Tíminn - 27.07.1990, Qupperneq 1

Tíminn - 27.07.1990, Qupperneq 1
BHMR vill halda 4,5% hækkuninni og býður 15. greinina, „víxlhækk- anagrein" kjarasamnings síns, í skiptum fyrir verðtryggingu launa Forysta BHMR vill ekki afsala sér 4,5% launahækkuninni sem Félagsdómur dæmdi bandalaginu á dögunum. Hins vegar býðst BHMR til að falla frá 15. grein kjarasamnings síns gegn þvi að fá fram verð- tryggingu launa eða að laun fé- lagsmanna BHMR yrðu á ein- hvem hátt tengd launum há- skólamanna á almennum vinnumarkaði. Forsætisráð- herra segir að ekki sé unnt að fallast á aðrar verðtryggingar en felist í rauðum strikum í febrúarsamningum almenna vinnumarkaðanns og BSRB. VSÍ hafnar algerlega að BHMR verði greidd 4,5% nækkunin. Verði nún greidd séu markmið febrúarsamninganna fokin út í hafsauga. ASÍ og BSRB segja: Fái þeir 4,5% verðum við sömuleiðis að fá 4,5%. Málið er því í hnút og lagasetning liggur í loftinu. • Blaðsíða 5 Félagsmenn BHMR komu saman til fundar í Templarahöllinni til aö ræða þá stöðu sem kjarasamningamál þeirra eru nú komin í. Að sögn Páls Halldórssonar ríkti einhugur á fundinum og engin einasta úrtölurödd heyrðist Tfmamynd: PJetur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.