Tíminn - 26.07.1990, Side 10

Tíminn - 26.07.1990, Side 10
10 Tíminn Fimmtudagur 26. júlí 1990 Fimmtudagur 26. júlí 1990 Tíminn 11 Kaupverð skafmða lægra en vinnmga Óhætt er að segja að söluaðilar Sprengi- miða Lukkutríós séu í dálítið sérkennilegri aðstöðu þessa dagana. Verðmæti þeirra vinninga, sem ekki eru gengnir út, er meira en heildarsöluverð þeinra miða sem eftir eru. Því geta þeir, sem eiga úr nægum peningum að spila, keypt sér einbýlishús, tvo jeppa, fólksbíl, tölvur, vélsleða og fjölda utanlands- ferða á vægast sagt vildarkjörum. Sala hófst á Sprengimiðum Lukkutríós í október í fyrra. Ein milljón miða voru prent- aðir og heildarverðmæti vinninga á miðan- um er 60 milljónir króna. Að sögn Birgis Ómarssonar, starfsmanns Lukkutríós, eru nú liðlega 200 þúsund miðar óseldir. Hins veg- ar eru stærstu vinningamir enn ekki gengnir út. Óútgengnir vinningar upp á 25 milljónir Einbýlishúsið að Fannafold 209 í Reykja- vík, sem metið er á um 15 milljónir, er stærsti vinningur á Sprengimiðanum og sá stærsti sem hægt hefur verið að fá á skaf- miða hér á landi hingað til. Þetta glæsilega einbýlishús stendur enn óhreyft og bíður eft- ir eiganda sínum. Af fleiri vinningum sem ekki era gengnir út má nefha tvo Daihatsu Feroza jeppa, samtals á rúmlega tvær milljónir, einn Daihatsu Charade á 639 þúsund, Yamaha vélsleða á 402.300, tvær fjölskylduferðir til Florida samtals að andvirði 500 þúsund, fimmtán helgarferðir til London á um 80 þúsund hver, auk mikils fjölda af smærri vinningum. Lauslega má áætla að heildarverðmæti þeirra vinninga, sem eftir era, sé í kringum 25 milljónir. Þar er einbýlishúsið að sjálf- sögðu langstærsti hlutinn en verðmætin liggja þó einnig í smærri vinningunum. Ef t.d. er gert ráð fyrir að um 30 þúsund 100 krónu vinningar séu enn óútgengnir, gerir það 3 milljónir króna. Það gæti hins vegar reynst þeim, sem keypti alla miðana, erfitt að koma þessum mörgu 100 krónu vinning- um í verð, þar sem um er að ræða 30 þúsund eintök af Dagblaðinu-Vísi. Kaupverð miðanna allt niður í 15 milljónir Eins og áður sagði era um 200 þúsund mið- ar eftir. Hver miði kostar 100 krónur og því er heildarsöluverð þeirra 20 milljónir. Hins vegar er sérstakt tilboð nú í gangi hjá söluað- ilum Lukkutríós, þannig að boðinn er fimmti hver miði endurgjaldslaust. Ekki er hægt að Ovenjuleg staða komin upp í skafmiðahappdrætti Lukkutrfós: gera ráð fyrir öðra en þetta tilboð myndi gilda í kaupunum og þá minnkar heildar- söluverð miðanna í 15 milljónir. Því er það nokkuð öraggt, að sá sem keypti alla miðana kæmi út í umtalsverðum gróða. Að sögn Birgis hefur verið rædd sú hug- mynd að bjóða upp þá miða sem eftir era. Þá yrðu allir miðar kallaðir inn og þeir taldir. Siðan yrði mönnum boðið að bjóða i þá alla í heild sinni. Birgir segir þó að formlegt upp- boð sé varla á döfinni. „En mönnum er fijálst að mæta hér og bjóða í það sem eftir er.