Tíminn - 20.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.07.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. júlí 1990 Tíminn 5 Hörður Einarsson fyrrv. stjórnarformaður Arnarflugs biður forsætisráðherra að taka frá sér beiskan kaleik: Burt með Ólaf strax Hörður Einarsson, stjómarformaður Amarflugs, sakar Ólaf Ragnar Grímsson flármálaráðherra um valdníðslu í samskiptum hans við fýrírtækið, þar sem ráðherra hafi ekki enn staðið við samþykkt ríkisstjómarínnar í mars 1989 um niðurfellingu á 150 millj. kr. af skuldum félagsins við ríkissjóð. Vill Hörður að málið verði tekið úr höndum flármálaráðherra. Þetta kom fram í bréfi sem Hörður sendi forsætisráðherra í gær. í bréfinu segir að í mars 1989 hafi ríkisstjómin samþykkt að fella niður eða breyta í víkjandi lán 150 millj. kr. af skuldum félagsins við ríkis- sjóð, en því máli sé nú enn ólokið 16 mánuðum síðar þrátt fyrri margítrek- aðar óskir Amarflugs um ffágang þess. Þá segir Hörður að fjármálaráð- herra fari með rangt mál er hann seg- ir að Amarflug fari fram á 300 millj. kr. skuldaniðurfellingu. Amarflug hafi einungis farið ífam á það að 150 millj. kr. skuldahlutinn verði látinn hætta að bera vexti ffá samþykkt rik- isstjómarinnar í fyrra. Með því að fjármálaráðherran hefúr skemmt sér við að láta reikna hæstu dráttarvexti á þennan hluta skuldarinnar hafi íjöldi aðila sem vilja ganga til liðs við félagið með hlutafjárlögum hik- að við vegna þessarar upphæðar. Hörður fer hörðum orðum um sölu „þjóðarþotunnar" í janúar, og segir að fjármálaráðherrann hafi ekki ein- ungis stórskaðað Amarflug með því að neita kauptilboði þeirra, heldur einnig stórskaðað rikissjóð méð því að taka allt of lágu tilboði í hana. í bréfinu segir orðrétt: „Þar sem ég tel að enginn þurfi, þ.á.m. þér, herra forsætisráðherra, að velkjast lengur í vafa um það að fjármálaráðherrann ætli sér áfram að sitja á málinu og hunsa samhljóða samþykkt ríkis- stjómar yðar, fer ég fram á það sem hluthafi og fyrrum stjómarmaður í Amarflugi, að þér lýsið yfir því nú tafarlaust yfir að þér munið sjálfur sjá til þess að margumræddri sam- þykkt ríkisstjómarinnar verið hrint í framkvæmd, en látið málið ekki áfram vera í höndum utanþingsráð- herra sem enginn hefur einu sinni kosið á þing“. Þá beinir Hörður þeim eindregnu tilmælum til forsætisráðherra að hann beiti sér fyrir því að mál milli ríkisstjómarinnar og Amarflugs verði afgreidd sem skjótast. —só Þjóðarþotan fer til Manchester í viðgerð. „Sjúkrasagan" komin fram: Fæst hún brátt „staðgreidd“? Þjóðarþotunni svokölluðu vetður flogið til Manchester í Englandi nú um helgina eða í síðasta lagi á mánudaginn kemur. Þar verður hún í mánaðartíma í viðgeröum en hefur að því loknu leiguflug innan Evrópu. Að sögn Amgríms Jóhannssonar hefur nú það mikið fundist af við- gerðasögu vélarínnar að vonast er til að hægt verði að Ijúka við greiðsi- ur innan tíðar. ,J>að hefur fundist nægilega mikið af skjölum til að við teljum vera hægt að vinna úr málinu núna. Við vonumst til að það sem komið er nægi fjármögnun- araðilum, þó ekki sé um tæmandi upp- lýsingar að ræða. Með heilmikilli vinnu hefur líftími og saga flugvélarinnar ver- ið rakin samkvæmt upplýsingum úr tölvu þeirra aðila sem sáu um viðhaldið fyrir Amarflug", sagði Amgrímur í samtali við Tímann. í Manchester