Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 17. júlí 1990 Tíminn 7 Þórarinn Þórarinsson: Evrópustefnan og úrskurð ur Evrópudómstólsins Fyrír skömmu er komið út rit eftir Gunnar Helga Krístinsson lektor sem nefnist „Evrópustefrían. Aðlögun íslands að þróun Evrópubandalagsins". Ritið er gefið út af Öryggismálanefnd en tekið er fram, eins og um önnur rít sem nefndin gefur út: „Höfúndur rítsins ber einn ábyrgð á skoðunum sem þar koma fram. Þær á ekki að túlka sem afstöðu Öryggismálanefndar. Forsagan er sú að 1987 gaf Örygg- ismálanefnd út rit eftir Gunnar Helga sem hét: ísland og Efnahagsbanda- lagið. Svo mikið hefiir breyst á þess- um þremur árum að rétt þótti að gefa út nýtt rit um þetta efni. Sú saga virð- ist ætla að endurtaka sig. Svo örar eru breytingamar. í riti Gunnars Helga er því haldið fram að það myndi ekki valda íslandi miklum erfiðleikum að semja við bandalagið um sjávarútvegsmál og bent í þvi sambandi á reglu sem farið hafi verið eftir þegar Spánn og Portú- gal gengu í bandalagið. Samkvæmt því ætti Island að geta fengið hjá bandalaginu ríflegan kvóta sem væri fólginn í forgangsrétti að verulegum hluta Islandsmiða. En síðan Gunnar Helgi skrifaði þetta hefúr orðið sú breyting á að dómstóll bandalagsins hefúr fellt úrskurð sem virðist opna bandalagsríkjum aðgang að kvótum sem þegar hafði verið út- hlutað öðmm rikjum. í Reutersfrétt, sem Morgimblaðið birti 20. júní síð- astliðinn, segir á þessa leið: ,d>ar sem landslög og lög Evrópu- bandalagsms greinir á skulu EB-lög- in ráða. Evrópudómstóllinn kvað upp þennan tímamótaúrskurð í gær en hann á eftir að hafa mikil áhrif í lönd- umEB. I úrskurðinum segir að sé fyrir rétti í einhveiju aðildarríkjanna mál sem EB-lögin taka einnig til, skuli farið eftir EB-lögunum meðan á umfjöll- uninni stendur. Það er lávarðadeildin breska sem bað um leiðsögn dóm- stólsins í þessu efni en deilan stendur um togaraútgerð sem er í eigu Spán- veija en skráð í Bretlandi. Gerir hún og önnur „spasnsk“ fyrirtæki út meira en 100 togara sem veiða úr kvóta Breta en landa aflanum á Spáni.“ Samkvæmt þessu virðist það ekki mundu skipta Island miklu máli þótt bandalagið úthlutaði þvi ríflegum kvóta ef það væri orðið aðili að Efna- hagsbandalaginu. Önnur ríki EBE þyrftu þá ekki annað en að flytja heimilisfang skipa sinna til íslands til að geta síðan veitt í lögsögu Islands og flutt aflann til annarra landa. Fyrir Islendinga er nauðsynlegt að fá nánari vitneskju um þennan úrskurð dómstólsins áður en þeir taka gilda fiásögn Gunnars Helga að auðvelt yrði að semja við bandalagið um sjávarútvegsmál. Evrópustefnan er að sögn Gunnars Helga fólgin í því að fyrst skuli aðlag- ast Efnahagsbandalaginu, en ganga síðan í það. Um sé að ræða þijár leið- ir sem allar endi með inngöngu í bandalagið: Eflaleiðina, tvihliða við- ræður og umsókn um inngöngu í bandalagið, en eins og áður segir lýk- ur þeim öllum með að áliti Gunnars Helga með innlimun í bandalagið. Ekki verður annað ráðið af málflutn- ingi Gunnars Helga en að það sé æskilegasta lausnin. Of lítið frasðast menn á þessu riti eða öðrum um þær umræður sem fara fram í öðrum Iöndum, þar sem líkt er Fyrir íslendinga er nauð- synlegt að fá nánari vitn- eskju um þennan úrskurð dómstólsins áður en þeir taka gilda frásögn Gunnars Helga að auðvelt yrði að semja við bandalagið um sjávarútvegsmál. ástatt og hér um Eftaleiðina svo- nefndu. Þó var nýlega sagt ffá því í útvarpsfféttum að tveir hagffæðingar í Svíþjóð hefúr deilt á forsætisráð- herra Svíþjóðar vegna ráðstafana sem hann hafði beitt sér fyrir í þeim til- gangi að aðlagast EBE. Þeir héldu þvi ffam að vegna þeirra hefði atvinnu- leysi aukist í Svíþjóð. Jafnffamt bentu þeir á að atvinnuleysi væri minna í Svíþjóð og Noregi, sem bæði era utan Efiiahagsbandalagsúis, en í Danmörku sem er úinan bandalags- ins. Þetta mælti ekki með