Tíminn - 26.07.1990, Síða 3

Tíminn - 26.07.1990, Síða 3
Fimmtudagur 25. júlí 1990 Tíminn 3 Sala Sambandsins um 14% umfram áætlanir fyrir fyrri helming ársins: 100 m.kr. betri afkoma en áætlað hafði verið Rekstrarafkoma Sam- bandsins reyndist stórum betrí við milliuppgjör fýrír fýrrí helming þessa árs heldur en áætlað hafði ver- ið. Að sögn Guðjóns Ólafs- sonar forstjóra reyndist 85 millj.kr. hagnaður af rekstrí Sambandsins á fýrrí helm- ingi þessa árs. Þar er um stóra breytingu að ræða þegar miðað er við að um 120 m.kr. tap var á rekstrinum á sama tímabili í fyrra og sömuleiðis þegar miðað er við að búist hafði verið við 15 m.kr. tapi en ekki hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Rekstur Sambandsins hef- ur samkvæmt þessu skilað um 100 m.kr. betri útkomu en áætlað hafði verið. Astæður þessa bata eru marg- ar. Guðjón neffidi aukna sölu og hag- stæðara efnahagsumhverfí. Fjár- magnskostnaður hafi minnkað og nú sé heldur ekki um að ræða það geng- istap sem Sambandið hafi orðið fyrir í stórum stíl undanfarin árum. Auk þess hafi svo verið gripið til ýmiss konar aðgerða til að ná ffam meiri hagkvæmni og spamaði í rekstri. Þetta sé farið að skila sér að ein- hveiju leyti. Sala Sambandsins var um 12 millj- arðar kr. fyrstu sex mánuði ársins. Miðað við 10,5 milljarða kr. áætlaða sölu á þessu timabili er niðurstaðan nær 14% umffam áætlun. Sala þess á sama tímabili í fyrra var hins vegar 9,9 milljarðar kr. og aukningin því um 21% milli ára eða töluvert um- ffam almennar verðlagshækkanir á tímabilinu. Að sögn Guðjóns hefur sala skinnaiðnaðarins á Akureyri aukist um 47% milli ára, sala Skipa- deildar aukist um 23% og sala Sjáv- arafurðadeildar aukist um 21%. En búast Sambandsmenn við ffam- haldi á þessari jákvæðu afkomu? — Það veit ég ekki. Það ræðst mikið af því hver þróunin verður hér almennt i efnahagslífinu. Virðast nú blikur a lofti? — Þessa stundina lítur út fyrir það. Fari verðbólgan af stað aftur segir Guðjón vitanlega al!t fara fj...til í atvinnulífinu sem og þjóðfélaginu í heild. Svo þú telur mikið í húfi? „Já, það hljóta allir hugsandi menn að sjá,“ sagði Guðjón Olafsson. - HEI Sambandshúsið við Kirkjusand. Vestfirsk æska: Námsstyrkir Alþjóðamála- stofnun H.í. Eins og undanfarin ár verða í ágúst veittir styrkir úr „Menningarsjóði vestfirskrar æsku“. Styrkimir eru veittir vestfirskum ungmennum til ffamhaldsnáms sem þau geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Ungmenni sem misst hafa fyrir- vinnu sína og einstæðar mæður njóta Fimm sækja um Mógilsá Fimm umsækjendur eru um stöðu yfirmanns Skógræktar rikisins að Mógilsá. Þeir eru Aðalsteinn Sigur- geirsson skógffæðingur, Ámi Braga- son jurtaerfðaffæðingur, Sigvaldi Ásgeirsson skógffæðingur, Þórarinn Benedikz skógffæðingur, en sá fimmti óskaði nafhleyndar. Umsóknir þessar fara nú fyrir svo- kallað Fagráð sem er sett á stofn samkvæmt sérstakri reglugerð þar að lútandi og gerir Fagráðið tillögur um hver hneppir hnossið. Landbúnaðar- ráðherra