Tíminn - 19.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 19. júlí 1990 Deilan um landamæri Póllands stendur ekki lengur í vegi sameiningar: KOHL HEFUR BROSAÐ SAMFELLT í 2 DAGA Helmút Kohl kanslari Vestur- Þýskalands fer í sumarleyfi á föstudag, ánægður með að síðustu hindrunum fýrir sameiningu þýsku ríkjanna hefur veríð rutt úr vegi og viss um að verða leið- togi alls Þýskalands í lok ársins. í gær kynnti hann á ríkisstjóm- arfundi niðurstöður ferðar sinnartil Sovétríkjanna um að Sovét- menn hefðu fallist á að nýtt Þýskaland verði í NATÓ. Annarri hindrun í vegi þýskrar sameiningar, deilunni um viðurkenningu Þjóðveija á landamærunum við Pólland, var rutt úr vegi á fundi 7 utanríkisráðherra í París á þriðjudag. af fundi Gorbatsjovs í Moskvu fyrr í vikunni. Hann og ráðherrar hans voru greinilega í hátíðaskapi í upp- Kohl ætlar um helgina í sumarleyfi til Austurríkis en hann hefur tæpast sést nema brosandi síðan hann kom hafi fundar síns á miðvikudag. Elsti ráðherra rikisstjómarinnar, Friedrich Zimmermann, fagnaði Kohl og sagði að hann Kohl hefði „náð öllu því fram, sem fyrirrennarar hans hefðu helst viijað, hlutum sem við hefðum allir talið óhugsandi fyrir einu ári síð- an: Einingu og fullveldi fijáls Þýska- lands“. Helmut Kohl kanslari í virðulegum stellingum - Núna sést hann ekki nema brosandi. Ovænt stefnubreyting Bandaríkjastjórnar: Rauðu mega Khmerarnir ekki sigra Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Baker, sagði óvænt í til- kynningu á miðvikudag að stjóm sín ætlaði að hefla viðræður við stjómina í Víetnam með það fýrir augum að koma í veg fýrír að Rauðu Khmeramir nái aftur völd- um í Kambódíu. Þessari stefnubreytingu Bandarikja- stjómar var þegar fagnað af utanrikis- ráðherra Sovétrikjanna, Edvard She- vardnadze, sem sagði að hún drægi úr ágreiningi milli ríkisstjómanna í Moskvu og í Washington. „Við vilj- um gera allt sem við getum til að forða því að Rauðu Khmeramir nái völdum á ný“, sagði Baker við frétta- menn eftir tvcggja klukkustunda fund með Shevardnadze. Baker mælti þessi orð eftir að fregnir bárast af því að Rauðu Khmeramir hefðu ráðist á næststærstu borg Kambódíu, náð um tíma flugvelli hennar á sitt vald og drepið 15 menn sem þar vora til vam- ar. Baker og Shevardnadze vora báð- ir staddir í París í gær til að taka þátt í viðræðum um framtíð Þýskalands. Bandaríkjamenn hafa með þessu kú- vent afstöðu sinni til ríkisstjómar Ví- etnams, en eftir sigur Norður-Víet- nama í Víetnamstríðinu höfðu þeir reynt að einangra stjómina í Hanoi, bæði stjómmálalega og eftiahagslega. Baker sagði að Bandaríkjamenn hefðu unnið markvisst að því að binda endi á áratugalöng átök í Kambódíu og reynt að fá stríðsaðila til ffiðarviðræðna. „En Rauðu Khmeramir hafa breytt átökum við samningaborðið í átök á vígvellin- um“, sagði Baker. „Við viljum ræða við Víetnama vegna þess að við telj- um að þeir hafi áhrif á stjóm Kamb- ódíu og gætu notað þau áhrif til að hjálpa okkur við að skapa skilyrði fýrir fijálsum kosningum og nýrri rik- isstjóm“, bætti hann við. Baker sagði að viðræðumar myndu eingöngu snú- ast um Kambódíu og að bætt sam- skipti Víetnam og Bandarikjanna væra ekki á dagskrá og hann sagði líka að Bandaríkjamenn myndu ekki minnka stuðning sinn við andkomm- únista sem berðust gegn rikisstjóm Kambódíu ásamt Rauðu Khmeran- um. Bandaríkjaþing hefur haft af því vaxandi áhyggjur að stuðningur þess við skæraliða í Kambódíu gagnaðist Rauðu Khmeranum. I gær viður- kenndi Baker í fyrsta skipti opinber- lega að Víetnamar hefðu dregið her- sveitir sínar út úr átökum í Kambódíu en þangað vora þær sendar 1978 til að koma Rauðu Khmeranum frá völd- um. Baker sagði líka að Bandarikja- stjóm væri reiðubúin til að endur- Nokkrír fyrrverandi þegnar Rauöu Khmeranna. skoða afstöðu sína aðildar ríkisstjóm- ar Kambódíu að Sameinuðu þjóðun- um. Fulltrúar skæraliðahreyfinganna þriggja, sem berjast gegn rikisstjóm- inni, sitja nú fundi S.