Tíminn - 24.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.07.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagurdagur 24. júlí Tíminn 5 Félagsdómur úrskurðar frestun á samningsbundinni launahækkun BHMR er koma átti til framkvæmda 1. júlí ólöglega: Allt lítur út fyrir endalaus- ar 4,5% launahækkanir Félagsdómur úrskurðaði í gær einhliða frestun ríkissins á 4,5% samningsbundinni launahækkun háskólamanna í þjón- ustu ríkisins ólöglega. Náttúrufræðingar í þjónustu ríkisins höfðuðu mál á hendur ríkinu vegna þessarar frestunar. Fjár- málaráðuneytið, fyrir hönd ríkisins, gerði þá kröfu að málinu yrði vísað frá, en Félagsdómur hafnaði þeirrí kröfu og dæmdi ríkið til að greiða 200 þúsund í málskostnað. Um er að ræða prófmál og eftir þessa ákvörðun Félagsdóms liggur iyrir að Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna á rétt á launahækk- un 1. júlí s.l. samkvæmt kjarasamn- ingi. Þar með er hins vegar ekki nema hálf sagan sögð. Kjarasamn- ingar ASÍ og vinnuveitenda frá því í febrúar voru gerðir á þeim forsend- um að ASI- félagar bæru ekki skarð- an hlut frá borði miðað við aðra launahópa í þjóðfélaginu. Það þýðir að hækki laun annarra meira heldur en samið var um í þjóðarsáttinni svokölluðu gerir ASI kröfú um að þeirra félagar njóti sömu hækkana. „Næsta skref af okkar hálfú hlýtur að vera að fara fram á sömu hækkun fýrir okkar fólk,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASI í samtali við Tímann eftir að úrskurður Félags- dóms lá fýrir i gær. „Ég geri ráð fýrir því að það verði ffekar fjallað um þá kröfu í prósentum heldur en krónu- tölu sem kemur þó til greina líka.“ Bandalag háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna getur síðan aftur gert kröfu um kauphækkun en í þeirra samningi er ákvæði þar sem segir að taka skuli mið af launaþróun í land- inu. Geri BHMR kröfu um 4,5% launahækkun eftir að ASÍ hefur fengið 4,5% launahækkun, vegna þess að Félagsdómur dæmdi BHMR 4,5% launahækkun í upphafi, gerir ASI aftur kröfu um samsvarandi launahækkun að sögn Ásmundar. Þá hefur launaþróun í landinu breyst og BHMR getur á ný gert kröfu um launahækkun í samræmi við hækkun ASI. Niðurstaðan er víxlverkandi hækkanir á launum háskólamanna og verkamanna. ,JÞað getur hver maður séð að slík ffamkvæmd mála getur ekki gengið í okkar samfélagi,“ sagði Halldór Ás- grímsson starfandi forsætisráðherra í samtali við Tímann í gærkvöld. „Við hljótum að Ieita effir þvi við atvinnurekendur að samningurinn verði tekinn strax til endurskoðunar en það eru engin sjálfvirk endur- skoðunarákvæði í samningnum,“ segir Ásmundur Stefánsson. „Það væri algert ábyrgðarleysi af okkar hálfu ef við gerðum ekki tilkall til þess að fá það sama. Það hljóta allir að vera sammála um það að launa- misréttið sem er i dag á milli lág- launafólksins innan ASÍ og háskóla- fólks á almennum vinnumarkaði er mun alvarlegri heldur sá munur sem er á milli háskólamanna á almennum vinnumarkaði og BHMR. Það er enn frekari ástæða til leiðréttingar á launum okkar fólks heldur en laun- um háskólamanna hjá ríkinu.“ - Á hvem hátt mun ríkisstjómin bregðast við þessu vandamáli sem upp er komið á launamarkaðinum? Halldór Ásgrímsson: „Þetta mál hefur ekkert verið rætt eftir að þessi staða er komin upp. Framhaldið fer að sjálfsögðu mikið eftir því hvaða kröfur aðrir aðilar vinnumarkaðarins munu gera. Ég get ekkert sagt um viðbrögð fýrr en málið hefur verið grandskoðað og rætt í ríkisstjóm.