Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.07.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 j RÍKISS^IP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 SAMVINNUBANKINN j BYGGÐUMIANDSINS £ AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ 5UBARU A Ingvar | M | Helgason hf. Sævarhöföa 2 Sími 91-674000 . LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíminn ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1990 Mótmæli Norðurlanda vegna Douneray: ERU SVÍAR OG FINNAR AÐ SKERAST ÚR LEIK? Svíþjóð og Finnland hafa ekki farið að dæmi ann- arra Norðurtanda um að senda mótmæiabréf til bresku ríkisstjómarinnar vegna samninga um endurvinnslu á geislavirkum úrgangi í kjamorku- stöðinni í Douneray í Skotlandi, en slík endur- vinnsla er mikil ógnun við fiskveiðar í Norðurhöf- um. Að sögn Júlíusar Sólnes umhverfismálaráð- herra, samþykktu umhverfismálaráðherrar Norð- uríanda á fundi sínum nú í maí að senda Bretum sameiginleg mótmæli Norðurlandanna. Umhverfismálaráðherra sagði að á þessum fundi hefði tillaga hans um formleg mótmæli Norðurland- anna vegna Douneray verið sam- þykkt, og hefði danski umhverfis- málaráðherrann tekið að sér að semja slíkt mótmælabréf. Um- hverfismálaráðherramir fengu svo textann í sínar hendur í byrjun júní. Júlíus sagði að þegar á hólminn kom hefðu Svíar ekki viljað sam- þykkja textann og vildu draga úr orðalagi hans. „Á það gat danski ráðherrann ekki fallist og tók þá ákvörðun að ekki yrði um formleg mótmæli sameiginlega að ræða, en hvatti okkur til að mótmæla hvert i sínu lagi“, sagði Júlíus. Ráðherra sagði að Danir, Norð- menn, íslendingar og Færeyingar hefðu allir mótmælt þessu form- lega, en Svíar hefðu skorist úr leik og ekkert hefði heyrst hvað Finnar ætluðu að gera, en þeir hefðu líka verið tregir til að beita sér í þessu máli. Hann sagðist þó eiga von á greinargerð frá umhverfismálaráð- herra Svía á næstunni. Fyrirspurn í Hollandi vegna bréfa íslands og Færeyja Þá hafa Islendingar og Færeying- ar einnig sent rikisstjómum Spán- ar, Þýskalands og Hollands bréf þar sem þessar þjóðir era hvattar til að rifta samningum sínum við kjamorkustöðina í Douneray um endurvinnslu á geislavirkum úr- gangi. Einu viðbrögðin sem umhverfis- málaráðherra vissi um sem tengj- ast þessum bréfaskrifúm vora þau að komin er fyrirspum í hollenska þinginu til umhverfismálaráðherra þar vegna samnings þeirra við Do- uneray, og að þessari fyrirspum yrði svarað í þessari viku. Hann sagðist þó hvorki hafa heyrt frá Spánveijum né Þjóðverjum, en hann myndi spyrja þá persónulega að þessu nú um mánaðarmótin, en þá verður haldinn undirbúnings- fúndur umhverfismálaráðherra vegna ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna i Brasilíu. Bandaríkjamenn banna, Bretar byrja aftur í fféttatilkynningu frá NENIG (Northem European Nuclear In- formation Group), upplýsinga- hóps um kjamorkumál í Norður- Evrópu, er sagt frá því að Banda- ríkin hafa nú bannað slíka endur- vinnslu geislavirks efnis, eins og nú á að fara á fram í Douneray, vegna umhverfisástæðna. Einnig segir í fréttatilkynningunni að engin nauðsyn sé fyrir endur-^ vinnslu þessara efna, nema sú að losna við þau úr heimalöndum þeirra. Júlíus sagði að upp úr 1970 hefði verið bannað að taka við slíkum efnum til endurvinnslu í