Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. júlí 1990 HELGIN 11 voru lika engu sældarlífi vanir. Iþróttir voru nokkuð iðkaðar, einkum glímur o.þ.h. og hafði það vafalaust holl áhrif. Námsefnið Þá skal minnst nokkuð á námseíhi og kennslu. Kennaramir kenndu oft- ast 19 stundir í viku hver. Höfuð- námseíhin vora latina, griska og guð- ífæði er kenndar voru 6 stundir á viku í hvorum bekk. Geometri var kennd 4 stundir á viku í eífa bekk og arithmetik 4 stundir í neðra bekk, eft- ir að þessi kennsla var aukin og Bjöm Gunnlaugsson var kominn að skólanum. En ffam um 1820 var kennsla í þessum greinum litil og af þeim sökum voru piltar ffá Bessa- stöðum undanþegnir próffaun i stærðffæði við inntökupróf í háskóla þangað til árið 1826. Saga var kennd í 4 stundir í hvorum bekk og landa- skipunarffæði 1 stund í bekk. Danska var kennd 1 stund í effa bekk en 2 stundir í neðra bekk. Hér að auki voru latneskir stilar 3-4 sinnum í viku; íslenskur stíll tvisvar í viku í neðra bekk. I effa bekk var íslenskum stíl alveg sleppt upp úr 1820, látinn víkja fyrir stærðffæðinni er hún var aukin. Islensk málffæði var engin kennd. Oftast reyndu einhveijir af piltunum að komast niður í þýsku og fáeinir í ffönsku. Enska heyrist ekki nefnd. Þetta var allt og sumt, að við- bættri hebresku, er þó var ekki skyldunámsgrein og varla lesin af öðrum en þeim er ráðnir voru til há- skólanáms i guðffæði að loknu lær- dómsprófi. í hliðstæðum skólum í Danmörku voru þýska og ffanska skyldunámsgreinar og allmikil rækt lögð við móðurmálskennslu. En þar var hins vegar miklu minna um guð- ffæðinám. Ókeypis kerti og námsbækur I Bessastaðaskóla voru ffaman af um 30 nemendur oftast, en síðar um 40. Námstíminn var nokkuð misjafn og fór það eftir undirbúningi pilt- anna, en á þessum tíma var algengt að menn lærðu meiri eða minni hluta hluta námsefnis í heimaskóla hjá ein- hveijum presti, enda tíðkaðist þá að guðifæðingar, einkum þeir er lokið höfðu háskólaprófi, útskrifúðu stúd- enta. Var þetta gamall siður og hélst ffam um 1830, en það ár var aftekið að slíkir stúdentar hefðu rétt til prestsembættis, nema þeir lykju prófi í latínuskóla. Hins vegar máttu þeir þreyta inntökupróf (examen artium) í háskólann með sama hætti og latínu- skólastúdentar, svo sem jafhan hafði tíðkast. Námsstyrkur var 60 rd. oft- ast, nokkru meiri á verðbólguárun- um, sem fyrr getur. Nokkrir nemend- ur fengu hálfan námsstyrk, 30 rd., en fáir munu hafa kostað sig að öllu sjálfir. Auk þessa fengu piltar ókeyp- is kerti til ljósa og ýmis önnur ífíð- indi (skófatnað, pappír og ódýrar námsbækur). Bókasafn átti skólinn nokkurt, en vegna húsnæðisskorts urðu oftast minni not af því en skyldi er geyma varð það a.m.k. alllengi úti á kirkjulofti í köldu og röku herbergi, en lestrarstofa var engin nema skóla- stofúmar. Þá skal minnst aðeins á próf. I stóls- skólunum gömlu og svo í Hólavallar- skóla fóru próf ekki ffam opinber- lega. Piltar, sem útskrifast áttu, voru lauslega yfirheyrðir í skólanum, og því næst grennslaðist biskup eftir kunnáttu þeirra einslega, hvers um sig. Á Bessastöðum