Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 10
18 Tíminn Laugardagur14. júlí 1990 DAGBÓK Ferðafélag íslands Sunnudagsferð 15. júli og aörar fcrðir. KJ. 13.00 KJambragil- Reykjadalur. Áhugavert gönguland við allra hæfi í nágr. Hveragerðis. Hverir og laugar. Vcrð 1.000 kr.frítt f. börn með fullorðnum. Einsdagsferð kl. 8:00 í Þórsmörk (sjá neðar). Brottför í fcrðirnar frá Umferðar- miðstoðínní, austanmegin. Kvöldganga og hellaskoðun í Dauðadalahella á mið- vikudagskvöldið kl. 20:00. Hckla á laug- ardaginn21.júlíkl. 8:00. Sunnudags- og miðvikudagsferðir í Þórsmörkina. Einsdagsferðir eða til sum- ardvalar. Brottfor kl. 8:00 að morgni. Verð i dagsferð kr. 2.000 (7-15 ára greiða hálfl gjald). Kynnið ykkur tilboðsverð á sumardvöl t.d. frá sunnudegi til miðviku- dags og föstudags eða miðvikudegi til föstudags og sunnudags. Það er hvergi betra að dvelja en i Skagfjðrðsskála Ferðafélagsins í Langadal, í hjarta Þórs- merkur. f skálanum eru þægileg svefh- rými, tvö eldhús með áhðldum og setu- stofa. Grill á staðnum. Útivist um helgina Sunnudagur 15. júlí. Kl. 8:00 Básar. Dagsferð i Bása á Goðalandi. Skipulögð göngufcrð inni i Básum. Kl. 10:30 fjall- ganga: Hrafhabjðrg. Gengið á Hrafna- björg frá Ármannsfelli og síðan yfir hraunið að Gjábakka. Kl. 13:00 Núpa- fjall. Gengið verður á Núpafjall frá Hurð- arási, með Brúnum og Skógarvegur far- inn niður að Þóroddstöðum. Þetta er létt ganga um skemmtilegt svæði. Skoðaðar herminjar í leiðinni. Árbæjarsafn Opnunartími Arbæjarsafhs er sem hér segir: júní, júlí og ágúst daglcga klukkan 10:00-18:00 (að mánudögum undanskild- um). í septembcr er opið laugardaga og sunnudaga klukkan 10:00-18:00. Á vetr- um er opið eftir samkomulagi. Upplýs- ingar á skrifstofutíma i síma 84412. Strætisvagn 10 gengur frá Lækjartorgi og lOOfráHlemmi. Húsdýragaröurinn í Laugardal Dagskrá laugardaginn 14. júli og sunnudagtnn 15. júlí. ATH! Nýir kalkúnar og hænuungar. 10:00 Opnað. ll:00Selumgefið. 11:30 Hreindýr teymd um svæðið. 13:00 Hestar teymdir um svæðið. 14:00 Selum gefið. 14:30 Hreindýr tcymd um svæðið. 15:00 Hestar teymdir um svæðið. 16:00 Ungar sýndir í smádýrahúsi. 16:30 Selumgefið. 17:00 Kýr og naut rekin í fjós. 17:15 Hestar, kindur og geitur tekin inn og gefið. 17:30 Kýr mjólkaðar. 18.00Lokað. Verð: Böm 100 krónur, fullorðnir 200 krónur. Upplýsingasimi: 32533. Félag eldri borgara Gönguhrólfar hittast í dag, kl. 10:00 í Nóatúni 17. Opið hús í Goðheimum, Sig- túni 3, á morgun, sunnudag. Kl. 14:00 frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 dansað. Dagsferð: Akranes-Hvalfjörður 25. júlí. Upplýsingar á skrifstofunni. Norræna félagiö Norræna fclagið efndi í vetur til ritgerð- arsamkcppni i framhaldsskólum um efhið „Hvað ciga íslendingar sameiginlegt mcð öðrum Norðurlandaþjóðum?". Til ritgerð- arsamkeppninnar var efht f samvinnu við mcnntamálaráðuneytið. Formaður dóm- nefhdarinnar var Gylfi Þ. Gíslason, for- maður Norræna félagsins. Dómnefhdin hefur nú lokið störfum. Nefndin veitti verðlaun fyrir fjórar af þeim ritgerðum sem bárust. Verðlaunin eru flugferð með Flugleiðum h.f. til þeirrar höfuðborgar Norðurlanda, sem Flugleiðir fljúga til og vinningshafi velur sjálfur borgina. Auk þcss fær hver vinningshafi 50 þús. kr. i farareyri. Vinningshafarnir fjorir eru: Helgi Þorsteinsson, Freyjugötu 34, Reykjavík, Ncmandi i Menntaskólanum við Hamrahlið. Sigurbjörg Þrastardóttir, Esjubraut 5, Akranesi, nemandi i Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Sindri Freysson, Ystaseli 33, Reykjavik, nemandi f Menntaskólanum i Reykjavik. Gunnhildur Guðnadóttir, Grenimel 29, Rcykjavík, nemandi i Menntaskólanum í Reykjavík. 