Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. júlí 1990 Tíminn 5 Tapaðar viðskiptakröfur nær 50.000 kr. á hverja meðalfjölskyldu 1989: VERDA INNHEIMTAR í HÆRRA VÖRUVERÐI Koma gjaldþrot fyrírtækja í fýrra og á þessu árí til með að kosta íslensku meðalfjölskylduna í kríngum 100.000 kr. í hækkun vöruverðs? Samkvæmt könnun Verslunarráðs íslands er reikn- að með að um 3.000 milljónir kr. af viðskiptakröfum hafi tapast í íslensku viðskiptalífi á síðasta árí, hlutfallslega mest í verslun- inni. En á hverjum lendir þetta milljarðatap svo endanlega? „Þetta kemur að sumu leyti í veg fýrír vöxt á eigin fé fýrírtækja, þegar allur hagnaður þeirra fer í að fjármagna þetta tap. En síð- an kemur þetta auðvitað á endanum fram í hærra vöruverði", sagði Vilhjálmur Egilsson firamkvæmdastjóri Verslunarráðs. Þannig að landsmenn deila þessu á milli sín að lokum og tapa þannig allir á þessu? „Já, á endanum gera menn það“. Og heldur þetta kannski áfram? „í fyrra var talið að gjaldþrotum mundi fækka eitthvað á þessu ári — þ.e. að versta ástandið væri að líða hjá. En til þessa verður ekki séð að þetta sé neitt í rénun, því miður. Það virðist ennþá fjöldi fyrirtækja sem ekki virðast ná sér út úr skuldum", sagði Viljálmur. Eins og ráða má af orðum Vilhjálms eru gjaldþrot fyrirtækja ekkert einka- mál eigenda þeirra. Þessar 3.000 milljóna króna töpuðu viðskiptakröf- ur á síðasta ári svara til um 47.500 kr. tapkröfu á hveija fjögurra manna fjölskyldu að meðaltali. Og fæst bendir til að tapið verði minna á þessu ári. Gjaldþrot þessara tveggja ára gætu þannig á endanum kostað hveija meðalfjölskyldu í kringum 100 þús. kr., sem sóttar verða i vasa þeirra með hækkuðu vöruverði — og hækkun vöruverðs þýðir aukna verð- bólgu. Verslunarráðið byggir áætlun sína á könnun á afkomu 97 fyrirtækja í verslun, framleiðslu og þjónustu á árinu 1989. Þessi fyrirtæki töpuðu viðskiptakröfum upp á rúmlega 370 milljónir króna á árinu. Athygli vakti að í öllum þessum þrem atvinnu- greinum námu tapaðar viðskipta- kröfur stærri upphæðum heldur en sömu fyrirtæki höfðu í hagnað eftir skatta, sem var samtals 257 millj.kr. hjá þessum 97 fyrirtækjum. Afskrifaðar viðskiptakröfúr voru 0,75% af veltu verslana, 0,65% af veltu þjónustufyrirtækja og 0,42% af veltu ffamleiðslufyrirtækjanna. Mið- að við hlutfall af heildarveltu þessara atvinnugreina í landinu verður niður- staðan um 3 milljarða tap í heild, sem fyrr segir. Meginniðurstaðan í afkomukönnun Verslunarráðsins var sú, að afkoma fyrirtækja hafi verið heldur skárri ár- ið 1989 heldur en árið 1988 i flestum greinum nema þjónustu, þar sem af- koman versnaði milli þessara ára. Engin atvinnugrein er þó sögð hafa skilað umtalsverðri ávöxtun á eigin fé eftir skatt. Ávöxtun var undir 3% í öllum greinum öðrum en tryggingum og lánastarfsemi og allt niður i 0,75% í þjónustugreirium. Framlegð til greiðslu afskrifta og vaxta i hlutfalli af veltu var um 4,2% hjá framleiðslufyrirtækjum, um 5,8% í verslun og 6,2% í