Tíminn - 24.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.07.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24. júlí 1990 Tíminn 7 n ELSKIST MEÐ GAT U í Afríku, þar sem banvænn sjúkdómur hefur tekið hvað stærstan toll, eru yfirvöld loksins farin að berjast á móti og reyna að breyta kynferðislegu og félagslegu atferíi fólks Fnykurinn, sem leggur út af smit- sjúkdómadeild Treichville sjúkra- hússins í Abidjan á Fílabeins- ströndinni, er yfirþyrmandi. Á deildinni eru sjö eyðnisjúklingar. Sex þeirra eru í rúmum sem standa í röð upp við vegginn. Sá sjöundi, grindhoraður ungur maður, liggur á bedda sem stendur á miðju gólfi. Hann berst við að ná andanum. Þvag lekur niður um gat á beddan- um og ofan í niðurfall á gólfinum. Umhverfis hann er flugnager. Tre- ichville er dæmigert fyrir mörg op- inber sjúkrahús í svörtustu Afiíku: ekki nægilegt starfsfólk til að sinna þörfum deyjandi mannsins, engin lyf til að lina þjáningar hans, jafn- vel ekki teppi til að breiða yfir hann. Henricus Rujununge, 81 eins árs gamall, biðst fýrir við líkneski Mar- íu meyjar í kofa fjölskyldunnar í Kagera, tansanísku landsvæði við Viktoríuvatn, sem er heltekið af al- næmi. Hann hefur nýlega misst son sinn; nú hefur tengdadóttir hans tekið sjúkdóminn. Hjónin áttu átta lítil böm sem horfa á afa sinn biðja um guðlega líkn. Þegar móðir þeirra deyr bætast þau í hóp 5000 annarra bama sem misst hafa for- eldra sína úr eyðni. Stjómvöld Tansaníu telja að innan 15 ára verði tala þeirra bama sem hafa misst a.m.k. annað foreldrið úr eyðni komin í 300.000. Sjúkdómur, sem var nafhlaus fyrir tíu áram og réðst á ónæmiskerfið, heggur stór skörð í raðir íbúa Aff- íku sunnan Sahara. Hundrað þús- unda hafa þegar látið lífið af völd- um eyðni: þar sem lækning er ófundin má telja öraggt að endan- leg tala fómarlamba nemi milljón- um. Heilu héraðin í miðri álfunni era undirlögð. Mannfall er nokkum veginn jafht með báðum kynjum. Sjúkdómurinn er frekastur á virk- ustu þegna samfélagsins, fólk á aldrinum 15 til 45 ára. Á sumum svæðum era það einungis fjörgaml- ir og komungir sem halda lífi. Eftir margra ára afneitun hafa yfir- völd í Afriku viðurkennt alvöra þessa vandamáls. Með 150 milljón dollara styrk ffá Alþjóða heilbrigð- isstofnuninni og öðram hjálpar- stofnunum hafa stjómvöld 46 ríkja álfunnar tekið til við að dreifa aug- lýsingaspjöldum, bæklingum og smokkum til að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins. Megin- áhersla herferðarinnar er lögð á að fá fólk til að breyta kynhegðun sinni. Áskoranir um að „elskast með gát“, eins og vinsælt slagorð hljóðar, era alls staðar: í sjónvarpi, útvarpi og límdar á tijáboli og strætisvagna. „Við eram löngu hættir að afneita vandanum," segir dr. Ben Chirwa, stjómandi herferð- arinnar í Zambíu. „Þetta hefur nú algjöran forgang." Of víða era herferðinni skorður settar af eðlislægri íhaldssemi dreifbýlisfólks og trúarlegum hefð- um. En greinilegt er að margir Afr- íkubúar, læsir sem ólæsir, hafa ein- hveija hugmynd um hættuna sem stafar af eyðni, jafnvel þótt þeir haldi fast við þá hegðun sem skorað er á þá að breyta. Allt of mörg vandamál era að sliga Afriku — einræði, stríð, þurrkar, hungursneyð og ógnin af yfirvof- andi fjárhagslegu hrani — allt þetta hamlaði gegn því að tekið væri á eyðnivandamálinu frá Iokum átt- unda áratugarins til byijunar þess níunda. Þótt íbúar Afriku séu að- eins tíundi hluti mannkyns er þar rúmur helmingur eyðnisjúklinga heimsins. Þann 1. júlí 1990 höfðu um 65.000 eyðnitilfelli á lokastigi verið tilkynnt til Alþjóða heilbrigð- isstofhunarinnar. Þar