inngöngu í EBE. Þetta er svipuð niðurstaða og hjá Búgi Bimi Siguijónssyni sem hefúr ritað grern um þessi mál af raunsæi. Morgunblaðið birti fýrir nokkra út- drátt úr greúi eftir danskan íhalds- þingmanna, Ole Bemt Hendriksen. Þar segir að Danir verði að velja á milli fýrirsjáanlegs þjóðargjaldþrots og þess að lækka skatta og ffamlög til velferðarmála, þegar úinri markaður EBE tekur gildi í ársbyijun 1993. Annars muni ríkustu skattgreiðend- umir flytja til annarra EBE landa þar sem skattabyrðúi er lægri, en fátæk- lingar ffá Suður-Evrópu flykkjast til Danmerkur þar sem félagsleg þjón- usta og félagslegt öryggi sé meira en i heimalöndum þeúra. Afleiðingúi af þessu yrði þjóðargjaldþrot að dómi hins danska þingmanns. En gæti ekki hið sama gerst hér ef ís- land gengi í EBE? Það virðist sjálf- sagt verkefhi svonefndrar Evrópu- stefúunefndar Alþúigis að kynna sér þessi mál til hlítar og gefa þúigi og þjóð greinargóða skýrslu um þau áhrif sem það hefði á gildandi íslensk lög um félagsleg réttindi og félags- legt öryggi ef ísland gengi í EBE og lög þess yrðu með þvi æðri en lög sem Alþingi hefúr sett. ÚR VIÐSKIPTALÍFINU ^mmu ■ ■ ■■ w ■ ■ ■ frystir og kældir í Vestur-Evrópu er nú aðeins þriðja hver máltíð snædd á heimilum. Af því sprettur vaxandi markaður til- reiddra rétta, frystra og kældra, en sala þeirra í Vestur-Evrópu nam 36 milljörðum dollara 1989. (Um sölu þeirra sendi bresk markaðskönnun- arstofa, Frost and Sullivan, í árs- byrjun frá sér skýrslu.) Sala kældra rétta var 1989 mest á Frakklandi, 9 milljarðar dollara, og þá í Vestur- Þýskalandi, 8 milljarðar dollara. Á Bretlandi nam samanlögð sala frystra og kældra tilreiddra rétta 1988, ári fyrr, 6,6 milljörðum sterl- ingspunda. Selt magn þeirra 1985 er sýnt á eftirfarandi yfirliti. Neysla tilreiddra rétta, frystra og kældra, á Bretlandi 1985- 1988 %breyt- ing frá Þúsundir tonna 1985- 1985 1986 1987 1988 1988 Frystir tilreiddir 87,5 98,7 113,5 130,5 49 Kældir tilreiddir 27,3 33,0 39,8 46,6 71 Samtals 114,8 131,7 153,3 177,1 54 nú 5,1 milljón, fer lítið eitt lækk- andi. Brottflutningur fólks er um- fram náttúrulega fjölgun. (Brott fluttust 24.700 1988, 65% fleiri en 1987.) Á Skotlandi fara um 20% iðnfram- leiðslu fram í verksmiðjum í eigu útlendinga. Og forræði í stórum skoskum fyrirtækjum hefúr flust suður fyrir mörk Skotlands og Eng- lands eða úr landi, svo sem Ander- son Strathclyde, Distillers og Brito- il. Þannig keypti De La Rue 1987 fyrirtækið Fortronic sem leggur bönkum til rafeindabúnað. Norskt fyrirtæki, Kvaerner, eigandi Go- wan- skipasmíðastöðvarinnar, keypti í fyrra meirihluta í HLD, sem 1988-89 keypti Clark Kincaid, bátavélasmiðju, og Ferguson skipa- smíðastöðina af British Shipbuil- ders. Aftur á móti eiga sárafá skosk fyr- irtæki í uppkaupum og þá helst iðn- aðarsamsteypan Grampian Hold- ings og byggingarfélagið Lilley. Stígandi Níundi áratugurinn í viðauka við Financial Times 8. janúar 1990 er stutt yfírlit yfir viðskipti landa á mmilli á níunda áratugnum, „Hvers vegna var ní- undi áratugurinn svo hagstæður a.m.k. þróuðum löndum og van- þróuðum löndum með traustan út- flutning? ... árin frá 1979-82 mörkuðu tímamót. 1973 og 2979 voru ár olíukreppnanna tveggja, neikvæðra raunvaxta og „endur- beiningar" olíutekna til vanþró- aðra landa. Þau ár lýstu þróunar- löndin yfir tilkomu „hrávöruveldis“ og kröfðust heimssamninga um „nýja alþjóð- lega efnahagsskipan". Á niunda áratugnum hrundi ekki aðeins verð hrávara, heldur líka kröfur um efnahagslega endurskipulagn- ingu heims ásamt efnahag flestra landa, sem að þeim stóðu. Frá 1979 til 1982 féll raunvirði hrávara um 19%. Það var 1987 34% lægra en 1979. Raunvirði ol- íu var 1986 70% lægra en það var hæst 1980. Undran vekur þess vegna ekki að taumhald Volcker (í seðlabanka Bandaríkjanna) hélt verðbólgu í skefjum og að hag- vöxtur níunda áratugarins var við minnkandi verðbólgu og afturbata arðsemi í nær öllum iðnaðarlönd- um. Eins lítið undrunarefni er að svo mörg þróunarlönd sem út flytja hrávörur, olíulönd þeirra á meðal, hafa sigið niður í skulda- fen og litlum hagvexti náð á ára- tugnum.