Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur14. júlí 1990 Tíminn 21 Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið var í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 15. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 29352 2. vinningurnr. 14359 3. vinningur nr. 38822 4. vinningur nr. 8039 5. vinningurnr. 13391 6. vinningur nr. 33369 7. vinningur nr. 14360 8. vinningurnr. 14874 9. vinningur nr. 127 10. vinningurnr. 33064 11. vinningur nr. 2606 12. vinningurnr. 6749 13. vinningur nr. 17642 14. vinningur nr. 29032 15. vinningur nr. 13417 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá úrdrætti. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-21379. Framsóknarflokkurinn Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og rmeð 2. júnf 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. Frá SUF Hannes Karlsson hefur verið ráðinn starfsmaður SUF vegna þings þess sem haldið verður í lok ágúst. Hægt verður að ná í Hannes í síma 686300 alla virka daga milli kl. 9-13. SUF Utsala Útsala Britains landbúnaðarieikföng. Indíánatjöld. Fjarstýrðir bíl- ar. Barbie leikföng. Fisher Price. Sandgröfur. Hjólaskaut- ar. Sparkboltar. Legokubbar. Talstöövar áöur kr. 6.500 nú kr. 4.500. Sundlaugan Rafhlöður: Stærð 152x25 183x38 224x46 Áður kr. 1550 kr. 2489 kr. 3400 Nú kr. 1200 kr. 1990 kr. 2700 Stór, áður kr. 59.- nú 12. stk. kr. 350.- Mið, áður kr. 43.- nú 24 stk. kr. 480.- Lítil, áður kr. 34.- nú 24 stk. kr. 350.- 10 —20 —50%afsláttur Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 8. Sími14806 LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? ; SPRUNCIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventlá. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa. Viöhald og viögeröir á iönaöarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin -Sími 84110 Er hann ekki sá rétti? Stephanie prinsessa af Mónakó er enn og aftur komin í slúðurdálkana. Nú er nýjasta hneykslið hvort hún sé búin að slíta trúlofun sinni við Jean-Yves Le Fur en þau opinber- uðu trúlofun sína í maí s.l. Jean-Yves, sem er 26 ára gamall, er í fasteignaviðskiptum eins og faðir sinn og er mjög vel stæður ungur drengur. Rainer fursti hafði samþykkt þessa trúlofun og hélt þeim stórt hóf þar sem trúlofunin var tilkynnt. Sagt var að Rainer fursti væri loksins byrjaður að anda léttar því hann hefur ávallt haft miklar áhyggjur af dóttur sinni og líkað misvel við hin ýmsu athæfi hennar. Hann var því ánægður er hann frétti af trúlofuninni. Brúð- kaup hafði einnig verið nefnt og átti það að vera i júní. En ekki er víst að áhyggjum hans sé lokið því sögu- sagnir herma að kannski verði ekki neitt úr neinu hjá Stephanie og Je- an-Yves. Hver hin raunverulega ástæða fyr- ir þessu sambandssliti er ekki vitað með vissu en hinar ýmsu sögur eru á kreiki. Sagt er að ein ástæðan sé sú að upp hefur komist um fjár- málahneyksli sem Jean-Yves sé viðriðinn. Önnur er sú að Stephanie sé einfaldlega komin með nýjan elskhuga. Stephanie er nú stödd í Los Angeles þar sem verið er að hljóðrita plötuna hennar. Talsmenn furstafjölskyldunnar hafa sem minnst viljað segja um þetta mál. Stephanie, sem sögð er hafa lifað mjög villtu lífí, hefur verið kennd við marga menn og af misjömu sauðahúsi. Sextán mánaða sam- band hennar við Ron Bloom, sem var fjórtán árum eldri en hún sjálf, hafði fengið blessun Rainers fursta Hér eru þeir karl- menn sem Steph- anie hefur veriö kennd við. F.v Paul Belmondo, Anthony Delon, Mickey Ro- urke, John Kennedy yngrí, Rob Lowe, Chrístopher Lamb- ert, Marío Olivíer og Ron Bloom. en því sambandi lauk er hún kynntist Jean-Yves. Áður hafði hún verið með Mario Olivier, 37 ára gömlum nætur- klúbbseiganda, sem ennþá var löglega gift- ur. Rainer fursti hótaði að svipta dóttur sína öllu ef hún giftist honum. Elskhugar Stephanie hafa einnig verið þeir; Paul Belm- ondo (sonur Jean-Paul Belmondo), Anthony Delon (sonur Alain Del- on), Mickey Rourke (leikari), John Kennedy yngri, Rob Lowe (leik- ari), og Christopher Lambert (leik- ari). Stephanie, sem ekki er hrifin af því að fjölmiðlar velti sér upp úr hennar einkalífí segir: „Hvers vegna ég? Af hverju fæ ég ekki að Iifa eðlilegu lífi eins og allar stelpur á mínum aldri?" Stephanie segist ekkert vera betri eða verri en aðrar r*i stelpur. „Mér finnst óréttlátt að svona mikið mál sé gert úr öllu hjá mér aðeins vegna þess að ég fæddist sem prinsessa". Jean-Yves Le Fur. Hvort hann verður ekjinmaður Stephanie eoa ekki mun timinn einn leiða í Ijós.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.