Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 NÚTIMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN L í BYGGÐUMIANDSINS l.'H-t-'.VI NI5SAN Réttur bíll á réttum stað. Helganon hC Sævamöföa 2 slmi 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM DALLAS ^=-"-^ TOKYO •^. TUKl Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíminn LAUGARDAGUR14. JÚLÍ 199o Kostnaður við mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hvíti víkingurinn, er áætlaður 320 milljónir: Tökur á Hvíta víkingnum eru að hefjast í Noregi Undirbúningur á töku nýjustu myndar Hraths Gunnlaugsson- ar, Hviti víkingurínn, er nú í full- um gangi í Hellesylt í Noregi, en myndin er að verulegu loyti greidd af framlagi Norræna sjón varpssjóðsins. Áætlað er að verkið í heild kosti um 320 millj- ónir ísl. króna. Gerð verður sjónvarpsmynd í fjórum hlutum um hvrta vikinginn, en samhliða verður gerð bíómynd undir sama nafni. Hrafh Gunnlaugsson er þessa dag- ana önnum kafinn við æfingar með leikurum og gefur sér ekki tíma í að ræða við blaðamenn. Aðstoðar- maður Hrafhs, Steve St. Peter, sagði í samtali við Tímann að æf- ingar með leikurum stæðu nú sem hæst og að bygging leiksviðsins hefði staðið yfir síðan í maí. Hann sagði Hrafh hefði unnið að hand- ritsgerð sjónvarpsþáttanna í um það bil þrjú ár, eða allt frá því að hugmyndin að þeim kviknaði. St. Peter sagði að myndin væri byggð á sögu Ólafs Tryggvasonar Noregskonungs, en inn í hana flétt- uðust ýmsar sterkar sögupersónur íslendingasagnanna. „Þetta er mjög flókin saga að sumu leyti, en jafhframt er þetta mjög einföld ástarsaga tveggja ungmenna. Sagan er mjög falleg — um ást og stríð," sagði St. Peter. Sagan gerist um árið 1000, og sýnir að miklu leyti kristnitöku á íslandi. Ein af persónunum í mynd- inni er Þorgeir Ljósvetningagoði, sá hinn sami og lagðist undir feld á Þingvöllum. St. Peter sagði að þeir myndu end- urskrifa suma af þessum fjórum sjónvarpsþáttum og taka upp á nýtt, svo að hægt yrði að stytta þá niður í venjulega kvikmyndalengd. Tökur myndarinnar fara fram á tveimur stöðum í Noregi, í Helle- sylt og Hvaler, og er reiknað með að þeim ljúki þar í ágústlok. Þaðan er ferðinni heitið til Islands, en tök- ur hefjast hér 12. september og lýk- ur um miðjan október. Heiðmörk og Straumsvík verða meðal sögu- sviðs myndarinnar, en þessa dag- ana er verið að byggja leikmynd í Straumsvík. Eftir að kvikrnynda- tökum lýkur tekur við vinna f vinnsluveri í Noregi til nóvember- loka. Áætlað er að myndin verði sýnd í sjónvarpi í árslok 1991. Pétur Guðfinnsson, framkvæmda- stjóri Ríkissjónvarpsins, sagði að auk greiðslu frá Norræna sjón- varpssjóðnum sem íslendingar eru ekki aðilar að, þá hlyti Hrafh styrk fimm sjónvarpsstöðva, þar á meðal Ríkissjónvarpsins, og er hlutur hverra um sig 15 milljónir ísl. króna. Pétur sagði að Rikissjónvarpið ynni ýmsa verkþætti myndarinnar hérlendis sem verktaki. íslenskir leikarar starfa við myndina, og að- afútgáfa hennar verður á islensku. Hvíti víkingurinn verður sýndur á öllum norrænu sjónvarpsstöðvun- um, og er ráðgert að það verði í lok næsta árs. Þess má geta að Ágúst Guð- mundsson kvikmyndagerðarmaður hefur fyrir allnokkru skrifað hand- rit að kvikmynd sem ber nafhið Krossinn. Sú mynd fjallar um kristnitökuna árið 1000 líkt og Hvíti víkingurinn. Ágúst fékk á sínum tíma 10 milljóna króna framlag úr Kvikmyndasjóði til að gera myndina. Ágúst skilaði styrknum vegna að honum tókst ekki að fjármagna myndina, en tal- ið er að hún muni kosta vel á annað hundrað milljónir króna. -só/eó Nýr f lötur á máli Krossaness Ákvarðanatöku varðandi málefni Krossanesverksmiðjunnar var frest- Tvær þyrlur í sama sjúkraflugi: Vinnuslys í Grundarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð í sjúkraflug til