“ Myndi bankinn veita lán? En er málið svo einfalt að Jón Jónsson geti tekið bankalán, keypt alla miðana, flutt inn í nýtt einbýlishús og lifað í vellystingum það sem eftir er ævi sinnar? Tíminn hafði sam- band við Val Amþórsson, bankastjóra Landsbankans, og spurði hann hvemig bankinn myndi bregðast við ef einstaklingur bæði um lán til að kaupa 200 þúsund skaf- miða. „Eg myndi þurfa að leggja það fyrir fúnd hér, þetta er mjög stór upphæð. Það yrði strax spurt hver væri tryggingin og til hvers þetta væri. Eg býst við því að þetta myndi ekki hljóta góðar undirtektir. Þó að staðan sé að ýmsu leyti betri en áður, þá eram við þó að neita ýmsum lánum sem verið er að biðja um til atvinnuvega og annað slíkt. Ég held að menn yrðu afskaplega viðkvæmir fyrir því að fjármagna svona hlut,“ segir Valur. Hann bendir á að besta leiðin fyrir þann, sem íhugaði þessi kaup, væri að fá í lið með sér fjársterkan aðila, sem væri reiðubúinn að taka þessa áhættu. Að sögn Vals myndi þetta mál horfa öðra- vísi við ef t.d. virðingarverð og sterk félaga- samtök myndu biðja um lán til þessara kaupa. En þá yrði það vandlega kannað hvort kaupin væra öragglega hagstæð. Þaö þarf ennþá snefil af heppni Það gæti farið svo að sá aðili, sem keypti alla miðana, fengi ekki miðann með einbýl- ishúsinu og kæmi því út úr kaupunum i um- talsverðu tapi. En til þess þyrfti sá hinn sami að vera yfir meðallagi óheppinn. Að sögn Birgis hefúr það gerst að stórir vinningar hafi ekki komið ffam. Þá er um það að ræða að einhver hendi miðanum, gleymi að skafa af honum eða bíði með að sækja hann. Birgir nefnir sem dæmi um að þetta geti gerst, að eitt sinn gekk fólksbíll af Daihatsu gerð ekki út. Og sem dæmi um það að menn era oft ekkert að flýta sér að sækja vinning- inn, nefnir Birgir eitt dæmi þar sem Merce- des Benz biffeið var ekki sótt fyrr en fjóram mánuðum eftir að vinningurinn kom upp. Þá hafði vinningshafinn skráð Bensinn á bíla- sölu og selt biffeiðina. Nýr eigandi fékk sið- an vinningsmiðann í hendumar og sótti bíl- inn. Að framansögðu er ljóst, að sá möguleiki er fyrir hendi að einbýlishúsið sé gengið út, en vinningshaf- inn viti einfaldlega ekki af heppni sinni. í þessu sambandi er vert að benda á að nokkr- um viðmælendum Tímans fannst Sprengi- miðamir talsvert flóknir. Leikurinn er byggður upp líkt og bingó, fyrst er skafið af níu tölum og síðan er skafið af „bingóspjald- inu“ sem á era 16 tölur. Tölumar era síðan bomar saman og ef viðkomandi er með níu tölur samstæðar er hann einu einbýlishúsi ríkari. Mörgum getur yfirsést þegar þeir bera saman tölumar, sérstaklega þegar menn era að skafa af heilu búntunum. Því er ekki hægt að horfa ffam hjá þeim möguleika að vinn- ingsmiðinn hafi hreinlega lent í raslinu. Þá hefúr einnig sá möguleiki verið ræddur, að vinningsaðilinn haldi að sér höndum, þar sem honum sé illa við það umstang og þá fjölmiðlaathygli sem því fylgir að vinna ein- býlishús. Þetta verður þó að teljast afar fjar- lægur möguleiki. „Yfirleitt er það þannig að þeir sem vinna meira en hálfa milljón koma héma æpandi innan tveggja mínútna,“ segir Birgir. Þaö er happdrætti aö reka skafmiöa Frá því Lukkutrió hóf göngu sína hafa ver- ið settir á markaðinn í kringum 15 tegundir af Lukkutrió skafmiðum. Það era Slysa- vamafélag Islands, Landssamband flug- björgunarsveita og Landssamband hjálpar- sveita skáta sem standa að miðanum. Að sögn Birgis hefúr rekstur happdrættisins gengið vel. „Annars væram við ekki ennþá í þessu,“ segir Birgir. Yfirleitt hefúr tekist