Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. júlí 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Gunnar Dal: HVAÐ ER SVARTHOL? Svarthol nefnist fýrírbæri sem hefur svo mikið aðdráttarafl að ekkert kemst burt frá því, ekki einu sinni Ijósið. Það myndast þegar aðdráttarafl stjömu verður svo mikið að hún hrynur sam- an. Yfirborð hennar fellur að miðju þartil hún er orðin mjög lítil. En í efninu sem snýst í kríngum hana er svo mikið aðdráttarafl að hver Ijósgeisli sem reynir að brjótast frá því verður að snúa aftur. Aðeins stórar og efnismiklar sólir geta breyst í svarthol. Það sem aðallega einkennir um. Útvarpsgeislana var hægt að svarthol er að það er einangrað frá öllu öðru. Þess vegna hefur í raun ekkert svarthol fundist. Það sem hefur fundist er ekki svartholið sjálft heldur það efni sem liggur fyrir utan það og er á leið inn í svartholið. Og menn hafa aðeins greint þetta efni sem er á leið inn í það. Dæmi um sól sem varð að svart- holi er Cygnus X-l. Það var upp- götvað árið 1965. Þessi slokknaða sól var ein af fyrstu stjörnunum i okkar vetrarbraut sem menn tóku eftir að sendi frá sér röntgengeisla, en menn gátu ekki staðsett hana mjög nákvæmlega. Hún sást ekki í sjónaukum og það komu margar stjörnur til greina og erfitt að rann- saka þær allar til að leita að svona afbrigðilegu fyrirbæri. En það tókst að finna hana í byrjun áttunda ára- tugarins þegar menn komust að þvi að stjarna sem sendi frá sér út- varpsgeisla var á svipuðum slóð- staðsetja nákvæmlega. Og það kom í ljós að þessi stjarna sem sendi frá sér röntgengeislana var á sama stað og björt sól sem var þrjátíu sinnum stærri en okkar sól. Sú sól sendi frá sér útvarpsgeislana. Hún og Cygn- us X-l reyndust vera tvísól. Menn sáu með mælingum að mjög sterkt aðdráttarafl frá þessari ósýnilegu stjörnu hafði áhrif á gang sólar sem er með þrjátíu sinnum meira efnis- magn en okkar sól. Margir stjörnu- fræðingar rannsökuðu þetta fyrir- bæri og niðurstaða þeirra var sú að stóra sólin hefði aflagast, væri eins og dropi í laginu vegna hins mikla aðdráttarafls fylgistjörnunnar. Þeir komust að því að svartholið sogaði til sín ystu lög stórsólarinnar og þetta efni er eins og hvirfilský utan um svartholið. Þetta efni er mjög þétt og sendir frá sér röntgengeisl- ana sem menn fundu í upphafi. Nifteindastjörnur senda einnig frá sér röntgengeisla en Cygnus X-l hefur of mikinn efhismassa til að geta verið nifteindastjarna. (Þær geta ekki verið stærri en þrír sól- massar, Cygnus X-l er 5-8 sól- massar.) Cygnus X-l getur því ekki verið annað en svarthol. En hvað sannar þetta eina fyrir- bæri um endalok alheimsins? Þetta er ekki neitt einstakt fyrirbæri. Sú breyting sem leiðif til þess að al- heimurinn verði að lokum eitt svarthol er þegar byrjuð, og er óhjákvæmileg í takmörkuðum lok- uðum alheimi. Alheimur sem þenst út án þess að snúa við nefhist opinn alheimur. Alheimur sem þenst út og snýr við nefhist lokaður alheim- ur. Heimurinn er ungur enn og á langt líf fyrir höndum, en eftir því sem alheimurinn verður eldri fjölg- ar svartholum og þau endalok eru óhjákvæmileg í lokuðum alheimi að um síðir verði hann allur eitt