Tíminn - 19.07.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.07.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 19. júlí 1990 Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra fagnar þeim árangri sem náðst hefur í efnahagsmálum, en varar við afturhvarfi til þeirrar fjármálastjórnar sem viðgekkst árin 1985,1986 og 1987: Island gjaldþrota upp úr aldamótum? Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir að ef íslending- ar snúi sér ekki að því að borga skuldir sínar eriendis í stað þess að safna þeim, taki erlendir bankar hér yfir eftir 10-15 ár. „Hér var eytt langt umfram getu þjóðarínnar á undangengnum árum og það endurspeglaðist í gífuríegum viðskiptahalla og er- lendum lántökum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra á blaðamannafundi um efnahagsaðgerðir ríkisstjómarínn- ar í gær. „Hér var haldið uppi fölskum kaup- mætti á góðæristímanum, sem var búinn til með erlendum lántökum og halla á viðskiptum við útlönd. Við verðum sem skynsöm þjóð að átta okkur á því að verkefni okkar á næstu árum er að borga þessar skuld- ir. Því ef við gerum það ekki og höld- um áffam á sömu óráðsíubrautinni og gert var 1985, ‘86 og ‘87, þá þýðir lítið að vera að ræða um EFTA og EB. Þá verða það bara erlendir bank- ar sem taka hér yfir eftir svona 10-15 Fjármálaráðherra sagði að það að ná verðbólgunni hér á landi niður í þá prósentutölu sem hún er í nágranna- löndum okkar og jaftivel neðar til ffambúðar, væri mjög veruleg kaup- máttaraukning fyrir allan almenning í landinu. Eins og ffam hefur komið í fféttum lýstu aðilar vinnumarkaðar- ins því yfír eftir samráðsfund með rikisstjóminni á mánudag að aðgerð- ir ríkisstjómarinnar til þess að draga úr hækkun ffamfærsluvísitölu væm ekki nægjanlegar. Olafúr Ragnar seg- ir að sá kaupmáttur, sem samið var um í síðustu kjarasamningum, yrði ekki greiddur niður með auknum halla á ríkissjóði. Slíkt væri mjög röng stefha efnahagslega. Aðspurður hvemig þeim 350 milljón króna kostnaðarauka sem hlytist af nýjustu efnahagsaðgerðunum ríkisstjómar- innar yrði mætt, sagði íjármálaráð- herra að ekki hefði verið rætt um nið- urskurðartillögur til að vega upp á móti útgjöldunum. „Þessu verður mætt með því að reyna að selja meira af spariskírtein- um og síðan eigum við eftir að fjalla um það mál við fjárveitinganefnd og aðra aðila á seinni hluta ársins,“ sagði Ólafur Ragnar. „Eg tek hins vegar undir það, að það er flótti ffá vandanum að reyna að vísa erfiðleik- um sem em búnir til af öðmm yfir á halla ríkissjóðs.“ ÁG Stúdentaráð Háskóla íslands: Vill VSK-inn burt af bókum Stjóm Stúdentaráðs Háskóla ís- lands hefúr sent ríkisstjóminni bréf þar sem vakin er athygli á því að niðurfelling virðisaukaskatts á bók- um í haust nái ekki til háskólanema, þar sem nær allar námsbækur sem notaðar em í HÍ em á erlendum tungumálum, en niðurfellingin sé einungis á íslenskum og þýddum bókum. Stúdentaráð beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjómarinnar að huga að því hvort ekki sé rétt að all- ar námsbækur séu undanþegnar virðisaukaskatti óháð því á hvaða máli þær em ritaðar. í bréfi stúdentaráðs kemur fram að læknanemi á fýrsta ári greiðir tæpar 60.000 kr. í bókakostnað á haust- misseri, þar af tæp 13.000 í virðis- aukaskatt. Viðskiptaffæðinemi borgar um 23.000 kr. og um 5.000 í virðisaukaskatt, og verkfræðinemi um 20.000 kr. og þar af 4.000 kr. í virðisaukaskatt. —só Nokkrír félagar danska Land-Roverklúbbsins viö einn 23 farkosta ferðalanganna. Steen Fobian og Ole Mörch eru til Vinstri á myndinni. Timamynd Pjetur. Ráðherra hugar að aðgerðum til varnar ósonlagi Neytendasamtökin hafa sent Júlíusi Sólnes umhverfisráðherra bréf þar sem óskað er eftir að- gerðum yfirvalda til hömlunar á notkun ósoneyðandi halonefna, sem einkum