Tíminn - 20.07.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.07.1990, Blaðsíða 2
2 .Tíminn - Föstudagur 20, júlí ,199D, Fjármálaráðherra vísar frá sér ábyrgð á vanda Arnarflugs og segir: EG SIT EKKI UNDIR FÖLSKUM ÁSÖKUNUM Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra var harðorður í garð forráðamanna Amarflugs á fundi sem hann og Þórhallur Arason héldu með fréttamönnum í gær. „Vandi Amarflugs stafar í engu af því að ekki hafi fengist niðurstaða í skuldamálum þess við rík- ið.“ Þvert á móti sagði ráðherrann það hafa verið stefnu ríkis- stjómarinnar að leita úrlausnaleiða fyrír félagið. „En ég vil ekki sitja undir fölskum ásökunum stjómenda fýrirtækisins í fjölmiðl- um eða á aðalfundi fyrírtækisins gagnvart hluthöfum þess,“ sagði Ólafur. Fjármálaráðherra sagði Amarflugs- menn hafa farið fram á að fá rúmar 300 milljónir felldar niður í stað 150 milljóna eins gert var ráð fyrir í samningi ffá því i mars á síðasta ári. Jafhffamt að orsaka tafa á ffam- kvæmd samningsins VEéri að leita hjá forráðamönnum Amarflugs, ekki fjármálaráðuneytinu. Olaffir sagði það ranghermt hjá fyrrverandi stjóm- arformanni félagsins, Herði Einars- syni, að ekki hafi verið vilji fyrir hendi af ráðuneytisins hálfu til að leiða heildarskuldadæmið til lykta. Hins vegar hefði það valdið nokkmm erfiðleikum að ráðuneytið hefði þurft, og ekki gert við það neina at- hugasemd, að ræða við mismunandi aðila á mismunandi tímum þar sem nýir eigendur hefðu komið til sög- unnar. Máli sínu til stuðnings lagði fjár- málaráðherra ffam sundurliðaða áætlaða skuldastöðu Amarflugs við ríkissjóð og Ríkisábyrgðarsjóð. í fyrsta lagi er þar greint ffá vanskil- um við Ríkisábyrgðasjóó í formi skulda vegna kaupleigusamnings með ábyrgð ríkis frá árinu 1986 að upphæð 175 milljónir króna. í öðm lagi er talin skuld að upphæð 135 milljónir vegna erlends láns Sumit- omo Bank vegna endurfjármögnunar er gjaldféll við kaup ríkissjóðs á flug- vél Amarflugs. í þriðja lagi er gerð grein fyrir kostnaði ríkissjóðs vegna kaupleiguþotu Amarflugs, að upp- hæð samtals 305 milljónir. Hluta þess kostnaðar sagði Ólafur vera skuldir sem ekki hefði staðið til að ríkissjóður hefði afskipti af. „Hingað komu forráðamenn Air Lingus með kröfu á hendur ríkissjóði vegna skuldar Amarflugs við það félag. En forráðamenn Amarflugs höfðu full- yrt við mig að það væri alrangt að Air Lingus gæti gert nokkra kröfu á hendur ríkissjóði vegna greiðslu þessarar skuldar. Þetta endaði svo með því að við urðum að greiða ákveðnar upphæðir til að leysa úr þessari flækju," sagði Ólafúr. Heild- arskuldir Amarflugs við ríkið nema samtals 615 milljónum króna. Frá þeirri upphæð dragast síðan leigu- tekjur ríkisins og áætlað söluandvirði þotunnar þannig að eftir standa 145 milljónir króna sem Ríkisábyrgða- sjóður á inni hjá Amarflugi. í samtali við Tímann benti framkvæmdastjóri Amarflugs, Kristinn Sigtryggsson, á að félaginu hefði ekki verið gerð grein fyrir að búið væri að draga and- virði sölu vélar ffá skuldum þannig að í þeirra reikningum væri það ekki bókfært. Þá nema skuldir Amarflugs við rík- issjóð samtals 176 milljónum króna. Er þar um að ræða skattaskuld frá