'qw* \ Útboð Bessastaðavegur - lýsing Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lýsingu á 2,7 km kafla á Bessastaðavegi. Verkinu skal lokið 1. október 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 16. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 30. júlí 1990. Vegamálastjóri. % "//'JÍ Útboð Vegagerð ríkisins býður út fyrir hönd Landsvirkjunar nýbyggingu Kjalvegar frá Kolkuhóli að Helgufelli Óskað er eftir tilboðum f verkið: Kjalvegur, Kolkuhóll - Helgufell, 1990 Lengd 12,3 km, magn 70.000 rúmmetrar. Verklok 15. sept. 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavfk (aðalgjaldkera) frá og með 16. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 23. júlí 1990. Vegamáiastjóri. Útboð Lýsing Óshlíðar 1990 Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Magntölur: Uppsetning Ijósastaura 126 stk., lengd lagnaskurðar 5,7 km með tveimur rafstrengj- um og röri fyrir Ijósleiðara. Verki skal lokið 1. nóvember 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á fsafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 16. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 30. júlí 1990. Vegamálastjóri. MINNING Kristján Þórarínn Ingibergsson Þau harmatiðindi bárust okkur stjórnarmönnum í Farmanna- og fiskimannasambandi íslands að kvöldi þriðjudagsins 3. júlí sl., að Kristján Þórarinn Ingibergsson hefði látist þá l'yrr um kvðldið. Kristján fæddist í Keflavík 23. febrúar 1947. Foreldrar hans voru Ingiberg Þ. Hall- dórsson, vélstjóri hjá Hval hf., og María Auðunsdóttir. Krístján hlaut sjómennskuna i vöggugjöf og saltan sæ i æðarnar, eins og gjarnan geríst um margan sjómannssoninn. Það var ölluin Ijóst er til þekktu að það rann sjómanns- blóð í æðum hans og við sjávarútveg var hans áhugi bundinn, ásamt þvi að vilja af öllum mögulegum mætti byggja upp atvinnulif á Suðurnesj- um. Við kynntumst þessu vel, sem störfuðum með honnin innan stjórnar FFSÍ hin sfðari ár. Kristján var á ýmsum fiskiskipum, fyrst sem háseti og síðar sem vél- stjórí, enda ekki langt að sækja þá þekkingu. Hann starfaði sem vél- srjóri á Baldri KE-97 á árunum 1968- 1970. Hann útskrifaðist frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1971. Árið eftir er hann orðinn skipstjóri á ýmsum fiskiskipum. Hann var siðast skipstjóri á m/b Baldri KE-97. Kristján Ingibergsson tók við for- mennsku í Vísi, félagi skipsrjórnar- manna á Suðurnesjum, 8. janúar 1984. Fullyrða má að við andlát Kristjáns Ingibergssonar fellur frá mikilhæfur stjórnandi og sérstakur drenglyndismaður. Þegar Visir hélt upp á 40 ára afmæli sitt í desember 1985, var okkur nokkrum forystu- mönnum FFSÍ, boðið til fagnaðarins sem hófst fyrst á heimili Kristjáns og eiginkonu hans, Kristínar Guðna- dóttur. Þessar stundir eru okkur skipstjóri, Keflavík ógleymanlegar og