Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 26. júlí 1990 Prófessorsembætti í kyn- skiptum stofnað í Amsterdam Þegar Paul var Qögurra ára vildi hann vera eins og systir hans. Þegar hann var ellefu ára vissi hann nákvæmlega hvað var að honum. En hann segist ekki hafa getað trúað neinum fýrír því. „Ég bældi niður b'lfinningar mínar, ég varð að hegða mér eins og strák- ur, ég hljóp eins og strákur og talaði eins og strákur. Það kostaði mig ólýsanlegt erfiði,“ segir Paul, sem nú nefríirsig Pauline. Pauline Kwikkel IrfOi í 33 ár sem Paul Kwikkel en segir nú að Paul hafi aldrei verið til. Þegar Paul Kwikkel var orðinn 33 ára og hafði fjórum sinnum orðið hol- lenskur meistari í dansi tók hann sig loks saman og sagði konu sinni, að sér liði eins og hann væri kona og vildi nú héðan í frá lifa lífinu sem kona. Þetta var 26. febrúar 1989, einum mánuði eftir að hann hafði gert tilraun til að svipta sig lífi. Nú stundar Pauline aftur sitt fyrra starf. Hún dansar, en er nú í hlutverki dömunnar. „Það er ekkert vandamál, mig dreymdi alltaf um að vera stjómað i dansinum." Kwikkel- hjónin eru nú skilin með gagnkvæmu samkomulagi. Pauline á góðan vin, er að læra til snyrtidömu og fær verkefni sem ljós- myndafyrirsæta. ,,Paul?“ spyr hún. „Hann hefur í rauninni aldrei verið til.“ Yffir 1300 kvensjúklingar á skrá hjá prófessornum Pauline, sem fyrrum var af misgán- ingi Paul, er ein af fleiri en 1300 kven- sjúklingum á skrá hjá Louis Gooren, læknaprófessor. 46 ára gamall hefur hann nú fyrstur manna, og enn sem komið er sá eini í heiminum, verið kallaður í prófessorsstöðu í kynskipta- fræðum við Fijálsa háskólann í Amst- erdam. Kynskipti er að áliti hollenska prófessorsins ekki aðeins skurðaðgerð og hormónaaðlögun. Hann ber líka fyrir bijósti að þessi tiltölulega fá- menni hópur, sem helst ekki má sjást eða heyrast, ,ynegi loks samlagast þjóðfélaginu,“ eins og prófessorinn orðar það. Á hveiju ári eru skráð 125 ný tilfelli á klinik Goorens í Amsterdam. Þangað koma margir utanlands frá, þar sem læknisfræðileg og sálfræðileg aðstoð við sjúklingana í Amsterdam er álitin til fyrirmyndar. Gooren prófessor hefur unnið að því síðan 1975 að byggja upp deild sína við Fijálsa háskólann. Á þeim tíma hefur hann fengið alþjóðlega viður- kenningu og starfsbræður hans ráð- færa sig oft við hann. Gooren hefiir tekist á hendur að útrýma síðustu kyn- lífsbannhelginni og Holland er þar stefnumarkandi. „Enginn veit um fortíö mína og enginn skal fá aö kynnast henni“ Flestir kynskiptingar kæra sig ekki um að auglýsa sig og fortíð sína að af- lokinni velheppnaðri aðgerð. Þeir vilja „enga mynd í blaðinu" eins og þýska konan Jacqueline Sch. orðar það en hún hefur hlotið meðferð í Amsterdam og tekið sérþar bólfestu. Hún segist nú byija nýtt líf, með nýjum vinum, nýju starfi og á nýjum stað með nýjum ná- grönnum. „E nginn veit um fortíð mína og enginn skal fá að kynnast henni. Annars myndu áreiðanlega 20% vin- anna og vinnufélaganna snúa alger- lega við mér bakinu," segir hún. Það er aðeins vinur Jacqueline sem hefur staðið við hlið hennar í meðferð- inni, líka úrslitaskurðaðgerðinni þegar getnaðarlimurinn var fjarlægður og búin til skeið. Vinurinn tilbiður Jacqueline, sem er tveim höfðum hærri en hann, honum finnst þessi 185 sm háa ljóshærða kona með sterk- byggðu hendumar og viðkvæmnislegu andlitsdrættina einmitt eins og hún á að vera. Fjögurra til fimm ára meöferö Gooren fylgist með því hjá langflest- um skjólstæðinga sinna þegar þeir segja endanlega skilið við hina ,Jiöt- uðu fortíð", eins og atvinnudansmærin Pauline orðar það. Prófessorinn segir að þegar sjúklingamir hafa loks tekið ákvörðun vilji þeir helst að kynskiptin fari fram hið allra fyrsta og síðan fella fyrra líf sitt í algera gleymsku. Gooren og vinnufélagar hans verða yfirleitt ekki við þeirri ósk að taka strax til við umskiptin. Samkvæmt meðferðarað- ferðinni sem þróuð hefur verið í Amst- erdam tekur umskiptaferlið fra karli i konu (sem er einfaldara og algengara) eða úr konu í karl fjögur til fimm ár. Gooren prófessor hefur safhað um sig svonefiidu „Gender-Team“. í því eru geðlæknir, sérfræðingur í innri líffærum, læknir, lýtaskurðlæknir ásamt aðstoðarmanni, tveir sér- menntaðir hjúkrunarffæðingar og tveir sálffæðingar. Hollendingamir völdu vísvitandi hugtakið „gender", sem er enska orðið fyrir kyn (í mál- fræðiskilningi) og minnir ekki hið minnsta á kynfæri. Skurðlæknamir koma