Tíminn - 26.07.1990, Síða 12

Tíminn - 26.07.1990, Síða 12
Tíminn 12 Fimmtudagur 26. júlí 1990 KOMUM HEIL HEIM Þá er ekki verra að vera vel útbúinn. Slökkvitækið kemur í góöarþarnr og kemur í veg fyrir meira tjón. Þau eru búin að bjarga málunum í bili. Mamma kom stráknum til bjargar meðan pabbi slökkti eldinn Það borgar sig að hafa „réttu græjumar“. Höfum öryggisútbúnað meðferðis í ferðalagið. Slökkvitækið á að vera í bflnum og sjúkrakassi til að hægt sé að gera að meiðslum. Örlítil gætni og fyrirhyggja getur skipt sköpum. DAGBÓK Afmæli Páll Pálsson. Áttræður er í dag Páll Pálsson, fyrrverandi bóndi í Eskifjarðarseli við Eskifjörð. Páll er fæddur að Veturhúsum í Eskifirði. Hann er sonur hjónanna Þorbjargar Kjart- ansdóttur og Páls Þorlákssonar. Páll tók við búi foreldra sinna árið 1940, en keypti jörðina Eskifjarðarsel 1945. Þar bjó hann ásamt systur sinni Bergþóru til ársins 1971 er þau lentu í bílslysi. Páll hefúr síð- astliðin ár dvalið að Reykjalundi i Mosfellssveit. Hann verður í Ölfús- borgum með vinum og vandamönn- um á afmælisdaginn. Útivist um helgina Helgarferð, 27/7-29/7. Básar í Goðalandi. Um hveija helgi. Brott- fór á fostudagskvöldum kl. 20:00. Fararstjóri skipuleggur gönguferðir fyrir hópinn um Goðaland og Þórs- mörk. Gist f Útivistarskálunum í Básum. Miðar og pantanir á skrif- stofú, Grófinni 1. Sunnudagur, 29/7. Kl. 10:30:Katlatjamir- Ölfúsvatns- gljúfúr. Gengin skemmtileg leið upp ffá Hveragerði og að Þingvalla- vatni með viðkomu við Katlatjamir og Ölfúsvatnsgljúfúr. Kl. 13:00: Samtök um bygg ingu tónlistarhúss Laugardaginn 28. júlí. Sumartón- leikar í Skálholti. Kl. 15:00 J.S. Bach: þrir sembalkonsertar fyrir tvo, þrjá og fjóra sembala. Einl: Helga Ingólfsdóttir, Elín Guð- mundsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Málfriður Konráðsdóttir. Konsert- meistari: Ann Wallström. Kl. 17:00 söngverk ffá barokktímanum. Kammerkór — stj. Hilmar Öm Agnarsson. Sumartónleikar á Norð- austurlandi. Húsavíkurkirkja, kl. 20:30. Margrét Bóasdóttir, sópran. Carola Bischoff, sópran. Heinz Markus Göttche, orgel. Verk eftir Monteverdi, Schútz, Bach, Mend- elssohn. Sunnudaginn 29. júlí. Sumartón- leikar á Norðausturlandi, Akureyr- arkirkja, kl. 17:00. Margrét Bóas- dóttir, sópran. Carola Bischoff, sópran. Heinz Markus Göttche, orgel. Verk eftir Monteverdi, Schútz, Bach, Mendelssohn. Sum- artónleikar i Skálholti kl. 15:00. J.S. Bach: þrir sembalkonsertar. Þriðjudaginn 31. júlí. Listasafn Siguijóns Olafssonar, kl. 20:30. Pí- anótónleikar Stephan Kaller. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag fimmtudag. Kl. 14:00 fijáls spilamennska, kl. 19:30 félagsvist, kl. 21:00 dansað. Gönguhrólfar hittast næstkomandi laugardag að Nóatúni 17 kl. 10:00. Kópavogi Spiluð verður félagsvist föstud. 27. júlí nk. kl. 20:30 að Hákoti (efri sal i félagsheimilinu). Þetta er síð- asta spilakvöldið af þremur (Þriggja kvölda heppni). Síðan verður dansað við dillandi harm- onikumúsík. Föstudaginn 10. ágúst nk. hefst svo aftur þriggja kvölda keppni. Mætið vel og stundvíslega. Skemmtinefndin. Þorsteinsvík-Hellisvík. Roleg ganga meðffam Þingvallavatni sunnanverðu. Brottfor í þáðar ferð- imar frá Umferðamiðstöð- bensín- sölu. Stansað við Árbæjarsafn. vertu í takt við Tímann AUGLÝSINGAR 686300 MINNING Haraldur Hannesson Hinn 19. júlí síðastliðinn léstHarald- ur Hannesson, formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkur og vara- formaður BSRB, fyrir aldur ffam. Hann var fæddur 13. júlí árið 1924 og var því aðeins 66 ára að aldri er hann lést. Haraldur Hannesson var viljamikill og staðfastur maður. Þessir eiginleik- ar vom rikir í fari hans og komu ffam í öllu hans starfi. 1 hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm á undanfömum mánuðum sýndi Haraldur að hann bjó í senn yfir miklum lífsvilja og undraverðu æðmleysi. Þetta er sú minning sem við félagar og sam- starfsmenn Haraldar Hannessonar i BSRB eigum um hann. Við eigum lika minningu um mann sem vann málefhum launafólks af heilum hug. Á undanfomum áram helgaði Haraldur kjarabaráttunni krafta sína. I þeirri baráttu kom ffam það gmndvallarviðhorf að jöfnuður ætti að vera milli manna og á hann ætti að leggja rika áherslu í allri verkalýðsbaráttu. Haraldur Hannesson var kjörinn formaður Starfsmannafélags Reykja- víkur árið 1982 og varaformaður BSRB var hann kjörinn á þingi sam- takanna haustið 1988. Effir það hafa leiðir okkar Haraldar legið saman. í samstarfi innan BSRB kyhntist ég eljusemi hans og dugnaði en allt ffam í andlátið var Haraldur óstöðvandi vinnuþjarkur. Hann hafði mikinn hug á því að efla BSRB og hvatti óspart til umræðu um leiðir að því marki. Fram á síðasta dag var hugurinn bundinn framtiðinni. Á vettvangi BSRB lét hann til sín taka á fjölmörgum sviðum, átti sæti í ótal nefndum og ráðum jafnt innan lands sem utan. Þar má nefna að Har- aldur var formaður Bæjarstarfs- mannaráðs og fúlltrúi BSRB í Sam- starfi norrænna bæjarstarfsmanna. Það er skarð fyrir skildi í BSRB við ffáfall Haraldar Hannessonar. Fyrir hönd BSRB votta ég minningu hans virðingu og fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ögmundur Jónasson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.