Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 15
“ > Laugardagur14. júlí 1990 Tíminn 23 FRA Þríðji dagur landsmótsins í Mosfellsbæ er í dag. Mótið var sett í gær og nær há- marki sínu í dag. Mótinu lýkur á morgun sunnudag. ■ KkB Veðurguðimir hafa nú ekki leikið við landsmótsgesti, en þeir hafa ekki látið það " hafa áhrif á sia. MOTI hafa áhríf á sig. Hér á myndinni má sjá keppendur í landsmótshlaupi stúlkna fæddum 1978 leggja af stað. HM í knattspyrnu: Bandaríkjamenn halda HM 1994 Forráðamenn bandaríska knatt- spymusambandsins hafa dregið til baka fréttir um að þeir hafi hætt við að halda keppnina 1994 í Bandaríkj- unum. Þeir segja fréttina um að þeir hafi hætt við, vegna dræmra undir- tekta stóm sjónvarpsstöðvanna um kaup á sýningarrétti, sem birtist í þýska stórblaðinu Bild, vera ranga. Scott Letellier, forseti nefhdarinnar um ffamkvæmd HM 94, segir að við- ræður séu þegar kornnar i gang við stærstu sjónvarpsstöðvamar í Banda- ríkjunum og forráðamenn þeirra hafa allir sýnt málinu áhuga. „Það er ekki spumingin um hvort stöðvamar hafi áhuga heldur aðeins um verðið,“ sagði Lettellier. En hann benti einnig á að bandarískt sjónvarp spilaði ekki mikla mllu, það væri sjónvarpað um heim allan. „Því verður ekki neitað að úrslita- leikurinn dró töluvert úr áhuga Bandaríkjamanna á knattspymu. Lé- legur leikur sem V-Þýskaland vann á gefinni vítaspymu og tveir leikmenn sendir af leikvelli," sagði Letellier ennffemur. Hann sagði einnig að að- sóknartölur á keppnina verði stór- kostlega háar, því að Bandaríkja- Enska knattspyrnan: íslandsmótið í knattspyrnu — Hörpudeild Línur skýrast lítið í fyrstu deildinni menn væm svo mikið fyrir svona keppnir allskonar. „Við emm pottþéttir um að keppnin verður sú besta hingað til,“ sagði John Polis, blaðafulltrúi knattspymu- sambandsins bandaríska. Handbolti kvenna er meðal keppnisgreina á þessu landsmóti. Hér eru lið UMSK, í dökkum búningum, og HSÞ í Ijósum sem eigast við í nepj- unni í gær, að sjálfsögðu utanhúss. Tvær milljón punda sölur Tveir leikmenn vom seldir milli fé- laga á milljón pund á fimmtudag. Það vom þeir John Collins, skoski landsliðsmaðurinn, og Tony Coton, markvörður Watford. Collins, sem er 23 ára, hefúr að und- anfomu leikið með Hibemian, en var seldur þaðan til Glasgow Celtics og fylgir þar á eftir leikmönnum eins og Charlie Nicholas, sem fór til Celtic ffá Aberdeen, og Martin Hayes sem kom ffá Arsenal. Coton, hinn 29 ára markvörður Wat- ford, var seldur þaðan til Manchester City sem einnig borgaði milljón pund fyrir kappann. City fjármagnaði kaupin með sölu á vamarmanninum Andy Hinchcliffe til Everton á 900.000 pund að tveimur dögum áð- ur. Breski leikmannamarkaðurinn er nú þessa dagana rétt að hitna og má búast við miklum hreyfingum næstu dagana. n Þá er íslandsmótið í knattspymu hálfnað og tíunda umferð í mótinu hefst í dag með leik ÍA og Vals. Það vora ekki margir sem spáðu Valsmönnum svo góðu gengi sem raun ber vitni, en þeir era nú i efsta sæti deildarinnar með eins stigs for- skot á KR-inga. Þrátt fýrir meiðsli leikmanna eins og Siguijóns Krist- jánssonar, sem var þeirra aðalmarka- skorari, Halldórs Áskelssonar og Ingvars Guðmundssonar hafa þeir náð að halda strikinu sínu vel. Ingvar er nú óðum að koma til og stutt er í að Siguijón byiji aftur æfingar. Það er því ekki ólíklegt að þegar Valsarar hafa náð þessum mönnum inn í liðið þá haldi þeir sínu striki og verði í toppbaráttunni, þó að hætt sé við því að liðið hafi náð sínu besta. Baráttan kemur til með að standa á milli Reykjavíkurrisana, Vals, Fram og KR. Öll þessi lið era með feikilega góðan mannskap. Framarar hafa að vtsu tapað þremur af fjórum síðustu leikjum í deildinni, en leiðin getur varla legið annað en upp á við hjá þessu liði. Þegar við Tímamenn met- um möguleika liðanna þá líst okkur best á Fram. Framarar hafa að okkar mati langbesta mannskapinn og ef að leikmenn liðsins halda sér á jörðinni og einbeita sér að knattspymunni þá vinna þeir titilinn, en ljóst er að KR og Valur gefa ekkert eftir í barátt- unni. Botnbaráttan verður öllu hatramm- ari. Staða Akureyrarliðanna er orðin mjög slæm og skipa þau botnsætin tvö með sjö stig. Staða Skagamanna er litlu betri og hefúr ástand þar aldr- ei verið svona slæmt. Stjaman, Vik- ingur og FH era ekki langt undan, en leikur þeirra hefúr verið með þeim hætti, að líklega er ekki hætta á falli á þeim bæjum. Til þess þarf mikið að breytast. En ljóst er að síðari umferðin verð- ur barátta upp á líf og dauða um efstu og neðstu sætin og spennan að aukast jafht og þétt. Við bætum hér við stöð- unni í fyrstu deild eins og hún er eftir níu umferðir, því í gær vantaði lið KR í stöðumyndina. Valur 9 6 1 2 15-8 19 KR 9 6 0 3 14-9 18 Fram 9 5 13 17-7 16 ÍBV 9 4 3 2 12-14 15 Víkingur 9 3 4 2 10-9 13 FH 9 4 0 5 14-13 12 Stjaman 9 3 2 4 11-15 11 ÍA 9 2 2 5 10-16 8 Þór 9 2 2 5 6-12 8 4'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.