sem stofnunin gerir ráð fyrir að eitt af hveijum 10 eyðnitilfellum sé tilkynnt í Afríku, sambærileg tala í Bandarikjunum er 8 eða 9 af hveijum 10, gæti tala Afrikubúa sem era haldnir eða hafa látist af eyðni verið allt að 650.000. Eyðni era engin takmörk sett, hún leitar jafnt á alla hvar sem þeir era í virðingarstiganum. Sonur Kenneth Kaunda, forseta Zambíu, lést úr eyðni 1986. Blómi borgarastéttar- innar -— opinberir starfsmenn, há- skólanemar, stjómendur fyrirtækja og smákaupmenn — týnir óðfluga tölunni. „Hjá mér starfa 420 manns og þegar hafa sjö látist úr eyðni,“ segir stjórnandi stórs banka í Kampala, Uganda. „Eg veit um 14 manns hér sem hafa smitast og sú tala mun tvöfaldast á einum mán- uði.“ Seinustu tölur Alþjóða heilbrigðis- stofhunarinnar yfir Afríkubúa, sem hafa smitast af eyðniveiranni (HIV), segja þá vera 3,5 milljónir. Tólf ríki í miðri álfunni, hvar sumir rannsóknamenn telja upprana veir- unnar, hýsa yfir 80% smitaðra. Þau ríki sem verst hafa orðið úti era Burandi, Mið-Afríku lýðveldið, Congo, Kenya, Malawi, Rwanda, Tanzania, Uganda, Zaire og Zamb- ia. Eyðnin breiðist óðfluga til vest- urs og suðurs með farandsölum og - verkamönnum. í Vestur-Afríku heija tvær gerðir veirannar: HIV-1 og HIV-2. Sú síðamefhda uppgötv- aðist í vændiskonum í Senegal árið 1985. Framrannsóknir sýna að hún er ekki eins banvæn og HIV-1. Rannsóknamenn velta því enn fyr- ir sér hvers vegna veiran berist svo ört um svo mörg svið þjóðfélagsins. Þeir telja skýringuna, með fyrirvara þó, vera vændi, samræði fólks í þéttbýlum sveitum við marga aðila og að hátt hlutfall íbúa er á þeim aldri sem menn era kynferðislega virkastir. Þegar veiran hefur á ann- að borð náð fótfestu er leið hennar greið vegna mikillar útbreiðslu kynsjúkdóma, þ. á m. sárasótt. Sjúkdómar þessir hafa í for með sér sár á kynfæram sem auðvelda veir- unni aðgang að blóðstreymi líkam- ans. Tíðni lekanda er tuttugu sinn- um hærri í Afríku en vestrænum iðnrikjum. Meðhöndlun einkenna eyðni, sem getur lengt líf sjúklinga, kemur ekki til greina fyrir flest afrísk fómar- lömb. Zidovudine (AZT), það lyf sem hefur reynst best við að tefja framgang sjúkdómsins, er of dýrt: í Bandaríkjunum kostar það 2.800 dollara á hvem sjúkling árlega. í flestum Afríkuríkjum sunnan Sa- hara er einn læknir á hveija 25.000 íbúa, i Bandaríkjunum eru yfir 60 læknar á hveija 25.000 íbúa. Opin- ber útgjöld til heilsugæslu era al- mennt innan við 10 dollarar á mann á ári. Sjúkrahúsin geta ekki gert meira en að gæta þess að smitað blóð sé ekki notað við blóðgjafir. Á því sviði hefur orðið mikil framfor. Með fjárhagsaðstoð og þjálfun Al- þjóða heilbrigðisstoftiunarinnar ráða hundrað sjúkrahúsa nú yfir tækni til að greina veirana í blóði. Stjómvöld í Kenya og Zambiu halda því fram að allar blóðgjafir séu nú prófaðar. Það atriði er tiltölulega auðvelt. Breyting á félagslegu og kynferðis- legu atferli fólks er mun erfiðari viðfangs. í tilraun til þess hafa stjómvöld nú fært herferðina gegn eyðni út af sjúkrahúsunum og inn í þorpin og nærliggjandi dreifbýli þar sem enn er von til að unnt sé að halda faraldrinum í skefjum. Dr. Seth Berkeley, læknir frá New York sem unnið hefur að eyðnivömum i Afríku, segir: „Við verðum að beina spjótum okkar að þeim 90 prósentum sem enn era ósmituð.