Tíminn - 24.07.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.07.1990, Blaðsíða 9
Tíminn 8 Þriðjudagur 24. júlí 1990 Þriðjudagur 24. júlí 1990 Tíminn 9 ■ Ríkismat sjávarafurða hefur gert sérstakar úttektir á frystihúsum, rækju- og saltfiskvinnslum. Árangurinn hefur skilað sér: Meira hreinlæti og betri búnaður Samkvæmt úttektum sem gerðar hafa verið á frystihúsimi, rækjuvinnslum og saltfisk- vinnslum hafa hreinlætis- og búnaðarmál i þessum þremur vinnslugreinum batnað til muna undanfarin þijú ár. Árið 1987 hófúst sérstakar úttektir á vixmslustöðvum á vegum Rikismats sjávarafúrða undir yfirskriftinni „Fiskvinnsla til fyrirmyndar". Það árið voru eingöngu könnuð fiystihús en sambærilegar úttektir voru gerðar 1988 og 1989 og voru þá rækjuvinnslur og saltfiskvinnslur eirmig kannaðar. Þessar úttektir Ríkismatsins hafa gert eig- endur vinnslustöðva mjög meðvitaða um hreinlætis- og búnaðarmál sinna fyrirtækja. Þeir hafa margir bætt sig samkvæmt því og árangurinn hefúr ekki látið á sér standa. Þannig hafa niðurstöður sýnt að árið 1987 töldust tæp 40% frystihúsa vera með um- hverfi sitt í lagi eða til fyrirmyndar og 1989 var þetta hlutfall komið í 79%. Sambærilegur árangur hefúr náðst í rækju- og saltfisk- vinnslu og einnig í öðrum eftiisflokkum (sbr. umhverfi) sem kannaðir voru. 200 spurningar sem svara þarf Þessar úttektir fara þannig fram að tveir menn, annar frá þeim stað þar sem viðkom- andi vinnslustöð er staðsett og hinn utanað- komandi, kanna fyrirtækið með hliðsjón af búnaðar- og hreinlætisreglugerð. Sú reglu- gerð er útfærð upp í 200 spumingar sem eru flokkaðar eftir eðli þess sem kannað er, t.d. hvort það er umhverfi eða einhveijir tilteknir þættir í vinnslunni sem verið er að skoða. Hveijum efnisflokk er gefin sérstök einkunn og einnig er fyrirtækinu gefin heildarein- kunn. Sú einkunn er skipt i fimm flokka, þ.e.: Ohæft, slæmt, ábótavant, í lagi og til fýrir- myndar. Síðan er unnið úr þessum niðurstöð- um og má þá greina ástand tiltekinna þátta f vinnslugreinunum í heild sinni. Þannig er hægt að mæla hvemig fiskvinnslan er að þró- ast milli ára og hvort ástandið batnar eða versnar. Fyrirtækin sjálf ráöa úrslitum Að sögn Gísla Jóns Kristjánssonar, umsjón- armanns „Fiskvinnslu til fyrirmyndar", hefúr úttektin skilað miklu árangri og meiri heldur en menn vonuðu þegar sú fyrsta var gerð á ftystihúsum 1987. „Astandið 1987 var mun verra heldur en það er í dag. Ég tel að árang- urinn hafi verið meiri milli 1987 og 88 en 1988 og 89. Árið 1987 vom nokkur frystihús óhæf og við annað hvort lokuðum þeim eða þá að eigendur tóku sig verulega á og lag- færðu það sem þurfti,“ segir Gísli. Öllum vinnslustöðvum er veitt vinnsluleyfi árlega. Eigendur fyrirtækjanna fá afrit af út- tektum Ríkismatsins og lista yfir þær endur- bætur sem talið er samkvæmt úttektinni að gera þurfi. Eigendur fyrirtækja er því gerðir meðvitaðir um stöðu fyrirtækisins. „Það er misjafnt hvort fyrirtæki bæti sig eftir þvi en ef litið er á vinnslugreinar í heild sinn þá hafa umbætur orðið vemlegar,“ segir Gisli. „Fyr- irtækin hafa yfir höfúð verið mjög jákvæð gagnvart þeim úrbótum sem hafa verið nauð- synlegar og það em fyrirtækin sjálf sem ráða úrslitum um þessi mál.