“ Ríkisstjómin tók þá ákvörðim í júnf að láta umrædda 4,5% hækkun ekki koma til framkvæmda þar sem hún ylli röskun á markmiðum hinna al- mennu kjarasamninga frá því f febrúar. Félag íslenskra náttúrafræð- inga skaut málinu til Félagsdóms til þess að fá úr því skoríð hvort frestun ríkisins á launahækkunum til aðild- arfélaga BHMR væri lögleg. Ríkið gerði þá kröfu á móti að málinu yrði vísað frá dómi þar sem ágreiningur- inn heyrði undir nefnd í samræmi við 9. grein kjarasamnings ríkisins og BHMR frá vorinu 1989. Því hafnaði Félagsdómur og f niðurstöð- um dómsins segir að umræddur ágreiningur heyri ekki undir ákvæði 9. greinar samningsins. Dómur Fé- lagsdóms er lokaniðurstaða í málinu en hægt er að vísa úrskurðinum um frávísun til Hæstaréttar. - ÁG Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva segir það lífsspursmál að lækka skuldir fiskvinnslufyrirtækja: Vinnslan er rekin 0,4% yfir núlíinu Samtök fiskvinnslustöðva gerðu f gær afkomumat á stöðu vinnslunnar miðað við að 1% jöfnunargjald verði greitt af aflaverðmæti bolfisks i verðjöfnunarsjóð. Miðað við stöð- una eins og hún er nú er vinnslan í heild rekin með 0,4% hagnaði, sölt- unin er rekin með óveralegu tapi en frystingin er rekin með hagnaði. Þetta kom ffarn i samtali Tímans við Arnar Sigurmundsson formann Samtaka fiskvinnslustöðva í gær. Arnar segir að forráðamenn fisk- vinnslunnar hefðu viljað sjá meiri hagnað áður en vinnslan yrði skikk- uð til þess að greiða í verðjöfnunar- sjóð. Það séu aðeins hækkanir síð- ustu daga og vikur sem lyfti rekstr- inum yfir núllið. En era líkur á að þetta verð haldist? „Það era engin teikn á lofti um að þetta verð fari lækkandi, það er skortur á fiski,“ sagði Amar Sigur- mundsson. „Við hefðum samt þurft að komast í meiri hagnað. Við hefð- um viljað nota þessa peninga til þess að greiða niður skuldir hjá mönnum. En Alþingi hefur ákveðið þetta og við höfum lagt á það megin áherslu á að þetta verði haft nógu einfalt. Best hefði verið að hafa ekkert sjóðakerfi. Við viljum hafa þetta eins og á að gera - eymamerkt fýrirtækj- unum. Áð auki væri æskilegt að reyna að hafa þetta sem mest á ein- um reikningi á nafni hvers fýrirtæk- is. Það hefur enn ekki tekist en það er ekki öll nótt úti ennþá.“ Amar segir að fjárfesting í fisk- vinnslu sé mjög óveraleg um þessar mundir. Einu Qárfestingarnar sem menn leggi út í séu i hagræðingar- verkefnum hjá frystihúsum. „Þannig að við skulum vona að skuldir lækki eitthvað núna og vinnslan geti lækk- að sínar skuldir, það er alveg lífs- spursmál fýrir okkur,“ sagði Amar. - ÁG Sérstæðar skelfiskveiðar Dæluskip á kúfiski í vetur vora gerðar tilraunir með að veiða kúfisk á einu af sanddæluskip- um Björgunar hf. og nota til þess sanddæluna. Það var Björgun sem stóð fyrir þessum athugunum og naut við þær aðstoðar frá Rannsókn- arstofhun fiskiðnaðarins. Þessar veiðar voru stundaðar í febrúar og þá famar nokkrar ferðir. Sigurður Þ. Kristjánsson hjá Björg- un sagði að við veiðamar hafi verið notuð breytt sanddæla á einu af sanddæluskipunum. „Það kom hug- mynd um að prófa þetta.“ Hann sagði að þessi tilraun hafi ekki leitt af sér þann árangur sem vonir stóðu til því skel fisksins hafi brotnað of mikið og merkilegri búnað þurfi til slíkra veiða. Sigurður vissi ekki hvert framhald þessa máls yrði en ljóst er að breyta þarf sanddæluskip- inu töluvert áður en hægt verður að nýta það sem kúfiskveiðiskip. -hs. Páll Halldórsson formaður BHMR um dóm Félagsdóms í gær: Algerlega gengið að kröfum okkar Páli Halldórsson formaóur BHMR segir að ríkið sleppi ekk- ert frá því að greiða háskóla- mönnum umsamda 4.5% launa- hækkun 1. júlí, eftir að félags- dómur úrskurðaði í gær að ganga ætti að kröfum BHMR, Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir að við endurskoðun samninga