Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 14
Tíminn 14 Samviskufangar í júlímánuði Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational vilja vekja athygli almennings á máli þessara sam- viskufanga. Amnesty vonar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim sem berjast gegn mannréttindabrotum á borð við þau sem hér em látin viðgang- ast. íslandsdeild Amnesty geíur einnig út póstkort til stuðnings fongum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kort- um með því að hringja til skrif- stofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 16-18 í síma 16940. Marokkó: Abdallah (einnig nefhdur Abdellatif) Oufkir var handtekinn aðeins þriggja ára gamall og hefur verið í haldi án dóms og laga í 18 ár. Hann var handtekinn ásamt fjómm systmm sínum, einum bróður, móður sinni og frænku. Þau virðast hafa verið handtekin vegna fjölskyldu- tengsla við Oufkir hershöfðingja. Faðir Abdallah, Mohamed Oufk- ir hershöfðingi og fyrrum vamar- málaráðherra, lést árið 1972 af ástæðum sem ekki em kunnar. Hann lést daginn eftir misheppn- aða byltingartilraun í landinu. Fjölskyldan var höfð i haldi á heimili sínu þar til i desember 1972, en þá lauk sorgartímanum. Eftir það vom þau höfð í haldi á ýmsum stöðum á árabilinu 1974- 1977. Vom þau höfð í myrkvuðu húsi í Tazenakht og fengu hvorki að lesa bækur né hlusta á útvarp. Frá 1977 var fjölskyldunni haldið á bóndabæ nærri Casablanca. Hver fjölskyldumeðlimur var i eins manns gluggalausum klefa, en Abdallah fékk að vera með móður sinni. Fjölskyldan fékk enga læknishjálp, ekki einu sinni dóttirin Myriam, sem þjáist af flogaveiki. Abdallah tókst ásamt þremur systkinum sínum að sleppa í apríl 1987. Þau náðust á ný fjórum dögum síðar en áður hafði þeim tekist að hafa tal af ffanska út- varpinu og frönskum lögffæð- ingi. Fram að þeim tíma vissi enginn hvar fjölskyldan var niður komin. Eftir að örlög fjölskyldunnar urðu kunn bötnuðu aðstæður í varðhaldinu. Þau vom flutt á bóndabæ nærri Marakesh og fengu að hitta lögffæðing. Þau hafa nú fengið læknishjálp og heimsókn ffá ömmu sinni og afa. Að öðm leyti em þau einangmð. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf, helst á frönsku, þar sem far- ið er ffam á að Abdallah og fjöl- skyldu hans verði tafarlaust sleppt. Skrifið til: Sa Majesté le Roi Hassan II Palais Roya) Rabat Morocco/Marokkó Kúba: Hiram Abi Cobas Nunez er settur aðalritari Mannréttinda- flokks Kúbu (PPHDC) og Hubert Jéres forseti „Marti“ nefhdarinnar um rétt einstaklingsins (CMPDH) vom sakaðir um að „breiða út upplognar fféttir í þeim tilgangi að draga úr áliti og orðstír Kúbu“. Ásakanimar virðast hafa komið í kjölfar yfirlýsinga sem félagamir gáfu í viðtali við erlenda fféttarit- ara um réttarhöld og meðferð á fyrmrn hershöfðingja og fleiri að- ilum sem vom fundnir sekir um spillingu og eiturlyfjasmygl, en þeir vom teknir af lífi í júli 1989. Hiram Nunez var í fyrstu haldið í höfuðstöðvum öryggisráðuneyt- isins sem neffiast Villa Marista. Þar var hann i einstaklingsklefa og logaði rafmagnsljós þar allan sólarhringinn. Um miðjan sept- ember var hann fluttur i Combin- ado del Este fangelsið. Hiram Nunez var leiddur fyrir alþýðu- dómstólinn 17. nóvember 1989 og dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Hiram Nunez er fyrrverandi pró- fessor í heimspeki við háskólann í Havana. Hann var fyrst handtek- inn í janúar 1988 á tengslum við útgáfu á vegum Mannréttinda- flokksins. Honum var sleppt dag- inn eftir og gert að greiða sekt. Hann var handtekinn aftur í apríl 1989 eftir að hafa boðað til mót- mæla Mannréttindaflokksins við sendiráð Sovétrikjanna í Havana meðan á heimsókn Mikhails Gor- batsjov stóð. Þá hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Fregnir herma að Hiram Nunez hafi fengið hjartaáfall í april 1989 og sé jafnffamt magaveikur. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið ffam á að Hiram Nunez verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: Su Excelencia Comandantc en Jefe Dr. Fidel Castro Presidente de ia Republica Ciudad de Habana Cuba/Kúba Týrkland: Ilker Demir er 37 ára gamall blaðamaður sem hefur set- ið í fangelsi ffá því í april 1984. Hann var dæmdur fyrir komm- únískan áróður og fýrir að móðga tyrknesk yfirvöld. Fregnir herma að heilsa hans sé slæm og hafi verið það allt ffá handtöku. Fyrst eftir handtökuna var hann hafður í einangrun í nokkrar vikur og er talið að hann hafi mátt sæta pynd- ingum. Ásakanir á hendur honum tengjast greinum sem birtust í tímaritunum Ilke og Kitte sem Flokkur sósialískra verkamanna (TSIP) gaf út. Greinamar birtust í lok áttunda áratugarins þegar II- ker var ritstjóri tímaritanna. Eftir valdarán hersins í september 1980 var lagt bann á flokkinn og tíma- ritin, sem og önnur pólitísk félög og útgáfur þeirra. TSIP hefur aldrei verið málsvari ofbeldis og aldrei tekið þátt í of- beldisverkum. Það sama má segja um Ilke Demir. Hér er brotið á málfrelsi hans eins og það er skýrt i 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu en Tyrkland hefur skrifað undir þann sáttmála. Samkvæmt ffásögn Ilke Demir var hann dæmdur í 48 ára fangelsi sem síð- an er minnkað niður í 36 ár, en það samsvarar lífstíðarfangelsi. Sé miðað við eðlilega effirgjöf má búast við að Ilke verði látinn laus 1993. Ilke Demir er kvæntur og á eina dóttur. Hann er hafður í haldi í Nazilli fangelsinu sem er eitt af 40 fangelsum sem byggð voru fyrir pólitíska fanga í kjölfar valdaráns hersins. I apríl 1989 bárust ffegnir um að Ilke hefði verið í hópi tíu fanga i hungur- verkfalli sem meiðsl hlutu eftir barsmíðar fangavarða. Hann var einnig barinn og settur í einangr- un þegar hann mótmælti banni við því að dóttir hans fengi að heimsækja hann. Vinsamlegast skrifið kurteislegt bréf og farið ffam á að Ilke Dem- ir verði tafarlaust látinn laus án skilyrða. Skrifið til: Yildirim Akbullut Office of the Prime Minister Basbakanlik 06573 Ankara Turkey/Tyrkland Miðvikudagur 25. júlí 1990 := ■ N N i Wi ^3 . Borghildur Guðjónsdóttir Fædd 6. júní 1907 Dáin 12. júlí 1990 Að kvöldi 12. júlí barst okkur hjón- unum sú harmaffegn að Borghildur Guðjónsdóttir frá Tóarseli í Breiðdal hefði látist þann dag á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Okkur setti hljóð. Við vissum þó, að hún hafði verið mikið veik undanfamar vikur, eða ffá því að hún varð fyrir slysi nú í vor á heimili sínu í Egilsstaðabæ, en þangað fluttu þau hjónin í eigin íbúð i fjölbýlishúsi aldraðra, fyrrihluta síðastliðins vetrar, ffá Tóarseli. Effir slysið var hún flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þar dvaldist hún til 11. júlí, að hún var flutt á sjúkrahúsið á Egilsstöðum, en þar lést hún daginn eftir. Þegar við fféttum að hún hefði verið flutt aftur í Egilsstaði, vonuðum