Tíminn - 26.07.1990, Side 2

Tíminn - 26.07.1990, Side 2
2 Tíminn Fimmtudagur 26 júlí 1990 Þeir sem vilja álver á Suðurnesjum segja byggingarkostnaðinn rúmlega 5 milljörðum minni þar. Deilur um staðsetningu fara harðnandi: Hreppapólitík í álversumræðunni iðnþróunarféiag Eyjaflarðar hefur fýrir hönd svertarfélaga við Eyja- fjörð óskað eftir viðræðum við Steingrím Hermannsson forsætisráð- herra og Jón Sigunðsson iðnaðarráðherra sem fýrst, þar sem um- ræðuefnið yrði staðsetning nýs álvers. Ein aðalástæðan fýrir þessari ósk er sú umræða sem farin er af stað um hversu miklu dýrara það yrði að reisa álver á Norður- eða Austuriandi en á Suðumesjum. Á vegum Iðnþróunarfélags Eyjafjarð- ar er Almenna verkfræðistofan nú að vinna að gerð nákvæmrar kostnaðar- áætlunar vegna byggingar álvers á Dysnesi og er vonast til að niðurstöð- ur þeirra útreikninga liggi fyrir á næstu dögum. Enn sem komið er liggja engar opinberar tölur fyrir ftá ríkisvaldinu eða erlendu samstarfsfyr- irtækjunum um mismunandi kostnað við álversbyggingu á þeim þrem stöð- um sem enn eru inni í myndinni en samkvæmt upplýsingum frá iðnaðar- ráðuneytinu er stefht að því að frekari upplýsingar um byggingarkostnað liggi fyrir í lok ágúst. Fyrr í sumar voru lagðar fyrir rikis- stjómina greinargerðir, eða minnis- blöð til ráðherra ftá ráðgjafanefndinni sem áttu að vera trúnaðarskjöl. Þar komu fram fýrstu vísbendingar um kostnað við byggingu nýs álvers á nokkrum stöðum á landinu. Sérstak- lega er tekið ftam að verið væri að kanna málin og ekki ætlast til að upp- lýsingamar yrðu grandvöllur að opin- berri umfjöllun. Það virðist hins veg- ar hafa orðið og umræðan um gæði og hagkvæmni hinna einstöku staða undir álver er kominn á fullt skrið. Formælendur álvers á Suðumesjum segja að munurinn á byggingu álvers á Suðumesjum og annars staðar sé rúmir fimm milljarðar Suðumesjum í vil. Ekki era allir sammála um þá staðhæfingu og vilja vísa henni til foðurhúsanna og segja að verið sé að koma af stað ótímabæm kapphlaupi eða uppboði milli staðanna þriggja sem til greina koma. Starfsmaður Suðumesja um bygg- ingu álvers þar, Oddur Einarsson, segir allt benda til þess að munurinn á byggingu álvers á Suðumesjum og annars staðar sé ekki spuming um einn til tvo og hálfan milljarð, heldur rúmlega 5 milljarða Suðumesjum í vil. Oddur sagðist þó ekki hafa stað- festar tölur um kostnaðinn við að reisa og reka álver. „Einu tölumar, sem ég veit til að hafi birst opinber- lega, era hið ffæga minnisblað ráð- gjafanefndarinnar. Þar munu vera nefndar tölumar 1,5 til 2,4 milljarðar króna. Þessar tölur komu mér mjög á óvart þegar ég heyrði þær nefhdar og ég hef ítrekað reynt að fá skýringu á hvaða grandvelli þær eru reistar, en ekki fengið.“ Oddur sagði að hér væri um mjög flókið reikningsdæmi að ræða og sægur atriða sem þar koma við sögu. , J>egar öll þessi atriði era tekin saman koma út tvær tölur. Þær tölur sem ég hef heyrt nefhdar era þrir milljarðar upp í fimm til sex milljarðar. Svo menn reyni að vera raunsæir og taki tillit til óheppni í sumum atriðum og heppni í öðrum, þá er munurinn ein- hvers staðar nálægt fimm milljörðum króna, miðað við þær upplýsingar sem ég hef.