Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. júlí 1990 Tíminn 5 Viðbrögð ríkisins við úrskurði Félagsdóms koma í Ijós í dag. Búist við að samningnum verði sagt upp: til njalpar þjóðarsáttinni? Ríkisstjómin mun koma saman til fundar í dag og sam- kvæmt heimiidum Tímans mun sú ákvörðun tekin á fund- inum að segja upp kjarasamningi BHMR og ríkisins frá því í maí 1989. Samningurínn verður þá laus 1. nóvember. Þá hefur einnig veríð rætt um lagasetningu í kjöifar uppsagn- arínnar. Ráðherrar, fjármálaráðgjafar ríkis- ins, forystumenn hagsmunasamtaka og fleiri fóru í gær í sameiningu yfir þá stöðu sem kom upp er Félagsdóm- ur úrskurðaði að BHMR ætti rétt á 4,5% launahækkun frá og með 1 júlí sl. Margar leiðir voru ræddar bæði í gamni og alvöru i gær en eftir því sem næst veður komist munu flestir hallast að því að óhjákvæmilegt sé að greiða BHMR þá launahækkun sem þeim var dæmd í fyrradag. Framhald mála gæti orðið það að aðilar þjóðar- sáttarinnar, ASÍ og BSRB gerðu ekki kröfú til hækkunar launa í kjölfar BHMR heldur fengju þeir sínar hækkanir í desember og mars sam- kvæmt kjarasamningi. A móti setti rikið lög til þess að tryggja að BHMR fái ekki hækkanir umffam aðra þann tíma sem eftir lifir af þjóð- arsáttarsamningunum. Asmundur Stefánsson forseti Al- þýðusambands íslands segir að sá laimamunur sem er i dag á almennum launamarkaði milli háskólamanna annars vegar og hins vegar almenns verkafólks innan Aiþýðusambandsins sé alvarlegra mál en sá munur sem kann að vera á kjörum háskólamenntaðra á almenn- um vinnumarkaði og hjá ríkinu. Páll Halldórsson formaður BFIMR segir að það sé ánægjulegt að verkalýðs- forystan hafi tekið við sér en að hann hefði haldið að það þyrfti ekki há- skólamenn til að ýta við henni í launabaráttunni. Ásmundur bar ffam þá kröfú á fúndi launanefndar ASI og atvinnurekenda í gær að félagsmenn ASÍ fái sömu hækkun og BHMR; 4,5% hækkun ffá 1. júlí. Hann sagði að það sem fyrir lægi í þessari stöðu væri að félags- dómur hefði úrskurðað að BHMR bæri þessi hækkun og þeir yrðu að taka við þeirri staðreynd. Ásmundur sagði að það væri ábyrgðarleysi af þeirra hálfú að fylgja þeim samningum sem gerðir voru í vetur, með áherslu á að ná verðbólgunni og vöxtunum niður, þannig ffam að þeir tryggðu ekki stöðu síns fólks í samanburði við launaþróun annarra. „Við höfúm ekki af okkar hálfú sett neina hringrás í gang. Við höfúm ein- faldlega ffamfylgt þeim fyrirvara sem er í okkar samningum. Það er hins vegar afar ósennilegt að at- vinnurekendur muni samþykkja ein- hvetjar kauphækkanir öðruvísi en að samningsforsendur að öðru leyti verði líka teknar til endurskoðunar. Þar á ég við gengis- og verðlagsfor- sendur samningsins. Þessi 4,5% kauphækkun mun því tæplega leiða til aukins kaupmáttar," sagði Ás- mundur. Ásmundur sagði að boðað hefði verið til fúndar í miðstjóm ASÍ í dag og að hann hefði óskað eftir fúndi með atvinnurekendum á fimmtudag. „Samningur gildir þar til nýr hefúr verið gerður,“ sagði Páll Halldórsson formaður BHMR, um hugsanlegar aðgerðir rikisstjómarinnar um að segja upp samningnum við bandalag- ið 1. nóvember, en samningurinn sem gildir til 31. desember 1994 er uppsegjanlegur