Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 14. júlí 1990 I SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Myrti aöeins miö* aldra vændiskonur Hann pyndaði þær hroðalega og fleygði lík- unum í vegarskurði án þess að skilja eftir minnstu vísbendingar. Það var ekki fyrr en með áttunda fórnarlambinu að hann breytti út af venjunni og það nægði til að fella hann. F JÓRIR dagar voru liðnir síð- an hin 48 ára Annunziata Pafando hafði komið á vinnustað sinn og starfssystur hennar voru orðnar áhyggjufullar. Annunzi- ata vann hættulegt starf. Hún var vændiskona og svæði hennar var þjóðvegunnn milli Torino og Novara á Norður-Ítalíu. Síðdegis þann 13. febrúar 1985 hringdi ein starfssystir hennar til lög- reglunnar í Torino án þess að láta nafns síns getið. Þrátt fyrir það var hún tekin alvarlega því dánartíðni vændiskvenna er há á Ítalíu sem í öðrum löndum. Konan sagðist hafa farið heim til Annunziötu en enginn þar hefði séð hana síðan á laugardag. — Hún hefúr eflaust lent illa í því, sagði lögreglumaðurinn Paolo Daria. Með því átti hann við geðbilaða menn eða fikniefnaneytendur sem vantaði peninga fyrir næsta skammti. Helstu fómarlömb slíkra voru vænd- iskonumar í Torino sem em æði- margar í borg með yfir milljón íbúa. — Athugaðu hvar hún hafði bæki- stöð sína, sagði Luigi Marinelli lög- regluforingi. — Vittu hvort hinar stúlkumar geta ekki sagt þér eitt- hvað. Þær starfa venjulega í sjónmáli hver við aðra. Daria fór og kom fljótlega aftur með þær upplýsingar að Annunziata hefði síðast sést um áttaleytið laugardags- kvöldið 9. febrúar þegar hún var að stíga inn 1 vörubíl. Vinkonur hennar vissu ekki hvort hún hafði þar fengið viðskiptavin cða var á heimleið á puttanum. Svo virtist sem Annunzi- ata hefði lifað erfíðu lífí og hún Ieit út fyrir að vera eldri en hún var. Slíkt var slæmt fyrir viðskiptin. — Að vísu var hún vændiskona, sagði Daria. — Einhverjar verða að vera það en svo virðist sem hún hafi verið mesta gæðakona. Starfssystur hennar og keppinautar hafa ekkert nema gott um hana að segja og til slíks þarf dýrling í þessari starfsemi. — Er engin lýsing á bílnum? vildi Marinelli vita. — Hann var stór, svaraði Daria. — Umferð var mikil og stúlkumar önn- um kafnar. Engin veitti þessu sér- staka athygli. Eitthvað hlýtur þó að hafa komið fyrir hana. Stúlkumar segja að hún svelti í hcl ef hún vinni ekki í fjóra daga. — Biddu umferðardeildina að að- gæta í vegarskurðum alla leið til Chi- vasso, fyrirskipaði Marinelli. Svo var gert og það vom umferðar- lögreglumenn sem fúndu Annunzi- ötu Pafando um tíuleytið morguninn eflir. Hún lá í skurði rétt fyrir utan Chivasso og eftir að hafa virt líkið fyrir sér hringdu mcnnimir í morð- deildina í Torino. Þeir sögðu að Ann- unziata liti út eins og hún hefði verið í sláturhúsi heila nótt. Ótrúlegar pyndingar — Óhætt er frekar að segja nokkra sólarhringa samflcytt, leiðrétti lög- reglulæknirinn sem kvaddur var á staðinn. — Konan hefur verið pynd- uð kerftsbundið í nokkra daga. Allt þetta er ekki hægt að gera á einu kvöldi. Marinelli sem stóð á skurðbakkan- um kinkaði kolli. Hann sá hvergi blóð á þunnum snjónum sem þakti klakann í skurðbotninum, þrátt fyrir það að fómarlambið væri alblóðugt. — Það má flytja hana strax í líkhús- ið, sagði læknirinn þegar hann kom upp. — Morðið var ekki firamið héma. Ekki var þó hægt að íjarlægja líkið fyrr en tæknimenn vom búnir að rannsaka nánasta umhverfi þess. Afar kalt var í veðri og þeir vom fljótir að komast að raun um að engar vísbendingar var þama