“ Oddur sagði að gallinn við þessa umræðu væri sá að ekkert hafi komið fram opinberlega varðandi kostnað- inn. Minnisblað ráðgjafanefndarinnar hafi lekið í fjölmiðla, síðan hófst um- ræðan á grundvelli talna sem ekkert lá á bak við. „Það er mjög slæmt og menn era alltaf að reisa umræðuna á einhveiju óstaðfestu, nánast orðrómi. Þess vegna þótti okkur mikið miður að umræðan skildi fara af stað við slíkar aðstæður. Við eigum engan þátt í því, þvert á móti óskuðum við eftir að sem allra bestar upplýsingar lægju fyrir í málinu áður en opinber um- ræða hæfist,“ sagði Oddur. „Ég óttast mjög að íslenska viðræðu- nefndin verði þvinguð til að taka inn í þessa umræðu önnur sjónarmið en ódýrasta og hagkvæmasta kostinn. Það gæti haft þau áhrif á samningana að álverið verði reist í Kanada. Ég ótt- ast sem sagt að við séum ekki að ræða um hvort álverið eigi að vera á Keilis- nesi, Álfsnesi eða við Reyðarfjörð, heldur hvort það fái að vera á Keilis- nesi eða verði í Kanada,“ sagði Odd- ur. Sigurður P. Sigmundsson hjá Iðn- þróunarfélagi Eyjafjarðar sagðist ekkert skilja í þessum útreikningum Suðumesjamanna né hvers vegna menn era að tala um þessa hluti án nánari rökfærslu. „Þar sem ekkert hefur komið ffam ennþá sem staðfest- ir þessa útreikninga, lít ég svo á að Suðumesjamenn séu að reikna dæm- ið með forsendum sem þeir telja eiga við. Ég myndi gjaman vilja fá ein- hveija sundurliðtin á útreikningunum Minni vanskil á staðgreiðsluskatti í fyrra heldur en 1988: Um 27 milljarðar í staðgreiðsluskatt Jan Feb Mar Apr Mai Jún Júl Agú Sap Okt Nóv Daa Mánuöur Innheimt staðgreiösla vegna ársins 1989. Sem sjá má er það mjög mis- jafrít eftir mánuðum hve mikið kemur í kassann. Almennt má slá því föstu að staðgreiðslan hafi gengið mjög vel á árínu 1989 og eng- in teljandi vandkvæði komið upp við rekstur hennar segir í Tíund, fréttabréfi ríkisskatt- stjóra. Innheimtur stað- greiðsluskattur vegna ársins voru rúmlega 26 milljarðar kr. Þess utan var rúmlega 1 millj- arður kr. (3,9%) í vanskilum, sem Tíund segir hlutfallslega heldur minni vanskil en á sama tíma áríð áður. Alls er staðgreiðsla ársins því um 27.079 milljarðar kr. Fyrir sama tímabii var gerð grein fýrír launum að fjárhæð um 162.982 millj. kr. Um 16,6% launanna hafi því faríð í stað- greiðsluna en 135.903 milljón- ir orðið eftir til annarrar ráð- stöfunar. Sé heildarlaunaupphæðinni skipt niður á alla landsmenn koma um 645 þús.kr. í hlut hvers og eins að meðal- tali. Þar af fóra um 107 þús.kr. í skattinn, en um 538 þús.kr. (44.800 kr. á mánuði) vora eftir til annarra nota. Samkvæmt þessu hefði hver fjög- urra manna fjölskylda hafl um um 2.151 þús. sér til framfærslu að með- altali (179.000 kr.á mánuði) eftir skatta, ef jafnt væri skipt á milli allra. Sé heildartekjunum aftur á móti skipt jafnt á milli allra landsmanna 16 ára og eldri verður hlutur hvers og eins um 880 þús. kr. að meðaltali, hvar af um 107 þús.kr. fóra í stað- greiðsluna. Rétt er að benda á að landsmenn hafa töluverðar tekjur umfram þær sem staðgreiðsla er reiknuð af. Þar bætast við eignatekjur bæði af fjár- magni, leigu húseigna og atvinnu- rekstri. - HEI áður en hægt er að fara að ræða um þá.“ Sigurður benti á að ef farið væri yfir alla þá þætti sem skipta máli varðandi kostnað við byggingu álvers, þá er hægt að reikna einn stað í lágmarki en annan ekki. „Hér er um svo marga óvissuþætti að ræða. Það er engin ástæða til að reikna okkur það versta, og t.d. tal um kostnaðarauka sem fylgir veðráttu hér á Noróurlandi get- ur sveiflast frá 0 upp í 300 milljónir. En hver segir að hærri talan sé lík- legri? Menn verða þess vegna að fara mjög varlega þegar þeir slá slíku fram.“ Jón Kxistjánsson, þingmaður Aust- firðinga, sagði þessi vinnubrögð Suð- umesjamanna vera afar einkennileg. „Einu gögnin sem við höfum í hönd- unum um þetta mál segja að fyrstu vísbendingar bendi ef til vill til o.s.frv. Að kostnaður geti verið á bil- inu 1,5 til 2,5 milljarðar. Síðan kemur talsmaður Suðumesjamanna fram í sjónvarpi og segir að munurinn sé fimm milljarðar. Karl Steinar Guðna- son kemur daginn eftir í viðtal á Rás 2 og þar segir hann muninn vera allt að sex milljörðum. Menn vita ekkert hvaðan þessar heimildir era komnar og þess vegna hlýtur uppslátturinn að vera í áróðursskyni." Jón taldi eina möguleikann á þessum mun, sem fram kemur í útreikningum Suðumesjamanna, vera þann að þeir vilji láta gera minni mengunarkröfur hjá sér en gert er á landinu almennt. „Ég trúi því nú varla að slakað verði á kröfum hvað mengunarbúnað varðar, þó álverið verði byggt á Suðumesj- um.