Tíminn - 26.07.1990, Qupperneq 4

Tíminn - 26.07.1990, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 25. júlí 1990 Hermenn Iraksstjómar fagna sigri í stríðinu við íran. Það stríð hófst með innrás fraka sem heimtuðu land af frönum. Olíuverð hækkar: Sovétstjórn notar v-þýskt lán til að greiða skuldir Sovétmenn sögðu í gær að þeir myndu nota v-þýskt lán til að borga ógreidda reikninga frá erlendum fyr- irtækjum. Alþjóðlegir bankamenn höfðu áður sagt að skuldastaða þeirra mætti ekki versna frekar og ef þeir lýstu því yfir að þeir gætu ekki borg- að einhverra reikninga myndi það hafa afdrifaríkar afleiðingar fýrir sovéskan efhahag. V-Þjóðveijar hafa lánað Sovétmönnum 5 milljarða marka og sagði sovéskur bankamað- ur í gær að meira en helmingur þeirr- ar upphæðar hefði verið notaður til að greiða skuldir við þýsk fyrirtæki. Hann sagði ekki til hvers afgangurinn yrði notaður. Thomas Alibegov hjá „Sovéskum banka erlendra efnahags- mála“ (Vneshekonombank) sagði ennffemur að skuldastaða skamm- tímalána hefði batnað mikið. „Á þessu ári höfum við endurgreitt meira en helming skammtímaskulda okk- ar,“ sagði hann fféttamanni Reuters án þess þó að nefna tölur. V-Þjóðverjar hafa lánað Sovét- mönnum um það bil þá upphæð sem talið er að þeir skuldi vestrænum fyr- irtækjum. Alibegov sagði að þótt lán- ið mætti nota hvemig sem væri hefði það verið skilningur milli þýskra og sovéskra ráðamanna að lánið ætti að nota til að greiða upp skuldir við v- þýsk fyrirtæki. Gullverðlaunahafi á olympíuleikum notar rafmagnskeyri og barsmíðar: Irak og Kúvæt deila um olíu Deilur íraka og Kúvætmanna um landamæri og olíu hafa orðið til að hækka verð á olíu. írakar sendu um síðustu helgi hersveit- ir til landamæra sinna við Kúvæt og höfðu menn óttast að til stríðsátaka kæmi. í gær birtust hins vegar yfiriýsingar frá ríkis- stjómum hvorra tveggja landanna um að þær vildu komast að friðsamlegu samkomulagi. Athyglin beinist nú að fundi OPEC í Genf þar sem hvor tveggja ríkin eiga fulltrúa. í Genf reyna olíu- framleiðsluríkin að jafna djúpstæðan ágreining sinn um olíufram- leiðslu og olíuverð. Forseti íraks, Saddam Hussein, hef- ur farið fram á skaðabætur ffá Kúvæt vegna „stolinnar olíu“. Landamæri landanna eru ekki vel skilgreind en Kúvætbúar hafa unnið olíu úr lindum nálægt landamærunum. Hussein vill beinar viðræður við Kúvætbúa um landamæri landanna en Kúvætbúar, sem eru miklu færri en írakar og hafa langtum minni her, vilja að þriðja að- ila verði falið að úrskurða um hvar landamærin eigi að liggja. Auk alls þessa vilja írakar að OPEC dragi verulega úr framleiðslu sinni á olíu og stefhi að því að fá 25 dollara eða meira fyrir tunnuna. Viðmiðunarverð OPEC er nú 18 dollarar en verð á þessu ári hefúr farið niður fyrir 14 dollara. Mörg OPEC-riki, þar á með- al Kúvæt, telja að 25 dollarar fyrir tunnu sé óraunsætt markmið en á fúndum í Genf er nú talað um að reyna að stefna að 20 dollara lág- marksverði. Irakstjóm er illa stödd fjárhagslega eftir striðið við íran og er skuldum vafin erlendis. Tekjur stjómarinnar koma mestmegnis ffá olíusölu. Bandaríkjastjóm hefúr sent skip og flugvélar til Persaflóans og vill með því lýsa yfir stuðningi við Kúvæt. í gær sagði Hussein egypska forsetan- um Hosni Mubarak að hann hefði engar áætlanir um að ráðast með her inn í Kúvæt. Tónninn í þeim síðar- nefndu var líka ffiðsamlegur. Þeir sögðust ekki myndu láta undan hem- aðarhótunum íraka en lýstu því jafh- ffamt yfir að þeir væm fúsir til að hefja beinar viðræður um ágreinings- efhi landanna. Hestar píndir til að stökkva Nokkrir v-þýskir hestamenn sem kenna vilja hestum sínum að stökkva hafa verið sakaðir um að nota til þess barsmíðar. I síðustu viku kærðu vest- ur-þýsk dýravemdunarsamtök ffæg- asta „hindrunarstökkvara" landsins Paul Schockemoehle fyrir pyndingar á hestum en Schockemoehle hefúr þrisvar orðið Evrópumeistari og einu sinni unnið gull á olympíuleikum. Hann hefúr reynt að veija aðferðir sínar en birtar hafa verið af honum myndir þar sem hann sést beija með stöfúm afturfætuma á hesti sínum. Hann segir að slíkar aðferðir séu ekki ómannúðlegar. Hann noti þessa að- ferð til að tala við hestinn sem því miður skilji ekki mannamál. Hann hefúr líka sagt að þessar aðferðir við hestatamningar séu ekki bannaðar. í gær birti dagblaðið „Die Stem“ viðtal við hestasvein sem unnið hefúr í hesthúsi Schockemoehles. Hann sagði að hestamir væm stundum barðir og látnir standa f þröngum grindum vikum saman. Auk þess sagði hann að Schockemoehle og fleiri knapar notuðu raffnagnskeyri sem gæfú hestunum rafmagnsstuð og gerðu þá viljugri til að stökkva yfir hindranir. Annar hestasveinn sagði i viðtali við „Stem“, en hvomgur þeirra var nefndur með nafni, að hann hefði séð hesta í básum með klæði bleytt f sým vafið um framfætuma. Sýran átti að gera þá ónæmari fyrir sársauka, en hestasveinninn sagðist hafa séð hest sem hefði fengið á sig of sterka sýmupplausn og hefðu ffamfætur hans orðið bleikir á litinn. 