Tíminn - 24.07.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.07.1990, Blaðsíða 1
íur boðað frjálslyndi og framfarir í iinaaariiMHi ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLf 1990 -140. TBL. 74. ÁRG. - VERÐ í LAUSASÖLU KR. 90, Óttast um aö verðbólgudómur hafi fallið í Félagsdómi í gær í máli náttúrufræðinga gegn ríkinu: Hringrás 4,5% launahækkana? Félagsdómur felldi í gær endanlegan dóm í máli náttúrufræðinga gegn rík- inu. Dómurinn var á þá lund að ólög- legt hefði verið hjá ríkinu að fresta um- saminni 4,5% launahækkun til BHMR sem koma átti til greiðslu 1. júlí sl. Bæði Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Ásmundur Stefánsson for- seti ASÍ sögðu í gær að þeir hlytu fyrir hönd umbjóðenda sinna að fara fram á sömu hækkun launa. Þar sem í samn- ingum BHMR eru ákvæði um að laun félagsmanna skuli hækka í samræmi við hækkanir sem verða á launum ann- arra launþega þá gæti BHMR hæglega krafist enn 4,5% hækkunar gangi hugsanlegar kröfur Ögmundar og Ás- mundar eftir - og síðan koll af kolli. „Það getur hver maður séð að slík framkvæmd mála getur ekki gengið í okkar samfélagi,“ sagði Halldór Ás- grímsson starfandi forsætisráðherra í gærkvöldi. • Blaðsíða 5 Frá undirritun kjarasamninga ASÍ, VSl í febrúar sl. Höfuðmarkmið samninganna var að hemja verð- bólguna og koma á efnahagslegum stöðugleika. Nú er óttast um það markmið. Fremstur á mynd- inni er Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, þá Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda og Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ Timamynd; Ami eiama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.