eftir 30.september 1990 með eins mánaðar fyrirvara. Páll sagði að ef þeir segðu samn- ingnum upp þá gerðu þeir þá kröfú að fá þetta borgað út á skemmri tíma. Þeir fæm ekki að gefa eftir hluti sem þeir hefðu þegar náð. Þeir væra ekk- ert óttaslegnir um að missa samning- inn. „Ef Steingrími finnst það hafa verið ósigur fyrir BHMR að það skuli vera farið eftir þessum samningi er það auðvitað hans mat en mér finnst það mjög sérkennilegt," sagði Páll. Hvað snertir höfrangahlaupið í launamálum sem skapast við 4,5% kauphækkun BHMR manna, þ.e. kröfú annarra verkalýðsfélaga um samsvarandi hækkun s.s. ákvæði era um í ASI samningnum og kröfú BHMR að fá aftur hækkun sem svar- ar hækkun annarra í þjóðfélaginu, svaraði Páll því til að það væri ágætt að eitthvað hafi orðið til þess að koma þessari verkalýðshreyfingu af stað. „Ég hef nú ekki séð að hún hafi hreyft sig mikið þannig að það er gott að eitthvað getur hreyft við henni út af fyrir sig. Ég hélt nú ekki að það þyrfti háskólamenntaða ríkisstarfs- menn til að koma því að stað. Ég hélt að það væri heldur kjör félagsmanna f þeim félögum,“ sagði Páll. Páll sagði að eina sem fyrir þeim vakti væri að ná þessum jöfnuði sem um var samið. Það væri þeirra við- fangsefni. — ÁG/só Guðmundur J. á leið í Alþýðuflokkinn með vissum skilyrðum. Jón Baldvin: Hlakka til að hitta Jakann á haustdögum „Félaga Guðmundi J. er fúllkunnugt um stefnu Alþýðuflokksins varðandi skipulagningu á grundvallarstarfs- skilyrðum atvinnuvega. Hann þekkir þann reginmun sem er á landbúnað- arpólitík Alþýðuflokksins, sem hefúr verið í 25 ár, og hins vegar Alþýðu- bandalagsins og allra annarra flokka," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson formaður Alþýðuflokksins um ummæli Guðmundar J. Guð- mundssonar formanns Dagsbrúnar í Alþýðublaðinu í gær um að hann muni ganga í flokk hans ef tekið verði afdráttarlaust undir tillögur Steingrímur Steingrímur J. Sigfússon landbún- aðarráðherra mun dvelja á Grænlandi 24,- 28. júlf n.k. í boði Kaj Egede landbúnaðarráðherra grænlensku heimastjómarinnar. Ráðherramir Egede og Steingrimur J. munu ræða sameiginlega hags- Verkamannasambandsins um að stokka upp atvinnulífið á flokksþing- inu í október. Jón Baldvin sagði að flokkurinn hefði alla tíð barist fyrir því megin- sjónarmiði að tryggja neytendum í þéttbýli lífsnauðsynjar á sem lægstu verði og að sjónarmið Alþýðuflokks- manna og þeirra hjá Verkamanna- sambandinu, sbr. ályktanir seinasta verkamannaþings, séu mjög svipuð í sjávarútvegsmálum. Hann sagði að það yrði eitt af meg- inverkefúum íslendinga á næsta kjör- tímabili að reyna að leysa bæði þessi á Grænlandi muni og möguleika á auknum sam- skiptum á milli landanna á sviði land- búnaðarmála. Þá mun landbúnaðar- ráðherra einnig ferðast um Suður - Grænland og sækja þar heim bændur og stofnanir landbúnaðarins. - ÁG Utför Haraldar Hannessonar Útfor Haraldar Hannessonar, for- manns Starfsmannafélags Reykja- vfkurborgar, verður gerð ffá Bústaða- kirkju á morgun, fimmtudaginn 26. