Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. júlí 1990 Tíminn 5 Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Þórarinn V. Þórarinsson hjá VSÍ telja að ríkið leggi ekki nægilega mikið af mörkum með aðgerðum sínum: Bresta rauðu strikin og hækka laun í haust? Formenn stjómarflokkanna áttu í gær fund með aðilum vinnu- markaðarins um væntanlegar aðgerðir ríkisins til þess að halda verðlagi í skefjum. Eftir fundinn lýstu bæði Þórarínn V. Þórarín- son og Ásmundur Stefánsson því yfir að þeir teldu aðgerðimar ekki nægja til þess að halda verðlagi fýrir neðan sett mörk í haust Þórarinn segir að staðið verði við kjarasamninganna og haldist verðlag ekki fýrír neðan sett mörk, hækki laun í samræmi við það. „Ef það sem var borið á borð íyr- ir okkur í dag verður ekki lagfært, þá er mjög hætt við þvi að þetta nægi ekki til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur. Það eru vonbrigði ef svo fer, en ég ætla ekki að gera mér þau upp fyrirfram“, sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASI í samtali við Tímann eftir fund- inn. „Það er dálítið undarlegt að hlusta á þá aðila, sem samninginn gera og áætlanir um hvemig verðlag eigi að hækka, beina spjótum sínum öllum að rikisvaldinu", sagði Steingrimur Hermannsson er viðbrögð forsvars- manna ASI og VSÍ voru borin undir hann. „Því verður ekki á móti mælt að ríkisvaldið leggur mjög dijúgan skerf af mörkum, en hvort það er nóg, það er önnur spuming". Stein- grimur minnti á að 0,5% af þeirri 0,7% hækkun sem varð á vísitölunni á síðasta viðmiðunartímabili hafi stafað af hækkunum hjá einkafyrir- tækjum. „Ríkisstjómin hefúr staðið við allt sem hún lofaði við gerð kjara- samninganna og meira segja gengið lengra en það“, sagði forsætisráð- herra. I sama streng tók Ólafur Ragn- ar Grímsson fjármálaráðherra og Ög- mundur Jónasson formaður BSRB sagði tíma til kominn að vinnuveit- endur litu í eigin rann, í stað þess að varpa allri ábyrgð yfir á ríkisvaldið. Þórarinn V. Þórarinsson ffarn- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins er sömu skoðunar og Ás- mundur Stefánsson, þ.e. að væntan- legar aðgerðir ríkisstjómarinnar séu ekki nægjanlegar til þess að halda verðlagi fyrir neðan „rauð strik“ i haust. Þórarinn segir að inn í þennan pakka vanti a.m.k. sem svarar áhrif- um niðurfellingar jöfnunargjalds á innfluttar iðnaðarvörur. Þetta gjald nemur 5% og við gerð fjárlaga var áætlað að það skilaði 500 milljónum í ríkissjóð. Þórarinn segir að gjaldið hafi þegar skilað því sem ráð var fyr- ir gert og tillaga VSÍ sé að gjaldið verði lækkað um helming og verði 2,5% það sem eftir er ársins. Fyrir liggi að þetta jöfhunargjald hafi átt að falla niður í kjölfar skattkerfisbreyt- ingarinnar um áramót. En hvað gerist ef rikið gefiir ekki meira eftir en það sem kynnt var á fúndinum í gær? „Rauðu strikin svokölluðu em við- miðun fyrir kaupmáttarþróun", sagði Þórarinn. „Samningurinn byggir á ýmsum forsendum um þróun við- skiptakjara, um þjóðarframleiðslu og um kaupmátt sem er hlutfall af þessu tvennu. Það hafa engar hugmyndir komið upp um að standa ekki við þessar forsendur kaupmáttarþróunar. Það verður gert. Það er hins vegar verkefhi launanefndarinnar að bregð- ast við, annars