Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Gorbatsjov samþykkir aðild Þjóðverja að NATO Mikhail Gorbatsjov lýsti því yfir að Sovétríkin myndu ekki setja sig upp á móti aðild sameinaðs Þýskalands að NATO. Yfirlýsing- in var gefin á fréttafundi sem sjónvarpað var í Sovétríkjunum síðastliðin mánudag. En fundurínn var haldinn í tilefni tveggja daga viðræðna Gorbatsjov og Helmut Kohl kanslara Vestur- Þýskalands. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr, kemur að því að ráðamenn sam- einaðs Þýskalands verða að gera upp við sig hvort þeir gangi í NATO. Ef sú verður raunin ætti engu að síður að geta orðið um samstarf að ræða við Sovétríkin,“ sagði Gorbatsjov. Hin íjögur bandalagsríki síðari heimsstyrjaldarinnar Bandaríkin, Frakkland, Bretland og Sovétríkin, þurfa samkvæmt samningi öll að samþykkja aðgerðir i tengslum við sameiningu Þýskalands. En í íyrri yf- irlýsingum haíði Gorbatsjov haldið því fram að aðild Þjóðveija að NATO gæti raskað valdajafnvægi í Evrópu. Sagði hann þá yfirlýsingu Kohl, að innan NATO væri ekki lengur litið á Sovétríkin sem íjandmann, hafa átt stóran þátt í að sér snérist hugur. Gorbatsjov sagðist jafhffamt gera ráð fyrir þriggja til fjögurra ára að- lögunartíma til að vinna að brott- flutningi 350 þúsund sovéskra her- manna og kjamavopna ffá Vestur- Þýskalandi. Sömuleiðis nefhdi hann nauðsyn þess að dregið yrði úr fjölda 480 þúsunda vestur-þýskra her- manna. Kohl tók undir þetta og sagði að samanlögðum herstyrk Þýska- lands skyldi fækkað niður í 370 þús- und hermenn. Hann virtist einnig ánægður með fúndinn og stefnir að atkvæðagreiðslu til sameiningar Austur- og Vestur-Þýskalands ekki síðar en í desember. reuter/jkb Síðla síðasta árs skáluðu þeir Shevardnadze, Gorbatsjov, Kohl og Genscher eftir að hafa undirrit- að vináttuyfirtýsingu. Það heföi einhvem b'mann þótt ótrúlegt að leiðtogi Sovétríkjanna ætti eftir að taka það í mál að Þýskaland sam- einaðist og yrði sameinað aðili að NATO. Lítil stúlka reyndi að stöðva bíla eftir að faðir hennar hafði fengið hjartaáfall: Enginn kom til hjálpar Hundruð bQa með fólki á Iciö í sumarfrí keyröu framhjá lítilli sex ára stúlku sem stóð grátandi á þjóðvegi á N-ítaliu í fyrradag og reyndi að stððva bfla til að fá hjálp. Faðir hennar hafði fengið hjartaáfall og lá nær dauða en lífí i bfl feðginanna. Honum hafði fekist að keyra út á vegar- kantinn er honum var Ijóst hvað var í vændum. Lögreglan sagði að enginn hefði stansað þótt aug- ljóst hefði mátt vera að stúlkan væri í miklum vandræðum. Litla stúlkan þurfti að hlaupa tveggja kílómetra vegalengd að næsta símaklefa þar sem hún gat beðið um hjálp. Sjúkrabíll var sendur á staðinn en þegar hann náði að bflnum var faðir stúlk- unnar látinn. Ofbeldi eiturlyljabarónanna heldur áfram: 45 drepnir í Kólumbíu um helgina Það miskunnarlausa ofbeldi sem ráðið hefúr ríkjum í Kólumbíu und- anfarið hélt áfram nú um helgina. 45 manns voru drepin á aðeins ein- um sólarhring í kókaínborginni svokölluðu - Medellín. Götugengi tók af lífi sjö unga menn á aldrin- um 14-25 ára úr öðrum flokki. Var mönnunum sjö raðað upp við vegg og þeir síðan skotnir. Fjórir lögreglumenn voru auk þess drepn- ir og á meðal þeirra var elsti starf- andi lögreglumaðurinn í Medellin, 63 ára gamall. Sá hafði starfað i í lögreglunni í 39 ár. Síðan í ágúst s.I., er yfirvöld lýstu stríði á hendur kókaínbarónunum, hafa um 188 lögreglumenn verið drepnir. 