Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.07.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 18. júlí 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Ávarp heilbrigðis- og tryggingaráðherra Guðmundar Bjarnasonar við setningu 20. Landsmóts U.M.F.Í. Heilbrigt líf er mikilvægast „íslandi allt“, kveðjan sem fyrstu félagamir í ungmennafélagshreyf- ingunni tileinkuðu sér, fól í sér þann anda sem rikti á upphafsárum hreyfingarinnar og kvað á um til- gang og hlutverk hennar. Hún var með sér kraftinn og baráttuviljann sem bjó í æsku landsins um síðustu aldamót, gömlu ungmennafélags- kynslóðinni, sem átti sinn stóra þátt í því að gera ísland að fijálsu og fullvalda ríki. Ætíð síðan, í u.þ.b. heila öld, hefur þessi sami andi svifið yfir vötnunum og mótað starfsemi þessara samtaka. Undir kjörorðinu „Ræktun lýðs og lands“ hefur Ungmennafélag ís- lands síðan unnið að vexti og við- gangi lands og þjóðar og lagt áherslu á að þroska og þjálfa hið já- kvæða og góða i fari hvers einstak- lings til að gera hann að virkum, ábyrgum og dugandi þjóðfélags- þegni. Ungmennafélagshreyfingin er blönduð hreyfing með fjölþætta starfsemi og margvísleg viðfangs- efhi þar sem fjöldaþátttaka er höfð að leiðarljósi. Þótt íþróttir beri e.t.v. hæst eru margvísleg félags-, menningar- og umhverfismál einnig verulegur hluti af starfsemi samtakanna. Landsmót U.M.F.Í. skipa ákveð- inn sess í hugum landsmanna allra og eru áreiðanlega eftirminnileg öllum þátttakendum, bæði kepp- endum og gestum, enda hápunktur starfsins og einhveijar viðamestu samkomu sinnar tegundar, bæði hvað fjölbreytni og skipulag varðar. Landsmótin hafa einnig orðið mik- ilvæg hvatning þeim byggðalögum og héruðum þar sem þau hafa verið haldin, til að byggja upp glæsileg mannvirki til íþrótta- og tóm- stundaiðkana. A það ekki síst við hér í Mosfellsbæ þar sem byggt hefur verið af stórhug og myndar- brag. Arið 1946 fór ég í fyrsta sinn á landsmót, sem þá var haldið að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, þá að vísu aðeins 2ja ára. Síðan hef ég verið gestur á mörgum landsmótum og fylgst með hinu mikilvæga starfi U.M.F.I. — einkum þó undanfarin tvö ár vegna samstarfsverkefhis Ungmennafelags íslands, íþrótta- sambands íslands og Æskulýðsráðs rikisins við heilbrigðisyfirvöld um „Heilbrigða lífshætti æskufólks". Fyrir þessa samvinnu vil ég þakka sérstaklega, enda hefur hún verið bæði ánægjuleg og áhugaverð. Við- fangsefnið hefur verið forvamar- starf eða heilsuhvatning með það að markmiði að vekja einstaklinginn til vitundar um ábyrgð á eigin heilsu og hvað hann getur haft mik- il áhrif á líðan sína i nútíð og fram- tíð með daglegri breytni. Ég tel þetta verkefhi, þessa heilsu- hvatningu, falla vel að stefhu og hugsjónum ungmennafélagshreyf- ingarinnar og er það undirstrikað á margvíslegan hátt á landsmóti þessu, m.a. með útgáfu veggspjalda með svohljóðandi ábendingum: „Betra líf — með hollri hreyfingu, betra líf — með hollum mat, betra líf — án reykinga, betra líf — án áfengis. Á hveijum degi þarft þú bæði að velja og hafha. Miklu máli skiptir hvað þú velur því að hver ákvörðun getur haft áhrif á það hvemig líf þitt verður. Heilbrigt líf er það mikilvægasta sem þú getur valið þér, þín vegna og þeirra sem þú umgengst.