svarthol. Alheimurinn hefur raunar aldrei sleppt frá sér neinu, hvorki geisla né efhi. Svartholið táknar endalok tímans. í svartholi er enginn tími til. En hvað með rúmið? I svartholinu verður allt efni og öll rúmfræði að tröllauknum óskapnaði. Það sem þar gerist er bein andstaða við það sem er að gerast fyrir utan. Fyrir ut- an er ástandið stöðugt og breytist lítið. Inni í svartholinu ríkir hins vegar hrein ringulreið. Allt efhi er þar að brotna niður. Efhið fellur í sjálft sig. Óreiðan verður meiri og meiri. Þar til allt hefur blandast öllu. Ef til vill er þetta ástand ekki ósvipað því ástandi sem ríkti í eld- hnettinum sem okkar alheimur er kominn frá og var efhiviðurinn í stórusprengju. Og var ekki sá hnöttur sem varð okkar sýnilega upphaf alveg jafhsteindauður og fjandsamlegur lífi og tilveru og svartholið? Samt varð hann upphaf tilveru sem einkennist af lífi og óendanlegum margbreytileika. Okkar heimsmynd hefur þá sér- stöðu að hún byrjar með spurning- armerki og hún endar á sama hátt á spurningarmerki. Heimsmynd okk- ar tíma er ekki ætlað að svara spurningunum: Hvað var á undan stórusprengju og hvað verður eftir að alheimurinn er orðinn að svart- holi? Hún takmarkast við þessi landamerki. Ef Einstein hefur rétt fyrir sér þá erum við öll í lokuðum heimi, lokuðum alheimi sem engu sleppir frá sér Þetta er heimur hinna mælanlegu staðreynda. En staðreyndir eru ekki nauðsynlega sama og veruleiki eða sannleikur. En út í þá sálma verður farið annars staðar. Stjörnufræðingar setja lika fram tilgátur, en þær eru ekki hluti þeirrar heimsmyndar sem byggist eingöngu á mælanlegum stað- reyndum túlkuðum með stærð- fræði. Ein slík tilgáta er að svarthol breytist i hvíthol, sem verður að nýjum alheimi: Að lokum sogast allt efni niður í trektina inn i nýtt ástand þar sem allt verður allt. En heimurinn fæðist að nýju. Allur al- heimurinn kemur að nýju út um hvitholið á nýjum stað við upphaf nýs tíma. En eins og fyrr segir. Þetta er aðeins tilgáta. Heimsmynd visinda endar á spurningu og það er óvísindalegt að svara henni. UR VIÐSKIPTALIFUNU Munu f rjálsar fjármagnshreyf ingar halda íslensku efnahagslífi gangandil v> I „Greinargerð Seðlabanka ís- lands um áhrif frjálsra fjármagns- hreyfinga á íslenskt atvinnulíf' segir um gildandi skipan þeirra mála: „Gjaldeyrisreglur standa ekki í vegi fyrir beinum fjárfestingum erlendra aðila hér á landi, þótt margvíslegar skorður séu reistar við slíkum fjár- festingum í lögum og reglugerðum. ... 1. Beinar fjárfestingar íslenskra aðila erlendis eru háðar leyfi Seðla- bankans. ... 2. ... Gjaldeyrisreglur hamla ekki gegn kaupum erlendra aðila á fasteignum hér á landi, en slíkum kaupum eru settar skorður í lögum 19/1966 um eignarrétt og af- notarétt af fasteignum. ... íslenskum aðilum er óheimilt að kaupa fast- eignir erlendis nema að fengnu leyfi Seðla- bankans. Fasteigna- kaup eru yfirleitt heim- iluð, ef þau eru talin stuðla að starf- semi gjaldeyrisskapandi fyrirtækja. ... 