Tíminn - 20.07.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.07.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagúf'20.'júlí’ 199Ó Sumir menn eru þannig að það er ósvikin upplyfting að hitta þá og þeir skilja eftir líkt og notalegan yl innra með manni eftir það eitt saman að hafa átt við þá orðastað. Einn af þeim var Páll H. Jónsson kennari og rithöf- undur. Atvikin höguðu því svo að við urð- um samstarfsmenn stóran hluta árs- ins 1966 hjá Sambandinu. Það var erfiður tími fyrir Pál, fyrri kona hans, Rannveig Kristjánsdóttir, lá þá bana- leguna og lést um vorið. Upp úr því veiktist Páll sjálfúr, og mun það hafa verið af þessum persónulegu völdum að hann ákvað síðan fljótlega að láta af störfúm hjá Sambandinu, þar sem hann var forstöðumaður Fræðslu- deildar og ritstjóri Samvinnunnar, og hverfa aftur á heimaslóðir í Þingeyj- arþingi, fyrst að Laugum en síðar á Húsavík. Áratug síðar áttu leiðir okkar Páls þó eftir að liggja saman í nánu og býsna skemmtilegu samstarfi. Hann hvarf þama síður en svo frá sam- vinnumálunum, því að 1976 kom út eftir hann geysimikið verk, saga Hallgríms Kristinssonar forstjóra, bókin „Úr Djúpadal að Amarhóli.“ Það kom í minn hlut sem starfsmanns Fræðsludeildar að fylgja verkinu i gegnum prentsmiðju. Bók Páls er ákaflega efnismikil og vel unnin, og við frágang hennar var það sem við áttum þetta ánægjulega samstarf. Meðal annars heimsótti ég Pál þá norður og átti notalega gistingu á Húsavík hjá honum og seinni konu hans, Fanneyju Sigtryggsdóttur. Ég er Páli enn þakklátur fyrir kvöldið góða sem hann ók þá með mig i in- dælu sumarveðri í Saabinum sínum út á Tjömes og sýndi mér stoltur norðurhjarann. Þingeyingur var Páll fram í fmgurgómana og ófeiminn að gantast með þegar um var rætt. Annars var Páll að mörgu leyti for- vitnilega tvískiptur að eðli. Hann var á aðra hliðina ftngerður lista- maður, ljóðrænn og músíkalskur, og fyrir þá hlið náði hann sem kunnugt er að verða þjóðkunnur rithöfundur á efri árum. Að hinu leytinu var hann svo eldheitur hugsjónamaður, ólgandi af lífsfjöri og lífskrafti, og hreif alla í kring með sér. Og i raun- inni var hann feikisterkur maður, þótt hin ljúfa og viðkvæma. lista- mannslund sneri máski meir út á við svona dags daglega. Aldrei fann ég lát á honum þótt á móti blési í einka- lífi eða með heilsu. Víl var ekki til í hans munni. Aldursmunur á okkur Páli var mik- ill, en eigi að síður má ég segja að vinátta okkar hafi náð að verða all- traust. Seinni árin hittumst við að vísu sjaldnar en skyldi, eins og gengur, en alltaf var þó jafnnotalegt að hitta Pál eða spjalla við hann í síma. Hann var einn af þessum mönnum sem ná því að gera mann- lífið hér á jörðinni töluvert auðugra en annars með því einu að vera til. Ég þakka honum fyrir kynnin löngu og góðu og sendi aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Eysteinn Sigurðsson. Þegar Heimir Pálsson hringdi til mín að norðan 11. þ.m. og tjáði mér andlát foður síns, setti mig hljóðan. í minningu og þakklæti varð mér hugsað til margra gefandi og góðra stunda sem við Páll H. höfðum átt saman á liðnum árum. Að vísu vor- um við nokkuð svo „aldnir að árum“ þegar fundum okkar bar fyrst sam- an, en ég laðaðist strax að þessum geðþekka manni, sem svo óvenju mörgum hæfileikum var gæddur. En þrátt fyrir harm minn og eftirsjá get ég samglaðst vini mínum að hafa þó svo lengi, meðan