eru notuð í kælikerf- um og slökkvibúnaði, og eru neyt- endur jafnframt hvattir tll þess að kaupa ekki tæki sem innihalda slík efni Umhverfisráðherra sagði í sam- tali við Tímann í gær að á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í júní um verndun ósonlagsins hefðu verið gerðar viðamiklar breyting- ar á Montrealsamningnum, sem fjallar um bann vlð notkun ým- issa ósoneyðandi efna. „Þaó var hert á ákvæðum ýmiss konar og timamörk voru þrengd. Við erum að fara yfir niðurstöð- urnar, því þetta hefur áhrif á okk- ar aðgerðir, að sjálfsögðu,“ sagði Júlíus. Hann sagði að umhveríisráðu- neytið ásarat Hollustuvernd ríkis- ins væri að fara yfir hvað þessar samþykktir þýddu fyrir Islend- inga, og hvað við þyrftum að gera til þess að fullnægja þeim kröfum sem nú lægju fyrir. JúUus sagði að halonefni væru einkum að flnna í kælikerfum, slökkvitækjunt, og úöabrúsum, en nú væri búið að bæta við bann- listann fleiri efnum en hingað til voru bönnuð. Hann sagði einnig að hin þrengdu tímamörk Montrealsamningsins gengju lengra en Norðurlandasamþykkt- in gerðí ráð fyrir, en á sínum tíma kvað hún á um mun harðari að- gerðir en samningur Sameinuðu þjóðanna. „Það verður því að fara vandiega yfir þetta, og síðan vcrðum við að gera okkar ráðstafanir til að framfylgja þessu,“ sagði Júlíus. —só Danskur jeppaklúbbur á ferðalagi á íslandi: TÆKIN REYND Á FJALLASLÓDUM Þessa dagana er á ferðalagi um ísland hópur fólks úr danska Land- Rover klúbbnum á 23 bílum. Ferðafólkið kom til landsins með Norrönu til Seyðisfjarðar í síðustu viku. Klúbburinn er að sögn Ole Mörch stofnaður fyrir tæpum tóif árum og hefúr fengið nafh sitt eftir hinni þekktu jeppategund og heldur því enn, enda þótt Land-Rover sé langt í frá lengur einasta tegund torfærubíla sem um það bil 1100 félagar klúbbs- ins eiga. —Þar sem Danmörk er flatt land og snjólétt er ekki beinlínis þörf fyrir að eiga torfærubíla. Hvaða nauðir rekur íbúa slíks lands til að aka á torfæru- bílum? „Þetta er ef til vill fremur spuming um lífsstíl en nauðsyn. Sumir eiga seglskútur en við eigum bíla af þessu tagi sem era okkar ffi- stundagaman," segir Steen Fobian. „Því ferðast klúbbfélagar gjaman til landa og staða þar sem eitthvað reyn- ir á bílana. Þannig hafa ýmsir félagar klúbbsins ferðast um ísland áður, t.d. Steen, sem ferðaðist um landið fyrir tveim ámm. Jeppar klúbbfélaga eru yfirleitt á gulum númeraplötum en i Danmörku eru þeir atvinnubílar sem hér em kallaðir Vsk-bílar auðkenndir á þann hátt. Tollar em lægri af bílum á gul- um númemm og kaupendur fá gjald- ffest á virðisaukaskattinum. Hins vegar má aðeins einn farþegi vera í slíkum bílum. Klúbbfélagamir komu suðurleiðina til Reykjavíkur ffá Seyðisfirði og munu, þann tíma sem þeir dvelja hér, aka Sprengisandsleið, Kjalveg og fleiri fjallvegi áður en þeir halda heimleiðis aftur. —sá Lækjarbotnaættin í landgræðslu Nýlega komu saman niðjar Sæmund- ar Guðbrandssonar, hreppstjóra að Lækjarbotnum á Landi, og konu hans Katrínar Brynjólfsdóttur ljósmóður. Ættarmótið var haldið í suðurhlíðum Skarðsfjalls og gróðursettar vora fimm þúsund trjáplöntur. Með þessu vildi Lækjarbotnaættin minnast þess átaks Sæmundar og Landmanna um miðja síðustu öld að veita Stóruvall- arlæknum þvert á uppfok sveitarinnar niður í Vindásós við Þjórsá. Er það talið eitt fyrsta átak sveitarfélags gegn gróðureyðingu á landinu. Plöntumar vom gróðursettar í 50 hektara afgirt svæði. Lækjarbotnaætt- in mun halda áffam með uppgræðslu- átakið, enda er talið að helmingur Landsveitarinnar hafi 'orðið sand- og uppfoki að bráð á síðustu öld. Tvelr af ættariaukum Lækjar- botnaættarinnar, Sæmundur Jónsson ffá Austvaðsholti og Har- aldur Þórðarson fra Króktúni, gróðursetja trjáplöntur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.