Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 2
2 'Tímíriri I Miðvikudagur 18. júlí 199Ö Reikniaðferðir Kjararannsóknanefndar á meðalvinnutíma gefa ranga niðurstöðu: íslendingar ekki eins vinnu- samir og talið hefur verið? Að sögn Gylfa Ambjömssonar í Kjararannsókna- nefnd eru íslendingar ekki jafnmiklir vinnuþjarkar og af er látið. Hingað til virðist íslenska þjóðin hafa boríð höfuð og herðar yfir grannþjóðir sínar hvað eljusemi varðar en ástæðuna er að finna í mismunandi út- reikningum á meðal vinnutíma. „Það hefur hingað til verið notuð ákveðin skilgreining til að finna út meðal annars hvað fullvinnandi fólk þénar. Þá er aðeins tekið mið af þeim sem vinna fullt starf og aukavinnu. Þessi skilgreining var, þegar hún var tekin í notkun, ekki til þess ætluð að bera saman vinnustundafjölda en hefur engu að síður verið notuð í þeim tilgangi. Erlendis er hins vegar tekið meðaltal af vinnu án tillits til stærðar stöðugildis," sagði Gylfi. Þá eru lagðar saman vinnustundir bæði þeirra í fullu- og hlutastarfi og síðan deilt með fjölda. „Þetta hefur skapað mismun og nú er verið að vinna upp aðrar aðferðir til að gera þessa útreikninga sam- bærilega við okkar nágrannaþjóðir." Mismimurinn mun geta numið meira en tíu vinnustundum. „Við komum til með að nota gögn sem safnað hefur verið saman í rnn áratug og vinna upp aðrar skilgreiningar. Við erum ekki ennþá komin með endanlegar niðurstöður en sjáum samt að þama er um töluverðan mun að ræða. Ef við til að mynda tökum sem dæmi meðalvinnutíma kvenna hér á landi þá er talið að hann sé um 42 stundir. Meðalvinnutími kvenna í Skandinavíu er hins vegar aðeins um 30 stundir á viku. Mjög stór hluti kvenfólks er í hálfu starfi og það hef- ur auðvitað áhrif á niðurstöður. Sé tekið tillit til þeirra í hálfu starfi þá fer vinnutími íslensks kvenfólks nið- ur fyrir þijátíu stundir," sagði Gylfi. jkb Kjararannsóknarnefnd: Hversu réttir eru útreikningarnir? Vegna fréttar f Tímanum í gær um útrefknlnga Kjararannsókn- arnefndar vill Tíminn taka fram eftirfarandi. í fréttabréfi Kjara- rannsóknarnefndar segir frá kðnnun á kjörum nokkurra starfsstétta. í könnuninni eru borin saman laun á timabilinu 1. janúar- 30. apríi 1989 við sama timabil áriö eftir. Könnunin sýnir að kaupmáttur hefur drcgist saman um 10%. Mjög margir launþegar viröast hafa skilið nið- urstöður nefndarinnar á þann veg að kaupmáttur hafi rýrnað um 10% síðustu mánuðina. Verkalýðsforingjar og aðrir þeir sem eru í góöum tengslum við launþega þessa lands geta borið vitni um það. í fréttabréfi Kjararannsóknar- nefndar er ekki gerð nein tilraun til að benda á þá staðreynd að kaupmáttur hefur ekki rýrnað eftir að kjarasamningarnir voru gerðir 1. febrúar siðastliðinn. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, segir í umræddri frétt að upplýsinga- streymi til Kjararannsóknar- nefndar sé mjög óáreíðanlegt. Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Tímann i gær að nefndin heföi ekki aðgang að eins mikium upplýsingum og æskilegt væri, og að það hefði áhrif á niðurstöðurnar. Gylfi Ar- inbjörnsson hjá Kjararannsókn- arncfnd tekur undir þetta í frétt- inni, Timlnn telur því eins og Guðmundur J. að niðurstöður nefndarinnar séu hæpnar, ef ekki beinlínis rangar. Fréttastjöri. Athugasemd Þórarinn V. Þórarinsson, fram- isstjórnin ætlar að halda fast við kvæmdastjóri VSÍ, hafði samband þær skattahækkanir sem fetast í að við Tímann og sagði að rangt hefði halda jöfnunargjaidi á iðnaðarvör- verið haft eftir sér í Timanum i ur út árið.“ Fyrr í greininni er haft gær, en þar er haft eftir honum „að eftir Þórarni „að væntanlegar að- fari verðlag yfir rauðu strikin í gerðir ríkisstjómarinnar séu ekki haust, verði launahækkun scm nægilegar til að halda verðlagi fyr- skrifast muni á reikning ríkJsins.“ ir neðan „rauð strik“ í haust.