hann ekki gekk heill til skógar en vann samt, notið ástar og umhyggju seinni konu sinn- ar, Fanneyjar Sigtryggsdóttur hús- mæðrakennara, og fá svo að deyja þjáningalítið heima í blíðri umsjá hennar. Fegurri og tillitssamari sam- búð hjóna en þeirra hef ég ekki þekkt. Hún var aðdáunarverð. Já, nú þegar Páll H. Jónsson frá Laugum er allur, hef ég margs óvenjugóðs að minnast. Ég man hann fyrst ótilkvaddan koma til liðs við mig opinberlega í málflutningi þeirrar hugsjónar sem við báðir unn- um og vissum með rökum að í sér bert frjómögn til heilbrigðara og far- sælla mannlífs, hvað sem hver segir nú og lætur í veðri vaka, þegar rás viðburðanna sýnist hafa feykt burt þeim hugsjónagrundvelli sem áður var í ár og öld byggt á af milljónum manna um víða veröld, þar sem sig- urinn átti aldrei að verða sársauki neins. En það er víst annað mál, þótt minningin um Pál H. veki mér þess- ar kenndir. Síðar, eftir okkar fýrstu kynni, átti ég eftir að verða vitni að afburða snjöllum málflutningi Páls H. í ræðu og riti, samvinnuhreyfingunni til framdráttar, eftir að hann varð for- stöðumaður Fræðsludeildar SÍS og ritstjóri „Samvinnunnar", auk þess að vera höfundur margra smárita um samvinnumál og hinnar miklu bókar sinnar um Hallgrím Kristinsson, „Úr Djúpadal að Amarhóli". Allt ber þetta vitni mælsku hans, ritsnilli og heitum sefa hins upphafna hug- sjónamanns. Ekki dró úr áhrifúm og ungaði þegar söngurinn og hljóð- færaslátturinn bættust við á hinum ýmsu samkomum samvinnumanna. Þar, á þeim vettvangi, eru mér minn- isstæðastar Húsmæðravikur SÍS og kaupfélaganna í Bifröst. Þá fann margur „hinn heita blæ sem til hjart- ans nær“ — sumar eftir sumar. Ekki gleymist mér eftirminnilegur stuðningur Páls H. við klúbbana „Öruggur akstur“ þegar hann á landsfúndi þeirra flutti hið snjalla erindi sitt „Frá Bergþórshvoli til Miklubrautar", sem við svo síðar gáfum út til dreifíngar og var einnig af höfundi flutt í útvarpi. Ég man Pál H. vel frá mörgum sameiginlegum ferðum okkar út um land á vegum samtakanna; hversu lifandi og skemmtilegur ferðafélagi hann var, með gleði og gamanmál á vörum; Mímisbrunnur söngs og sögu. Og það var vissulega upplifun að verða eitt sinn þeirrar gleði að- njótandi að fara með honum beinlín- is í skemmtiferð um heimahaga og hitta marga sveitunga hans og gróna söngvini í léttum galsa, þar sem engin var töluð tæpitunga og allt meint betur en sagt var, og varð ekki misskilið. Sá ég þá og fann hversu Páll H. var vinsæll og dáður. Aldrei er hægt að segja allt. En margs fleira væri að minnast úr per- sónulegum samskiptum okkar Páls H. Jónssonar frá Laugum. Þau eru þó ekki nema brot úr ævi- og starfs- ferli hans; þessa fjölhæfa manns, sem svo lengi og víða hafði marg- þætta forystu og afskipti af lista- og menningarmálum sem kennari, söngstjóri, ljóð- og leikritaskáld og margverðlaunaður rithöfúndur á eft- ir árum. Af öllu þessu er firækin saga, skráð og óskráð, sem ekki verður frekar vikið að í þessum minningarorðum. En mikið hefði ég viljað vera honum nærri meðan „ár- sól lífsins" brann okkur báðum „heit á vanga“ — njóta yls og hrifningar á hans stærstu og stoltustu stundum. En „nú er söngurinn hljóður og horfmn“ nema í verkum hans og huga og hjarta þeirra sem nutu. Perl- ur á borð við „Fölnuð er liljan og fölnuð er rós“ þeirra Páls H., Sig- rúnar á Rangá og Gröndals mun lifa „í brjóstum sem að geta fúndið til“. Blessuð sé minning Páls H. Jóns- sonar frá Laugum. Baldvin Þ. Kristjánsson Sjáum um erfidrykkjur RISIÐ Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670 Þ .... Marmaralegsteinar meö steyptu inngreyptu eöa upphleyptu letri. Einnig möguleiki með innfellda Ijósmynd. Marmaraskilti meö sömu útfærslum. Sólbekkir, boröplötur, gosbrunnar o.m.fl. Sendum um allt land. Opiö 9-18, laugard. 