vegar með því að gera tillögur sem eru til þess fallnar að draga úr verðlagshækkunum, eins og við höfúm verið að gera. Og hins vegar með því að bregðast við á launasviðinu, ef ekki verður hjá því komist“. - Leggi ríkið ekki meira af mörkum, hver verða þá viðbrögðin á Iauna- sviðinu? „Það hljóta einhver viðbrögð að verða á launasviðinu, ef þessi mark- mið nást ekki. Auðvitað er langæ- skilegast að þau náist. Mitt mat er það að þetta náist ekki, ef að ríkis- stjómin ætlar að halda fast við þær skattahækkanir sem felast í að halda jöfhunargjaldi á iðnaðarvörur út ár- ið“. Þórarinn segist þeirrar skoðunar að niðurfelling virðisaukaskatts af við- haldi á íbúðarhúsnæði og flýting nið- urfellingar virðisauka af íslenskum bókum, komi ekki til með að draga úr tekjum ríkissjóðs. En þetta em stærstu póstamir í tillögum stjómar- innar. Ætli ríkið síðan að ná inn helmingi meiri tekjum af jöfnunar- gjaldi á iðnaðarvömr en gert er ráð fyrir í fjárlögum, sé það í raun og vem skattahækkun. Slík áform séu mjög varhugarverð í þeirri stöðu sem rikir núna. „Það var farið yfir hvað það væri sem þyrfti að setja bráðabirgðalög um“, sagði Ásmundur Stefánsson. „Þar em memi kannski ekki allir á eitt sáttir, en alla vega var þama sett- ur upp pakki, sem byggir á ýmsu því sem verið hefúr til umræðu að und- anfömu. Það dæmi fúllnægir ekki þeim vonum sem ég hef haft um það sem gera þyrfti. Eg gerði grein fýrir mínum athugasemdum á fúndinum. Málið verður síðan til frekari um- fjöllunar í ríkisstjóminni og ég vona að það verði lagað til þar“. Aðspurður um hveijar hans athuga- semdir heföu nákvæmlega verið vildi Ásmundur ekki tjá sig um hvað heföi verið rætt um á fúndinum í einstök- um atriðum. Samkvæmt heimildum Tímans mun Ásmundur hafa gert at- hugasemdir við að lækkun jöfhunar- gjalds skyldi ekki vera með í tillög- unum. Málið var rætt á fúndinum, en formenn stjómarflokkanna lýstu sig ekki reiðubúna til þess að lækka gjaldið og vísuðu til þess að ríkið heföi staðið við sinn hluta kjara- samninganna sem áður segir. Ríkisstjómin mun í framhaldi af þessu koma saman til fúndar í fyrra- málið og þá ganga frá setningu um- ræddra bráðabirgðalaga. Flýting nið- urfellingar virðisaukaskatts af ís- lenskum bókum og niðurfelling virð- isauka á húsaviðgerðir er sá hluti tillagna rikisstjómarinnar sem þarf lagasetningu til að framkvæma. I pakka ríkisstjómarinnar em að auki frestun á hækkun afhotagjalds RÚV og gjaldskrá Pósts og síma og áfram- haldandi frestun á hækkun bensín- gjalds. -ÁG Krossanesverksmiðjan skemmdist mikið í eldsvoða um síðustu áramót Timamynd hía Framtíð Krossanesverksmiðjunnar tryggð: Bygging Krossaness minnkuð um helming Tekin var ákvörðun á fúndi hluthafa Krossanesverksmiðjunnar í gær að rekstri og uppbyggingu skuli haldið áffarn, en með verulega breyttum áherslum. Stefnt er að því að upp- byggingunni verði hagað á þann veg að tækja- og húsnæðiskostnaður verksmiðjunnar verði nýttur eins og hann er í dag með mjög litlum við- bótum. En áður hafði verið stefnt að töluverðri stækkun fyrirtækisins. Vonast er til að verksmiðjan muni geta tekið við loðnu i síðasta lagi fyrsta nóvember næstkomandi í stað þess að vera lokuð ffam til áramóta. Ekki verður gengið til