“ Það er rétt hjá Þórarni að þetta Tíminn telur þvi að ekki sé óeðli- sagði hann ekld orðrétt Hins vegar legt að orð Þórarins séu túlkuð sagði hann orðrétt í fréttinni: „Mitt með þeim hætti sem gert var á for- mat er það að þetta (markmið í síðu Tímans í gær. launamálum) náist ekki, ef að rík- Fréttastjóri. Þaö gustaði heldur betur um landsmótsgesti í Mosfellsbæ og eins og sjá má fór ekki mikið fyrír þessum tjöld- um eftir að mesta veðríð var um garð gengið. Tímamynd Pjetur. Landsmóti UMFÍ lauk um helgina: Nokkur lands- mótsmet fuku „Þetta mót tókst mjög vel þrátt fýrir erfið veðurskilyrði á köflurn," sagði Ómar Harðarson, annar framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ, sem haldið var um helgina í Mosfellsbæ. Ómar taldi að gestir hafi verið næni tíu þúsund, sem er minni fjöldi en búist var við og er slæmu veðri einkum kennt um. „Við bjuggumst við venjulegri sunn- lenskri súld, en við áttum ekki von á þessu veðri á fostudag né laugardag. Það má segja að veðrið á laugardegin- um hafi verið afleitt og erfitt til keppni, rok og rigning.“ Ómar sagði að þrátt fyrir veðrið hafi ekki þurft að fresta mörgum dagskrárliðum, aðeins sigl- ingum á föstudegi og einni grein á laugardegi. Á lokadegi mótsins var Siglufjarðarskarð: Kókumboðið Eins og vest- firskur vegur auglýSt Á SÍglÓ? Enn er unnið að því að ryðja Siglu- fjarðarskarð, og að sögn Guðmundar Davíðssonar kaupmanns er farið að styttast í að það verði opnað fyrir umferð. Strákagöngum, sem eru aðalum- ferðaræð Siglfirðinga, verður lokað vegna viðgerða, og er ætlunin að Siglufjarðarskarð taki að einhveiju leyti við hlutverki ganganna. Guðmundur sagði að skarðið væri fært fólksbílum ef varlega væri farið, þetta væri bara eins og slæmur fjallavegur fyrir vestan, —gó Á fundi sem sölustjóri Vífilfells hf. átti með Siglfirðingum í þessari viku var gefið í skyn að staða kókumboðs- manns á Siglufirði yrði auglýst laus til umsóknar, að sögn Guðmundar Davíðssonar kaupmanns. Guðmundur sagði að efnt hefði ver- ið til fundar, og héldu Siglfirðingar að Vífilfellsmenn hefðu eitthvað nýtt fram að færa. ,Jin svo var ekki, þeir virtust bara ætla að útskýra sitt mál betur,“ sagði hann. Guðmundur sagði að í lok fundarins hafi Bæring Ólafsson sölustjóri Vif- ilfells hins vegar gefið í skyn, eða hálfvegis lofað að auglýsa stöðu um- boðsmanns á Siglufirði lausa. „En meðan ekkert gerist þá er óbreytt ástand. Við kaupum ekki af þeim. Það besta í þessu er að bæjar- búar standa á bak við þetta. Það eru nokkrar búðir sem eiga smávegis eft- ir af kók, og það selst bara ekki,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að þeir teldu að ekki yrði hægt að þjóna þeim á viðunandi hátt ef umboðið yrði tekið af Sigl- firðingum, og þetta væri bara spam- aður íyrir þá. „Svo það að við erum að missa úr bænum bæði flutninga og dreifingu, eitt starf sem jafhgildir um 50 störf- um í Reykjavík," sagði Guðmundur. Ekki náðist í forráðamenn Vífilfells í gær. —só komið skaplegt veður og var mótinu slitið aðeins hálftíma á eftir áætlun. „Þetta mót tókst mjög vel, sem sýnir að hægt er að halda landsmót UMFÍ í grennd við höfuðborgarsvæðið, sem sumir hafa verið hræddir við. Þá má benda á að aðstasður til að halda slikt stórmót eru mjög góðar á Varmárvelli í Mosfellsbæ og þrátt fyrir erfið veður- skilyrði náði íþróttafólkið betri árangri en náðst hefur áður á landsmótum," sagði Ómar. Hann sagði að ekki hafi verið slegin nein Islandsmet, en mörg landsmótsmet hafi fokið. Hafsteinn Pálsson, formaður Ung- mennasambands Kjalamesþings, sem var framkvæmdaaðili mótsins, sagðist ánægður með mótið. „Við hefðum gjaman viljað sjá fleiri gesti á mótinu, en þrátt fyrir að ekki komu eins margir og við áttum von á, finnst okkur vel hafa tekist til. Þetta er eftirminnilegt mót að þvi leyti að þetta er í fyrsta skipti sem landsmót er haldið við jafri- góðar aðstæður og hér í Mosfellsbæ.“ Vel tókst til með dansleiki og skemmtanir að kvöldi mótsdaganna og aðsókn var eftir atvikum góð. Slæmt veður setti mark sitt á allt mótshaldið á köflum og tjaldbúar áttu sumir hveijir í basli með að halda tjöldum sínum niðri. Allt fór þó vel að lokum og íþróttamenn eru nú flestir komnir heim til sín eftir eftirminnilegt landsmót. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.