1 OO ár frá því aö listmálarinn stytti sér aldur: VAN GOCH VAR HVORKI GEÐ- NÉ FLOGAVEIKUR Vincent Van Goch var hvorki geð- sjúkur né flogaveikur heldur þjáðist hann af algengri meinsemd vinstra megin í innra eyra. Þessi meinsemd varð til þess að hann skar vinstra eyrað af sér og stytti sér að lokum aldur. Þetta segja sérffæðingar sem birtu grein í tímaritinu „Joumal of the Am- erican Medical Association". Þeir segja að Van Coch hafi veikst af Bandariskir vísindamenn hafa fúnd- ið eitt tungl enn á braut um reiki- stjömuna Satúmus. Nýja tunglið er aðeins 20 kílómetrar í þvermál og er átjánda tunglið sem fínnst. Það fannst þegar vísindamenn NASA notuðu tölvu til að henda reiður á um 30.000 myndum sem geimflaugin Voyager 2 sendi til jarðar þegar hún „Meniere“-veiki sem lýsir sér með suði og hringingum í eyranu auk svima og lamandi þreytutilfinningar. Á sunnudaginn kemur verða liðinn 100 ár ffá því að Van Goch stytti sér aldur. Hann var þá 37 ára, veikur og sárafáíækur. Honum hafði ekki tekist að selja nema erna mynd eftfr sig en verk hans hafa verið í fréttum að und- anfömu eftir að tvö þeirra seldust á fór ffam hjá Satúmusi. Tunglið er í ysta hringi Satúmusar og er nú kallað því óskáldlega nafni 1981S13 en vís- indamennimir hafa lagt til að tunglið verði nefnt Pan sem er nafn úr grísku goðafræðinni en önnur tungl um Sat- úmus bera sams konar nöfn. Fyrsta tungl Satúmusar var upp- götvað í stjömusjónaukum 1655. Á hæsta verði sem fengist hafa fyrir mál- verk. Sérffæðingar við „Swedish Medical Centre" í Colorado í Bandaríkjunum segjast hafa farið í gegnum allar sjúkraskýrslur um Van Goch og segja að lýsingamar bendi eindregið til að hann hafi haft „Meniere“-sjúkdóm. Sjúkdómurinn var uppgötvaður á dög- um Van Gochs en upplýsingar um sautjándu öldinni fundust 4 tungl til viðbótar. Tvö á þeirri átjándu og önn- ur tvö á þeirri nítjándu. í upphafi 20. aldar vora þau talin vera níu alls en á síðustu áratugum hefúr fjöldi þeirra tvöfaldast í 18. Vísindamenn telja að enn eigi fleiri tungl eftir að finnast og þeir leita nú nítjánda tunglsins. hann höfðu ekki borist ffá París þang- að sem Van Goch leitaði læknishjálpar en hann skráði sig sjálfúr til meðferðar á hæli í St. Remy í Frakklandi 1889 og var þar ranglega greindur með floga- veiki. Hann ffamdi síðan sjálfsmorð 29.júlí 1890. Tveimur dögum fyrir jól 1888 skar Van Goch af sér hluta vinstra eyrans og sendi það vændiskonu. Læknirinn á hælinu sem annaðist hann sagði að Goch hefði þá þjáðst af heymarof- skynjunum. Þetta hefúr þótt benda til þess að Van Goch hafi verið geðveikur en í grein læknatímaritsins segir að dæmi séu um að fólk sem þjáist af „Meniere“- sjúkdómnum skeri í eyrun eða beiji göt á hlustina til að reyna að losna við hávaðann. I greininni segir að 796 einkabréf sem Van Goch skrif- aði gefi lýsingu á manni með fúllkom- lega heilbrigða dómgreind sem þjáist af heiftarlegum svfrnaköstum. Hefði hann lifað nú hefði verið auðvelt að lækna sjúkdóminn með skurðaðgerð eða breyttu mataræði. Góðar og slæmar fréttir: Ariane- flaug flýgur, Atlantis- ferja lekur Vestur-evrópsk Arianeflaug hóf sig til flugs á þriðjudag og kom tveimur gervihnðttum á braut um jörðu. Geimflauginui var skoöð frá frðnsku Guineu og gekk það að óskum. f febrú- ar sprakk Arianeflaug í flug- taki og hafa geimferðir evr- ópsku Arianeflauganna legið niðri í fimm mánuði. Geimferjurnar bandarisku hafa líka verið kyrrsettar frá því í síðasta mánuði þegar elds- neytisleki uppgötvaðist i tveim- ur ferjum sem skjóta átti á ioft. Yfirmenn bandarísku geim- ferðastofnunarínnar hafa sagt að þeir hafi fundið orsakir lek- ans og að næsta geimferð gæti orðið í næsta mánuði. í gær var hins vegar tilkynnt að tækni- menn sem prófuðu Atlantis geimferjuna hefðu aftur fundið eldsneytisleka sem gæti tafið enn frekar fleirl geimskot. 18 tungl á Satúrnusi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.