félagsins í haust muni þeir gera somu kröfu um kaup- hækkun þrátt fyrir að engin ákvæði séu um það í BSRB samningnum. „Það er bara ósköp einfaldlega gengíð að okkar kröfu enda er nú þessi samningur nokkuð ljós hvuó þetta varðar,4' sagði Pál! þegar hann var spurður um nið- urstöðu dómsins. Páll sagði að BHMR hefði óskað eftir viðræðum við ríkið allan síðastliðinn vetur en þeir hefðu ekki verið virtir svars. „í fyrsta skipti sem talað er um framkvæmd þessa samnings er þegar ríkisstjórnin skrifar okk- ur bréf 12. júní og segist ekki ætla að fara að sammngnum.Ég held að þessir menn verði að Ogmundur Jónasson Ásmundur Stefánsson taka ekki neitt í tilcfni af þjóðar- sáttinni sem var þá í gildi. Núna þegar loksins kemur að þessu á það sér þann aðdraganda að rík- ið hefur engan áhuga á að ræða við með hvaða hættí þetta er framkvæmt heldur þjösnast þeir áfram og fara ekki eftir því sem samningurinn segir," sagði PáU. Hann sagði að áratugum sam- an hefðu menn verið að gera hér þjóðarsáttir sem faafa vel þjónað þeím tilgangi að halda taxta- launum niðri. „Enda er nú svo komið að æ færri byggja á taxtalaunum. á aukið launamisrétti i hinu op- inbera !aunakerfi,“ sagðí Ög- mundur. Hann vildi engu spá um hver framvindan yrði með þjóðar- sáttina, þeir hefðu engin ákvæði sett inn í sína samninga um að þeir ættu kröfu á því sem aðrir fcngju. „Það er nú kannski vandinn i þessum kjarasamnlngi BHMR og rtkisstjórnarinnar sem gerð- ur var á sínum tima að þar er ákvæði um að þeir fái allt það sem við kunnum að fá á næstu árum auk umræddra leiðrétt- læra talsvert í samskiptum og þeir hefðu betur hafið við okkur viðræður í vetur um fram- kvæmd þessa samnings. En þeir hafa bara kosið að þjösnast áfram, beita því valdi sínu að þeir sitji sjálfir á kassanum og greiða ekki út,“ sagði Páll. Hann sagði að það heföi orðið að hjálpa rikisstjórninni með að skilja hvað i þessum samningi, sem þeír skrifuðu sjálflr undir, fælist. Það væri fallinn dómur og BHMR félagar myndu að sjálfsögðu ætiast tii þess að fá þessa 4.5% hækkun um næstu mánaðamót. Loksins í fyrra hefði náðst samkomulag um það að þeir fengju hliðstæð laun og háskólamenn á almennum markaði á þremur til fimm ár- um. „Fyrsta árið féllumst við á að Þetta er orðið gerviiaunakerfi sem þeir hafa búið til með þess- um þjóðarsáttum sinura. Það eru helst opinberar stofnanir sem er haldið við þctta kerfi, Þetta er þjöðarsátt um það að brjóta niður taxtalaunakerfið meðan menn eru að semja hver á sínum vinnustað um hin raun- verulegu laun í landinu. Ég hef engan áhuga á því að halda við þessu blckkingarkcrfi. Við krefj- umst bara okkar réttar," sagði Páfl. Ögmundur Jónasson forraaður BSRB sagði að þegar þar að kæmi myndu þeir ætlast til þess að þær hækkanir sem gengju til opinberra starfsmanna með há- skólapróf kæmu í hlut allra op- inberra starfsmanna, lika félags- manna BSRB. „Við munum aldrei skrifa upp inga. Þetta er I sjálfu sér ekkert annað en krafa um breytt launa- kerfi hjá ríkinu, og það cr þetta sem við munum ekki sætta okk- ur við,“ sagði Ögmundur, Hann sagðí að honum fyndist þetta sýna eina ferðina enn hversu nauðsynlegt það er að taxtafólk hjá ríkinu sé samstiga í kjarab- aráttunni en gangi ekki í sitt hvor átt „En þótt að við höfum ekki ákvæði um það inni í okkar samningum að fá það sem aðrir kunna að fá þá er ljóst að þegar kemur að endurskoðun samn- inga í haust þá munum við gera þá sjálfsögðu kröfu að kaup- hækkanir sem renna til háskóla- menntaðs fólks hjá rikinu gangi einníg til annarra. Svo einfalt cr það mál,“ sagði Ögmundur. ****** só

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.