3. ... Hvorki gjaldeyrisreglur né reglur Verðbréfaþings munu vera því til fyrirstöðu, að erlendir aðilar gefi út og láti skrá verðbréf á íslenskum markaði ... yfirfærsla söluandvirðis erháð leyfi.... Gjaldeyrisreglur virð- ast ekki standa í vegi fyrir, að ís- lenskir aðilar gefi út og láti skrá hlutabréf erlendis. Útgáfa skulda- bréfa á erlendum markaði lýtur hins vegar reglum um erlendar lántökur. Kaup íslenskra aðila á erlendum verðbréfum eru háð leyfi Seðlabank- ans. ... Lántökur falla í þrjá megin- flokka: ... (i) greiðslufrestur við inn- flutning. ... (ii) lán vegna innflutn- ings á vélum, tækjum og búnaði til atvinnurekstrar.... (iii) lán vegna út- flutningsafurða. ... 4. ... íslenskum aðilum er óheimilt að veita erlendum aðilum lán án leyfis gjaldeyrisyfir- valda. Útflytjendum vöru og þjón- ustu hefur verið heimilað að veita er- lendum viðskiptamönnum lán/greiðslufresti í samræmi við al- V. hluti þjóðlegar viðskiptavenjur. 5. ... Er- lendar lántökur islenskra aðila, aðrar en t.d. ... rekstrarlán, eru óheimilar nema með leyfi viðskiptaráðuneytis- ins. Sérstakar reglur gilda um yfir- dráttarheimildir lánastofnana erlend- is. ... íslenskum aðilum er óheimilt að veita erlendum aðilum lán án leyfis gjaldeyrisyfirvalda. 6. Trygg- ingar og ábyrgðir, veittar innlendum aðila af erlendum aðila(:) Engar tak- markanir. ... Innlendum aðila er óheimilt að setja tryggingar, ganga í ábyrgð fyrir erlendan aðila eða tak- ast á hendur slíka ábyrgð fyrir er- lendan aðila gagnvart innlendum að- ila nema að fengnu leyfi gjaldeyris- yfirvalda. ... 7. ... í gjaldeyrisreglum er ekki kveðið á um heimildir er- lendra aðila til að eiga reikninga í íslenskum innlánsstofhunum. Tilteknir innlendir aðil- ar (fýrirtæki á sviði samgangna eða sem starfa erlendis, tryggingarfélög, sem endurtryggja erlendis, fyrirtæki, sem fá umboðslaun erlendis frá) mega geyma erlendan gjaldeyri í er- lendum bönkum eða hjá erlendum viðskiptaaðilum. ... 8. ... Settar hafa verið reglur um fyrirfram gjaldeyris- kaup vegna innflutnings á magn- vöru. ... 9. ... íslenskir aðilar þurfa heimild tryggingaeftirlitsins og gjaldeyriseftirlits Seðlabankans til að kaupa líftryggingu erlendis.... 10. ... Um lán, gjafir, heimanmund, arf, eignir brottfluttra og annað af því tagi gilda sérstakar reglur, sem yfir- leitt kveða á um hámarksfjárhæðir í þessu sambandi." (Bls. 46-49) „Gildandi lagaákvæði um heimildir erlendra aðila til fjárfestingar í at- vinnurekstri hér á landi eru mjög ósamstæð að efni til og dreifð. ... Sett hafa verið sérlög um hlut út- lendinga í fyrirtækjum í flestum helstu atvinnugreinum hér á landi, m.a. fiskveiðum og fiskvinnslu, iðn- aði og verslun. Hlutafélagalög geyma ákvæði um stofnun eða kaup erlendra aðila á fyrirtækjum á ís- landi, svo og reglur um setu erlendra rikisborgara í stjórn fyrirtækja, sem eru skráð og rekin á íslandi. Jafn- framt skipta máli lög og reglur eign- arrétt og afhotarétt á fasteignum. ... Lögum þessum og reglum eru gerð rækileg skil í skýrslu viðskiptaráð- herra um erlenda fjárfestingu og ís- lenskt atvinnulíf, sem lögð var fyrir Alþingi haustið 1986." (Bls. 50) HEFTING FOLKS- FLUTNINGA TIL EBE? EBE-lönd búast til að takmarka veit- ingu landvistar- og atvinnuleyfa til út- lendinga, en um 8 milljónir þeirra stunda nú eða leita atvinnu innan þeirra. Segist