Tíminn - 19.07.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.07.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 19: júlí 1990 ÚR VIÐSKIPTALÍFINU Munu frjálsar fjármagns- hreyfingar halda íslensku efnahagslífi gangandi? í „Greinargerð Seðlabanka íslands um áhrif frjálsra fjármagns- hreyfinga á íslenskt atvinnulíf ‘ er fræðilegur kafli, sem í segir: „Leitað var til nokkurra sérfræðinga ... Álit fræðimanna ... voru birtar í riti bandalagsins European Economy nr 36, maí 1988..." NÝ KOLAÖLD? (Bls. 20) „Leiða má fræðileg rök að því að út- streymi fjármagns umffarn inn- streymi gæti leitt til minni framleiðni vinnuaflsins og samdráttar í atvinnu- tekjum. Á móti kæmu auknar fjár- magnstekjur sem féllu fjármagnseig- endum í skaut. Að sama skapi gæti hreint innstreymi fjármagns aukið framleiðni vinnuafls og atvinnutekjur ... Fijáls fjármálaviðskipti munu óef- að hafa jákvæð áhrif á spamað og ljárfestingu. Nýir möguleikar skapast til að mæta óskum sparifjáreigenda og íjárfestenda, þó að bein áhrif fijálsra fjármálaviðskipta á spamað séu hins vegar talin óviss. Aukið fijálsræði mun leiða til harðnandi samkeppni banka og annarra, sem hafa milligöngu um að reka fjármála- viðskipti.... Að sama skapi hefúr ver- ið bent á að fijáls íjármálaviðskipti í Evrópu gætu aukið á samþjöppun fjármálaþjónustu í einstökum borg- um, ekki síst í Lundúnum án þess að slík samþjöppun þurfi endilega að hafa sérstaka ókosti í för með sér.“ (Bls. 20-21) „... I skýrslu Delors- nefndarinnar ... er lögð áhersla á að rikisstjómir Evr- ópu þurfi að efla til muna samstarf sitt í ríkisfjármálum vilji þær gera mynt- bandalag ríkjanna að raunhæfum kosti... úr því að sameiginlegur gjald- miðill hefúr í för með sér að ríkis- stjómir geta ekki lengur fellt gengi eigin gjaldmiðils ... blasa ríkisfjár- málin við til að gegna þessu hlutverki ... Hin röksemdin ... lýtur því að þvi að slíkt ójafnvægi, sem birtist vita- 3. hluti skuld einkum í ríkishalla, kunni að leiða til óhæfilegrar erlendrar lán- töku. Þessi skoðun, að myntbandalag ríkja og fijálsar fjármagnshreyfingar milli þeirra kalli á sameiginlega yfirstjóm ríkisfjármála er ekki óumdeild meðal hagffæðinga..." (Bls. 22-23) „Ákvörðun ráðherraráðsins (ath. í EB) um að setja myntsamstarfið á laggimar gerir ráð fyrir aukaaðild Evrópuríkja utan Evrópubandalags- ins ... þátttakan verði reist á samning- um milli seðlabanka og þessum samningum verði komið á framfæri við ráðherraráðið og framkvæmda- stjóm bandalagsins. Hugsanleg auka- aðild kæmi e.t.v. helst til greina fyrir ríki sem hyggja á aðild að Evrópu- bandalaginu og vilja færa sér kosti myntsamstarfsins í nyt á tímabilinu, þar til aðild tekur gildi.“ (Bls. 30) „Sérfræðingum, sem Evrópubanda- lagið kvaddi til, ber saman mn að fijáls gjaldeyrisviðskipti og fast- skorðað gengi milli mynta leiði til þess að um sjálfstæða peningamála- stjóm af hálfú einstakra landa verði naumast að ræða.