ár- inu 1986 að upphæð 101 millj., skuld við tollstjóra, 41 millj., staðgreiðslu skatta, 6 millj., og áætlaða skuld við Gjaldheimtu Reykjavíkur að upphæð 25 millj. kr. Kristinn benti hins vegar Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti fslands, ásamt Amfinn Straume, ridd- ara af hinni íslensku fálkaorðu, og konu hans Angelu Straume. Viðurkenning fyrir starf í þágu íslensks ullariðnaðar: Straume fær oröu Frú Vigdís Finnbogadóttir sæmdi fyrir skemmstu Norðmanninn Am- fmn Straume riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir vel unnin störf í þágu íslensks ullariðnaðar. Amfinn hefúr um árabil sýnt mikinn áhuga á úrbótum í framleiðslu og nýtingu ull- ar hér á landi og verið einn helsti hvatamaður að haustrúningu íslensks sauðfjár. Síðastliðið ár ferðaðist Am- fmn Straume vítt og breitt um landið ásamt ullarhópnum, en svo nefnist starfshópur sem vinnur að úrbótum í ullarmálum og tók til starfa að ffum- kvæði Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins í byijun síðasta árs. Amfinn er liðlega sextugur, fæddur í Noregi en hefúr lengst af starfað í borgínni Bradford í Brettandi. Hann var um nokkurt skeið ffamkvæmda- stjóri fyrirtækis sem stofhað var til þess að markaðssetja norska ull í Bretlandi, en stofhaði síðar eigið fyr- irtæki Amfmn Straume Ltd. -AG Fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson sagði engan veginn hægt að kenna ríkinu um fjárhagsstöðu Am- arflugs á fundi sem hann og Þórhallur Arason héldu með fréttamönnum í gær. Timamymd: Pjétur. á að hluti sumra þessara skulda er vextir og dráttarvextir og því hefði upphæðin hækkað töluvert á því rúma ári sem liðið er síðan samþykkt var gerð um niðurfellingu 150 millj. kr. af skuldum Amarflugs. Hins veg- ar hefði sú upphæð ekkert breyst. Að öllum útreikningum loknum nema heildarskuldir félagsins sam- tals 321 millj. kr. I samþykkt ríkis- stjómar um Amarflugsmálið ffá 17. mars 1989 segir m.a. að ríkisstjómin sé tilbúin til að beita sér fyrir því að gefin verði eftir eða breytt í víkjandi lán skuld að upphæð 150 milljónir króna. Ólafúr sagði ætlunina vera þá að standa við samþykktina en hún væri háð samþykki Alþingis. Hann sagði um það tvennt vera að ræða að sérstakt ffumvarp yrði lagt ffam um málið eða það lagt ffam sem hluti af fjárlögum. Ólafur sagðist i janúar síðastliðnum á fúndi með Herði Ein- arssyni og Kristni Sigtryggssyni hafa óskað eftir ffekari gögnum um fjár- hagslega endurskipulagningu félags- ins. Hefði hann gert þeim grein fyrir því að hann gæti lagt málið fyrir þingið en vissi að strax í fyrstu um- ræðu yrði óskað eftir ffekari greinar- gerðum varðandi ffamtíðaráform og fjárhagsáætlanir Amarflugs. Því hefði hann kosið að bíða eftir ffekari útskýringum. Þar hefði aftur hnífúr- inn staðið í kúnni því Ólafúr sagðist ekki ennþá vera farinn að sjá skjal- fest áform varðandi endurskipulagn- ingu fjárhags Amarflugs. „Ef við ætluðum okkur að ganga hart að fyrirtækinu myndum við auð- vitað grípa til innheimtuaðgerða. En það höfúm við ekki gert þar sem við höfúm viljað gefa Amarflugi tæki- færi til að starfa áfram og rétta sig við á nýjan leik. Þannig að félagið gæti þá greitt þetta