Þ. en ekki fúll- trúar ríkisstjómarinnar. Austur-Þýskaland: Atvinnuleysi vex um60%á14dögum Atvinnuleysi var nánast óþekkt fyrirbæri í Austur-Þýskalandi á meðan kommúnistar fóru með völd en það óx um 60% fyrstu tvær vikur júlímánaðar og 224.000 menn eru nú atvinnu- lausir að sogn atvinnumálaráð- herrans Regínu Hildebrand á miðvikudag. Hún sagði frétta- stofunni ADN að milli 30 og 40 þúsund menn bættust í hóp at- vinnulausra i hverri viku. Hálf milijón manna hefur auk þess sótt um „skammtímavinnu“ sem er atvinnubótavinna sem rílds- stjórnin hefur sett á fót eftir efna- hagssamruna þýsku ríkjanna, 1. júli. Fyrirtæki í Austur-Þýska- landi hafa orðið hart úti i sam- keppni við vestræn fyrirtæki en frá þeirri samkeppni hafa þau verið vernduð áratugum saman. Hundraðshluti atvinnulausra er nú 2,5% en var 1,6% i lok júní þegar atvinnulausir voru 142.000. Stjórnmála- og banka- menn búast við að ínnan tveggja ára verði þrjár milljónir Austur- Þjóðverja án vinnu sem er þríðji hver starfandi maður. Herstjórar í Sovétríkjunum andmæla: Lithaugar semja lög um eigin her Samskipti Lithaugalands og sovéskra herforingja versnuðu enn frekar á mið- vikudag þegar Lithaugar bjuggust til að setja lög um eigin hersveitir. Talsmaður þings Lithauga sagði að fhimvarp að lögum hefði verið samið, sem skyldi koma í stað sovéskra laga um herskyldu ungra manna. Lagaframvarpið hefiir enn ekki verið borið undir atkvæði og ekki hefúr verið ákveðið hvenær það verður gert. Samkvæmt frumvarpinu eiga karlmenn sem orðnir era 19 ára að gegna herþjónustu í eitt ár og myndaðar verða varasveitir eldri íbúa landsins. Lithaugar hafa heitið þvi að setja ekki ný lög sem styðji sjálfstæðisyfirlýsing- una ffá 11. mars í 100 daga ffá þvi að samningaviðræður hefjast um aðskiln- að landsins ffá Sovétríkjunum. Vamarmálaiáðherra Sovétríkjanna, Dmitry Yazov, hefúr skrifaði forseta Lithauga, Výtautas Landsbergis, bréf og var það birt í dagblaðinu „Ekho Litvy" í gær. Þar sakar hann stjómina í Lithaugalandi um að koma í veg fyrir herkvaðningu ungra manna í sovéska herinn. „Slíkar aðgerðir stjómar Lit- hauga munu óhjákvæmilega hafa nei- kvasð áhrif á ffamtið Lithaugalands", sagði hann í bréfinu. Herþjónusta er viðkvæmt málefni í Eystrasaltslöndunum og segja ungir menn, sem kvaddir hafa verið í sov- éska herinn, að illa hafi verið komið ffam við þá. Þrýstingur er mikill í Sov- étrikjunum um að stofnaðar verði þjóð- herir þar sem menn einnar þjóðar séu í hverri herdeild en yfirmenn heraflans hafa lagst eindregið gegn slíkum ráða- gerðum. Sérfræðingar telja Japani ekki vera undir það búna að skipta sér af heimsmálum: Japan verður ekki heimsveldi strax Á leiðtogafundinum í Houston vakti þaö athygli að Japanir lögðu fram eigin tillögur og vildu fara aðrar leiðir en aðrar þjóðir í fjár- veitinum til Kína og Sovétríkjanna. f framhaldi af því hafa sérfræðing- ar velt því fýrír sér hvort Japanir muni reka sjálfstæðari utanríkis- pólitík héðan af en hingað tii. Sfjómmálaskýrendur efast þó um að ríkisstjómin í Tókíó sé í raun undir það búin að gegna förystu- hlutverki í alþjóöastjómmálum. Davið Pike, hagffæðingur hjá UBS „Philips and Drew Intemational", sagði við Reuter-fféttastofuna í gær: „Japan er eitt ríkasta land í heimi og þeir hafa orðið æ meira áberandi í al- þjóðamálum... en þeir era samt langt ffá því að verða forystuþjóð í efna- hagsmálum heimsins“. Japanskur stjómarerindreki á ráðstefnunni í Houston sagði: „Þótt Japanir láti í ljós skoðun sína, ætla þeir sér ekki nauð- synlega að hafa áhrif á almennings- álitið í heiminum". í Houston lögðu Japanir lóð sitt á vogarskálamar í ýmsum málum ýmist mcð eða á móti Evrópuþjóðunum sem stóðu saman í flestum málum. Fréttaskýrendur hafa velt því fyrir sér hvort nýr valdaþrí- hymingur í efnahagsmálum sé að verða til þar sem era Bandaríkin, Þýskalandi og Japan en margir segja að afstaða Japana til málefha fúndar- ins í Houston sýni einmitt að Japanir hugsi fyrst og ffemst um málefni sem snerti sjálfa þá en ekki um heiminn í heild. Japanir vora á móti efnahags- hjálp til Sovétríkjanna fyrst og ffemst vegna yfirráða Sovétmanna á Kúril- eyjum en þeir vildu veita Kínveijum fé vegna sérstakra tengsla sinna við Kína. David Pike segir að í Japan sé enginn einn aðili sem taki ákvarðanir um stefnu ríkisstjómarinnar. Þar séu mörg ráðuneyti sem gæti eigin hags- muna af kappi. Þess vegna sé erfitt fyrir Japani að reka fastmótaða utan- ríkisstefnu þar sem aðeins ein skoðun sé látin í ljósi. Japanir hafa aukið veralega þróunaraðstoð sína við er- lend ríki á undanfomum áram en fféttskýrendur segja, að enn ráði Bandaríkjamenn miklu um hvert jap- önsku peningamir fari. A næstunni segja þeir að Japanir muni fremur ein- beita sér að efúahagsuppbyggingju í Asíu þar sem þeir þekki best til, en skipta sér minna af heimsmálunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.