við að það væri merki þess að hún væri á batavegi. Þess vegna kom dánarffegnin okkur á óvart. Borghildur Guðjónsdóttir fæddist að Borg í Skriðdal. Foreldrar hennar voru heiðurshjónin Jónína S. Eiríks- dóttir og Guðjón Jónsson. Þau fluttust ffá Borg að Tóarseli í Norðurdal í Breiðdal vorið 1912 og bjuggu þar til ársins 1943, en Jónína lést árið eftir. Borghildur ólst svo upp í Tóarseli í stórum bamahóp hjá foreldmm sín- um, en þau vom þekkt fyrir gestrisni og frábæra snyrtimennsku. Mikið ást- riki var með þeim hjónum. Þau Jónína og Guðjón eignuðust 10 mannvænleg böm. Nú em 6 þeirra á lífi, það yngsta 69 ára. Borghildur giftist í júní 1929 eftirlif- andi eiginmanni sínum, Pétri Guð- mundssyni, Péturssonar sem lengi var bóndi á Streiti í Breiðdal. Vorið 1929 hófu þau Borghildur og Pétur búskap á Dísastaðaseli, sem var næsti bær fyrir utan Tóarsel f sunnanverðum Norðurdal. Þar bjuggu þau til vorsins 1935 að þau fluttu að Tóarseli. Þau áttu 60 ára hjúskaparafmæli í júní í fyrra og minntust þess með hógvær- um og hljóðlátum hætti með kaffi- samsæti ásamt bömum sínum, en ekki með miklum fyrirgangi eins og oft tíðkast á merkum timamótum í lífi fólks. Þau Borghildur og Pétur þekkt- ust ffá bamæsku, enda var Pétur alinn upp á næsta bæ, Þorvaldsstöðum, sem er innsti bær norðan Norðurdalsár f Breiðdalshreppi. Pétur er einu ári eldri en Borghildur, fæddur 4. mars 1906. Mikið ástríki var með þeim hjónum, sem hélst óslitið alla þeirra löngu sambúð. Eg hef fá eða engin hjón þekkt sem unnust jafn heitt og lengi. Mér fannst jafnvel á síðustu árum eins og þau væm nýtrúlofuð. Það er mikil gæfa sem fáum hlotnast. Þau eignuðust þijú böm. Halldór Óskar, fæddur 23.10. 1930, Siguijón Geir, fæddur 31.10. 1934, og Þórunn Björg, fædd 22.01. 1948. Öll em þau myndarfólk og góðum gáfum gædd. Auk þess ólu þau upp tvö fósturböm. Halldór stofhaði nýbýlið Engihlíð f landi Tóarsels árið 1965, ásamt konu sinni, Guðlaugu Gunnlaugsdóttur. Geir hóf búskap í Tóarseli 1968, en það vor létu þau Pétur og Borghildur af búskap, en unnu áffam á búi Geirs sonar síns á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þómnn Björg er gift Sveini Jónssyni, sjómanni á Stöðvarfirði, og hafa þau átt þar heimili síðan. Borghildur og Pétur vom mjög gest- risin og gaman var að heimsækja þau, enda var oft mjög mikið um gestak- omur þar, einkum á sumrin. Einnig var allmikill gestagangur þar að vetr- inum. Þau vom bæði mjög vinsæl og komu þá nágrannar og vinir oft í heimsókn þangað að vetrinum. Þá vom spilin oft tekin ffam og stundum spilað ffam undir morgun. Mikið var spilaður lomber og var Pétur einhver albesti lombermaður sem ég hef spil- að við. Það spil var mjög mikið spilað í Norðurdal ffá því ég man fyrst eftir, eða ffá ámnum fyrir 1930 og allt ffam yfir 1970, en þá var sjónvarpið komið á flesta bæi hér í dalnum, þó móttöku- skilyrði væm mjög misjöfh fyrstu ár- in. Borghildur var mjög trúuð kona, en þó laus við bókstafstrú og kreddu- kenningar, eftir því sem mér fannst. Hún hafði óbifanlega trú á ffamhalds- líf eftir dauðann og endurfundi við ástvini sína þar. Eg er sannfærður um að henni hefur orðið að trú sinni og dvelur nú með látnum ástvinum sín- um. Borghildur var glaðlynd og kát. Hún kunni vel við sig í margmenni og naut þess að tala við vini og kunningja og að skemmta sér. Við hjónin áttum marga góða og glaða stund í Tóarseli