Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 2
2Tíminn Föstudagur 27. júlí 1990 Frú Maríon Tansey afhendir Öriygi Hálfdánarsyni, fórseta SVFÍ, viöurkenningu fyrír björgun breskra sjómanna Vió fslandsstrendur. Timamynd: PJetur. Björgun úr sjávarháska við íslandsstrendur: SVFÍ fær breska viðurkenningu Hér á landi er nú stödd kona að nafni Marion Tansey. Tilefni komu hennar til íslands er að nú eru 22 ár liðin síðan sá hörmu- legi atburður gerðist við ísafjarðardjúp að á réttum mánuði fórust þar þrír togarar frá Hull með samtals 58 mönnum. Einn af þess- um mönnum var bróðir Maríon Tansey, en hann var aðeins um tvítugt er hann lést Marion er hér stödd ásamt vinkonu sinni Evelyn. Sl. rnánudag og þriðju- dag voru þær á ísafirði og lagði frú Marion Tansey þá blómsveig á vota gröf bróður síns og félaga hans, sem fórust með togaranum Ross Cleve- land að kvöldi hins 4. feb. 1968. Þennan dag, 4 feb., gekk hið mesta aftakaveður yfir Vestfirði með óskaplegri veðurhæð, fannfergi og fimbulfrosti. Hull-togaranum Ross Cleveland hvolfdi vegna yfirisingar og var 19 manna áhöfh hans talin af. Daginn eftir fannst stýrimaður togar- ans á lífi. Hafði hann komist í gúmmíbát, sem rak að landi i botni Seyðisfjarðar. Tveir aðrir höfðu komist í bátinn með honum, en látist úr vosbúð. Sjóslys þessi, ekki síst Ross Cleve- land-slysið, vöktu mikla athygli Englandi og reiði á útgerðarstöðum breskra togara. Ekkjur sjómannanna sem fórust á Islandsmiðum sátu fundi með fulltrúum togaraeigenda og ít- rekuðu að kröfur um að öryggisráð- stafanir yrðu hertar á togurum, sem sóttu á fjarlæg mið. Urðu þessir hörmulegu skipsskaðar til þess að sérstök eftirlitsskip voru send á ís- landsmið og tilkynningaskylda fyrir- skipuð á breskum togurum, sem veiðar stunduðu hér við land. Frú Marion Tansey færði forseta SVFÍ, Örlygi Hálfdánarsyni, viður- kenningu frá enskum sjómönnum fyrir björgunarstörf íslendinga árið 1968. -KMH Uppákoma framan við Háskólann nk. sunnudag: BÍLL KLESSUKEYRÐUR Á sunnudaginn kemur verður nýleg- ur Volvo 760 GLE eyðilagður á Sæ- mundargötu milli Hringbrautar og Norræna hússins. Það eru Volvo verksmiðjurnar í Svíþjóð, Brimborg, umboðsaðili Volvo, Umferðarráð, lögreglan og fleiri sem standa fyrir atburðinum. Mörgum svíður sjálfsagt að horfa upp á að eyðilagður sé bíll sem kost- ar rúmar þrjár milljónir króna nýr, en Volvo stendur fyrir tugum uppákoma af þessu tagi um allan heim á hverju ári. Tilgangurinn er að vekja athygli á styrkleika og öryggi bilanna, vekja til umhugsunar um hverju máli það skiptir að nota öryggisbelti. Jafh- framt safnar bilaframleiðandinn upp- lýsingum og gögnum sem að gagni koma í sjálfri bílaframleiðslunni og endurbótum á öryggisþáttum bíl- anna. Áreksturinn fer þannig fram að bíln- um, sem verður fjarstýrt, verður ekið á fullu á sjö tonna þungan kubb úr stáli og steinsteypu. í bílnum verða tvær brúður sem í þyngd og við- Mörgum svíður sjálfsagt aö sjá dýran og vandaðan bíl eyðilagðan, en verknaðurínn hefur þó annan og æðrí tilgang en bara að skemmta fólki. brögðum svara til manna. I brúðun- um eru fjölmörg mælitæki, skynjarar og gagnageymslur, þannig að hægt er að meta nákvæmlega hvernig mann- eskja hefði farið út úr árekstrinum. Ein brúða af þessu tagi er mun dýrari en bíllinn og kostar um fimm millj- ónir króna. Áreksturinn verður framkvæmdur af sérfræðingum frá Volvo undir stjórn hins gamalkunna kappaksturs- manns, Gunnar Andersson, sem hér var sl. vetur til að kynna ABS hemla- kerfi Volvo og til að kenna