hefur síðan endanlegt úr- skurðarvald. Steingrímur J. Sigfus- son landbúnaðarráðherra er nú stadd- ur i opinberri heimsókn í Grænlandi. Hann kemur ekki heim fyrr en í næstu viku og því verður ekki ráðið i stöðuna fyrr en í fyrsta lagi þá. -hs. forgangs þegar styrkur er veittur. Einnig hafa konur forgang „meðan ekki er fullt jafnrétti launa,“ eins og segir í fféttatilkynningu. Umsókn um styrk þarf að senda fyr- ir lok júlí og þurfa meðmæli að fylgja ffá skólastjóra eða öðmm sem þekkir fjárhag og aðstæður umsækjanda. Orlofsdvöl hf. sem er fyrrverandi starfsmannafélag Loffleiða gaf ný- lega Flugbjörgunarsveitinni í Reykja- vík eina milljón króna til minningar um einn stofiienda sveitarinnar; Al- veittir Umsókn skal senda til „Menningar- sjóðs vestfirskrar æsku“, c/o Sigríður Valdemarsdóttir, Njálsgötu 20, jarðh., 101 Reykjavík. Á síðasta ári vom veittir styrkir að upphæð sam- tals 225 þúsund krónur til fimm ung- menna. ffeð heitinn Elíasson forstjóra Loft- leiða sem hefði orðið sjötugur á þessu ári. Jón Gunnarsson formaður Flug- björgunarsveitarinnar tók við gjöf- Stofnuð hefur verið við Háskólann Alþjóðamálastofúun Háskóla ís- lands. Hlutverk hinnar nýju stofnun- ar er að vera vettvangur rannsókna og ffæðslu um alþjóðamál en að stofhuninni standa þijár deildir úr inni úr hendi Ólafs Agnars Jónasson- ar formanns stjómar Orlofsdvalar. Gjöfin var afhent á heimili Kristjönu Millu Thorsteinsson, ekkju Alfreðs Elíassonar. —sá Háskólanum; viðskipta- og hag- ffæðideild, lagadeild og félagsvís- indadeild. I tilkynningu ffá hinni nýju stofnun segir m.a. að ljóst sé að mikilvægi samskipta íslands við önnur ríki fari mjög vaxandi þessi árin og er vísað til þróunar í Evrópu, alþjóðleg um- hverfismál og hafféttarmál á Norður- Atlantshafi i því sambandi. Þá segir um hlutverk hinnar nýju stofnunar að hún eigi að vera vett- vangur fræðslu og rannsókna um al- þjóðamál. Að því marki á m.a. að stefna með því að standa fyrir rann- sóknum á sviði alþjóðamála, gangast fyrir ráðstefúum, námskeiðum og fyrirlestrum um alþjóðamál og gefa út rit um athyglisverð efni á þeim vettvangi og hafa samvinnu við er- lendar rannsóknarstofnanir á þessu sviði. Háskólaráð hefur skipað stofnun- inni fimm manna stjóm til næstu þriggja ára. Það eru þeir Gunnar G. Schram prófessor sem er formaður, Gunnar Gunnarsson lektor sem er varaformaður, Gunnar Helgi Krist- insson lektor, Guðmundur Magnús- son prófessor og Gísli Ágúst Gunn- arsson lektor. Núna hefúr hin nýja stofnun 1 undir- búningi nokkur verkefhi og í ágúst mun hún gangast fyrir ráðstefnu um takmarkanir vigbúnaðar og traust- vekjandi aðgerðir á höfúnum. Ráð- steftian er skipulögð i samvinnu við bandaríska rannsóknarstofnun og verður haldin á Akureyri dagana 15. og 16. ágúst. GS. Frá afhendingu minningargjafar um Alfreð Elíasson Flugbjörgunarsveitin fær minningargjöf um Alfreð Elíasson fyrrv. forstjóra Loftleiða: Milljón til björgunar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.