þegar við heimsóttum þau og einnig þegar þau komu hingað, en stutt er á milli bæjanna. Við töldum Borghildi og Pétur alltaf í hópi okkar tryggustu og bestu vina. Við biðjum góðan Guð að blessa þessa látnu vinkonu okkar og væntum endurfunda síðar. Þá biðjum við góð- an Guð að blessa og varðveita eftirlif- andi eiginmann hennar og veita hon- um þrek og styrk í hans miklu sorg. Einnig biðjum við bömum þeirra hjóna og afkomendum þeirra allrar blessunar. Við ljúkum þessum fátæklegu línum með gömlu ljóði: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda sem að unnast ei fær dauðinn skilið. Sigurður og Herdís, Gilsá. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. VEL UNNIÐ STARF Ekki fer það milli mála, að vel unnið starf sé mikils virði, á hvaða vettvangi sem vera skal. Dyggur starfsmaður er þess vegna mikils virði og á laun sín margfaldlega skil- ið. Sá sem gegnir störfum í annarra þágu er trúnaðarmaður þeirra sem hafa falið honum umrætt starf, hvort sem það er til langs eða skamms tíma. Sá sem þjónustuna veitir, hveiju nafhi sem hún nefnist, þarf að vera mannkostum búinn auk sjálfrar þjónslundarinnar. Hann þarf að vera léttur í lund, laus við þrætugimi, geta séð fleiri en einn flöt á hveiju máli. Hann þarf að vera samninga- lipur og taka tillit til annarra. Þessi formáli finnst mér vera nauð- synlegur undanfari þess sem hér fer á eftir. — Árið 1960 var laus um- sjónarmannsstaðan við húseignina Hjarðarhagi 24-32, er telur 36 íbúðir. Þá var sameignin fyrir nokkru tekin í notkun, eða fyrir 3-4 árum. Hafin var bygging þessa sambýlishúss sumarið 1954. Stóðu bamakennarar að því. Sá sem valinn var til að gegna um- sjónarmannsstarfinu var ungur kenn- ari, einn af byggjendum sambýlis- hússins, Gunnar Sigurðsson að nafni. Hann er fæddur 1. júlí 1920 að Auðshaugi á Barðaströnd. Vom for- eldrar hans Sigurður Pálsson, cand. phil., bóndi að Auðshaugi og seinni kona hans, María Sigríður Jónsdóttir. Gunnar lauk námi frá Reykjaskóla 1937, en kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands lauk hann árið 1941. Kennslu stundaði Gunnar um fjóra áratugi, lengst við Austurbæjarskól- ann. Eins og fyrr sagði losnaði umsjón- armannsstaðan við s'ambýlishúsið Hjarðarhaga 24-32 árið 1960. Gunn- ar tók starfið að sér, og nú réttum 30 ámm síðar sagði hann þessu starfi af sér, vegna heilsubrests. Hann var bú- inn að inna af hendi vandasamt starf og erfitt á stundum. Ég fullyrði, að Gunnar hafi leyst þetta starf af hendi af fullkominni trúmennsku. Allt hef- ur staðið, sem hann hefúr lofað að gera. Hann hefur verið vakinn og sofinn fyrir velgengni þessa sambýl- ishúss, sem svo margir eiga heimili sín í. Hér er um að ræða svipaðan mannfjölda og í sumum minni sveit- arfélögum. Ég held að svona löng samfelld þjónusta fyrir eitt húsfélag sé sjaldgæf. Þess vegna finnst mér rétt að geta hennar á opinbemm vett- vangi. Ég tek mér það bessaleyfi að þakka Gunnari fyrir langt og gifturikt starf og veit að það mæli ég fyrir munn flestra ef ekki allra íbúa þessa sam- býlishúss. Hann getur svo sannarlega litið með ánægju yfir farinn veg hér og á nú þökk allra fyrir góð og mikil störf á þeim vettvangi. Gunnar minn, þú ert vel að þvi kominn að hljóta þökk fyrir þín ágætu störf fyrir okkur, sem búum í sambýlishúsinu Hjarðarhaga 24-32. Lifðu heill. Auðunn Bragi Sveinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.