Doun- eray, en þá hafi opnast leið til Bandarikjanna í staðinn þar sem úrgangur var fluttur til endur- vinnslustöðvar rétt hjá Seattle í Bandaríkjunum. „Nú hefúr dæminu verið snúið við, nú era Bandaríkjamenn að loka á endurvinnslu en Douneray að opna fyrir hana aftur“, sagði Júlíus. Júlíus sagði að Bretar hafi borið af sér blak þannig að þeir hafi sagt að þessir samningar sem þeir hafa gert við Spán, Þýskaland og Hol- land, væri einungis við tilrauna- og vísindastöðvar, en ekki kjam- orkuver sem væra í rekstri á við- skiptalegum grandvelli, en hann vissi ekki hvað það táknaði í raun. Júlíus sagði að stöðin í Douneray hefði verið rekin sem tilraunastöð með fjárframlögum ffá breska rík- inu, en nú væri það vilji bresku ríkisstjómarinnar að stöðin fái að standa á eigin fótum og afla sér tekna. „Þá verða þessir samningar tor- tryggilegir í því tilliti að verið sé að sækjast eftir úrgangi til endur- vinnslu sem síðan væri hægt að selja áfram“. Júlíusi var boðið að skoða kjam- orkustöðina í Douneray, og mun hann gera það í lok júli. „Þeir hafa boðist til að sýna mér stöðina, og skýra út starfsemina og hvað þama fer fram. Mér finnst það gott af að fá tækifæri til þess af eigin raun að sjá hvað er að ger- ast þama“, sagði Júlíus. —so Vinningstölur laugardaginn 14. júlí '90 VINNINGAR FJÖLDI . VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 4.897.374 2. 4aÍ5^Sf 7 70.996 3. 4af5 127 6.750 4. 3af 5 4.751 421 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.251.767 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Smáflugvél brotlendir fyrir norðan: Mannskaði í Ásbyrgi Lftil flugvél með tveimur mönn- um innanborös hrapaði í Ásbyrgi laust fýrír klukkan fimm í gær, er hún rakst á raflínu sem liggur að eystri bakka byrgisins og niður að þjónustumiðstöðinni þar. Annar mannanna mun hafa látist sam- stundis og hinn var mikið slasað- ur, að sögn lögreglunnar á Húsa- vík. Landhelgisgæslunni var tilkynnt um slysið kl. 16:52, og fór þyrla hennar með lækni á slysstaðinn innan hálf- tíma ffá því að tilkynningin barst, og var hinn slasaði á leið til Reykjavíkur þegar blaðamaður ræddi við tals- mann gæslunnar í gær. Þá sagði tals- maður lögreglunnar í Húsavík að menn ffá þeim væra staddir í Ásbyrgi og ynnu að rannsókn slyssins, auk þess sem loftferðaeftirlitið væri væntanlegt á staðinn. í fféttum ríkisútvarpsins í gær var greint ffá því að þrjár bandarískar hjúkranarkonur sem vora í hópi ferðamanna í Ásbyrgi þegar slysið varð tóku að sér stjóm björgunarað- gerða þar til önnur hjálp barst. Að sögn Benedikts Björgvinssonar ráðunautar í Ási, sem er í um 40 km fjarlægð ffá Ásbyrgi, var skyggni ágætt síðdegis í gær. —hs/só 15 ára garnall strákur stai bíl snemma á laugardagsmorgun í Mosfellsbæ. Hann var á kið til Reykjavíkur frá Mosfellsbæ og veitti lögreglan honum athvgli þar sem drengurínn fór eftir Vestur- landsvegi á ofsahraða. Hann neitaði hins vegar að stoppa þegar lögregl- an gaf honum merki um stikt held- ur gaffrekar L Lögrcglan tókst hins vegar að stöðva drenginn með því að aka utan í bflinn sem hann ók á. Þá ók öivaður maður fyrr um kvöldið útaf Vesturlandsvegi viö Mosfellsbæ og hafnaði í skurði. Á myndinni hér að ofan sjáum við hvar lögregian er að fjarlægja bfl- inn. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.