“ í þróuðum löndum, þar sem eyðni- sjúklingar eru aðallega hommar og eiturlyfjasjúklingar sem sprauta sig, felst mikið af eyðnivömum í því að vara fólk við nánu samneyti við þessa áhættuhópa. í Afríku, jjar sem eyðni er landlæg meðal gagn- kynhneigðs fólks, era vamir mun flóknari viðfangs. Erfiðleikamir aukast enn vegna víðlendis álfunn- ar, fjölbreytileika og almennrar fá- tæktar. Stjómvöld halda samt áfram að reyna. í Kenya hefur milljónum bæklinga og auglýsingaspjalda ver- ið dreift á heilsugæslustöðvar, í skóla og á vinnustaði. Tvisvar í viku er útvarpað dagskrá um eyðni á 18 tungumálum. Leikrit, skrúð- göngur, jafnvel rokklag með hinni vinsælu hljómsveit „Þessir sveppir" hafa verið notuð til að gefa eyðni- herferð Kenyu jákvæða ímynd. Upplýsingaherferðir hafa verið skipulagðar af kirkjusöfnuðum, æskulýðshreyfingum og Maendelo ya Wanawake, sem era þróunar- samtök kvenna. í háskólanum í Na- irobi hafa stúdentar þýtt eyðnibæk- linga á ýmsar mállýskur og dreift þeim um landsbyggðina. 1 Uganda, því ríki sem hefur orðið einna verst úti, hafa „Elskist með gát“-auglýsingaspjöldin verið þýdd á 22 mállýskur. Heilbrigðisyfirvöld hafa opnað deildir á sjúkrahúsum til að fást við kynsjúkdóma. Smit hef- ur fundist hjá 20 prósentum van- færra kvenna, sem koma til skoðun- ar á mæðradeildir. Uganda hefur einnig eitt umfangsmesta fræðslu- prógram fyrir unglinga í Afríku. Hópur fimm lækna og tíu kennara ferðast um landið og heldur fyrir- lestra í skólum; 30.000 námefnis- pakkar hafa verið framleiddir og dreift í skólana með aðstoð Bama- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að fræða bömin um með hvaða hætti sjúkdómurinn breiðist út og hvetja þau til að koma ffóðleiknum áffarn til foreldra sinna. I Zaire glymja skilaboð ffá yfir- völdum úr hátöluram sem hengdir hafa verið utan á strætisvagna. Á Fílabeinströndinni hefur verið dreift auglýsingaskiltum sem sýna grindhoraðan mann með starandi augu og viðvöranin er á ffönsku: Eyðni — Láttu ekki fáffæðina verða þér að aldurtila. Röð stuttra þátta í sjónvarpi leggja áherslu á það sama. I einum þeirra er ffásögn syrgjandi móður sem missti ung- bam sitt úr eyðni. Aukin áhersla á að ffæða fólk um eyðni hefur þegar skilað nokkram árangri. Árið 1988 gerði Alþjóða heilbrigðisstofhunin könnun meðal 526 Kenyubúa af sextán ættbálkum og leiddi hún í ljós að 90% höfðu heyrt minnst á eyðni og 77% höfðu hlustað á fræðsluþætti yfirvalda í útvarpi. Á Abidjan hafa viðskipti „sælustundarhótela“, sem leigja út herbergi í klukkustund í senn, dreg- ist saman um helming. Ástæðan er að hluta til slæmur fjárhagur al- mennings, en það er skoðun hótel- stjóranna að eyðniherferðin hafi fælt stóran hluta viðskiptavina ffá. Eigi að síður hafa bæklingar og auglýsingaspjöld lítið að segja .á svæðum þar sem ólæsi er útbreidd. Kekoura Kourouma, stjómandi herferðarinnar í Guineu, segir: „Fólkið mitt kann ekki að lesa. Auglýsingaspjöld era til einskis nýt. Hér verður hið talaða orð að koma til.“ Kourouma hefur fengið kirkjur og aðra samkomustaði í lið með sér að koma skilaboðum á ffamfæri. „Ef við geram ekkert," segir hann, „hættum við að vera til sem þjóð.“ Að koma ffæðslunni til skila úti á landsbyggðinni er aðalmarkmið stjómvalda í Zambiu og mörgum öðram löndum. Grannurinn að því starfi var lagður 1987 í Chikankata trúboðssjúkrahúsinu, 130 km sunn- an við Lusaka, höfuðborg Zambiu. Sú starfsemi, sem stjómað er af hjálpræðishemum, skiptist í tvennt. Annars vegar heimaþjónustu þar sem hjúkranarfólk og félagsráð- gjafar heimsækja eyðnisjúklinga á heimaslóðir og fyrirbyggjandi starf þar sem leiðbeinendur starfa í sam- vinnu við yfirvöld i héraði. Hugmyndin að baki heimahjúkr- unar beinist að hjarta Afríku. „Helsti þjóðarauður þessa lands," segir dr. Ian Campbell sem stjóm- aði gerð Chikankata-starfsins, „liggur í fjölskyldulífinu og sam- heldninni." Auk þess að sjá sjúk- lingunum