Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. júlí 1990 Tíminn 9 AÐ UTAN MmmiMmmmmMmí-ikS Þýskir íþróttamenn mæta sterkir til leiks í framtíðinni: A.- þýskir forréttindamenn nú óvinsælir heima fyrir Sú var tíðin að þau voru einasta táknið um vel heppnaðan ár- angur ósveigjanlegasta og spilltasta stjómarfars í Austur-Evr- ópu. Á Ólympíuleikum stigu austur-þýskir íþróttamenn á verð- launapall allt að því eins oft og sovéskir verðlaunahafar, með tárín í augunum þegar leikinn var þjóðsöngurínn þeinra, „Au- ferstanden aus Ruinen" Þetta var merkilegur árangur þjóð- ar sem aðeins telur 17 milljónir manna og litið var á íþróttamennina sem þjóðhetjur og tákn um ágæti kommúnismans. Nú erþessi fengur að verða að engu í markaðshyggju- ákafanum. Margar íþróttahetjanna stefha nú til vesturs, en ýmsir þeirra sem enn sitja sem enn halcia sig heima eru litnir hornauga af mörg- um landa sinna. Peningar og góðar aöstæður lokka Það eru peningar og góðar aðstæður sem vestur-þýsk og önnur evrópsk íþróttafélög bjóða upp á sem lokka afburðamennina vestur yfir. Hinir sem eftir eru búa við óvissa framtíð við hruninn efhahag þar sem íþrótt- imar verða að spjara sig á eigin spýt- ur rétt eins og allir aðrir. Það óbeislaða upplýsingafiæði sem á sér stað eftir að stjórn Honeckers var steypt hefur opnað augu hins al- menna Austur-Þjóðverja fyrir for- réttindunum sem íþróttahetjurnar þeirra hafa notið og þar með atað út þá mynd sem dregin var upp fyrir al- menningi um að allir sætu við sama borð. „Það er heilmikil gremja vegna þess sérstaka aðbúnaðar og hlurminda sem íþróttastjörnur nutu," segir rit- stjóri blaðs i Austur-Berlín. ,J. Aust- ur-Þýskalandi, þar sem allir áttu að heita vera jafhir, stakk sá aðbúnaður sem þær bjuggu við algerlega í stúf við það sem aðrir bjuggu við. Eftir Ólympíuleikana t.d. var þeim boðið í frí um borð i skemmtiferðaskipi". Kommúnistarnir sem áttu að heita allir jafhingjar komu m.a.s. upp stéttaskiptingu á skipinu, þannig að íþróttamenn sem hlotið höfðu gull- verðlaun, þau voru 37 í Seoul, fengu káetur á fyrsta farrými, en þeim sem aðeins höfðu fengið brons varúthlut- að kojum nærri vélarúmi. Forréttindi íþróttastjarnanna sýna hversu mikils kommúnistarnir mátu íþróttir. Litið var svo á að þarna væri svið þar sem alþýðulýðveldið gæti skarað fram úr og þar með skapað þjóðarstolt. Það er e.t.v. vegna þess að íþrótta- mennirnir höfðu notið góðs af spilltu kerfi sem mörg hundruð þeirra flúðu til Vestur-Þýskalands eða Austurrík- is seint á árinu sem Ieið. Ritstjórinn sem fyrr er nefhdur hóf að safha saman nöfhum þeirra sem fóru, en hún varð brátt svo löng að hann gafst upp. Uwe Ampler, hjólreiðamaðurinn og Ólympíuvinningshafinn, fór til fé- lags í Hollandi. Félagi hans Jan Schur og blaksnillingurinn Rene Hecht eru farnir til ítalíu. Nokkrir þeirra, t.d. Andreas Wecker, fim- leikamaður og silfurverðlaunahafi, hafa snúið aftur heim. Og aðrir fóru hvergi s.s. hlaupararnir Christine Wachtel, 25 ára, og Sigrun Wodars, 24 ára eru enn i austur-þýsku félög- unum sínum. Forréttindin kostuðu sitt Forréttindin kostuðu sitt. Heike Drechsler, 25 ára spretthlaupari og fyrrum heimsmetshafi i langstökki, var bannað að eignast barn fyrr en Ólympíuleikarnir væru