“ En þrátt fyrir góðan árangur em til fyrirtæki sem hafa ekki bætt búnað sinn og aðstöðu að neinu raði. Gísli telur að slæmur fjárhagur sé ekki skýringin á lélegu hreinlæti fyrirtækja. „Ég tel að það sé ekki skýringin. Yfirleitt em þetta hlutir sem kosta ekki mikla fjár- muni, þetta er heldur spuming um að hafa hugsun á hlutunum og reyndar eins og við höfúm lagt áherslu á, að menn byiji ekki starfsemi nema með hlutina almennt i lagi,“ segir Gísli. Er trassaskap um að kenna? ,J4ei, ég held að þetta sé fyrst og fremst spuming um viðhorf." Ekki miklar kröfur til saltfiskvinnsla Á töflu 1 má greina þær breytingar sem urðu á ástandi frystihúsa, rækjuvinnsla og saltfisk- vinnsla milli 1988 og 1989. Þar má sjá að ástandið í saltfiskvinnslum er mun verra en í rækjuvinnslustöðvum og i ftystihúsum. Ástæðuna fyrir því telur Gísli vera þá að ekki hafi verið gerðar jafn miklar kröfiir til saltfiskvinnslustöðva af markaðs- aðilum eins og til frystihúsa og rækjuvinnsla. „Það vom á sinum tíma gerðar umfangs- miklar endurbætur t.d. á ffystihúsum lands- ins vegna krafa frá Bandaríkjamarkaði. Einn- ig hafa kaupendur á rækju gert kröfúr um hreinlæti í rækjuvinnslu. Og þær kröfúr em að aukast,“ segir Gísli. Árið 1989 vom alls gerðar úttektir á 355 fyrirtækjum og eins og sjá má á töflu 1 er noklau- fjölgun á fyrirtækj- um í hverri vinnslugrein milli áranna 1988 og 1989. Það stafar ekki af fjölgun í vinnslu- greinunum heldur er skýringin sú að aðeins em skoðuð hús sem em í starfsemi hveiju sinni. Þegar úttekt var gerð 1988 vom færri hús með starfsemi sína í gangi en 1989. Einn- ig má benda á að t.d. saltfiskvinnslur em mun fleiri en þær sem skoðaðar vom en mjög margar þeirra em ekki starfandi meirihluta af árinu. I töflu 2 em nefnd dæmi um skiptingu ein- kunna tiltekinna búnaðarþátta frystihúsa árin 1987, 1988 og 1989. Þar má sjá að í öllum þáttum hefúr hlutfall þeirra frystihúsa sem fá einkunnina í lagi eða til fyrirmyndar aukist til muna. En hlutfall þeirra sem fá einkunnina óhæft, slæmt og ábótavant hefúr að sama skapi minnkað í öllum þáttum. Mun markvissari vinnubrögö nú Áður en þessar úttektir hófúst árið 1987 hafði Ríkismat sjávarafúrða haldið uppi eftir- liti með vinnslustöðvum. ,3° það má segja að það sem hefúr breyst núna er það að þaðö hafa verið tekin upp markvissari vinnubrögð við að mæla þessa hluti. Og þegar að það er gert þá náum við betri tökum á hlutunum,“ segir Gísli. Þessum úttektum verður haldið áfram í ókominni framtíð að sögn Gísla og skoðanir munu fara ffarn í ár sem þijú undanfarin ár. „Við erum rétt aðeins byijaðir á þessum út- tektum í ár og það er stefúan að halda þeim áffam í haust þegar menn koma úr sumarfrí- um,“ segir Gísli. „Við munum á einhvem hátt reyna að mæla ástandið á hveijum tíma í ffamtiðinni þannig að við sjáum hvort að við emm að stefiia ffam á við eða ekki.“ Fleiri vinnslugreinar kannaöar í framtíöinni Ríkismat sjávarafúrða hefúr nú á pijónun- um að hefja úttektir á fleiri þáttum fiskvinnsl- unnar og em margar vinnslugreinar nefndar í því sambandi. Ríkismatið hefúr t.d. haft nokkuð eftirlit með fiskiskipum og áformað er að taka upp svipaðar mælingar á þeim eins og á vinnslustöðvum í landi. Ljóst er að ef gera á úttektir á fleiri vinnslugreinum verður um ákaflega mörg fyrirtæki að ræða. „Þetta náttúmlega kostar tíma, fé og fyrir- höfh. Það fer eftir þeim aðfongum sem við höfúm hvort við getum staðið undir því öllu saman,“ segir