verður allur skrokkur flugvélarinnar hnoðaður upp. „Flugvél- in er orðinn það gömul að þetta er nauð- synleg viðgerð". En heita má að um stanslausar viðgerðir hafi verið að ræða frá því vélin fór í byijun ársins í skoðun erlendis og eftir framhaldsskoðun hér á landi. Það er fyrirtækið Aero-tec sem sér um viðgerðina í Englandi en að sögn Amgríms er ekki vitað hvað þessi við- gerð kemur til með að kosta. —jkb Menntamálaráðherra: Húsfriðunar- nefnd og sjóður Menntamálaráðherra kynnti ný- skipaða húsfriðunamefnd og reglugerð um húsfriðunarsjóð á fúndi fréttamanna sem haldinn var í menntamálaráðuneytinu í gær. Markmið nefndarinnar, sem skip- uð er til fimm ára í senn, er að stuðla að varðveislu byggingararfs þjóðariiuiar eins og segir í tilkynn- ingu ráðuneytisins. Nefndin sér um að meta hvaða hús er ráðlegt að friða hverju sinni. Jafhffamt sér nefndin um úthlutun styrkja úr húsftíðunarsjóði til viðgerða húsa. I reglugerð er mælt fyrir um aug- lýsingar styrkja sem og tilhögun umsókna. Sömuleiðis að húsfrið- unamefnd hafi eftirlit með að ffamkvæmdir séu viðunandi af hendi leystar og varðar það styrk- missi ef á slikt brestur. Húsftíðun- amefnd er gert að birta árlega yfir- lit yfir úthlutanir úr sjóði sem og starfsskýrslu nefndarinnar og hús- vemdardeildar. jkb Útgerðarfélag Akureyrar: 50 milljóna króna hlutafjáraukning Stjórn Útgerðarfélags Akur- roarkað væri sú að talsvert var eyringa hefur ákveðiö að auka spurt eftir hlutabréfum í Útgerð- hlutafé sitt uro 50 miHjónir arfélaginu um síðustu áramót, i króna. Þeir sem þegar eiga hlut í ljósi nýrra viðhorfa og breytinga UA hafa forkaupsrétt að bréfun- á skattareglum. Eftir að aöal- um, en hafi þeir ekki nýtt sér for- fundur hafðl veitt heimild til kaupsrétt sinn fyrir lok ágúst- hlutafjáraukningar, var ákveðið mánaðar, getur almenningur fest að fara þessa leið til að gefa Ak- kaup á hlutabréfuro. Á aðalfundi ureyringura kost á að fjárfesta í félagsins, sem haldinn var íaprfl, sinni heiroabyggð. Gunnar sagði var stjórn félagsins veitt leyfi til að á næstu dðgum yrðu hluthöf- að auka hlutafé um 100.5 milljón- um send bréf og þeim boðið að ir króna, úr 329.5 milljónum nota forkaupsrétt sinn, þannig að króna í 430 milljónir. Stjórnin á þessari stundu er ekki ljóst hve ákvað að nýta heimildina að mikið fer á almennan markað. hálfu til að byrja með, og á næstu Þetta mun vera í fyrsta sinn sem dögum verða hlutabréfin boðin fyrirtæki á Akureyri eykur hluta- til kaups. fé sht með þessu móti, og næsta Gunnar Ragnars framkvæmda- víst að hlutabréfin renni út, þar stjóri Útgerðarfélagsins sagði i sem fjárhagsstaða Útgerðarfé- samtali við Timann, að kveikjan lagsins er góð, og reksturinn hef- af því að setja bréfin á almennan ur gengið vel. hiá-akureyri. Hjólað til styrktar barnadeild FSA Á sunnudaginn kemur verður efnt til hjólreiðadags á Akureyri. Hjólaður verður hringur um bæinn og er ætlun- in með þessu framtaki að afla fé til styrktar bamadeild Fjórðungssjúkra- hússins, auk þess sem þátttakendur fá holla hreyfingu og útiveru. Fyrirtæki í bænum hafa gefið vinninga, sem dregnir verða úr númeram þátttak- enda. Hringurinn, sem hjólaður verður, er um 4 km að lengd, og verður lagt upp frá Hafnarstræti 100 kl. 13.00 á sunnudag. Ætlast er til að væntanleg- ir þátttakendur mæti tímanlega til að skrá sig og greiða þátttökugjald, sem er 300 krónur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir böm. Þeir sem af ein- hveijum ástæðum sjá sér ekki fært að taka þátt í hjólreiðadeginum, en vilja leggja góðu málefni lið með fjárfram- lögum, geta sett sig í samband við Fjórðungssjúkrahúsið. hiá-akureyri. Mokveiði á þorski á Vestfjarðamiðum. Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri: Mesti afli í botn- troll í minni tíð „Það er nóg af þorski, en eitthvað minna núna þessa stundina. Það er farið að draga úr þessu“, sagði Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri á togaranum Guðbjörg frá ísafirði, aðspurður um mikla þorskveiði á Vestfjarðamiðum undanfama daga. Svo mikið hefur verið af þorski þar nú, að reyndir skipstjórar segja veiðina eina þá mestu sem þeir muni efTir. „í botnt- roll höfúm við ekki fengið þetta mik- ið á jafn skömmum tíma“, segir Ás- geir. Guðbjörg hélt á miðin á mánudags- kvöld og hefúr síðan aflað um 240 tonna. Ásgeir segir að enn sé nóg eft- ir af þeirra kvóta, eða um 1500 tonn. Hins vegar em 5-6 togarar búnir með þorskveiðikvótann og em því á flótta á undan þorskinum, þar sem þeir mega ekki fá meira af honum í netin. Að mati Ásgeirs er ástæðan fyrir þessum mikla þorskafla sú, að æti er nú mikið í sjónum og hann er hlýr. Þorskurinn liggur í hlýja sjónum, rétt undir þar sem hann er kaldari. Enginn vandamál hafa komið upp á Guðbjörginni, en brögð hafa verið að því á öðmm togurum, sem nú veiða á Vestfjarðamiðum, að troll hafi rifnað. Áhöfúin á Guðbjörg hefur þó fjómm sinnum þurfl að gera hlé á veiðum í allt að 6 stundir, til að gera að fiskin- um. I nýjasta fréttabréfi Ríkismats sjáv- arafúrða er fjallað um erfiðleika sem fylgja því, að reyndir verkstjórar og stór hluti fastráðins starfsfólks fari í ftí á sama tíma og mestur afli berist i land, þ.e. yfir sumarmánuðina. Bent er á að slíkt hefi í for með sér skerta afkastagetu á hvem mann og komi niður á gæðum vömnnar. Líklegt er að þessi vandamál komi upp nú, þar sem þorskveiði er mjög mikil og fjöldi fiskverkunarfólks er í sumar- fríi. „Þetta er ákaflega erfitt. Við eigum að sækja fiskinn, ákveðið magn í hverri viku og það er allt í lagi yfir sumarið þegar veðrið er gott. En þeg- ar veðráttan er slæm og 10-12 vind- stig hér á miðunum þá getum við ekki komið með neinn fisk. Það er hagkvæmara að taka þetta í logninu og blíðunni en þá em náttúmlega all- ir í sumarfríi, svo þetta rekst illa á“, segir Ásgeir og bendir á að þorskur- inn sé mestur nú, en slík tíð vari ekki í margar vikur. „En þetta em líka mennimir sem em búnir að væla í mörg ár yfir því að fá ekki fisk til að vinna. Svo ég held að það sé óhætt að láta þá hafa 2-300 lestir", bætir Ás- geir við. GS. Þórunn Elfa rit- höfundur áttræð Þómnn Elfa Magnúsdóttir rithöf- undur er 80 ára í dag. Eflir hana hef- ur komið út mikill fjöldi skáldsagna, leikrita, ljóðabóka og greina í blöð- um og tímaritum. Þá var hún tíður fyrirlesari í úU'arpi um áratugaskeið. Þómnn Elfa hefur tekið virkan þátt i félagslífi af ýmsu tagi: Hún var um skeið fulltrúi Rithöfundasambands Islands í Bandalagi ísl. listamanna, starfaði mikið innan Góðtemplara- reglunnar og Leikfélags Reykjavíkur og í Kvenréttindafélagi Islands. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.