Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝS.NGASÍMAR: 680001 -686300 NTJTIMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGDUM IANDSINS AKTU EKKI UT í ÓVISSUNA. AKTUÁ SUBARU Ingvar Helgason hf. Sævartiöföa 2 Stml 91-674000 LONDON-NEWYORK-STOCKHOLM DALLAS j^-'^*^ TOKYO WíE J Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíminn LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ1990 Bréf fyrrverandi stjórnarformanns Arnarflugs til forsætisráðherra: Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, segir að ekkert í bréfi Harðar Einarssonar til forsætisráðherra hafi komið sér á óvart „Hörður hefur oft talað svona í samskiptum sínum við fjármálaráðuneytið á undanförnum misserum. Með bréfinu sýnir hann aðeins þjóðinni hvemig hann kýs að haga sínum málflutningi í viðræðum við opinbera aðila sem ég tel Amar- flugi ekki vera til framdráttar. Hörður er hins vegar hættur sem stjórnarformaður og það segir nú sína sögu. Ég ætla ekk- ert að fjalla nánar um þetta en óska eftir því að nýir stjórnar- menn tileinki sér þetta ekki sem fordæmi, heldur að við getum með eðlilegum hætti og í rólegheitunum rætt þessi mál", sagði Ólafur í samtali við Tímann. Varðandi ábendingu þess efh- is að á meðan skuldir Arnar- flugs við ríkið hefðu hækkað umtalsvert á meðan fjárhæð loforðs um niðurfellingu hefði staðið í stað sagði Ólafur: „í þessu máli eru spurningar um þær reglur sem venjulega gilda varðandi útgjöld og vaxtareikn- inga ríkis- og ríkisábyrgða- sjóðs. Það sem við höfum sagt varðandi þetta, er að þær sömu reglur eigi að gilda um Arnar- flug og aðra aðila. Ég ætla mér ekki út í neinar viðræður við Hörð Einarsson, ég taldi aðeins nauðsynlegt að leiðrétta rang- færslur hans". jkb Ný tannréttingareglugerð ókomin: Margir bíta á jaxlinn og bíöa Bráðlega verður komlð upp nýju kerfl búðarkassa í Miklagarði sem byggist á alíslenskum hugbúnaðl. ÍSLENSKT HUG- VIT í KÖSSUM Ragnar Magnús Traustason tannlæknir telur að ekki hafi dreg- ið úr tannréttingum þrátt fyrír að heilbrigðisráðuneytið hafi ekki enn gefið út reglugerð um endur- greiðslu Tryggingarstofnunar rík- isins vegna tannréttinga, en stofn- unin hætti endurgreiðslum til nýrra sjúklinga hinn 1. nóvember 1989. Ragnar Magnús sagði að ef bam væri með smávægilegt frávik i dag, og það kostaði ákveðna upphæð að láta gera við það, gæti sú upphæð tvö- eða þrefaldast ef beðið væri með réttinguna. Það gæti skipt miklu máli, sérstaklega þar sem nú væri liðið hálft ár frá því Tryggingastofhun hætti að endurgreiða tannréttingar. „Ef fólk sér fram á að hægt sé að gera þetta með litlum tilkostnaði núna, bæði peningalega og tímalega, fyrir barnið, fer það auðvitað af stað", sagði Ragnar. Hann sagði þó að þetta hefði einhver áhrif á viðskipti tannlækna, og þá helst í stærri tilfellum, sem mættu bíða, en þetta hafi ekki komið beint niður á þeim. Á sjúkratryggingardeild Trygginga- stofhunar fengust þær upplýsingar að einungis sjúklingar með sérstaka sjúkdóma og fæðingargalla fengju greiddar bætur vegna tannaðgerða, og svo þeir sem hófu meðferð í tann- réttingum fyrir 1. nóvember sl. End- urgreiðsla fyrir tannréttingar er helm- ingurafkostnaði. Ragnar Magnús sagði að þeir tann- læknar, sem störfuðu við tannrétting- ar, hefðu i raun ekkert um þessa nýju reglugerð að segja, þetta væri mál sem væri algerlega milli sjúklingsins og Tryggingarstofhunar. Hann sagði að þess misskilnings gætti á Trygg- ingastofnun að það væru tannlæknar sem ættu að leysa þetta mál. „Við erum í raun bara verktakar fyr- ir fólkið og það fær síðan endurgreitt, en aftur á móti er það Trygginga- stofhun sem sér um endurgreiðsluna. Það er verið að hamra á þvi að við stöndum í veginum fyrir því að þeir setji einhverja reglugerð. Það er nátt- úrulega algjörlega út í hött", sagði Ragnar. —só Innan tíðar verður tekið í notkun nýtt kerfi búðarkassa í Miklagarði sem byggir á alíslenskum hugbúnaði. Segir í fréttatilkynningu verslunar- innar að meginkostir nýju kassanna séu aukið öryggi, hraðari afgreiðsla og auknir möguleikar til fjölbreyttari þjónustu. Kassarnir, sem um ræðir, eru af gerðinni IBM 4684 og þeir fyrstu verða teknir i notkun hinn fýrsta september. Hugbúnaðurinn er hönn- un Hugbúnaðarhf. í Kópavogi. Kass- arnir, 53 talsins, lesa strikamerkingar og þar sem um nettengingu er að ræða verður birgðabókhald fært sam- stundis. Kassinn skráir allar aðgerðir starfsfólks, les greiðslukort og er hægt að gera upp á hvaða tíma sem er. Kerfinu fylgir hreyfanlegur skjár með stórum stöfum og strimill gefur sundurliðaðar upplýsingar varðandi virðisaukaskatt og greiðslukorta- númer svo dæmi sé tekið. Þá segir í tilkynningunni að kassarn- ir auðveldi sérhönnun ýmissa tilboða verslunarinnar. Má sem dæmi taka afslátt boðinn ef keypt eru tvö eintök sömu vöru, afslátt fyrir hundraðasta viðskiptavininn, hafa sérverð í gildi á ákveðnum tímum dags o.s.frv. jkb Kona föst í rullu Kona festist með handlegg í taurullu þegar hún var við yinnu sína á Hrafnistu í gær. Hún var ao mata ruiluna af Ittkunt, þegar svo illa vildi til að handleggur konunnar fór með tauinu í rullunu alveg upp að olnboga, en þá stoppaði rullan. Kaliað var eftir tækjabíl slökkviliðsius tii Iijálpar, en þegar hann kom að var búið að losa konuna. Hún mun eitt- hvað hafa meiðst, sennilega brorin, en betur fór en ií horfo- ¦ist. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.