lögreglu- mönnum, ökukennurum o.fl. aksturs- tækni. —sá Nýjung hjá Kaupfélagi Borgíirðinga í Borgarnesi: Strikamerking hjá KB Bónus Um þessar mundir hefur KB Bónus í Borgamesi starfað i eitt ár. KB Bón- us er afsláttarverslun með nauðsyn- legustu dagvörur til heimilisins, þar sem lögð er áhersla á lágt vöruverð, staðgreiðsluviðskipti og takmarkað en hnitmiðað vöruval. Til að tryggja lægsta mögulega kaupverð er opnun- artími takmarkaður og þjónustu við viðskiptavini er haldið í lágmarki. Rekstur KB Bónus hefur gengið mjög vel, salan hefur stöðugt verið að aukast og er nú komið að því að bæta þarf við starfsfólki eða gera aðrar ráðstafanir til að auka afköst og flýta afgreiðslu. Til að mæta þessu hefur nú verið tekið í notkun nýtt afgreiðslukerfi í KB Bónus sem byggir á strikamerkj- um. Flýtir það verulega fyrir af- greiðslu á kössum og eykur öryggi, þar sem handvirkur innsláttur á kassa hverfur. Á verðmerkimiðum á hillum kemur fram heiti vörunnar og einingarverð, ásamt viðmiðunarverði pr. kg. sem auðveldar viðskiptavinum að gera verðsamanburð. Á kassakvittun sem viðskiptavinurinn fær í hendur við kassann kemur einnig fram heiti hverrar einstakrar vöru ásamt eining- arverði sem gerir viðskiptavinum auðvelt að fara nákvæmlega yfir hvað keypt hefur verið og gera verð- samanburð. Þetta er fyrsta skref tölvuvæðingar í verslunum Kaupfélags Borgfirðinga og er sett upp til reynslu til að sjá hver ávinningur af slíku kerfi er. Sölukerfið í búðuhum verður síðan tengt beint aðalbókhaldskerfi félags- ins, þannig að handvirk nótuskráning í reikningsviðskiptum og kortavið- skiptum fellur niðuT. Við það sparast mikil vinna og öll vinnsla við af- greiðslu og í bókhaldi verður fijót- virkari og öruggari. Tölvubúnaðurinn er af IBM gerð og hugbúnaður er keyptur af Sameind sem einnig hefur séð um uppsetningu á kerfunum. Oskar Gíslason látinn Látinn er í Reykjavík Óskar Gíslason, kvikmyndagerðarmaður. Óskar var fæddur 15. apríl 1901 í Reykjavík. Hann hóf nám í teikni- skóla Stefáns Eiríkssonar árið 1916 og sama ár nam hann ljósmyndun hjá Magnúsi Ólafssyni, ljósmynd- ara, en síðar hjá Ólafi syni hans. Óskar lauk prófi í ljósmyndun í Kaupmannahöfn 1921 og stofhaði ljósmyndastofu ásamt Þorleifi Þor- leifssyni eldra í Reykjavík ári síðar. Óskar rak síðar stofuna einn í all- mörg ár. Frá 1936 til 1940 vann Óskar á myndastofu Ólafs Magn- ússonar, veitti síðan myndastof- unni Týli forstöðu frá 1940 til 1945 og skipulagði og veitti forstöðu fyrstu ljósmyndastofu sjónvarpsins frá 1966 til 1976. Árið 1940 hóf Óskar að starfa við kvikmyndagerð. Fyrsta kvikmynd- in sem hann sýndi opinberlega var Lýðveldishátíðarmyndin, sem var sýnd þremur dögum eftir hátíðina. Af öðrum kunnum myndum Ósk- ars má nefha Síðasta bæinn í daln- um, Björgunarafrekið við Látra- bjarg, Reykjavíkurævintýri Bakka- bræðra, Agirnd og Nýtt hlutverk. Óskar var stofnfélagi í Ljósmynd- arafélagi íslands 1926 og sat í stjórn þess í mörg ár. Hann varð síðar heiðursfélagi þess. Óskar var einnig heiðursfélagi í Félagi kvik- myndagerðarmanna og Slysa- varnafélagi íslands. Óskar hélt ljósmyndasýningu að Kjarvalsstöðum í júlí 1976. Nú ný- lega afhenti hann Ljósmyndasafrii Reykjavíkurborgar að gjöf fjölda mynda frá þriðja áratugnum. Oskar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Edith Bech, frá Færeyjum, sem hann kvæntist árið 1934. Þau skildu árið 1956. Óskar giftist Ingi- björgu Einarsdóttur (Ingu Lax- ness), leikkonu, í júlí 1960.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.