við minnumst þessa með söknuði og trega, þar sem við fáuni ekki lengur notið þess að eiga slikar stundir með þeim hjónum og félögum hans i Vísi. Einnig er skammt að minnast ánægjulegra stunda, þegar FFSÍ hélt formanna- ráðstefnu i Keflavik i boði Vísis i desember 1988. Krístjáni var mikið umhugað um hagsmuni félagsmanna sinna og átti margoft tal við okkur, sem í forsvari vorum hjá FFSÍ, um þeirra málefhi, sérstaklega ef gengið haföi verið á hlut þeirra. Hann bjó yfir sérstökum hæfileika til að miðla málum og reyna að sætta stríðandi fylkingar. Slík náðargáfa læríst ekki á skóla- bekk, hún læríst með reynslunni og byggist á mannkærleikanum sem að baki býr. Kristján var með skemmtilegrí mönnum að vera með i hverskyns fé- lagsskap, enda naut hann hylli allra sem honum kynntust. Hann gat hald- ið þrumandi ræður með tilheyrandi fágætu orðskrúði og hikar ekki við að setja markmiðið hátt. Hann var einn fyrsti talsmaður þess markmiðs að stuðla að kaupum á stórri og öflugri björgunarþyrlu fyrír Islendinga. Hann lét þessa skoðun sína í ljós í skörulegri ræðu sem hann hélt á Ör- yggismálaráðstefhu sjómanna 1987. Helstu rökin, sem hann byggði kröfu sína á, voru þau að þar sem tækniþró- un og rekstur þyrla væri orðinn svo fullkominn sem raun bæri vitni að unnt væri að vera með afísingarbún- að við þyrlurnar og þær væru orðnar svo stórar að þær gætu borið heila áhöfh stærri fiskiskipa, þá væri engin spurning um að slík tæki þyrftum við Islendingar að eignast. Hann fylgdi þessu tnáli vel eftir æ síðan. I sama streng tóku nemendur Stýrimanna- skólans i Reykjavík og hafa haldið ótrauðir áfram söfnun til þessa átaks. Kristjáni var ljós sú staða sem upp gæti komið fyrir skipstjóra skips á neyðarstundu, að ákveða hverjum skyldi auðnast að lifa eða bjargast og hverjir skyldu hljóta önnur örlög. Þess vegna var stór björgunarþyrla honum kappsmál. Hann fór heldur ekki dult með skoðanir sínar á stjómun fiskveiða, eins og það kerfi kom honum fyrir sjónir. Til merkis um það hve mikið traust þingheimur FFSÍ bar til hans sl. haust, þá var hann kjörinn til for- ystu fyrir starfshópi er skyldi halda áfrain mótun þeirra tillagna er FFSI vill láta sitja i fyrírrúmi sem físk- verndunarsjónarmið og sem físk- veiðar skuli stjórnast af. En stefnu- mótun þings FFSÍ var og er enn að fískur skuli ekki seldur óveiddur i sjó. Enda eru nær allir sjómenn sam- mála um að það er ekki fiskverndun að selja fiskinn óveiddan hæstbjóð- iiiida. Þar eru allt önnur sjónarmið sem liggja að baki og eiga því miður ekkert sameiginlegt með fískvernd- un. Enginn var orðinn betur kunnug- ur þessum málum en einmitt Krisfján Ingibergsson, sem varð að sjá á bak afiamarki í annan landsfjórðung. Því er mikill söknuður í röðum sjómanna og yfirmanna innan FFSÍ, sem að- hylltust þau skýru og einlægu rök fískimannsins sem Kristján heitinn átti svo gott með að koma á fram- færi. En við, sem vitum um mátt hins Al- máttuga, vitum vel að Kristján hafði fengið hlutverk sem hann ætlaði sér að vinna. Hann mundi heldur ekki liggja á liði sínu, ef hann ætti þess kost að leiða málefni sjávarútvegsins ^Hu l'Jm, wf Fú til betri vegar. En oft fer á annan veg en ætlað er og þvi miður er það svo, að ýinis réttlætismál