ekki við sögu fyrr en síðar, fyrst athuga sállæknamir hversu sterk ósk þess sem kynskipt- anna leitar er til breytingarinnar, lífs- hlaup viðkomandi og félagslegt um- hverfi. Þá hefst hormónagjöf í sam- ræmi við hvort umskiptin eiga að verða til konu eða karls. Meðferðin sem henni fylgir, sem læknamir í Amsterdam kalla ,/eal life test“ tekur 18 til 24 mánuði og henni má snúa aft- ur við allt að vissum tímamörkum. Hamingjumælikvarðinn Það var á tíma „tilraunar til venjulegs lífs“ sem Jacqueline lærði að hegða sér sem kona í venjulegu umhverfi. Kven- lega fasið dró vinnufélagana ekki að henni, Jacqueline segir þá bara hafa hlegið sig máttlausa að henni. Verslun- arstjórinn f stórmarkaðnum sem hún vann í, lét þetta atferli ekki fara í taug- amar á sér heldur sendi Jacqueline ein- faldlega í annað útibú. Mælikvarðinn á þessu stigi meðferð- arinnar varðar ,Jiamingjuna“. Það er ekki fyrr en lausn hefur verið fundin á vandamálunum sem fylgja nýja kyn- hlutverkinu og væntanlegur kynskipt- ingur er í sátt við sjálfan sig að tekið er til við skurðaðgerðina á kynfærunum sjálfum. Hjá karlmanni nægir ein skurðaðgerð. En hjá konu sem vill breytast í karl verða aðgerðimar fleiri, þvi að búa verður til getnaðarlim, t.d. úr framhandleggsvef — aðgerð sem aðeins sjaldan skilar fullnægjandi ár- angri. Því er t.d. á háskólasjúkrahúsinu í Bem konum ráðlagt að láta sér nægja stækkaðan sníp (með hormónagjöf), sem getur náð allt að fjögurra senti- metra lengd. Kostnaðurinn við breytinguna segir Gooren prófessor vera sem svarar um 540 þús. ísl kr. ffá karli í konu til um 720 þús. kr. fra konu til karls. í Hol- landi em læknareikningamir, þ.m.t. eftirfylgjandi lýtaskurðlækningar, greiddir af sjúkrasamlögum og tiygg- ingum. Ævi kynskiptings, sem heldur áffam að vera innilokaður í vitlausu kynhlut- verki, er „leið þjáningar" segir Gooren prófessor, sem hóf visindaferil sinn sem innkirtlasérffæðingur, en rakst á „þennan gleymda hóp“ og fannst þjóð- félagið óréttlátt að líta á kynskiptinga sem undirmálsfólk og skipuðum hon- um eða henni í hóp þeirra sem stunda vændi. Einn karl af 20.000 og ein kona af 50.000 Þegar á sjötta áratugnum skilgreindi sálffæðiprófessorinn John Money í Baltimore kynskiptingana þannig — til aðgreiningar ffá hommum, lesbíum og klæðskiptingum: Þeir hafa annað kyn í höfðinu en milli fótanna. Nú- tímarannsóknir leiða í ljós að einn karl af 20.000 og ein kona af hveijum 50.000 em í hópi kynskiptinga — þeirra sem „líkaminn er ekki í sam- ræmi við kynferðisgreininguna", eins og ónákvæm skilgreining Goorens hljómar. Myndun „gender-samræmis“ hefst á fyrstu lífsstigum og er endanlega ákvörðuð í lok 3. æviársins. Þaðan í ffá verður því ekki breytt án skaðlegra af- ieiðinga fyrir bamið. Svo er að sjá að hvorki erfðalögmál né kynkirtlamir og hormónamir sem þeir gefa ffá sér hafi ákvarðandi áhrif á þróun gender-sam- ræmisins, sem kemst til skila á svipað- an hátt og móðurmálið. Ekki er heldur að finna áhrif um- hverfisins á kynskiptingana. Yfirleitt alast kynskiptingamir upp í venjuleg- um föðurhúsum. Þá hafa tilfinningaleg sambönd við móður eða föður ekkert að segja í þessu sambandi að því er kannanir sýna. Engin aldursmörk Læknar hafa lengi deilt um hvort þessi erfiða aðgerð sé réttlætanleg. At- hugun sem nýlega var gerð á vegum háskólans í Bem á 58 kynskiptingum sýnir að árangurinn er frá sjónarmiði bæði lækna og sjúklinga álitinn „í langflestum tilfellum góður". Enginn þeirra sem gengust undir alla aðgerð- ina í Bem sér eftir þvi. Gooren er sammála þessari niður- stöðu og hann tekur jafhffamt ffam að hann hafi engin aldursmörk á aðgerð- unum. Yngsti sjúklingurinn hans var 7 ára en sá elsti 78. Prófessorinn sá enga ástæðu til að neita gamla manninum um meðferð. , JJvers vegna hefði ég átt að gera það þegar hann haföi sagt mér að hann heföi verið óhamingjusamur allt sitt líf, heföi tvisvar gifst og gert tvær kon- ur óhamingjusamar í tveim hjóna- böndum. Nú vildi hann loks höndla hamingjuna." Nú er þessi sjúklingur 82 ára og sest- ur í helgan stein. Að sögn Goorens nýtur hann/hún ánægjulegs ævikvölds effir kynskiptin. Á klíník í Amsterdam eru gerðar yfir 100 kynskiptaaðgerðir á ári. Nú á að stofna sérstakt prófessors- embætti í þeim fræðum. Nú hefur Pauline Kwikkel atvinnu sína af dansi en hún varð fjórum sinnum Hollandsmeistari í dansi meðan hún enn var Paul Kwikkel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.