Grundarfjarðar á fimmtudagskvöldið til að sækja slasaðan mann. Maðurinn hafði lent i vinnuslysi á bænum Hvernár. Ekki vildi betur til en svo, að þegar þyrlan var nýlent á slysstað, sogaðist dót í spaða þyrlunnar og því þótti ekki ráðlegt að fljúga henni án athugunar. Kalla þurfti út þyrlu varnarliðsins, sem kom um einum og hálfum tíma síðar til Grundarfjarðar og flutti manninn til Reykjavikur. Þyrla Land- helgisgæslunnar reyndist hins vegar ekki vera biluð þegar að var gáð. -hs. Óljóst um eldsupptok Ekki er enn vitað um orsök eldsins í Breiðamerkurskóla s.l. fimmtudags- kvöld. Þá kom upp eldur í austurálmu skólans, þar sem er kennslulaug og búningsklefar. Ekki var um mikinn eld að ræða, en hins vegar lagði mik- inn reyk um skólann. Rannsókn stendur nú yfir. -hs. að á fundi hluthafa í gær. Að sögn stjórnarformanns verksmiðjunnar, Hólmsteins Hólmsteinssonar, mun hafa komið fram nýr og athyglis- verður möguleiki til úrlausna. „Þessi nýja hugmynd er það áhuga- verð að ákvörðun var tekin um að skoða málið nánar yfir helgina og halda síðan fund að mprgní mánu- dags," sagði Hólmsteinn í samtali við Tímann en vildi ekki greina firekar frá því hvað væri um að ræða. Eins og gert hafði verið ráð fyrir var starfsfólki skýrt frá stöðunni í gær. A hvern veg sem málið snýst, er um töluverðar fjárhæðir að ræða fyrir bæjarfélagið sem einn aðal- hluthafa verksmiðjunnar. Sömu- leiðis verður tekin afstaða til tilboðs Síldarverksmiðja ríkisins og að öllu óbreyttu mun endanleg ákvörðun liggja fyrir strax eftir helgi. jkb Pönnukökubakstur á Landsmóti Það er Ómar Gunnarsson, HSÞ, sem hér handleikur pönnuna svona fagmannlega í keppni í pönnukökubakstri á Landsmóti ungmennafélaganna í Mosfellssveit. Þúsundir ungmennafélaga hafa streymt á mótssvæðið, en leikar standa hæst nú um helgina. Veðrið hefur hins vegar verið hið leiðinlegasta, og í rok- inu í gær tókust tjöld á loft. Það skyldi þó ekki vera hægt að bæta fluglengd tjalda inn í keppnisskrána hjá þeim? Miklar eggjabirgðir Eggjabændur hafa áhyggur af því aö eggjabirgðír í landinu haía vaxið undanfarna mánuðt Ástæðurnar erumeinkum þser að eggjaframhiiðshm befur verf ð of mikil og eínnig hitt áð sala hef- ur dregist saman, 11 j a Framieiðshiráði landbú nað- arinsfengust þær upplýsingar að 1. maí í fyrra voru birgðir af eggjura 22 tontt, en 1. maí í ár eru birgðir orönar 170 tonn, Þetta er inikil aukning og hefur Fékig eggjafrainleiðcnda itaft af þessu tðluverðar ábyggjur. Eirfkur Einarsson hjá Félagi eggjaframleiðenda sagði í samtali við Ttmánn, að margt befði haft alirif á þessa uppsðfnun birgðá. Einkum er þo um aö kenna of mikilli framleloslu og of lítilii sðiu. „Mer sýnist þessi þroun að tiregur úr eggjaiieyslu vera svip- uð bér í btndi og í Evrópu yfir- leil t. Hins vegar er erfitt að segja bvers vegna svoer," sagði Eirík- ur. Ilami taldi þo ekki að i óefnt stefni hj a eggjaframleíoendum, né að verð á eggjum myndi bekku. „Mér sýnist, að undanfar- ið bafi gengið úbirgðirnar hjá þeim sem eiga niest tii af eggj- um." Eirikur var spurður um bvort eggjaframieiðendur kainiu til með að óska eftir aðgerðum af hálfu Landbúnaðarráðuneytis- ins. „Ég á ekki von á því. Vió liöf- imi hins vegar taliö ástæðu tii að benda á þetta, án þess að óskað sé eflir viuhvcrjuiii ítrekuöum að- haldsaógeiðuni. Við biðjum mcnn um að halda viiku sinni," sagði Eirikur að lokuin. ¦ -hs.' Hafskipsmálið: Nýr sak- sóknari Dómsmálaráðherra, Óli Þ. Guð- bjartsson, hefur skipað Pál Arnór Pálsson til að gegna störfum rikissak- sóknara í málum er tengjast gjald- þroti Hafskips hf. Jafnframt hefur Jónatan Þórmundsson verið leystur frá störfum. Páll vildi ekki tjá sig um skipanina er Tíminn hafði samband við hann í gær. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.