geta snúist i al- gert óréttlæti i höndum þeirra sem valdir eru til að vera i forsvari og stjórna i hinu opinbera kerfi. Krístján var einn þeirra manna sem sýndu i verki, hve vel hann gat afboríð slíkt mótlæti, en jafhframt baríst hetju- legri baráttu við það i kyrrþey og án þess að misnota aðstöðu sina. Kristján sat mörg undanfarin þing FFSÍ fyrir hönd Visis og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sam- tökin sem stjórnarmaður. Hann sat i núverandi skólanefhd Stýrimanna- skólans í Reykjavík, átti sæti á sið- asta Fiskiþingi sem fulltrúi FFSI og sat í stjórn Fiskifélagsins. Hann var fenginn til að kynna sér sérstaklega ýmis öryggismál sjómanna í Amst- erdam 1988 í samvinnu við Slysa- varnafélag Islands, ásamt þvi að kynna sér ýmis markaðsmálefhi sjávarafurða á alþjóðlegri ráðstefhu um sama leyti. Við sem störfuðum með Kristjáni innan FFSÍ og sjáum nú á bak okkar ágæta félaga, erum að vonum þakk- látir fyrir þær ánægjustundir og sam- vistir sem við áttum með honum og félögum hans úr Vísi. Við færum eft- irlifandi eiginkonu hans Kristínu Guðnadóttur, börnunum, fjölskyld- unni og félagsmönnum Vísis innileg- ustu samúðarkveðjur með von um að minningin um góðan dreng lifi sem lengst. Við getum sannarlega ályktað sem svo að hann hafi nú verið kallað- ur i flokk góðra félaga, þar sem bíða hans ný og mikilvæg viðfangsefhi til úrlausnar. Harald Holsvik, í stjórn FFSÍ I dag er til grafar borinn vinur minn, Kristján Ingibergsson, skipstjóri og formaður Vísis, félags skipstjórnar- manna á Suðurnesjum. Sumar fregn- ir koma við mann sem hnifstunga og á eftír fylgir níðþung, þrúgandi til- finning, sem fyrst í stað kallar fram viðbrögð höfhunar. Maður hreinlega neitar innst inni að trúa þeirrí harma- fregn, sem sögð var. Þannig fór fyrir mér er ég heyrði andlátsfregn eins besta vinar míns, Kristjáns Ingi- bergssonar, samstarfsmanns í stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands sfðastliðin ár. Ég var á sjó er mér barst þessi harmafregn. Veröldin var f&gur, logn og sólskin allt um kring. Samt varð tóm og deyfð, sársauki og jafhvel heift. Hversvegna hann, i fullu fjöri og á besta aldri. Maður með mikinn áhuga og athafhaþrá. Góður málsvari sjómannastéttarinnar, enda valinn til forystu af stéttarbræðrum sinum á Suðurnesjum. Kristján var vinur vina sinna. Hann var sáttfus, jákvæður og lagði mjög oft gott til mála. Skemmtilegur félagi i góðra vina hópi. Það mætti fara mörgum fleiri orðum um drengskaparmanninn, fé- laga og vin. Störf hans og skoðanir i hagsmuna- og ðryggismálum sjó- mannastéttarinnar. Það sem ég vil og get sett á blað nú er eingöngu það að ég sakna hans sárt. Kristján Þórarinn Ingibergsson fæddist i Keflavík 23. febrúar 1947 og lést 3. júlí síðastliðinn. Fyrir hönd okkar samstarfsmanna hans í stjórn FFSÍ færi ég eftirlifandi eiginkonu hans Kristínu Guðnadótt- ur, börnum og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Góður guð styrki þau í sorginni við fráfall ástkærs eig- inmanns og föður. Félagsmönnum í Vísi, félagi skipstjórnarmanna á Suð- urnesjum, færum við innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu vinar míns, Kristján Ingibergssonar. Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.