefði trúlega mátt fá heppi- legri sameiningu í bankakerfinu. Það kom nefnilega í ljós að margir höfðu áhuga á bankanum, bæði Sambandið og Samband ísl. sparisjóða. Á þessum tíma vom sparisjóðim- ir samanlagt líklega annar eða þriðji stærsti banki landsins. En í augum ráðherra vom þetta ekki æskilegir kaupendur. Tvö mál gerö að einu Hafskipsmálið er í raun tvö sjálfstæð mál, Útvegsbankamál og Hafskipsmál, sem gjaman er grautað saman. Hafskipsmenn vom ákærðir fyrir brot sem snerta okkur stjómendur Útvegsbankans ekki á nokkum hátt. Við vorum ákærðir fyrir að hafa brotið af okkur í opinbem starfi vegna hirðuleysis og vítaverðrar vanrækslu, eins og það er orð- að í lögunum. Hefðum við verið bankastjór- ar einhvers einkabankans, hefði svona ákæra aldrei komið til. Bankastjórar ríkisbankanna geta misst æruna vegna mála sem á engan hátt myndu snerta bankastjóra einkabank- anna, kæmu þau upp þar. Sérlegum saksóknara i Hafskipsmálinu tókst að fá þessi tvö mál sameinuð. Við leit- uðum fast eftir því að farið yrði með okkar mál sérstaklega því það sparaði tíma enda talið að meðferð þess tæki aðeins nokkra mánuði. Á okkur var ekki hlustað og sak- sóknari fékk sitt ffam. Vegna þess hve mál Hafskipsmanna var umfangsmikið urðum við að bíða lengi. Hér var ekki reynt að gera þolendum lífið auðvelt úr því sem komið var. Viðhlæjendur og aörir Á þessu máli hef ég lært ýmislegt um mann- legt eðli sem ég þekkti ekki áður, bæði nei- kvætt og jákvætt. I Gerplu kemur fram að maður mátti missa höfuðið einungis vegna þess að hann lá vel við höggi. Á svipaðan hátt voru það ýmsir sem notuðu sér tækifær- ið til að sparka í okkur á meðan við áttum erfitt með að veija okkur og sumir gengu jafnvel svo langt að reyna hvað þeir gátu til að hafa af okkur mannorðið. Á hinn bóginn voru margir sem sýndu innri mann af öðrum toga. Slíkt fólk breytti aldrei framkomu sinni hvað sem á dundi á meðan á gjömingaveðrinu stóð. Þetta fólk sýndi mér fiillan stuðning og gerði lífið bærilegra. í þessum hópi em bæði ungir sem gamlir og fjöldinn allur af fyrrverandi viðskiptavinum Útvegsbanka Islands. Áður en ósköpin dundu yfir hafði ég aldr- ei hugleitt neitt sérstaklega uppbyggingu ís- lenska réttarkerfisins. Ég hafði ekki hug- mynd um hvemig það vinnur, enda aldrei átt neitt saman við það að sælda. Ég er reynslunni rikari nú og hef jafnffamt ýmis- legt við það að athuga. Svo lítið dæmi sé tekið, þá er stórfurðulegt að ákæra sem vafi leikur á um hvort sé fymd, skuli ekki tekin strax til úrskurðar hjá dómara áður en lengra er haldið. Nei, nei, slíkt er ekki gert. Þú þarft að ganga gegnum öll réttarhöldin, leggja jafnvel til óhemju vinnu og fjármuni í málsvöm áður en málið er tekið til dóms. Þá fyrst ákveður dómurinn hvort málið var í upphafi fymt eða ekki. Með öðrum orðum: ákveður hvort mál- ið var nokkru sinni til. Við óttuðumst hvað mest að málið heföi fymst þegar Hallvarður Einvarðsson var rekinn ffá því. Þá hefði allur þessi málarekstur verið til einskis. Það gerðist þó ekki sem betur fer og efnis- dómur var felldur eins og ég helst vildi. Ég var alla tíð sannfærður um að þessu máli yrði vísað til föðurhúsanna, sannfærður um að réttlætið næði ffam að ganga, að hér á ís- landi gæti það ekki gerst að þeir sem mánuð- um saman heföu barist við að bjarga fjár- munum rikisins, yrðu dæmdir fyrir hið gagnstæða. Allt málið hefur verið mér harður reynslu- skóli og með þessa reynslu ætti ég að vera hæfari til að mæta því sem að höndum ber í framtiðinni. Til að auka menntun mína á sviði viðskiptamála og til að geta horft á allt þetta mál úr fjarlægð, ákvað ég að fara til Bandarikjanna til ffekara náms. Það hefúr reynst mér vel. Hins vegar heföi ég viljað vera án þessarar Hafskipsreynslu og þeirra áhrifa sem málið hefúr haft á mig og mína. í þessu máli hefúr margt gerst sem aldrei á eftir að koma upp á yfirborðið. í því hefur verið beitt hinum andstyggilegustu brögð- um til að hafa æruna af heiðarlegum mönn- um. Ég gæti nefnt ýmislegt til þeirrar sögu, en læt hér staðar numið. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort sú saga verður einhvem tíma sögð. —Stefán Ásgrimsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.