“ (Bls. II, 1. d.) Viðskipti Banda- ríkjanna og Japans Um hallaa Bandaríkjanna á við- skiptum við Japan verður banda- riskum kaupsýslumönnum og hagfræðingum tíðrætt, en Japanir Iíta hann öðrum augum. í grein Japan Times síðla árs 1989 ræddi Masaru Yoshitomi, forstöðumað- ur hagrannsóknadeildar Áætlun- arstofnunar ríkisins, að frá 1985 til miðs árs 1989 hafði að magni útfluttur japanskur varningur til Bandaríkjanna vaxið um 11%, en innfluttur frá Bandaríkjunum um 47% (og fullunnar iðnaðarvörur tvöfaldast). „Tilnefnanlegir þættir valda þessum umskiptum og þarfnast þeir vandlegrar athugun- ar. Þessir þættir eru nefnilega ná- lega 100% hækkun jens gagnvart dollar og árlegur 6% vöxtur eftir- spumar í Japan frá 1985 til 1988“. Um áhrif hækkunar jens segir hann: „Ef verðmæti útflutnings Bandaríkjanna til Japans vex ekki 2,5 sinnum hraðar en verðgildi innflutnings þeirra frá Japan verð- ur ekki vænst að úr hallanum dragi.“ I sama streng tók Kazuo Nukaza- we, framkvæmdastjóri japanska verslunarráðsins, í grein í tímarit- inu Chuo Koron: „Á þessum ár- um, frá 1985 til 1988, jókst inn- flutningur fúllunninna japanskra iðnaðarvara snarplega úr 40 millj- örðum dollara í 92 milljarða. Inn- flutningur Japans frá Bandaríkj- unum er að magni meiri en samanlagður innflutningur Vest- ur- Þýskalands, Frakklands og Italíu. Samt sem áður er fólks- fjöldi þessara landa og verg þjóð- arframleiðsla meiri en Japans." Fáfnir Að taka af skarið um skarnið Heimild: Financial Times 5. mars 1990. Skotland treður marvaða I umræðum á breska þinginu í árs- byrjun lagði talsmaður Verka- mannaflokksins, Donald Dewar, fram álitsgerð úr skosku þróunar- stofnuninni (Scottish Development Agency) á þá leið að frá miðjum sjötta áratugnum hafi verið viðvar- andi hlutfallsleg hnigr.un í skosku atvinnulífi í samanburði við fram- vindu annars staðar á Bretlandi og í Vestur-Evrópu. íbúatala Skotlands, Árlega falla til 2,5 milljarðar tonna af úrgangi og rusli í aðildarlöndum Efnahagsbandalags Evrópu (að frárennsli undanskildu). Og kemur 1 milljón tonna frá landbúnaði, um 150 milljónir tonna frá heimilum og um 50 milljónir tonna frá efna- iðnaði. „Aftur á móti getur (úr- gangur frá efnaiðnaði), jafnvel í litlum mæli, valdið fólki og öðram lífverum varanlegum skaða, — og áhrif þeirra eru til hins verra og alls ekki á reiðu. Um 5 milljónir iðnaðarefna eru í almennri notkun og sneflar af nálega öllum þeirra berast óhjákvæmilega út í um- hverfið frá iðnaðarstarfsemi eða við neyslu. — Brautryðjandi álits- gerð frá U.S. National Research Council snemma á níunda áratugn- um varpaði Ijósi á, hve fátt er vitað um áhrif þessara efna. I henni sagði, að ekki væri vitað um (hugs- anlegar) eiturverkanir 38% skor- dýraeyða, 56% snyrtingarefna, 46% bragðefna í matvælum og 78% iðnaðarefna." Svo sagði Fin- ancial Times frá 5. mars 1990. Á síðustu árum hefur efnaiðnaður í fremstu iðnaðarlöndum lagt sig meira fram en áður til að eyða úr- gangi og að vama því, að eiturefni berist út í umhverfið, — í andrúms- loft, jarðveg eða sjó. Til þess geng- ur nú 10-20% fjárfestingar i efna- iðnaði í Vestur-Evrópu, sem nam 23 milljörðum $ 1989. „Alex Krau- er, stjórnarformaður Ciba-Geigy, stóra svissneska efnahringsins, segir, að fyrir sakir vaxandi þrýst- ings frá umhverfissinnum muni vestur- evrópskur iðnaður verja um 25% fjárfestingar sinnar til meng- unarvama." En í löndum Vestur- Evrópu gera stjómvöld enn mis- miklar kröfur um mengunarvamir, strangar i Sviss, Hollandi og Vest- ur- Þýskalandi, vægar í Frakklandi, Bretlandi og Italíu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.