voru ársprófm auglýst og yfirheyrsla fór ffam í heyranda hljóði. Prófdómarar voru kennarar skólans og biskup ffam til 1830, en þá voru skipaðir tveir próf- dómendur að auki við lærdómspróf eða stúdentspróf en um bekkjarpróf var haldið fomri venju. Skólaskýrsla var fyrst prentuð 1841, um skólaárið 1840-41. Hómer í skóla- boösriti Árið 1828 var sú venja upp tekin að halda hátíð í skólanum í minningu um afmæli konungs, Friðriks VI., og var þá út gefið prentað rit, kallað Hallgrímur Scheving. Afburða kennarí og málfræðingur. skólaboðsrit. Hélst þessi siður meðan skóli stóð á Bessastöðum. I þessu riti birtist m.a. þýðing Sveinbjamar Eg- ilssonar af Odysseifskviðu Hómers, málsháttasafh Hallgríms Schevings o.fl. Við þetta tækifæri hélt einhver kennaranna, oftast lektor, ræðu á lat- ínu og svo einhver úr hópi skóla- sveina. Þá vom og verðlaun veitt fýr- ir iðni og ffamfarir í námi einum eða tveimur skólasveina. Fór þetta allt ffam á latínu, svo sem venja var jafh- an í gömlu stólsskólunum á skóla- samkomum haust og vor, og einnig á Bessastöðum ffam um 1815, en þá var þar tekinn upp sá háttur að flytja ræður á íslensku við slík tækifæri. Þrátt fyrir fátæklegan aðbúnað og ýmsa vanhagi fékk Bessastaðaskóli snemma á sig allmikið lærdómsorð. Sá hróður var efalaust mjög að þakka Steingrími Jónssyni í öndverðu, en Hallgrimur Scheving og Sveinbjöm Egilsson síðar juku hann stómm. Enginn efi er á því að hin klassísku ffæði stóðu með miklum blóma á Bessastöðum. En mest var um það vert að í skjóli þeirra óx og dafhaði áhugi á íslenskri tungu, kunnátta og smekkvísi, er á ffemur skömmum tíma leiddi til gagngerðrar breytingar á ritmálinu. Orsakanna er eflaust að leita í breyttri og stóram bættri kennsluaðferð er upp var tekin á Bessastöðum, því að á námsefhum var engin breyting gerð að kalla, námsbækumar aðeins aðrar og sjálf- sagt betri en fýrmm og kennslan lög- uð meira en áður við það að glæða skilning og þroska nemenda. í gömlu stólsskólunum urðu nemendur að glíma sjálfir við latnesku og grísku textana og var látið nægja að ganga úr skugga um að þeir hefðu skilið efni þeirra. í Bessastaðaskóla var sú venja höfð að kennaramir sjálfir þýddu ffumtextann í tímunum en nemendur rituðu þýðingamar eftir þeim og studdust við þær er þeir lásu textana yfir að nýju. Þessi kennsluað- ferð sætti gagnrýni og hafði auðvitað sína annmarka, er ýmsum hætti til að slaka á lestrinum og treysta um of á „vertionir" kennaranna. Þeir Hall- grímur Scheving og Sveinbjöm Eg- ilsson vom báðir ágætir málffæðing- ar og báðir höfðu þeir lagt stund á fom íslensk fræði og unnu mjög ís- lenskum fomritum. í kennslustund- um hjá þeim í latínu og grísku ófst ís- lensk málffæði svo sem sjálfkrafa inn i kennsluna og kom það sér vel í skóla þar sem engin kennslustund var beinlínis ætluð til náms í íslensku. En mest áhrif í þessu efni höfðu þýðing- ar Sveinbjamar Egilssonar, er taldar verða með sígildum verkum á ís- lensku máli: Þaðan er mér kominn kraftur orða, meginkynngi kvað sonur Sveinbjamar, Benedikt Gröndal. Og undir það gátu þeir víst allir tekið, lærisveinar