Gisli. Gísli bendir á að það er töluvert mikið starf að gera úttekt á einu fyrirtæki. „Þetta er nokkuð mikið fyrirtæki, þú ert með tvo menn að skoða eitt hús og hver skoðun tekur sinn Frá fiskvinnslu í Granda hf í Reykjavík en Grandi var á meðal þeirra frystihúsa sem fékk fýrir- myndareinkunn í úttekt Ríkis- matsins fýrír áríð 1989. Önnur fiystihús sem fengu fýrirmynda- reinkunn eru: Fiskiðja Raufar- hafnar, Norðurtangi á ísafirði, Haraidur Böðvarsson og CO á Akranesi, íshúsfélag fsfirðinga, Útgerðafélag Akureyrínga, ís- húsfélag Bolungarvíkur, Rafn í Sandgerði, Hraðfrystihúsið í Hnífsdal, ísafold á Siglufirði, Haf- öminn á Akranesi, Fiskiðja Sauðárkróks, Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Hraðfrystihús KEA á Hrísey, Þormóður Rammi á Siglufirði, Hraðfrystihús KEA á Dalvík og Toppfiskur í Reykjavík. Þær rækjuvinnslur sem féngu einkunnina tii fýrírmyndar eru eft- irfarandi: Niðursuðuverksmiðjan á ísafirði, íshúsfélag Bolungar- víkur, Rækjuvinnslan á Skaga- strönd, Söltunarfélag Dalvíkur, Frosti í Súðavík og Siglunes á Siglufirði. Saltfiskvinnslur sem fengu fyrir- myndareinkunn em fiórar: Bliki á Dalvík, Hraðfrystihúsið Norður- tangi á ísafirði, Skerseyrí í Hafn- arfirði og Sigurður Jónsson í Þórshöfn. Tímamynd: PJetur Eftir Guðmund Steingríms- son E1 Heildareinkunnir fyrirtækja sem Rikismat sjávarafuröa tók út óriö 1989 i samanburöi viö áriö 1988: Rækiuvinnslur 1988 1989 29 fyrirt. 33 fyrirt. skoöuö skoöuö óhæf: 0% 0% slæm 0% 0% ábótavant 28% 21% i lagi 69% 61% til fyrirmyndar 3% 18% 100% 100% Frvslihús 1988 1989 106 fyrirt. 107 fyrirt. skoöuö skoöuö óhæf 0% 0% slæm 1% 0% óbótavant 43% 23% í lagi 46% 61% til fyrirmyndar 10% 16% 100% 100% SalllisKvinnslur 1988 1989 212 fyrirt. 215 fyrirt. skoöuö skoöuö óhæf 1% 0% slæm 5% 4% ábótavant 60% 41% 1 lagl 32% 53% til fyrirmyndar 2% 2% 100% 100% Tafla 1 Dæmi um skiptingu einkunna tiltekinna búnaöarþátta frystihúsa árin 1987,1988 og 1989 tíma. Síðan þarf að ræða málin við forráða- menn viðkomandi húss og fara yfir niður- stöður. Þetta er töluvert mikið starf og nær yfir allt landið,“ segir Gísli. Auöveldari markaössetning Reynsla undanfarinna þriggja ára hefúr sýnt að úttektir í svipuðum dúr og „Fiskvinnsla til fyrirmyndar“ skila árangri. Ohætt er að fúll- yrða að samspil sé á milli þess hvemig menn ganga um fyrirtækið og gæði afúrðanna. Markaðurinn gerir kröfú um hreinlæti í vinnslu og meginárangurinn af þessum út- tektum segir Gísli vera þá að miklu auðveld- ara verði að markaðssetja íslenskar sjávaraf- urðir alls staðar í heiminum. „Og einnig verður þetta til þess að menn ganga um mat- vælin með þeirri virðingu sem þarf,“ segir Gísli. GS. Ár óhæft slæmt ábótavant í lagi til fyrimyndar Umhverfi '89= 0% 2% 19% 49% 30% \ oo 00 II o SR 3% 21% 53% 23% "87= 2% 16% 45% 31% 6% Fiskmót- o ll 0\ OO \ 2% 32% 54% 12% taka "88= 1% 7% 39% 43% 11% £ o II r- 00 \ 17% 43% 34% 6% Snyrti-og "89= 0% 1% 12% 58% 29% pökkunar- '88= 0% 1% 20% 47% 32% "87= 0% 9% 37% 42% 12% Umbúða- "89= 0% 0% 10% 52% 38% geymsla "88= 0% 1% 13% 52% 34% "87= 3% 15% 26% 38% 18% Búnings- '89= 0% 0% 9% 55% 36% hcrbcrgi "88= 2% 5% 13% 49% 31% \ oo -4 II ■Þ. 20% 39% 30% 7% Kaffi- "89= 0% 0% 3% 32% 65% slofa "88= 0% 1% 1% 50% 48% "87= 2% 3% 9% 46% 40% Tafla 2 ÉÉÍ ■MMM| *” - -t— * -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.