afstaðnir. Skautadrottningin Katarina Witt, 24 ára, sem nýlega hefur verið bendluð við Boris Becker, skoraði árangurslaust á fólk að fara hvergi. Margir þeirra iþróttameistara sem létu sig hafa það að dveljast um kyrrt heima verða nú að sæta því að vera litnir tortryggnisaugum. I blöðunum hefur komið fram að sem verðlaun fyrir að auka á hróður sósialiska foðurlandsins voru þeim gefin hús, jarðir, bifreiðar og skemmtireisur. T.d. gat efhilegur 18 ára gamall íþróttamaður fengið bíl með það sama og annan nýjan á þriggja ára fresti. Obreyttur Austur-Þjóðverji varð að bíða i 10-15 ár eftir slíkum munaði. Margar iþróttastjarnanna fengu líka greitt aukalega i bein- hörðum peningum. „Erfitt líf... og ekkert gaman" Og á sama tíma og margir vestræn- ir iþróttamenn þjálfuðu sig í frí- stundum, æfðu Austur- Þjóðverj- arnir allan daginn, undir eftirliti heils hers sérfræðinga á vegum rik- isins. „Austur-þýsk stjórnvöld lögðu heilmikið fé — of mikið fé —í íþróttastjörnurnar sínar" segir Birgitt Michaloff- Radlocher, silf- urverðlaunahafi á Ólympíuleikum. „Það var ákaflega erfitt líf ... það var kreist úr okkur allt sem verða mátti og það var ekkert gaman". Jiirgen Hartmann, sem sér um al- þjóðleg samskipti í austur-þýska íþróttaráðuneytinu, er mikið i mun að vekja athygli á þeim breytingum sem gerðar hafa verið síðan Honec- ker var rekinn úr embætti. Hann segir að margir starfsmenn íþrótta- félaga hafi verið reknir eftir að upp komst um „fjárhagsóreiðu". Hartmann er hughraustur. Samein- ing Þýskalands æðir áfram og ráðu- neyti hans stefhir beint í að verða afnumið. Jochen Grunwald, aðalrit- ari austur-þýska íþróttasambands- ins segir að á engu öðru sviði verðí eins mikið vart við sameininguna við Vestur-Þýskaland og i íþróttum. Vestur-þýskir frammámenn i iþróttum hafa skrifað Helmut Kohl kanslara bréf og beðið um fjárveit- ingu til austur-þýskra íþróttafélaga til að koma í veg fyrir að þau hrynji í rúst. Fjárhagslegur raunveruleiki lýðræðis hefur þegar neytt fjölda austur- þýskra félaga til að reka þjálfara. T.d. eru nú aðeins þrír sundþjálfarar í Rostock í stað 35 áður. Bráðum keppa allir Þjóðverjar í einu liöi — og verða geysi- sterkir Nú er almennt búist við að ekki líði á löngu þar til Þjóðverjar keppa allir í íþróttum undir einum fána. Austur-Þjóðverjar sem þátt tóku í íþróttakeppni í Gateshead í Katarína Witt var löngum dýrlingur og þjóðarstolt Austur-Þjóðverja. Eftir að upplýstist um forréttindi íþróttastjama á hún ekki upp á pallborðið hjá löndum sínum. Bretlandi fyrir skömmu sögðust verða síðasta landsliðið sem kepp- ir fyrir Austur-þýska alþýðulýð- veldið. Vissulega verður nýtt Þýskaland geysisterkt bæði í iþróttum og efnahagsmálum. Fjöldi verðlauna á Ólympiuleikunum 1988 sem féll í skaut báðum þýsku ríkjunum samtals var 142,10 fleiri en Sovét- rikin unnu, en þau fengu flest verðlaunin. Franz Beckenbauer sem stýrir vestur-þýskum fótbolta segir að eftir sameininguna verði úrval knattspyrnumanna til að velja úr jafnvel enn meira en nú er og þá verði ekkert ríki fært um að bera sigurorð af Þjóðverjum næstu árin. „Mér þykir fyrir því vegna annarra ríkja en þetta er blákaldur sann- leikur," segir hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.