að finna. Læknirinn kom á skrifstofú Marin- ellis laust fyrir klukkan sex síðdegis til að gefa munnlega skýrslu um ástand líksins. Hann þáði kaffi og sígarettu sem hann naut á meðan hann talaði. — Þetta er geðveikur glæpamaður, staðhæfði hann. — Hann hjó af henni tær og fingur og skar djúpa skurði í allan líkamann. Þess á milli hafði hann mök við hana og hann er í blóð- flokki AB. Dánarorsökin sjálf var kyrking, að líkindum hæg og meðan á samforum stóð. Þið verðið að herða ykkur. Mér þykir líklegt að svona ná- ungi láti til skarar skriða aftur. — Það datt mér einmitt í hug þegar ég sá líkið, svaraði Marinelli og virti fyrir sér sígarettuna. — Við höfúm athugað skýrslur um hliðstæð mál. Ekkert svona slæmt hefúr borið við í heilt ár. — Þá gerist það á þessu ári, fúllyrti læknirinn og lauk við kaffið. — Þú mátt bera mig fyrir því. Engum kom á óvart að hann reynd- ist hafa rétt fyrir sér. Menn Marinell- is gerðu sitt besta en sunnudaginn 21. apríl vom þeir enn engu nær um morðið á Annunziötu Pafando. Þá hvarf Addolorata Benvenuto. Þessar tvær konur áttu margt sam- eiginlegt. Addolorata var ári yngri en Annunziata en leit samt út fyrir að vera eldri. Hún var líka vændiskona og starfssvæði hennar var þjóðvegur út ffá Torino, þó ekki sá sem lá til Novara. — Biddu umferðardeildina að svip- ast um í vegarskurðunum, sagði Mar- inelli, rétt eins og í fyrra skiptið. Svo var gert en Addolorata fannst ekki. Farið var að vora og skurðimir vom fúllir af vatni. Þar kom að því að lík Addolorötu fannst I skurði, en ekki við þjóðveg- inn heldur u.þ.b. 30 km norðan við Torino, við afleggjara að þorpinu Ri- varolo Canavese. Tvær vændiskonur hverfa Það vom tveir drengir í leit að ffosk- um í skurðinum sem fúndu líkið og köstuðu þegar í stað upp hádegisverðinum sem þeir höfðu nýlega borðað. Addolorata hafði verið pynduð enn svakalegar en Annunziata og þar sem líkið hafði legið í skurðinum um nokkum tíma var það tekið að rotna. Bara nályktin Cielia Mollo var 58 ára og ætlaði bráðlega endanlega af götunni. Hún eyddi ekki ellinni í ruggustól. nægði til þes að reyndum mönnum varð óglatt, hvað þá 10 ára drengjum. Læknirinn sagði að lokinni kmín- ingu að þetta væri svipað og í hitt skiptið nema hvað dánarorsökin sjálf væri önnur. Addolorata hefði fengið höfúðhögg með einhvetju þungu og grófgerðu, ef til vill steypuhnullungi eða htjúfúm steini. — Það var eina miskunnarverkið sem hann vann á henni. Hún hefur nánast verið bútuð niður lifandi. Marinclli svaraði engu en var áhyggjufúllur á svip. Vísbendingar í sambandi við þetta morð vom engu fleiri en hið fyrra. Enginn hafði séð neitt og enginn var viss um hvenær konan hafði horfið. — Maðurinn hlýtur að vera í vinnu, Líf Annunziötu Pafando var átak- anlegt og dauðinn óhugnanlegur. Limlest lík hennar fannst í vegar- skurði. Þar með hófust „hóru- monðin". sagði Daria. — Bæði morðin virðast ffamin um helgi. — Ætli það séu ekki um 700 þúsund manns í vinnu á svæðinu, svaraði Marinelli þurrlega. Daria varð hugsi. Hann velti fyrir sér hversu miklu lengur hann héldi sínu starfi. Morðmálin vom erfið og höfðu vakið andúð almennings í garð lögreglunnar. Ef ekki færi eitthvað að ganga gat jafnvel Marinelli átt á hættu að verða settur í annað starf. Andrúmsloftið á lögreglustöðinni var því allt annað en létt þetta sumar og daglega var búist við nýrri til- kynningu um hvarf eða morð á mið- aldra vændiskonu. Hins vegar var komið haust þegar það gerðist. Það var sunnudaginn 13. október að „umboðsmaður" vændiskvennanna Maríu