50 kílóa bílasprengja sprakk nálægt höfuðstöðvum Medellín lögregl- unnar á sunnudaginn var og drap 19 ára gamlan dreng og slasaði fjórtán manns. Sögðu yfirvöld þetta vera hefnd vegna nýrrar her- ferðar sem skipulögð hefur verið í þeim tilgangi að handsama höfúð- paur kókaínsamtakanna, Pablo Escobar, sem er nú í felum í skóg- lendi austur af Medellín. 45 manns létust: Jarðskjálfti á Filippseyjum 43 manns hafa látist og þúsundir slas- ast eftir að öflugur jarðskjálfti reið yf- ir Manila á Filippseyjum í gær. Skrif- stofubyggingar og íbúðablokkir rúst- uðust og kviknuðu miklir eldar. Fólk þaut út úr byggingum er jarðskjálft- inn reið yfir og leið yfir fjöldann allan af fólki vegna troðnings. Skjálftinn, sem reið yfir kl. 16:30, mældist 6.2 á Richterkvarða og stóð yfír í um 45 sekúndur. Öll fjarskipti fóru úr sam- bandi og útvarpsrásir slokknuðu. Þijátíu stúdentar krömdust til bana er fimm hæða skólahús hrundi. Kirkju- hús klofnaði í miðju og hrundi en til allrar hamingju var enginn þar inni. Óttaslegnir sjúklingar flúðu út af sjúkrahúsunum á götumar. Þak á kvikmyndahúsi, fúllu af fólki, hrundi og myndaðist neyðarástand innifyrir. OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, vilja hærra olíuverð: Aðgeröir boðaðar til verðhækkana Forseti OPEC, samtaka olíuffam- leiðsluríkja, Sadek Boussena, sagði á sunnudaginn að almennt samkomu- lag hefði ríkt á fúndi OPEC ríkjanna nú nýlega um að ná þyrfti heimsverði á olíu upp fyrir núverandi markaðs- verð sem er um 18 bandaríkjadalir fyrir tunnuna. Boussena sagði í viðtali að OPEC myndi koma á framleiðslumörkum sem yrðu 22.5 milljónir olíutunna á dag. Þessi mörk yrðu sett á 25. fúndi samtakanna sem verður haldinn í Genf í júlí. Viðræður standa nú yfir á meðal ráðherra OPEC ríkjanna til að undirbúa fúndinn í Genf sem best og til að finna heppilegustu aðferðir til að ná verðinu upp aftur en það hefur jafnvel fallið niður í 14 bandaríkja- dali fyrir tunnuna á síðustu mánuð- um. Hversu lengi þessi ffamleiðslu- mörk skuli standa segir Boussena að verða að ákveða á fúndinum í Genf. Stórafmæli ættmóður: Rose Kennedy aldargömul Þijár kynslóðir vom mættar saman til að fagna 100 ára affnæli Rose Kennedy, sem er höfúð aðal stjóm- málamannafjölskyldu Bandaríkj- anna, Kennedyættarinnar. 350 gestir mættu í afmæli þessarar merkilegu konu sem þurft hefúr að horfa á eftir tveimur áhrifamiklum sonum sínum falla fýrir hendi morðingja. Sá fyrri var John F. Kennedy forseti Bandarikjanna, sem var myrtur árið 1963 og síðan Robert F. Kennedy, öldungadeild- arþingmaður og ráðherra, sem myrtur var árið 1968. Rose Kenne- dy sjálf gat ekki verið viðstödd af- mælishátiðina þar sem hún er rúm- fost eftir að hafa fengið nokkur slagtilfelli nýlega. Hún hefúr alltaf verið mikilsvirt í Bandaríkjunum og eitt sinn sagði hún: „Fremur kýs ég að vera móðir forseta en að vera forsetinn sjálfúr“. Eins dags verkfall 750 af 1800 flugmönnum SAS: Kjaradeila flugmanna hjá SAS Skandinavíska flugfélagið (SAS) til- kynnti á sunnudag að það byggist við að um 750 sænskir flugmenn hjá fé- laginu myndu fara í eins dags verk- fall. Talsmaður SAS sagði í fýrradag að ekki hefði náðst samkomulag við mennina. Sænsku flugmennimir báðu upphaf- lega um 10% launahækkun en SAS bauð 5% og neitaði málamiðlunartil- lögu sem hljóðaði upp á 7% hækkun. Flugfélagið, sem er í 50% eigu stjóma Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs, sagðist þurfa að ftesta 20 af 59 innanlandsflugferðum og 1/3 af Evrópuflugi vegna verkfallsins. Á fimmtudaginn var fóm flugmenn í eins dags verkfall og hafa hótað að gera það einnig 20., 23. og 27. júlí.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.