Bessastaða- skóla, er síðar urðu mestir snillingar í meðferð tungunnar og héldu trúlega áffam því verki er hafið var. Hitt hversu skjótan árangur starf þetta bar, verður hins vegar til ýmissa róta rakið. Þjóðemisvakningin á styijald- arámnum upp úr aldamótum, aukinn áhugi á íslenskum og norrænum ffæðum, rómantíska stefnan í bók- menntum þessara tíma, áhrif danska málfræðingsins Rasmusar Rasks, stofnun hins íslenska bókmenntafé- lags og norræna Fomffæðafélagsins síðar, miðar allt að einu, og svo frels- ishreyfingin eftir júlíbyltinguna 1830. Skal nokkra nánara að sumu þessu vikið síðar. En þáttur Bessa- staðaskóla í endurreisn þjóðlegrar menningar íslendinga er ekki minni af þessum ástæðum og fýrir þá sök verður hann þjóð vorri jafiian kær og ógleymanlegur. t Útför Páls H. Jónssonar frá Laugum verður gerð frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 20. júlí klukkan 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningargjafasjóð dvalarheim- ilis aldraðra á Húsavík eða Hjartavernd. Fanney Sigtryggsdóttir Sigríður Pálsdóttir Þórhallur Hermannsson Aðalbjörg Pálsdóttir Þórsteinn Glúmsson Dísa Pálsdóttir Heimir Pálsson Guðbjörg Sigmundsdóttir Páll Þ. Pálsson Jóhanna Magnúsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Kannastu við álfa, tröll eðadrauga? /' . • < Mál og menning undirbýr útgáfu bókar með i íslensku vættatali, þar sem gerð verður grein ! fyrir nafngreindum yfirnáttúrulegum verum i sem einhverjar sagnir eru til um á íslandi. Leitað hefur verið fanga í öllum helstu þjóðsagnasöfnum og fornsögum. Heimildir um slíkar verur geta þó leynst ótrúlega víða, ekki síst í munnmælum. Því biðjum við þá sem kannast við drauga, huldufólk, tröll, verndarvættir eða aðrar yfirnáttúrulegar verur, sem ekki er að finna í stærri þjóðsagnasöfnum, að skrifa okkur í draugadeildinni. og menning „Draugadeild“ Laugavegi 18, Reykjavík. Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra Sumarhappdrætti Sjálfsbjargar 1990 Dregið hefurverið í sumarhappdrætti Sjálfsbjargar 1990. Útdrátturfórfram 10.júlí 1990. Vinningarog útdregin númer eru sem hér segir: 1. vinningur: Bifreið: Jeep Cherokee Limited frá Jöfri að verð- mæti 3.054.000 kr. Vinningsnúmer: 72260. 2. vinningur: Bifreið: Subaru Legacy Sedan frá Ingvari Helga- syni hf. að verðmæti 1.353.000 kr. Vinningsnúmer: 93971. 3. -7. vinningur: 5 bifreiðar: Subaru Justy frá Ingvari Helgasyni hf., hver að verðmæti 772.000 kr. Vinningsnúmer: 4528, 20490, 88423, 91311, 99986. 8.-41. vinningur: 34 ferðavinningar að eigin vali með Sögu/Útsýn hver að verðmæti 100.000 kr. Vinningsnúmer: 4201, 6472, 6865, 7672, 10590, 17248, 23413, 27507, 29861, 34532, 47786, 61321, 62720, 68734, 69693, 70371, 73252, 76277, 79537, 84030, 84488, 91926, 92446, 95505, 101122, 103616, 104779, 104958, 112707, 115141, 118058, 124828, 130118, 134270. Vinningar eru skattfrjálsir. Vinninga ber að vitja á skrifstofu Sjálfsbjargar að Hátúni 12, 105 Reykja- vík, sími 29133. Sjálfsbjörg þakkar landsmönnum stuðning nú sem fyrr. PÓSTFAX TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.