“ Þessi hvatningarorð minna okkur einnig á hversu veigamiklu hlut- verki hið öfluga félagsstarf ung- menna- og íþróttahreyfinganna í landinu gegnir sem hollur og heil- brigður starfsvettvangur til að forða Keppendur í einu af mörgum landsmótshlaupum. Tímamynd Pjetur æskunni ffá því að lenda á glapstig- um fíkniefna og eiturlyfja. Nýlegar athuganir á íþróttaiðkun og heilsu- fari ungmenna, sem ífamkvæmdar hafa verið að ffumkvæði heilbrigð- isráðuneytisins og skólayfirlæknis í samvinnu við Háskóla íslands, sýna að íþróttaiðkun, hreysti og vellíðan fara saman. íþróttaiðkun unglinga virðist hafa mjög jákvæð áhrif á lifnaðarhætti og heilsu þeirra. Nið- urstöður þessara athugana sýna að áfengisnotkun og reykingar em fá- tíðari meðal þeirra unglinga sem stunda íþróttir. Auk þess kvarta íþróttaiðkendur síður undan þreytu og sálrænni vanlíðan á borð við kvíða og þunglyndi og telja sig al- mennt heilsuhraustari en jafnaldrar þeirra sem ekki era virkir þátttak- endur í íþróttum. Starf ungmenna- félagsins hefur því mikilvægt upp- eldislegt gildi. Ég vil leyfa mér að taka undir með forseta íslands í viðtali við Skin- faxa er hún segir: „Stórkostlegasta fjárfesting þjóðfélagsins er að fjár- festa í æsku landsins. Við geram það með menntun, ffæðslu, ræktun og síðast en ekki síst með kær- leika.“ Ég vænti þess að þetta 20. lands- mót U.M.F.Í. fari ffam í sönnum ungmennafélagsanda og óska ung- mennafélagshreyfingunni ham- ingju og heilla i sínu mikilvæga starfi við „ræktun lýðs og lands“. Guömundur Bjamason heil brigðisráöherra. Elva Björg Pálsdóttir, Þingeyri: Jóni Sigurðssyni mega íslendingar aldrei gleyma Jón Sigurðsson var fæddur á Hrafnseyri við Amarfjörð 17. júní árið 1811. Foreldrar hans vora þau Þórdís Jónsdóttir ffá Holti í Önund- arfirði og sér Sigurður Jónsson, prestur á Hrafhseyri. Jón eyddi flestum æskuárum sínum á Hraíhs- eyri þar sem sér Sigurður kenndi syni sínum til stúdentsprófs. Náms- greinamar vora: Latina, latneskur stíll, griska, danska, danskur stíll, íslenskur stíll, hebreska, biblíu- ffæði, trúarbragðaffæði, saga, landaffæði og algebra. Jón stóð sig vel við lærdóminn og var mjög áhugasamur nemandi. Snemma á unglingsáram tók Jón að sér að gera almanök fyrir sveitunga sína. Árið 1829 var Jón orðinn fullnuma og var því sendur til Reykjavíkur til þess að taka stúdentspróf. Dóm- kirkjupresturinn í Reykjavík próf- aði Jón og útskrifaði hann með af- burðalofi. Eftir stúdentspróf vann Jón um stund hjá Steingrími Jóns- syni biskupi og notaði Jón sér mjög bókasafnið sem biskup átti sér til ffæðslu. Jón sigldi til Kaupmannahafnar ár- ið 1833 og ætlaði sér að læra mál- ffæði og sögu við háskólann þar en þar sem áhugamál hans urðu mjög tímaff ek var minna úr námi og sneri Jón sér þá alfarið að áhugamálun- umj sem vora rannsóknir, hagffæði og stjómmál. Á Reykjavíkuráran- um bjó Jón hjá foðurbróður sínum, Einari Jónssyni, en hús hans stóð þar sem nú er svokallað „Hallæris- plan“. Kynntist Jón þar heimasæt- unni, Ingibjörgu Einarsdóttir, og bundust þau heitum áður en Jón sigldi út. Þau giftust síðan 4. sept- emberárið 1845. Á þessum áram jukust afskipti Jóns af stjómmálum til mikilla muna og beitti hann sér fyrir stofn- un nýs blaðs ásamt fleiri Islending- um í Kaupmannahöfh. Hlaut það nafnið Ný felagsrit og leit það dags- ins ljós árið 1841. Arið 1844 var Jón kosinn á þing fyrir Isafjarðar- sýslu og hlaut hann 50 atkvæði af 52 alls. Jón barðist fyrir því að þingstaðurinn yrði í Reykjavík, en meirihluti þjóðarinnar mun