Financial Times svo frá 12. mars 1990: Jafnframt hafa (út- lendingar) í þeim þungar áhyggjur af innflæði fólks úr Austur-Þýskalandi til Vestur- Þýskalands." Gegn þeim hafa aftur á móti ýmsir hægri hópar snúist. „Jafhvel Mitterrand á undir högg að sækja, þar sem eru árekstrar kynþátta í skólum, verksmiðjum og hverfum fá- tækra, enn frekar sakir þess, að ystu hægri menn gera sér mat úr þeim. Hann hefur viðurkennt (conceded), að fjöldi innflytjenda til Frakklands, — 2,1 milljóna löglegra innflytjenda, flestra frá Norður-Afríku, — nálgist „þröskuld hins óviðunanlega (seuil d'intolerance), eins og hann kemst að orði. ... Til vandans segir i vaxandi mæli á Spáni, en ítalía kveðst miklu berskjaldaðri. Virkri löggæslu getur hún ekki uppi haldið á 2.000 km strandlengju sinni gegn aðflæði leyni- legra innflytjenda frá grannlöndum sínum í Norður-Afríku, þannig að hún er nú verustaður a.m.k. 1,3 milljóna að- komumanna og meira en annar hver þeirra hefur komið ólöglega.... Við allt þetta bætist, að ríkisstjórnum aðildar- landa EBE skilst staða mála: Ef þær standa við þau áform sin að fella niður i and John Wyles report on the EC immigration debate )».u> Uiflír o The intolerance threshold nears IIt», íu>*«rv*r. Jurt tbU OUtln tlwt i* bwinntiif to tMr tilwrrwi EurotJMn miunwit, wttb tí» t U ttwjortty, U twiln* BHR nc tíúam thould m uw MBHI rtt tra?u) \b* Twfh'tt tn muoi et <*o úa EC nMionMl*. At prwtnt tníwitöí, 1 UoroN,«o who tt misto *c<i woiSí In fywiet tu ínítwnanc rtght to ao U» np Wert GwHUUtf. M tf MMÍO ctt «r* (Usniwí trw mm* ftmdMat * aMHBðK. 6*9 JWjf t* toaðima renKfin (n tlw HOHtl oi Wah M tnRflt. portt íwuti&s, (ncillti mw In raM mimy m p»* ¦MOL £uropo,« trfiilitionM ímtaiffi ecn «VMt wn aHnjMtlttan hi<im wlncjiteij tmst RiwmwoK*, a m miri fl«w intó w»« o«n What CSit be rfs'iiflí Hatmy »Yl»»9Íwe scaitt lUlfltK bt'lp, B«i sí » «sv iwi mUis uj ftlí *l pockett, ftnd tíw isw iwww m th«.KC Swrfal K* whnily tttm up n iryií rwlöcis tornt'tenn awt yonth « pto¥rnt:nt wit-hottt nraWOM i ntnMu$Ky< R«ÍMitn*t*»i scíMmwí by EO ¦OKMHriH bavo tma u I«iltit»; I jdanw simpiy UM tíw ömtwý, áöá tetum. "" ¦Mtt that one wliition rai*rit b th* W* to he'fp tí*in IMÉJJWM w;i."i)i<*)niíi proíewitmftl i(*m b# their wi»ntfw« íií wttóa. m ciw inodMt wiccoítíi of th* lni*rfo' mcntAi pmnAltíat tog Mi|r«ö «*ttts*« mqIkíi h»t tae* trtxl mtUmnta n Etitw* '» ratm Sotnaiu, UnibJthwn mA Rmy*. Mor* promiwinii 1« * pUn uw w«rd bf Mr MttuW, H« iwtíw* « m hf WM Cominaníb' leUcm txííntWfbMi (cumntly tm)«.t rwu-fit; uoiMtrM bwnwta* th# ! utrraiu«n 1» íavmintag bytm* pr«r;U«I</ tlw totttl numW o( plílí«na wlrt.in tti* (VYin.rnuuli alla gæslu á landamærum sín á milli, Luxemburg 10.000 2,7 hljóta þasr að koma sér saman um, Holland 435.000 3,0 hvaða aðkomumönnum skuli hleypt Danmörk 102.000 2,0 inn fyrir ytri landamæri EBE." V-Þýskaland 3.190.000 5,2 Innílytjendur í aðildarlöndum EBE Italia 1.300.000 2,5 % af Grikkland 31.000 0,3 Fjöldi íbúafjölda Spánn 141.000 0,4 írland 17.000 0,5 Portúgal 65.000 0,6 Bretland 1.650.000 2,9 Frakkland 3.630.000 6,5 Belgia 315.000 3^ Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.