“ (Bls. 32) Fáfnir Olíukreppumar tvær á áttunda ára- tugnum urðu keyri á kolanám. Á sex- tán ámm, ffá 1973 til 1989,jókstkola- nám í heimi öllum úr 2,1 í 3,3 millj- arða tonna, en í aðildarlöndum Efna- hags- og ffamfarastofhunarinnar í París úr 0,9 í 1,2 milljarða tonna. Stofnunin telur þó, að í aðildarlöndum sínum aukist kolanám aðeins enn um 100 milljónir tonna ffam til 2000. Affur af aukningu kolanáms heldur ótti við loftmengun, jafnvel þótt kol séu í vaxandi mæli höfö til rafmagns- vinnslu. Upp úr reykháfúm raforku- veranna leita til lofts brennisteinsefni og köfhunarefni, sem súm regni valda og spilla gufúhvolfmu, að sagt er. Hið aukna kolanám hefúr að miklum hluta orðið í nýjum, opnum námum svo sem E1 Correjon í Kólumbíu. Á Bretlandi hefúr ffamleiðni í kolanám- um tvöfaldast síðustu fimm ár, en breskar kolanámur leggja raforkuver- um til um 70 milljónir tonna á ári. Vænst er, að á næstu ámm verði dálít- ið af brennisteinssnauðum kolum, um 5 milljónir tonna, flutt til Bretlands. Saudi-Arabía réttir úr kryppunni Verg landsffamleiðsla í Saudi- Arab- íu var 147,5 milljarðar $ 1981, tvöfalt meiri en 1988, en 1989 óx hún, í fyrsta sinn á níunda áratugnum, um 3,2%. Olíunám í Saudi- Arabíu nemur nú 5 milljónum tunna á dag, en vænst er, að það aukist upp í 10 milljónir tunna á dag, þegar á tíunda áratuginn líður. Því til undirbúnings hyggst Aramco, ríkis- olíufélagið, veija 15 milljörðum $, en í jörðu í Saudi-Arabíu er fjórðungur olíu heims. Þá verður líka aukin vinnsla olíuefna á vegum Saudi Basic Industries Corporation, sem ríkið á að sjö tíundu hlutum, og í því skyni ætlar félagið að veija 5-7 milljörðum $. Þá á fjölskylda kaupmanna í Jeddah, Alirezas, i samningum við ffanskt fé- lag, Pechiney, og breskt, British Aerospace, um byggingu álvers í Yanbu fyrir 883 milljónir $, en fyrir- huguð vinnslugeta þess er 214.000 tonn á ári. Glaxo og Astra bítast um magapillur í iðnaðarlöndum hrjá magakvillar 15-20% íbúa einhvem tímann á ævinni, og nemur sala lyfja gegn þeim 6 milljörðum $ á ári. Á meðal hinna þekktustu em Zantac, framleitt af Glaxo, stærstu lyfjagerð Bretíands, og Losec, framleitt af Astra, sænskri lyfja- gerð. Hvor ber lyfi hinnar illa söguna, að Financal Times sagði á baksíðu 23. apríl 1990. Aflögn áætlunarbúskapar í Austur-Evrópu í febrúar 1990 birti Glaxo niður- stöður athugana sinna á Losec, lyfi hins sænska keppinautar síns. Áð þeim skaðar lyfið erfðaefni (genetic material) í rottum. (Nei, segir Astra, tilraunin var aðeins gerð á 3 rottum. Glaxo svarar: 20 athuganir voru gerðar. Enn svarar Astra: Að auki hverfa hin skaðlegu áhrif, þegar frá líður, og inntökum er áffam haldið.) Astra svaraði i sama dúr, að það heföi í 3 ár gert tilraunir á Zantac, lyfi hins enska keppinautar síns. Áð þeim veldur Zantac krabba- kenndum vexti i maga í rottum. (Nei, svarar Glaxo, rottumar voru látnar taka 500- sinnum stærri skammt en fólk. Svarar það til, að maður taki 1.000 pillur á dag í 2 ár.) Zantac var selt fyrir um 2 milljarða $ 1989. Sala Losec er einnig mjög mikil og mun markaðshlutdeild þess vera um 20%. Á sölu þeirra getur þeirrar takmörk- unar einnar, að Matvæla- og lyfja- eftirlit Bandaríkjanna (U.S. Food and Drug Administration) mælti svo fyrir 1989, að Loscc skyldi aðeins selt fólki með slæmt magasár. Efnahagslegar horfur í Þýskalandi austanveröu Óvíst er um framtíð austur-þýskra iðnfyrirtækja, jafnvel hins valin- kunna Robotron, sem átt hefur mikil viðskipti við Ráðstjómarríkin. Vest- ur-þýsk stórfyrirtæki kveðast ekki þurfa að reisa verksmiðjur í Austur- Þýskalandi til að verða við þörfúm þess, á meðal þeirra BASF- efha- hringurinn, Gmndig og Blaupunkt og Samband þýskra vefhaðarsmiðja. Aftur á móti hyggjast mörg lítil vest- ur-þýsk fyrirtæki og miðlungi stór hefjast handa austan gömlu marka- línunnar. Herbert Henzler, forstöðumaður McKinsey Germany, telur Austur- Þýskaland muni eftir 10 ár hafa sum heimsins ffemstu fyrirtæki á sviði sjóngleija, prentvéla og postulíns. Af austur-þýskum stórfyrirtækjum, Kombinate, hyggur hann 50-70 verða dugandi á heimsmarkaði með til- stuðningi samstarfsaðila í Þýskalandi vestanverðu og önnur 50 vera starf- andi að einum eða öðmm hætti, en 20 til 30 hefúr verið lokað. Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóð- anna vegna Evrópu (United Nations Economic Commission for Europe, ECE) hefúr í 40 ár fylgst með efha- hagsmálum í Evrópu, einkum austan- verðri. Skýrsla hennar fyrir 1989/90 kom út í april sl., og var ffá henni sagt í Financial Times 18. april 1990. I skýrslunni er m.a. vikið að hug- myndum forráðamanna EBE um fjárstuðning til Ráðstjómarríkjanna og Austur- Evrópu, allt að 23 millj- örðum $ á ári, að Jacques Delors haföi á orði í janúar 1990. Telja höf- undar aðgátar þörf í þeim efnum og leggja þeir áherslu á nokkur atriði: „(i) Myndun lagalegrar, fjármála- legrar og stjómsýslu gmnns að mark- aðskerfi við samkeppni. (ii) Saman- tekt yfirgripsmikilla og traustra hag- skýrslna, til að ríkisfyrirtæki og einkafyrirtæki nái áttum í ómið- stýrðu hagkerfi. (iii) Ástundun mark- aðssetningar tækni til að greiða fyrir útflutningi.“ Og enn: „Fjárstuðning- ur ætti öðm ffemur að renna til að bæta samgöngur og fjarskipti og til að draga skjótlega úr mengun. Starfs- lið ECE hyggur líka þörf á lánum til styrktar gjaldmiðlum, — eins og Efnahags- og framfarastofnun 224 rikja hefúr þegar boðið Póllandi, — og til að rétta við greiðsluhalla." „Hversu ógeðfellt sem það kann að vera bönkum á Vesturlöndum, kann bráð þörf að vera á eftirgjöf skulda til að umbætur megi ffam ganga í lönd- um svo sem Póllandi, Ungveijalandi og jafnvel Búlgaríu (að í skýrslunni segir). Hið samfélagslega samþykki við umbótum gæti brostið, ef upphaf- legur ávinningur af ströngum aðgerð- um til endurskipulagningar gengi til afborgana af útlendum lánum ffemur en til innlendrar fjárfestingar og neyslu ... greiðslujöfhunarstofhun undir eftirlit(sstofnun) með nokkm valdsviði gæti opnað Comecon-lönd- um leið til greiðra skipta á gjaldmiðl- ,,... u um. „(í skýrslunni) er lögð áhersla á, að meginmáli skipti að tryggja sam- keppni í efnahagslífi í austur- evr- ópskum löndum. Hversu langt sem þau kunna að hafa gengið til upptöku markaðsbúskapar eiú markaðir þeirra uppskiptir (distorted), svæðisskiptir og viðbragðsseinir. ... Ráðlegt er að ganga varlega til einkavæðingar. Skipti á eignaraðilum gætu einfald- lega umbreytt einkasölum ríkis í einkasölur einstaklinga. ... Við þær kringumstæður er hætt við, að samfé- lagslegar eignir verði seldar á (slíku) verði, að jafhgilti mikilli tilfærslu eigna til fyrri forstjóra, embættis- manna eða aðkomumanna ffá Vestur- löndum." Eignarhald austur-þýsks iönaöar Iðnaður er þjóðnýttur í Austur- Þýskalandi. Um verksmiðjur hans og önnur fýrirtæki hafa undanfama mánuði verið mynduð eins konar hlutafélög, „Núverandi fyrirætlan er sú, að hluti höfúðstóls þeirra, um 30%, verði fenginn eignarhaldsfé- lagi, sem eigi hann í formi vaxtaber- andi verðbréfa (bonds),“ að Financial Times sagði ffá 23. apríl 1990. Um miðjan tíunda áratuginn munu verð- bréfin metin til markaðsverðs, þannig að aðstaða verði til að skipta þeim upp. Deilt er um, hvort landsmönnum skuli þá gert að greiða fyrir þau (eða leysa þau út). Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.