“ Annars taldi hann umræðuna ekki vera tímabæra. „Menn verða í það minnsta að hafa eitthvað í hönd- unum áður en þeir slá fram slíkum fullyrðingum," sagði Jón að lokum. -hs. Samþykkt um meðferð efna á vinnustöðum Á þingi Alþjóðavinnumálastofn- þær skuldbindingar að gerðar unarinnar, sera haldið var dag- séu ráðstafanir tíl að vernda ana 6.-27.júní sk, var m.a. af- heilsu næturvlnnufðlks og bæta greidd alþjóðasamþykkt um stSðu þess tíl samvista við fjöl- meðferð efnasambanda á vlnnu- skyldu. 1>á er gert ráð fyrir leng- stöðvum. Markmið þessarar ingu barnsburðarleyfis og íjölg- samþykktar er að að draga úr un tældfæra tíl þátttöku f félags- hættu á slysum og atvinnusjúk- málum. Á þinginu lauk fyrri um- dómum vegna vinnu við efna- ræftu um drög að sambönd. Ríki sem fullgilda sam- alþjóðasamþykkt um vinnuað- þykktina skuldbinda sig tíl að stæður á hótelum, veitíngahúsum móta heildarstefnu í samvinnu og hliöstæðum fyrirtækjum. Þar við aðila vinnumarkaðarins um er gert ráð fyrir að settar verði örugga meðferð efna á vinnu- lágmarksreglur um vinnu- og stöðum og þessa heildarstefnu h víldartíma, orlof og ýmiss kon- skal endurskoöa regluiega. ar tryggingar. Samkvæmt drög- Þingið var haidið í Genf og sam- unum skuiu starfsmenn fá ákveð- tais sóttu það rúmiega 2000 full- in laun án tilllts til greiðslu þjór- trúar ríkisstjórna og aðila vinnu- fjár. markaðarins. Fulltrúar féiags- Aiþjóöavinnumálaþingið sam- málaráðuneytís, utanríkísráðu- þykkti nokkrar áiyktunartiilög- neytís og aðiia vinnumarkaðarins ur og var þeirra á meðal tillaga sóttu þingið af íslands hálfu. sem flutt var að frumkvæöi full- Á þinginu var einnig afgreidd trúa ríkisstjórna Noröurianda alþjóðasamþvkkt um nætur- um umhverfis- og atvinnumál. vinnu. Samkvæmt þeirri sam- Tillagan byggir á skýrslu Sam- þykkt er næturvinna skilgreind einuðu þjóðanna um umhverfi og sem „ÖU vinna framkvæmd á þróun en hún var sarain af nefnd samfelldu sjö klukkustunda sem kennd er við fyrrverandi tímabili þar sem tíminn frá mið- forsætisráðherra Noregs, Gro nætti tíi kl. fimm að morgni er Bariem Brundtland, sem var for- innifaiinn". í samþykktínni felast maður hennar. GS. Níeis Heimannsson, sem nú hyggst endumýja kynnin við fæð- ingarstaðinn. Til Málm- eyjar á 75 ára afmslinu Níels Hermannsson eftirlitsmaður er eini núlifandi íslendingurinn, sem fæddur er í Málmey, en þar leit hann fyrst dagsins ljós þann 27. júlí 1915. Níels var aðeins fjögurra ára er hann flutti ásamt foreldram sínum, Her- manni Jónssyni og Elínu Lárasdóttur, úr eyjunni og settist að i Fljótunum. Hefúr hann aðeins einu sinni heim- sótt fæðingarstað sinn eftir það, en það var árið 1941. Nú ætlar Níels að gera bragarbót, því á morgun, 27. júlí, hyggst hann sigla út í eyju ásamt afrnælisgestum sínum og halda afmælið hátíðlegt þar við veisluföng, svo sem hangikjöt og hákarl, ef að líkum lætur. Þegar hafa margir skráð sig til fylgdar með hon- um, en öllum góðkunningjmn er fijálst að koma, hafi þeir tök á. Siglt verður út með Jóni Eiríkssyni Drang- eyjaijarli og farið úr Lónkotsmöl á hádegi. Foreldrar Níelsar bjuggu í Málmey frá 1914 til 1918. Áður bjó í eyjunni Frans Jónatansson og flutti hann að nýju í Málmey 1919 og bjó þar til 1941.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.