hafa hallast að Þingvöllum, hinum foma þingstað. Jón Sigurðsson var ffam- sýnn í þessu eins og fleira. Jón barðist einnig fyrir kosningarétti kvenna og fengu þær hann árið 1915. Svokallaður þjóðfundur var hald- inn i sal Menntaskólans í Reykjavík 1851. Var þar heiftarriffildi sem snerist aðallega um nýja stjómar- skrá handa íslendingum, en Trampe greifa, sem stjómaði fundinum, leist ekki á blikuna því hann taldi að konungur Dana vildi hafa ísland í greipum sér. Þegar Trampe greifi sleit snögglega fundinum, stóðu þjóðfundarfulltrúar íslendinga upp, undir forystu Jóns Sigurðssonar, og sögðu flestir einu hljóði: „Vér mót- mælum allir.“ Urðu þetta endalok fundarins, enda hafði Trampe greifi danskan herflokk við höndina sér til trausts og halds. Á þessum áram var mikið að ger- ast og er skemmst ffá því að segja að verslun við Island var gefin fijáls öllum þjóðum 1. apríl 1855, en þetta var eitt af aðalbaráttumálum Jóns Sigurðssonar. Lengi hafði Jón haft áhuga á land- búnaði og hvatti hann landa sína óspart til að efla þessa grein, svo og fiskveiðar og iðnað. Jón hjálpaði fólki mikið, t.d. útvegaði hann mönnum skólavist og aðstoðaði þá fjárhagslega og var stunduð bú- ffæði og ýmsar aðrar námsgreinar Jón Sigurösson. af áhuga. Eitt mál sem olli miklum deilum hér snerti einmitt landbúnaðinn. Það var fjárkláðinn mikli árið 1855. Fjárkláðinn barst með enskum kyn- bótahrútum á þessum áram, sýkin barst fljótt út og drap sauðfé unn- vörpum. Fjárkláði hafði áður borist til landsins og þá verið útrýmt með niðurskurði. Vildu nú ýmsir fara nýja leið og Iækna kláðann með böðun. Jón Sigurðsson og danska stjómin fylgdu nýju stefnunni, því þeir töldu að niðurskurður hins sýkta fjár yrði til stórtjóns, en Al- þingi mælti með niðurskurði þrátt fyrir andmæli Jóns. En Jón fékk fjármuni til lækninga og baðaði, ásamt dönskum yfirdýralækni, allt fé í Sunnlendingafjórðungi sumarið 1859 og var um haustið talið að kláðinn hefði verið gerður óskað- legur. Jón var ekki kosinn forseti Alþingis þetta ár og var það í eina skiptið sem hann náði ekki kosn- ingu og var þar kláðamálinu kennt um. Árið 1874 var þjóðhátíð haldin á Þingvöllum og sótti konungur hana. Jón kom ekki, þvi honum var ekki boðið, en var heiðursgestur á hátíð Islendinga í Kaupmannahöfn. Upp úr þessu tóku afskipti Jóns af stjóm- málum mjög að minnka. Heilsan var farin að bila, enda hafði hann hvergi sparað sig í baráttunni fyrir hagsmunamálum landa sinna. Elva Björk Pálsdóttir. Hafði hann þá í rúmlega þijá ára- tugi mótað stefnu og baráttuaðferð- ir Islendinga í sjálfstæðismálum þeirra með miklum árangri. Ein- kunnarorð hans vora: „Eigi víkja.“ Jón á sér viðumefni en það er for- seti. Aldrei var hann þó forseti ís- lands heldur Hins íslenska bók- menntafélags og Alþingis. Þau hjónin bjuggu í Kaupmannahöfh megnið af ævi sinni og var heimili þeirra rómað fyrir gestrisni og höfð- ingsskap og áttu allir íslendingar víst skjól hjá þeim þeir þurftu á að halda. Jón Sigurðsson dó þann 7. desem- ber 1879 og kona hans skömmu seinna það ár, eða 16. desember. Jón Sigurðsson er maður sem við íslendingar eigum að muna og vera stolt af því. Honum er rétt lýst eins og áletranin á kistu hans var, því hann var: „Óskabam íslands, sómi þess, sverð og skjöldur.“ Höfundur var nemandi i 8. bekk i Grunnskólanum á Þingeyri sið- astliðinn vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.