fyrir lyfjum, mat og um- hyggju, leitar hjúkranarfólkið uppi aðra fjölskyldumeðlimi sem kunna að vera smitaðir, senda þá í blóð- prafu, ráðleggja smituðum að forð- ast kynmök og reyna að telja smit- aðar konur á að leggja af bameign- ir. Starfshópamir vinna líka á víðara sviði með forkólfum sveitar- og bæjarfélaga og höfðingjum ætt- bálka. Stór sigur vannst þegar hægt var að telja Mwemba, höfðingja Tonga-ættbálksins sem telur 9.000 manns, að hætta að leggja stund á svokallaða helgihreinsun. Sá helgi- siður fólst í því að maki hins látna frelsar sálu hans með þvi að eiga kynmök við hans nánasta ættingja, siður sem hafði mikla smithættu í för með sér ef dánarorsökin var eyðni. Tilraunir til að fá staðaryfirvöld til að taka þátt í baráttunni gegn eyðni era þó ekki alltaf árangursríkar, sér- staklega á meðal sveitafólks sem ekki er margmált um kynlíf. Ekki hefur reynst unnt að ná árangri meðal Bahayafólksins í Tanzaniu. Þar er hlutfall smitaðra talið vera um 50% og er þetta samfélag því eitt það sýktasta í heimi. „Það er ekki hægt að spyija Bahaya um kynlífsvenjur hans eða hversu mörgum hann hafi samrekkt undan- farin tvö ár,“ segir dr. Peter Hellm- ond á Kagondo sjúkrahúsinu í Tanzaniu. „Tilhugsunin um að ræða um kynlíf við bömin sín er þeim gersamlega framandi." Þrátt fyrir slíkar hindranir era þeir sem beijast gegn eyðni sannfærðir um að aðeins með samvinnu við yf- irvöld á hveijum stað sé unnt að stemma stigu við faraldrinum. „Það verður að tala við fólkið, ekki sýna því auglýsingaspjöld,“ segir Camp- bell hjá hjálpræðishemum. Og dr. Peter Piot, belgískur sérfræðingur í eyðnirannsóknum, bætir við: „Það besta sem hefur gerst í Afríku er að fólkið er sjálft farið að taka í taum- ana.“ En byijunarörðugleikamir era miklir, eyðniherferðin er enn sliguð af skriffæði, trúarkreddum og boð- um og bönnum ættbálkanna. Ein aðalhindranin er kristnir söfnuðir í Afríku. Þegar Kagondo sjúkrahúsið lét setja upp auglýsingaskilti gegn eyðni árið 1988 lét rómversk-kaþ- ólska biskupsdæmið rífa þau niður. Ástæðan: þau hvöttu til notkunar á smokkum sem enn valda fyrirlitn- ingu og aðhlátri margra afrískra karla. Sorgleg staðreynd er að margt fólk hefur misst vonina um að hægt sé að koma í veg fyrir að eyðni leggi félags- og efnahagskerfi stórs hluta Afríku í rúst. „Á þessu stigi er von- laust að hefja baráttu gegn eyðni. Kannski að sjúkdómurinn gangi af sjálfum sér dauðum,“ segir Hell- mond. I Austur-Afríku er eyðni oft afgreidd með tveimur ftösum á Zwahili: „Ukinwi ni ajali Kazini“ sem útleggst „Eyðni er vinnuslys" eða — og þá er notuð skammstöf- unin AIDS — „Acha Inuiwe Dawa Sina“ sem þýðir „Ég hef engin lyf, látum það kála mér.“ Hið jákvæða er að nú er upp kom- in ákveðni í að leiða slíkar ráðlegg- ingar hjá sér. Forseti Uganda, Yo- weri Museveni, segir: „Við höfum fengist við erfiðari vandamál. Þar má telja þrælaverslunina, bólusótt, styijaldir milli ættbálka og nýlendu- stríð.“ Hann telur að eyðni megi líka yfirbuga. Dr. Ruben Sher, einn helsti eyðnisérfræðingur Suður-Aff- íku, gefur mönnum raunsærri von. „Koma má í veg fyrir eyðni með fræðslu," segir hann. „Engu skiptir hversu miklu fé er varið í baráttuna við malaríu, það era ekki miklar lík- ur á að takast megi að eyða moskít- óflugunni sem ber hana. En með því að breyta kynhegðun okkar getum við stöðvað þessa lífffæðilegu hel- för.“ Hinn kosturinn er of hræðileg- ur til að menn taki hann til íhugunar. Boðskapnum dreift: starfsmenn Chikankata sjúkrahússins í Zambiu veita eyðnisjúklingi ráðgjöf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.