samninga við Síldarverksmiðjur ríkisins og jafn- ffarnt hætt við kaup á nýjum vélum. Forráðamönnum verksmiðjunnar hefur reiknast svo til að á þennan hátt muni skuldir félagsins stórlega lækka, þar sem í stað þess að halda áffam fjárfestingu verði nú hægt að taka til við að grynnka á skuldunum. Mun því skuldsetning að loknum að- gerðum verða viðráðanleg að sögn forráðamanna verksmiðjunnar. Jafn- framt er talið að með þessum ráðstöf- unum verði atvinna meginþorra starfsmanna tryggð. í fréttatilkynningu Krossanesverk- smiðjunnar segir að með þessu móti verði áhætta Akureyrarbæjar, sem aðaleiganda fýrirtækisins, minnkuð að miklum mun. En bærinn stóð ífammi fýrir því að þurfa að auka hlutafé sitt um allt að 150 milljónir króna innan eins árs til viðbótar við fýrri hlutafjárloforð að upphæð 200 milljónir króna. Auk þessa heföi Ak- ureyrarbær neyðst til að taka veru- lega beina áhættu af rekstri verk- smiðjunnar. Miðað við hráefnis- og afúrðaverð nú hefði fýrirtækið þurft að fá að minnsta kosti 60 til 70 þús- und tonn af hráefhi á ári til að bera sig ef upphaflegri byggingaráætlun heföi verið haldið til streitu. Þess í stað munu 20 til 30 þúsund tonn á ári geta staðið undir rekstri verksmiðju af þeirri stærð sem tekin hefúr verið ákvörðun um að byggja. jkb Fornleifagröftur Bandaríkjamannsins: Ráðherraúrskuröur síðar í vikunni Svavar Gestsson menntamála- ráöherra sagði í samtali við Tím- ann í gær að úrskurðar hans í máli Fomleifanefndar, um hvort Bandaríkjamaðurinn Thomas McGovem eigi að fá leyfi til fbm- leifagraftrar hérlendis, sé að vænta síðar í vikunni. Menntamálaráðherra sagði að þeir væru að fara yfir málið, enda heföi þeim ekki borist það í hendur fýrr en þá um morguninn. „Ég geri ráð fýrir því að við kom- umst að einhverri niðurstöðu í vik- unni“, sagði Svavar. Fomleifanefnd fór ffarn á úrskurð menntamálaráðuneytisins í þessu máli, en meirihluti nefndarinnar haföi áður veitt McGovem Ieyfi til að stunda beinarannsóknir hér á landi. Formaður nefhdarinnar, Sveinbjöm Rafnsson, var á móti leyfisveitingu Fomleifanefndar og vísaði hann mál- inu til Þjóðminjaráðs sem úrskurðaði að Bandaríkjamaðurinn skyldi ekki hljóta leyfið þar sem hann uppfýllti ekki viss skilyrði um kunnáttu í ís- lensku og íslenskri menningarsögu. Aðspurður sagðist menntamálaráð- herra að sjálfsögðu hafa ákveðna skoðun á þessu máli, en hann skýrði ekki ffá henni á þessu stigi málsins. —só Forsætisráðherra Liechtenstein: Opinber heimsókn Í gær hófst opinber hefmsókn Hans Brunhart, forsætisráðherra Liechtenstein og konu hans, Bernadette Brunhard, til íslands. Hjónin eru hér I boði Steingríms Hermannssouar, forsætisráð- herra og Eddu Guðmundsdóttur. í gærmorgun áttu Steingrímur og Brunhard fund saman og ræddu þar m.a. málefni EB og EFTA, en ríkin eru bæði aðilar að EFTA. Siðan var haidið f Árna- safn og handritin skoðuð. í há- deginu var haldið til hádegisverð- ar í boði forseta íslauds, frú Vig- dísar Finnbogadóttur, og þar á eftir var Listasafn íslands skoð- að. í gærkvöldi snæddu forsætís- ráðherrahjónin kvöldverð í Ráð- herrabústaðnum i boði íslensku forsætisráðherrahjónanna. Heimsókninni lýkur á fimmtu- PÓSTFAX TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.