þjónustu. F.iginfjárhlutfall var um 20% í ffam- leiðslufyrirtækjum og rúmlega 41% í verslun og breyttist lítið milli ára. Hins vegar minnkaði það úr rúmlega 40% niður í rúm 34% í þjónustu- greinum. - HEI Aukning varö í sölu á neftóbaki fýrstu sex mánuði ársins. Ekki er ólíklegt að Guðmundur J. Guðmundsson eigi þar einhvem hlut að máli, en varia Kristín Halldórsdóttir. Sölutölur ÁTVR fyrstu sex mánuði þessa árs: Minna drukkið og minna reykt í ár Samkvæmt sölutölum ÁTVR fýr- ir fyrstu sex mánuði þessa árs varð samdráttur á sölu áfengis og tóbaks miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn á sölu tób- aks var þó minni en menn höfðu búistvið. Heildarsala áfengis, bjór meðtalinn, nam 4.257.093 lítrum á árinu, eða 465.845 alkóhóllítrum. Sambærileg- ar tölur ffá árinu 1989 eru 4.443.266 lítrar eða 498.410 alkóhóllítrar. Sam- dráttur milli ára er því 4.19% í lítrum talið en 6.53% í alkóhóllítrum. Að sögn Höskuldar Jónssonar, for- stjóra ÁTVR, á þetta sér eðlilegar skýringar. „Áfengissala var óeðlileg á fyrstu sex mánuðum ársins sem leið, það var náttúrulega bjórinn, sem kom fyrsta mars, sem setti strik þar í reikninginn. Við höldum því ffarn að þá hafi ekki verið einungis um neyslu að ræða heldur hafi farið svo og svo mikið magn til þess að fylla i pípur veitingahúsa og í kæla og ísskápa í heimahúsum. Og það gerist bara einu sinni. Þannig að það væri næsta óeðlilegt ef ekki væri samdráttur nú“, segir Höskuldur. Höskuldur segir samdrátt í sölu ann- arra áfengistegunda eiga sér þá skýr- ingu að bjórinn var ekki til staðar fyrstu tvo mánuði ársins og því var keypt meira í fyrra af öðrum vínteg- undum. Samdráttur hefúr orðið í næstum öllum vöruflokkum sem ÁTVR býður upp á. Mestur var sam- drátturinn í þeim vöruflokkum sem hér fara á eftir: Magn Alk.ltr Ýmsar tegundir...27.09% 31.64% Brennivín........13.83% 13.82% Sérrí...................12.24% 12.84% „Aperítífar“.....11.66% 12.12% Rósavín.................11.33% 11.86% Sem fyrr er bjór mest keyptur af ís- lendingum. Af honum seldust 3.126.586 lítrar, en það er þó sam- dráttur um 3.14%. Vinsælustu vöru- tegundir ÁTVR fyrir utan bjór voru sem hér segir i lítrum (tölur inn í sviga tákna breytingu frá 1989): Vodka........293.592 (- 7.61%) Rauðvín......197.624 (-2.27%) Hvítvín......154.379 (-7.57%) Brennivín....92.844 (- 13.83%) Viskí........60.635 (-8.25%) Gin4..........7.743 (- 6.88%) Líkjör.......47.273 (- 9.62%) Kampavín.....41.172 (+3.86%) Sérrí........33.349 (- 12.24%) Bjór og vodka gnæfa hátt yfir aðrar vörutegundir ef einungis er litið á sölu á alkóhóli. í bjómum svolgraði landinn í sig 160.479 lítra af alkó- hóli, sem er samdráttur um 4.40%, og í vodka var um að ræða 117.437 lítra af alkóhóli, sem er samdráttur um 7.61%. Af þeim vörutegundum sem nefnd- ar em í söluskýrslu ÁTVR var aðeins aukning í sölu fjögurra þeirra. Þ.e. Bitterum (+34.59%), Rom Punch (+31.72%), Kampavíni (+3.86%) og Rommi (+0.94%). Samdráttur varð einnig í sölu á flest- um