að selja upp allt upplag, sem prentað hefúr ver- ið, og era það algjör undantekningartilvik ef allir vinningar ganga ekki út. Stundum hefúr þó, að sögn Birgis, orðið að hætta sölu á miða. Það hafi þá verið gert af þeim sökum að fólk hafi hætt að kaupa hann, t.d. vegna þess að allir stórir vinningar hafi verið gengnir út. Sprengimiðinn er það nýjasta sem Lukkutr- íó hefúr sett á markaðinn. Hann var prentað- ur í milljón eintökum og á því að skila inn 100 milljónum króna. Þar af fara 60 milljón- ir í vinninga, 11 milljónir renna til umboðs- aðila og mikið fjármagn fer í auglýsingar. Það má því lauslega áætla að um 15 milljón- ir renni í pyngjur björgunarsveitanna. En í þessum útreikningum er reiknað með því að allt upplag af Sprengimiðanum verði selt upp og allir vinningar gangi út. En það getur farið svo, að ef húsið fer ekki að láta sjá sig, þá hætti fólk hreinlega að kaupa miðann og sölu á honum verði því hætt. Það er þó ólík- legt, því að sögn Birgis er sala í Lukkutríói nú að aukast eflir töluverðan samdrátt í sölu fyrstu mánuði eftir jól. Best ef húsiö heföi fariö út sem fyrst Að sögn Birgis var reiknað með því að hús- ið færi út um síðustu jól og vora menn strax í upphafi klárir með dagskrá í kringum þá at- höfn. En hefði ekki verið slæmt fyrir sölu á Lukkutríó ef húsið hefði farið út í byijun? „Nei, ef húsið hefði farið í fyrsta miða og við hefðum auglýst vinningshafann, þá hefð- um við getað komið eftir einn og hálfan mánuð með annan miða, með öðra húsi. Það hefði verið beðið eftir þeim miða í sjoppun- um,“ segir Birgir. „Það hefði náttúrlega orð- ið tap á fyrri miðanum, en á móti kemur að við hefðum nánast ekkert þurft að auglýsa seinni miðann.“ En svona vinningur getur að sjálfsögðu far- ið út í fyrsta eða síðasta miða og í raun er ekkert óeðlilegt að hann sé ekki genginn út þegar 80% miðanna era seldir. Birgir segir slíkt hins vegar afar slæmt fyrir Lukkutríó, þar sem það dragi úr sölu og fólk fari jafnvel að hafa ýmsar grunsemdir, t.d. að miðinn með einbýlishúsinu sé ekki kominn í um- ferð. En um það gilda strangar reglur og það fannafold 209 UJKKUTRI0 HÚSIB Einbýlishúslö aö Fannafold 209 er dýrastí vinningur sem hægt hefur verið aðfáá skafmiöa héi á landl hingað til. Húsið er ekki enn gengið út, a.m.k. hefur vinningsaðilinn ekki látíð sjá sig. er með öllu oheimilt að stjórna því hvenær vinningsmiðar fara I umferð. „Fólk áttar sig e.t.v. ekki á því, að það erum við sem lendum verst í þessu. Það yrði besta auglýsing sem við gætum fengið að koma þessu húsi út. Það er okkar von að einhver fari að birtast héma með vinningsmiðann. Við bíðum og vonum,“ segir Birgir. í reglum Lukkutríós segir að vinningshafi verði að vitja vinnings innan árs frá því aug- lýst er að sölu á miðanum sé lokið. Að sögn Birgis myndi það reynast dýrt ef húsið gengi ekki út, því þá myndi kostnaður, sem fylgir því að viðhalda húsinu, leggjast á herðar bj örgunars veitanna. — En hvað verður gert ef í ljós kemur eftir ár, að húsið hafí ekki gengið út? „Við myndum sennilega gefa það eða fara í einhvem einfaldan leik. En við trúum því að sjálfsögðu enn að miðinn sé óseldur,“ segir Birgir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.