Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. júlí 1990 Tíminn 3 Sala Sambandsins um 14% umfram áætlanir fyrir fyrri helming ársins: 100 m.kr. betri af koma en áætlað hafði verið Rekstrarafkoma Sam- bandsins reyndist stórum betri viö milliuppgjör fyrir fýrrí helming þessa árs heldur en áætlað hafði ver- ið. Að sögn Guðjóns Ólafs- sonar forstjóra reyndist 85 millj.kr. hagnaður af rekstri Sambandsins á fyrrí helm- ingi þessa árs. Þar er um stóra breytingu að ræða þegar miðað er við að um 120 m.kr. tap var á rekstrinum á sama tímabili í fyrra og sömuleiðis þegar miðað er við að búist hafði verið við 15 m.kr. tapi en ekki hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Rekstur Sambandsins hef- ur samkvæmt þessu skilað um 100 m.kr. betri útkomu en áætlað hafði verið. Ástæður þessa bata eru marg- ar. Guðjón nefhdi aukna sölu og hag- stæðara efhahagsumhverfi. Fjár- magnskostnaður hafí minnkað og nú sé heldur ekki um að ræða það geng- istap sem Sambandið hafi orðið fyrir i stórum stíl undanfarin árum. Auk þess hafi svo verið gripið til ýmiss konar aðgerða til að ná fram meiri hagkvæmni og sparnaði i rekstri. Þetta sé farið að skila sér að ein- hverju leyti. Sala Sambandsins var um 12 millj- arðar kr. fyrstu sex mánuði ársins. Miðað við 10,5 milljarða kr. áætlaða sölu á þessu tímabili er niðurstaðan nær 14% umfram áætlun. Sala þess á sama tímabili í fyrra var hins vegar Sambandshúsið viö Kirkjusand. 9,9 milljarðar kr. og aukningin því um 21% milli ára eða töluvert um- fram almennar verðlagshækkanir á tímabilinu. Að sögn Guðjóns hefur sala skinnaiðnaðarins á Akureyri aukist um 47% milli ára, sala Skipa- deildar aukist um 23% og sala Sjáv- arafurðadeildar aukist um 21%. En búast Sambandsmenn við fram- haldi á þessari jákvæðu afkomu? — Það veit ég ekki. Það ræðst mikið af því hver þróunin verður hér almennt í efnahagslífinu. Virðast nú blikur a lofti? — Þessa stundina lítur út fyrir það. Fari verðbólgan af stað aftur segir Guðjón vitanlega allt fara fj......til í atvinnulífinu sem og þjóðfélaginu í heild. Svo þú telur mikið í húfi? „Já, það hljóta allir hugsandi menn að sjá," sagði Guðjón Olafsson. -HEI Vestfirsk æska: Námsstyrkir veittir Eins og undanfarin ár verða í ágúst veittir styrkir úr „Menningarsjóði vestfirskrar æsku". Styrkirnir eru veittir vestfirskum ungmennum til framhaldsnáms sem þau geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Ungmenni sem misst hafa fyrir- vinnu sina og einstæðar mæður njóta forgangs þegar styrkur er veittur. Einnig hafa konur forgang „meðan ekki er fullt jafhrétti launa," eins og segir í fréttatilkynningu. Umsókn um styrk þarf að senda fyr- ir lokjúlí og þurfa meðmæli að fylgja frá skólastjóra eða öðrum sem þekkir fjárhag og aðstæður umsækjanda. Umsókn skal senda til „Menningar- sjóðs vestfirskrar æsku", c/o Sigriður Valdemarsdóttir, Njálsgötu 20, jarðh., 101 Reykjavík. Á siðasta ári voru veittir styrkir að upphæð sam- tals 225 þúsund krónur til fimm ung- menna. GS. Alþjóðamála stofnun H.l. Stofhuð hefur verið við Háskólann Alþjóðamáiastofhun Háskóla ís- lands. Hlutverk hinnar nýju stofnun- ar er að vera vettvangur rannsókna og fræðslu um alþjóðamál en að stofhuninni standa þrjár deildir úr Fimm sækja um Mógilsá Fimm umsækjendur eru um stöðu yfirmanns Skógræktar rikisins að Mógilsá. Þeir eru Aðalsteinn Sigur- geirsson skógfræðingur, Árni Braga- son jurtaerfðafræðingur, Sigvaldi Ásgeirsson skógfræðingur, Þórarinn Benedikz skógfræðingur, en sá fimmti óskaði nafhleyndar. Umsóknir þessar fara nú fyrir svo- kallað Fagráð sem er sett á stofh samkvæmt sérstakri reglugerð þar að lútandi og gerir Fagráðið tillögur um hver hneppir hnossið. Landbúnaðar- ráðherra hefur síðan endanlegt úr- skurðarvald. Steingrímur J. Sigfus- son landbúnaðarráðherra er nú stadd- ur i opinberri heimsókn i Grænlandi. Hann kemur ekki heim fyrr en í næstu viku og því verður ekíri ráðið í stöðuna fyrr en í fyrsta lagi þá. -hs. Frá afhendingu minningargjafar um Alfreð Elíasson Flugbjörgunarsveitin fær minningargjöf um Alfreð Elíasson fyrrv. forstjóra Loftleiða: Milljón til björgunar Orlofsdvöl hf. sem er fyrrverandi starfsmannafélag Loftleiða gaf ný- lega Flugbjörgunarsveitinni í Reykja- vík eina milljón króna til minningar um einn stofnenda sveitarinnar; Al- freð heitinn Eliasson forstjóra Loft- leiða sem hefði orðið sjötugur á þessu ári. Jón Gunnarsson formaður Flug- björgunarsveitarinnar tók við gjöf- inni úr hendi Ólafs Agnars Jónasson- ar formanns stjórnar Orlofsdvalar. Gjöfin var afhent á heimili Kristjönu Millu Thorsteinsson, ekkju Alfreðs Elíassonar. —sá Háskólanum; viðskipta- og hag- fræðideild, lagadeild og félagsvis- indadeild. í tilkynningu frá hinni nýju stofnun segir m.a. að ljóst sé að mikilvægi samskipta íslands við önnur ríki fari mjög vaxandi þessi árin og er visað til þróunar í Evrópu, alþjóðleg um- hverfismál og hafréttarmál á Norður- Atlantshafi i því sambandi. Þá segir um hlutverk hinnar nýju stofhunar að hún eigi að vera vett- vangur fræðslu og rannsókna um al- þjóðamál. Að því marki á m.a. að stefha með því að standa fyrir rann- sóknum á sviði alþjóðamála, gangast fyrir ráðstefhum, námskeiðum og fyrirlestrum um alþjóðamál og gefa út rit um athyglisverð efhi á þeim vettvangi og hafa samvinnu við er- lendar rannsóknarstofnanir á þessu sviði. Háskólaráð hefur skipað stofhun- inni fimm manna stjórn til næstu þriggja ára. Það eru þeir Gunnar G. Schram prófessor sem er formaður, Gunnar Gunnarsson lektor sem er varaformaður, Gunnar Helgi Krist- insson lektor, Guðmundur Magnús- son prófessor og Gísli Ágúst Gunn- arsson lektor. Núna hefur hin nýja stoíhun f undir- búningi nokkur verkefhi og í ágúst mun hún gangast fyrir ráðstefnu um takmarkanir vigbúnaðar og traust- vekjandi aðgerðir á höfunum. Ráð- stefnan er skipulögð i samvinnu við bandariska rannsóknarstofhun og verður haldin á Akureyri dagana 15. og 16. ágúst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.