þegar hagurinn fer batnandi. Viðskiptaaðili í okkar stöðu á hinum almenna markaði myndi hugsanlega ganga harðar að þeim en við höfúm gert,“ sagði Ólaf- ur. Framkvæmdastjóri Amarflugs, Kristinn Sigtryggsson, sagðist ekki sjá tilgang í því að munnhöggvast við fjármálaráðherra í fjölmiðlum. „En þegar samþykktin var gerð vom ekki í henni neinir fyrirvarar varðandi út- listun á endurskipulagningu fjárhags. Þvert á móti var hún alveg skýr að því leyti að hluthafar yrðu að meta það að lokinni niðurfellingu hvort hún dygði til að haldið yrði áfram. Nú liggur aftur fyrir ákveðin afstaða ráðherra, sem er ágætt þótt hún sé gjörbreytt frá því f fyrra,“ sagði Kristinn. Fyrsti stjómarfundur nýkjörinnar stjómar Amarflugs var haldinn í gær- dag. Geir Gunnarsson var kosinn for- maður og Jóhann Bergþórsson vara- formaður. jkb Veiðihornið: Tveir stórlaxar dregnir á land úr Haffjarðará Á miðvikudagsmorgun kom tuttugu og tveggja punda iax á land í Haffjarðará, sem er sá stærsti sem þar hcfur veiðst í sumar og þó víðar væri leitað. Það var amerísk veiöikona, Sinc- ia Phipps, sem nældi í fiskinn á blue charm. Fiskurinn er faUeg- ur, í góðum holdurn, lúsugur og því nýgenginn. Þá gerði frændi hennar sér lítið fyrir og dró eínn 17 punda á land, einnig á mið- vikudagsmorgun. Það eru allt Bandaríkjamenn sem nú veiða í ánni og síðan á föstudag hefur hollið fengið rúmlega 70 laxa. Sex stangir eru í Haffjarðará og þrír þessara veiöimanna eru nokkuð reyndir og hafa veitt i ánni áður, þar á meðal er Sincia Phipps, sem fékk þann stóra í gær. Það sem af er sumri hefur geng- ið þokkalega í Haffjarðará. Áin er nú ágæt þótt veiðimenn myndu ekki slá hendinni á móti meira vatni. Gðngur hafa verið prýðilegar í Oilum stórstraum- um og hafa að meðaltali 6- 8 ftsk- ar verið lúsugir af þeim sem koma á land daglega. AUs voru komnir 230 fiskar úr ánni á há- degi á miðvikudag. Grímsá að koma til Veiöin hefur nú batnað nokkuð i Grimsá, en hún hefur ekki ver- ið upp á marga fiska i sumar. Nú eru koranir rúmlega 300 fiskar i land og var siðasta vika mjðg góð, þá veiddust um 100 laxar. Nú veiðir í ánni þriðja útlend- ingavikuhonið í sumar, Það eru Bandaríkjamenn og þeir hafa fengið tæplega 50 flska síðan á hádegi á sunnudag. Rannsókn í umfangs- miklu áfengissmygli er lokið: ÁTTA JÁTA Átta skipverjar á Bakkafossi játuðu í fyrradag aðild að umfangsmiklu smygli á áfengi sem uppvíst varð 1 síðustu viku. Mennimir játa allir jafna hlutdeild í smyglinu, sem var rúmlega tólf hundruð lítrar af vodka, sígarettur og talstöðvar. Rannsókn málsins er nú lokið og verður það síðan sent saksóknara. Bakkafoss kom til Reykjavíkur á þriðjudag. Beðið var eftir skipinu þar sem rannsókn málsins var ekki lokið þar sem eftú- var að yfirheyra nokkra af skipveijum Bakkafoss sem grun- aðir voru um aðild að málinu. Skipið var hins vegar komið áleiðis til Norðurlanda þegar upp komst um smyglið. Bakkafoss kom til Vest- mannaeyja á þriðjudag og þá átti að yfirheyra skipveijana. Menn írá Rannsóknarlögreglu rikisins komust hins vegar ekki til Eyja vegna þoku og því var frekari rannsókn frestað þar til í gær. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.