vörategundum af tóbaki, en að sögn Höskuldar er sá samdráttur minni en menn bjuggust við. T.d. hefur samdráttur í sölu á sígarettum verið rúmlega 2% undanfarin ár, en er nú 1.54%. Þá er athyglisvert að aukning varð í sölu á neftóbaki úr 5.803 kg. í 5.888 kg. eða um 1.46%. Mestur varð sam- drátturinn í sölu á munntóbaki eða 33.33%, úr 24 kg. i 16 kg. Þá minnk- aði sala á píputóbaki um 1.85% og á vindlum um 2.78%. Af þeim vora seldir 6.341.650 stykki. GS. Aðalfundur Arnarflugs Rekstrargjöld Amarflugs á árinu 1989 vora rúmum 154 milljónum hærri en rekstrartekjur fyrirtækisins. Önnur ástæða sem gefin er fyrir miklu tapi Amarflugs á síðastliðnu ári, samtals tæpum 173,4 milljónum, er sú að enn sem komið er hefúr upp- gjör á söluhagnaði vegna sölu rikis- sjóðs á vél félagsins ekki farið fram. En samkvæmt samningi við Ríkis- ábyrgðasjóð var ráð fyrir því gert, að hagnaði yrði varið til greiðslu skulda með ábyrgð ríkissjóðs. Þá hefúr fyrirhuguð niðurfelling eða umbreyting í víkjandi lán á 150 millj. kr. af skuldum Amarflugs við ríkis- sjóð, ekki komið til ffamkvæmda. En ríkisstjómin lýsti sig í mars 1989, með fyrirvara um samþykki Alþing- is, reiðubúna að beita sér fyrir fram- gangi málsins. Segir í ársskýrslu Amarflugs, sem lögð var fram á aðal- fundi í gær, að töf á frágangi þessara atriða hafi haft í för með sér veraleg- an kostnað umfram áætlun. Sömuleiðis kemur ffam í skýrslunni að eigið fé félagsins hafi í árslok ver- ið neikvætt um 678,8 millj. kr. og heildarfjárhæð skammtímaskulda 721,2 millj. kr. hærri en samanlagðir fjármunir heildarveltu. Tekið er ffam að réttmæti gefmna forsenda við endurskoðun ársreikn- inga sé háð rekstrarafkomu félagsins í framtíðinni, lántökumöguleikum og möguleikum Amarflugs til að bæta eiginfjárstöðu sína. jkb Erlingur Davíðsson fyrrverandi rit- stjóri látinn Erlingur Daviðsson, fyrrver- andi ritstjóri Dags á Akureyri, lést í gær 78 ára að aldri, Hann var fæddur og uppalinn á Stóru- Hámundarstöðum á Árskógs- strönd, sonur Davíðs hreppstjóra Sigurðssonar og konu hans Mar- íu Jónsdóttur. Erlingur var lærð- ur garðyrkjumaður og stundaði það starf framan af ævi, en gerð- ist starfsmaður Ðags 1950 og rit- stjóri blaðsins 1955. Ritstjóra- starfi gegndi hann ta ársins 1979 við góðan orðstír, enda efldist blaðið í hans tið og bar merki hans, ekki síst um gott málfar sem Erlingi var eðlilegt. Erlingur var afkastamikill rit- höfundur og ekki síst víðkunnur fyrir ritsafnið Aldnir hafa oröið sem komið hefur ut í mörgum bindum. Um skeið var hann rit- Stjórí timarltsins Súlna og ritaði ýmislegt í það rit Erlingur var fréttarítari Timans á Akureyri í mörg ár og skrifaði auk þess ýms- ar greinar og frásagnir í blaðið. Eftirlifandi eiginkona hans er Katrín Kristjánsdóttir frá Eyvik á Tjörnesi. Tíminn sendir henni og sonum þeirra samúðarkvcðju um leið og minnst er góðra starfa hans fyrir blaðið sem ástæða er til að þakka sérstaklega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.