Tíminn - 21.07.1990, Qupperneq 5

Tíminn - 21.07.1990, Qupperneq 5
t<áugárdaðúr'2tffjútf^il9(90 fímirin 5 Samgönguráðherra upp í loftbelg í dag klukkan ellefu árdegis hefur loftbelgur sig til flugs úr Laugardaln- um með Steingrím J. Sigfússon sam- gönguráðherra innanborðs. Þó veð- urskilyrði reynist óhagstæð þarf ekki að óttast að ráðherrann f]úki út í veð- ur og vind, því ef svo reynist verður belgurinn festur við jörð með taug og ekki sendur mjög hátt upp. Síðan er ætlunin að fara með belginn út á land og fljúga honum á m.a. AJcureyri. Tveir belgir komu hingað til lands á fimmtudag frá Bergen með Norrænu. Tilefhi fararinnar er Ferðamálaár Evrópu 1990, en veg og vanda af heimsókninni hingað hefúr lands- nefnd íslands. Ferðin hófst í Brussel 27. mai síðastliðinn og mun leið ferðalanganna liggja um öll átján að- ildarlönd EFTA og EB þar sem ís- land er nyrsti viðkomustaðurinn. Tvennt er í áhöfn belgsins, Banda- ríkjamaðurinn William Spreadbury og Bretinn Susan Carden. jkb Eldur laus í Sigurvíkinni Eldur kom upp í Sigurvík VE þar sem hún var á veiðum um 9 sjómílur fyrir austan Vestmannaeyjar í gær- morgun. Greiðlega tókst að slökkva eldinn, voru skipveijar búnir að því þegar Sjöfn VE kom til aðstoðar og dró Sigurvíkina í land. Gísli B. Konráðsson er stýrimaður á Sigurvíkinni, en hann var jafhframt skipstjóri í þessari ferð, sagði að hann hafi orðið eldsins var þegar reyk lagði upp úr vélarúminu, en þeir voru þá nýbyijaðir að toga. Ekki var um mikinn eld að ræða, en þó nokkur reykur var. „Við gátum slökkt eldinn með slökkvitækjum, en það sem sjó- dælan drap á sér notuðum við einnig vatnsfötur til að hella sjó í vélarrúm- ið,“ sagði Gísli. Hann sagði að eldur- inn hafi átt upptök sin í hljóðkút aðal- vélar, sennilega komist olía í hann sem orsakaði eldinn. Sjöfn VE kom síðan til aðstoðar, þá var búið að slökkva eldinn, og dró Sigurvíkina til Eyja. Gísli vildi koma því á framfæri að aðstoð skipveija á Sjöfn hafi verið ffábær. -hs. Pallbílar með aldrifi eru vinsælir víðar en á íslandi. Pallbílar vinsælir víðar en á Islandi: ISUZU BÍLAR UPPSELDIR Vegna mikillar eftirspumar erlend- is eftir Isuzu pallbílum með aldrifi, hafa framleiðendur orðið að tak- marka fjölda þeirra til íslands i bili. Bílamir em nú uppseldir fyrir nokkm hjá umboðinu, Jötni við Höfðabakka, en auk einstaklinga hafa verktakar, fyrirtæki og nú síð- ast Reykjavíkurborg keypt talsvert af þeim. Næstu sendingar Isuzu pallbíla era ekki væntanlegar til landsins fyrr en í september og októ- ber nk. Isuzu pallbílamir hafa hlotið góðar viðtökur hérlendis en umboðsaðili þeirra, Jötunn hf., hóf að flytja þá til landsins snemma á þessu ári. Isuzu verksmiðjumar stóðu að sérstakri kynningu á pallbílunum og Isuzu jeppum fyrir evrópska blaðamenn. Þessar kynningar fóra fram hér á landi og óku blaðamennimir víðs vegar um Suðurland á misjöfhum vegum í byggðum og óbyggðum. Frá einni slíkri ferð var sagt hér í Tímanum þann 18. mai sl. Einnig hafa birst frásagnir í erlendum bíla- blöðum og -tímaritum af þessum ferðum hinna erlendu blaðamanna. —sá

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.