Galfer og Maríu Corda hringdi óvenjulegasta símtal sitt á ævinni. Hingað til hafði hann forðast sam- skipti við lögregluna eins og heitan eldinn en nú hringdi hann til glæpa- deildar lögreglunnar I Torino og til- kynnti að Maríumar væm týndar. Þær vom báðar orðnar 44 ára gamlar en vom ennþá duglegar að vinna. Hann hafði gefið þeim ffí á laugar- deginum til að skreppa á útihátíð í Borgone sem var við þjóðveginn um 17 km vestur af Torino. Þær vom ókomnar aftur og þar sem hann hafði lesið um afdrif hinna tveggja var hann áhyggjufúllur. Ahyggjur hans vora þó öllu minni en Marinellis og Daria sem báðir áttu frí þcssa helgi og vom kallaðir út. Þeir hröðuðu sér til Borgone ásamt aðstoðarmönnum sem notaðir vom við leitina. Þetta átti nógu margt sam- eiginlegt með hvarfi hinna kvenn- anna til að bregðast hart við. Nú vora sumir fjölmiðlar famir aö tala um „hómmorðingjann". Óþekkt, ungt glæsimenni Marinelli vonaði að önnur Marian kynni að hafa sloppið lifandi en sú von var næsta tæp. Lík þeirra beggja fúndust á víðavangi í tveggja km fjarlægð frá þorpinu. Þær höfðu bók- staflega verið barðar til dauðs með svipu eða einhveiju slíku. — Þær hafa verið hengdar upp á úlnliðunum í keðjum eða handjám- um, eftir fomnum að dæma, sagði læknirinn. — Eg hef aldrei áður séð manneskju sem hefúr verið banað svona. Tóntegundin bar vott um að hann gæti alveg hugsað sér að vera án þess að sjá slíkt affur. — Vora þær ekki kyrktar, stungnar eða barðar í höfúðið? spurði Marin- elli. Hann reyndi að forðast að hugsa um hvað konumar hefðu máh þola klukkustundum saman. Læknirinn hristi höfúðið. Daria hafði ræh við fólk í Borgone. — Þær vom á hátíðinni, tilkynnti hann Marinelli. — Þær era báðar uppmnnar í Borgone og flestir þekktu þær. Við reynum að komast að hvort nokkur sá þær fara með ein- hveijum. — Haldið því áffam, skipaði Marin- elli. — Það gæti verið eina von okkar áður en fjölmiðlanir tæta okkur gjör- samlega í sig. Daria hafði upp á 19 manneskjum sem hitt höfðu Maríumar á hátíðinni. Allir sögðu að þær hefðu verið kátar og hressar en ekki dmkknar. Þær höfðu sést drekka bjór með ungum, myndarlegum og vel klæddum manni en enginn hafði beinlínis séð þær fara með honum. — Hann var ókunnugur á staðnum, sagði Daria. — Enginn sem ég talaði við minntist þess að hafa séð hann áður. — Það er rökréh, svaraði Marinelli. — Hann færi varla að myrða fólk á stað þar sem allir þekktu hann. Komdu með vitnin og fáðu teiknar- ann til að reyna að koma saman mynd af náunganum eftir lýsingu þeirra. Við verðum að vinna hratt. Enginn veit hvenær hann finnur næsta fómarlamb. Raunar gafst góður tími ffam að næsta morði en það gagnaði samt ekki. Þóh vitnin segðu að mynd teiknarans væri Iík manninum bárast aðeins viðbrögð ífá fjóram aðilum eftir að henni var dreift. Nánari at- hugun leiddi í ljós að tveir aðilar vildu koma einhveijum í vandræði, einum urðu á mistök og sá fjórði var svo greinilega tmflaður á geðsmun- um að lögreglunni dah helst í hug að hann gæti sjálfúr verið morðinginn. Hann reyndist saklaus af morðunum þóh hann hefði sitthvað annað á sam- viskunni. Nú vora engar vísbendingar til að rekja. Allgóð lýsing var að vísu til á „hórumorðingjanum“ og vitað var að hann var ástríðuglæpamaður. Engin ástæða var til að ætla að hann væri í fastri vinnu, því ekki höfðu öll morð- in verið ffamin um helgi. Ekkert var hægt að gera nema bíða átekta. 65 ára fórnarlamb Af ástriðuglæpamanni að vera þóhi þessi fremja glæpi sína nokkuð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.