Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. júlí 1990 Tíminn 11 i héi á landl hingaö til. Húsiö er ekki enn gengið út, a.m.k. hefur vinningsaðilinn ekki látið sjá slg. mánuðum eftir að vinningurinn kom upp. Þá hafði vinningshaílnn skráð Bensinn á bíla- sölu og selt bifreiðina. Nýr eigandi fékk síð- an vinningsmiðann í hendumar og sótti bíl- inn. Að framansögðu er ljóst, að sá möguleiki er fyrir hendi að einbýlishúsið sé gengið út, en vinningshaf- inn viti einfaldlega ekki af heppni sinni. í þessu sambandi er vert að benda á að nokkr- um viðmælendum Tímans fannst Sprengi- miðarnir talsvert flóknir. Leikurinn er byggður upp líkt og bingó, fyrst er skafíð af níu tölum og síðan er skafið af „bingóspjald- inu" sem á eru 16 tölur. Tölurnar eru síðan bornar saman og ef viðkomandi er með níu tölur samstæðar er hann einu einbýlishúsi rikari. Mörgum getur yfirsést þegar þeir bera saman tölurnar, sérstaklega þegar menn eru að skafa af heilu búntunum. Því er ekki hægt að horfa fram hjá þeim möguleika að vinn- ingsmiðinn hafi hreinlega lent í ruslinu. Þá hefur einnig sá möguleiki verið ræddur, að vinningsaðilinn haldi að sér höndum, þar sem honum sé illa við það umstang og þá fjölmiðlaathygli sem því fylgir að vinna ein- býlishús. Þetta verður þó að teljast afar fjar- lægur möguleiki. „Yfirleitt er það þannig að þeir sem vinna meira en hálfa milljón koma hérna æpandi innan tveggja mínútna," segir Birgir. Það er happdrætti að reka skafmiða Frá því Lukkutríó hóf göngu sína hafa ver- ið settir á markaðinn i kringum 15 tegundir af Lukkutríó skafmiðum. Það eru Slysa- varnafélag íslands, Landssamband flug- björgunarsveita og Landssamband hjálpar- sveita skáta sem standa að miðanum. Að sögn Birgis hefur rekstur happdrættisins gengið vel. „Annars værum við ekki ennþá í þessu," segir Birgir. Yfirleitt hefur tekist að selja upp allt upplag, sem prentað hefur ver- ið, og eru það algjör undantekningartilvik ef allir vinningar ganga ekki út. Stundum hefur þó, að sögn Birgis, orðið að hætta sölu á miða. Það hafi þá verið gert af þeim sökum að fólk hafi hætt að kaupa hann, t.d. vegna þess að allir stórir vinningar hafi verið gengnir út. Sprengimiðinn er það nýjasta sem Lukkutr- íó hefur sett á markaðinn. Hann var prentað- ur í milljón eintökum og á því að skila inn 100 milljónum króna. Þar af fara 60 milljón- ir í vinninga, 11 milljónir renna til umboðs- aðila og mikið fjármagn fer í auglýsingar. Það má því lauslega áætla að um 15 milljón- ir renni í pyngjur björgunarsveitanna. En í þessum útreikningum er reiknað með því að allt upplag af Sprengimiðanum verði selt upp og allir vinningar gangi út. En það getur farið svo, að ef húsið fer ekki að láta sjá sig, þá hætti fólk hreinlega að kaupa miðann og sölu á honum verði því hætt. Það er þó ólík- legt, því að sögn Birgis er sala í Lukkutríói nú að aukast eftir töluverðan samdrátt í sölu fyrstu mánuði eftir jól. Best ef húsið heföi farið út sem fyrst Að sögn Birgis var reiknað með því að hús- ið færi út um síðustu jól og voru menn strax í upphafi klárir með dagskrá í kringum þá at- höfn. En hefði ekki verið slæmt fyrir sölu á Lukkutríó ef húsið hefði farið út í byriun? „Nei, ef húsið hefði farið í fyrsta miða og við hefðum auglýst vinningshafann, þá hefð- um við getað komið eftir einn og hálfan mánuð með annan miða, með öðru húsi. Það hefði verið beðið eftir þeim miða í sjoppun- um," segir Birgir. „Það hefði náttúrlega orð- ið tap á fyrri miðanum, en á móti kemur að við hefðum nánast ekkert þurft að auglýsa seinni miðann." En svona vinningur getur að sjálfsögðu far- ið út í fyrsta eða síðasta miða og í raun er ekkert óeðlilegt að hann sé ekki genginn út þegar 80% miðanna eru seldir. Birgir segir slikt hins vegar afar slæmt fyrir Lukkutríó, þar sem það dragi úr sölu og fólk fari jafnvel að hafa ýmsar grunsemdir, t.d. að miðinn með einbýlishúsinu sé ekki kominn í um- ferð. En um það gilda strangar reglur og það er með öllu óheimilt að stjóma þvi hvenær vinningsmiðar fara í umferð. „Fólk áttar sig e.t.v. ekki á því, að það erum við sem lendum verst i þessu. Það yrði besta auglýsing sem við gætum fengið að koma þessu húsi út. Það er okkar von að einhver fari að birtast héma með vinningsmiðann. Við bíðum og vonum," segir Birgir. I reglum Lukkutriós segir að vinningshafi verði að vitja vinnings innan árs frá þvi aug- lýst er að sölu á miðanum sé lokið. Að sögn Birgis myndi það reynast dýrt ef húsið gengi ekki út, því þá myndi kostnaður, sem fylgir því að viðhalda húsinu, leggjast á herðar bj örgunarsveitanna. — En hvað verður gert ef í ljós kemur eftir ár, að húsið hafi ekki gengið út? „Við myndum sennilega gefa það eða fara í einhvem einfaldan leik. En við trúum því að sjálfsögðu enn að miðinn sé óseldur," segir Birgir. Guðmund Stein- grímsson mm MtMi||ÍM|||||úÉMHMg|ÉM|É|ÉnMÉMM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.