10-16. vsC Marmaraiðjan Smiðjuvegi 4E, 200 Kópavog \\ Sími 91-79955. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar Miklubraut 68 @13630 t Föðurbróðir okkar Þormóður Dagsson er látinn. Útför hans verður frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 24. júl í kl. 13.30. Oddbjörg og Steinunn Jónsdætur. t Eiginmaður minn Sigurður Guðjónsson Urriðaá sem lést 16. júlí verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 21. júlí kl. 14. Hólmfrfður Þórdís Guðmundsdóttir og fjölskylda. Steinunn Davíðsdóttir Jarðarför Steinunnar Davíðsdóttur fer ffarn ffá Akureyrarkirkju í dag, 20.7. 1990. Steinunn fæddist og ólst upp á Stóru-Hámundarstöðum á Ár- skógsströnd, dóttir Davíðs Sigurðs- sonar hreppstjóra og konu hans, Margrétar Jónsdóttur. Steinunn útskrifaðist úr Kennara- skóla íslands vorið 1930. Giftist Áma Rögnvaldssyni, kennara að mennt, mætum manni. Þau eignuðust tvö böm. Um námsferil Steinunnar, áður en hún kom í Kennaraskólann, veit ég ekki. Það er skólasystirin, sem ég minnist hér. Fá verða orðin, sem tjáð verða. Þetta skal sagt. Steinunn var öll námsárin í Kenn- araskólanum meðal efstu nemenda. Kennaraprófið tók hún með glæsi- brag. Þakka kynninguna. Eftirlifandi manni hennar, bömum og bamaböm- um og öðmm nánustu, flyt ég samúð- arkveðjur. Látin, horfin, þrotið þrek og kraftur, þín er liðin jarðlífs-ævistund. Þótt holdið deyi, andinn rís upp aft- ur, eigi grófstu í jörðu lífs þíns pund. Skólabróðir. BOKMENNTIR Barátta skapmikillar listakonu við ómennskt kerfi: Ævisaga Galinu Vishnevskaja óperusöngkonu Almenna bókafélagið hefur gefið út bókina Galína sem er sjálfsævisaga rússnesku ópemsöngkonunnar Ga- línu Vishnevskaju. I bókinni lýsir Ga- lína því hvemig hún reis úr örbirgð í bamæsku, varð ein skærasta söng- stjama Sovétríkjanna við Bolsoi- ópemna áður en hún varð landflótta frá foðurlandi sínu. Saga Galínu er einnig saga Sovét- ríkjanna. Hún dregur upp lifandi mynd af lífi í Rússlandi stalinismans, sýnir neyðina í borgunum, hreinsan- imar, herkví nasista, hungrið og Sta- lín sjálfan. Khrútsjov gerist vemdari hennar, hún eignast Brezhnev að vini, giftist sellósnillingnum Rostropovits og öðlast traust Solsjenitsins. Galína og eiginmaður hennar, Ro- stropovits, yfirgáfu Sovétríkin árið 1974 eftir áralangar linnulausar árás- ir sovéskra stjómvalda. Fjómm ámm síðar vom þau svipt sovéskum rikis- borgararétti fyrir andsovéskan áróð- ur. Galína lýsir á áhrifamikinn hátt heimi listamanns sem er markaður eftirliti KGB og stjóm flokksins, minnkandi trú hennar og Rostropo- vits á kerfið sem flæmdi þau frá ætt- landi sínu sem þau elska. Þetta er rússnesk saga um list og ást, tap og sigra og að lokum brotthvarf. Guðrún Egilsson íslenskaði bókina og ljóðin þýddi Geir Kristjánsson. Galína var mánaðarbók Bókaklúbbs AB í júní. Bókin er 380 bls. og prent- uð í prentsmiðju DV, bókband annað- ist Félagsbókbandið-Bókfell. Kápu gerði Búi Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.