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður ffá Stóra- Núpi f Gnúpvetjahreppi síðar sama dag. Séra Pálmi Matthíasson jarðsyngur. Útforin fer ffam á vegum Reykja- víkurborgar í virðingarskyni við hinn látna. Skrifstofa borgarstjóra og skrifstofa Hitaveitu Reykjavíkur verða lokaðar eftir hádegi á morgun verða útfararinnar. —Fréttatilk. mál; þessi strúktúrvandamál atvinnu- veganna sem hefðu leitt til ofljárfest- ingar og lakari lífskjara þjóðarinnar í heild heldur en ella væri. Það þyrfti að móta nýja stefúu varðandi fisk- veiðimálin og fiskveiðistjómun og þar hefðu Alþýðuflokksmenn þegar stigið fyrstu skrefin og tekist með breytingartillögum við núverandi lög um fiskveiöistjómun að forða stór- slysum. T.d. árið 1988 þegar þeir komu því grandvallarákvæði inn að auðlindir sjávar væra sameign þjóð- arinnar allrar. -Telurðu þá að þegar séu allar for- sendur fýrir því að Guðmundur gangi til liðs við ykkur? „Já, já, það era allar forsendur fýrir þvi. Enda eram við samheijar í þess- um málum og við geram okkur báðir grein fýrir því að umbætur af þessu tagi era harðsóttar gegn þeim hags- munaöflum sem njóta nú forréttinda í skjóli úthlutunarvalds rikisins. En leiðin til að koma fram breytingum er ekki að hegða sér eins og Kvennalist- inn, vera eins og hreinar og óspjall- aðar meyjar sem aldrei vilja flekka hendur sínar af sjávarseltunni, heldur hitt að beijast fýrir þessu skref fýrir skref og nýta til þess hvert tækifæri. Til þess að hraða þessari ferð, til að koma þessum umbótum ffam í stærri stíl, þá þurfúm við að sjálfsögðu sterkari jafnaðarmannaflokk. Ég hlakka til þess að sjá félaga Guð- mund og þá fríðu sveit sem vill fýlgja honum á þessu merka flokksþingi. —só Veiðihornið: Grenjað á rigningu „Það hefúr gengið lélega. Það hefúr verið lítill fiskur í ánni ffam undir þetta en nú er komið talsvert af fiski. En hann er á mjög fáum stöðum,“ sagði veiðivörður í Haukadalsá í gær. „Það er nóg vatn en það vantar súrefhi í það. Við grenjum á rigningu." Það era svisslenskir veiðimenn sem nú veiða í ánni og hafa fengið 24 laxa síðan á laugardag. Fyrir hádegi í gær fengu þeir fjóra laxa. Svipaða sögu er að segja ffá öðram ám í Dalasýslu. Stíft í Miðfjarðará „Það er búið að ganga ffekar stíft síðastliðnar þijár vikur," sagði Krist- inn Breiðfjörð í Miðfjarðará í samtali við Veiðihomið í gær. Úr Miðfjarðará era alls kornnir á land 258 laxar og era menn vægast sagt óhressir með þá veiði. Að sögn Kristins er vatnsleysi um að kenna. Nóg er af fiski i ósnum en hann gengur ekki upp í ána sökum vatnsleysis. „Okkur vantar vatn; það er númer eitt og tvö,“ segir Kristinn. Kristinn segir þó að menn hafi orðið varir við það að fiskur væri að ganga í ána. Þeir fjórir fiskar sem komu á land í gærmorgun vora allir úr neðri hluta árinnar og allir lúsugir. „Þannig að þetta er aðeins bjartara ef eitthvað er,“ segir Kristinn. Það era ítalir sem nú veiða í ánni og hafa verið þar síðan á sunnudag. Á tíu stangir hafa þeir nú fengið 12 fiska. Þetta er þriðja útlendingahollið í ánni í sumar og annað þar sem einungis er veitt á flugu. í vikuholli sem hætti á sunnudag veiddust 24 laxar og í viku- holli þar á undan komu 33 laxar á land. Veiðin í öðram húnvetnskum lax- veiðiám hefúr af sömu orsökum og í Miðfjarðará verið afskaplega róleg. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.