Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 27. júlí 1990 i'iti nMn UTLOND .... Fyrstu þjóðhöfðingjarnir í Evrópu sem heilsa Waldheim: Havel og Weizsaecker hitta Kurt Waldheim Forseti Austurríkis Kurt Waldheim tók á móti forsetum V-Þýska- lands og Tékkóslóvakíu við opnun listahátíðar í gær. Þeir voru fyrstu þjóðhöfðingjar í Evrópu sem hitta Waldheim eftír að birtar voru upplýsingar um forta'ð hans í seinna stríði. Waldheim tók á móti Richard von Weizsaecker, forseta V- Þýskalands og Vaclav Havel, forseta Tékkóslóv- akíu í aðalsal sýningarhallar í Salz- burg. Havel hafði verið boðið að opna hina árlegu listahátíð í Salzburg á meðan hann var enn andófsmaður í landi sínu og áður en hann varð Waldheim í seinni heimsstyrjöld. Það er meðal annars vegna þess- arar myndar sem Waldheim er óvinsæll meðal þjóðaríeiðtoga. óvænt forseti. „Velkomnir til Salz- burg" sagði Waldheim meðan ljós- myndarar tóku myndir en úti íyrir stóð amerískur rabbíi, Abraham We- iss og kallaði „skammist ykkar fyrir að hitta nasista-Waldheim". Havel og Weizsaecker eru ekki i opinberri heimsókn í Salzburg heldur í einka- erindum. Þeir munu aftur hitta Wald- heim við hádegisverðarboð en engar opinberar viðræður eru fyrirhugaðar. Weizsaecker er góður vinur Havels og féllst á að fylgja honum til Salz- borgar. Litið var á það sem vinar- greiða til að draga úr táknrænni merkingu fundar Havels og Wald- heims. Austur-Þýskaland: Gengur of hægt aö markaösvæða Fjármálaráðherra Austur- Þýska- lands, Walter Romberg, sagði í gær að of hægt gengi að koma á frjálsu markaðshagkerfi og mun fleiri vandamál hefðu komið í ljós en vænst var. Hann sagði í viðtali við dagblaðið „Frankfurter Runds- chau" að þegar sáttmáli þýsku land- anna um efhahagssamruna var und- irritaður hafi menn ekki gert sér grein fyrir því hversu alvarleg vandamál Austur-Þýskalands væru. Efhahagssamruninn hófst l.júlí en búist er við fullum samruna þýsku landanna í desember. Stjórnin í Bonn hefur lagst gegn tillögum Austur- Þjóðverja um að skattar innheimtir í austurhluta landsins verði eingöngu notaðir til að mæta þörfum Austur- Þýskalands en ekki settir í sameiginlegan sjóð. Rom- berg sagði að eitthvað yrði að gera fyrir Austur- Þýskaland. „Við verð- um að hafa fjáröflunarleiðir sem tryggja að landshluti okkar verði ekki fátækrahverfi landsins". Hann sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með hversu treg v- þýsk fyrirtæki hefðu reynst til að fjárfesta í A-Þýskalandi. „Ég bjóst við miklu meiri fjárfestingum", sagði hann. I - _.. II sps^-~- . 1 II* 1 ,-. ¦§.» . ¦ jfc. kl 'jf , r *'' '¦ . 0". 1 f Frá eyjunni Shikotan sem er ein af fjórum Kúrieyja Ferð forseta Sovétríkjanna til Japans undirbúin: Stytta úr silfri og bronsi: Fornleifa- fræðingar finna„gull- káifinn" Amerískir fornleifafræðingar hafa fundið styttu sem þeir telja vera „gullkálf" og segja að hafi verið tilbeðin í landinu helga á tímum Móses. í Biblíunni er sagt frá því að þegar Aron og aðrir af- komendur Ísracls Öönsuðu í kringum gullkállinn, Þeir snéni frá tilbeiftslu á Guðí og gcrðu sér guílsryttu af kálti og tilbáðu hana. Þetta á að faafa gerst fyrir um 3060 á rum þegar Móses var á Sín- aí-fjalli að taka við booorðunum tíu. Vísindamcniúrnir segja liins vegar að það hafi verið Kananitar scm tiJbáöu siyllima sein beír luiidu ett Kananílar bjuggu í lyr- irheitna landinu áður cn Gyðing- arlögðuþaðundirsig. Lawreuce Stager, forstjóri „Semitíska safnsins" i Harvard- háskóla sagöi á miðvikudag að kálfur úr bronsi og silfri heföi fundisl við uppgröft 26. junt KtílUirinn faiinst við uppgröft bandarískra fornlerfafraeðinga f virkisbúðum Kananíta í hinni suðlægu sjávarborg Ashkclon. „Káirar" voru víða tignaður þús- und áruin fyrir Kristsburð meðal ma igra þjóða við austanvert Mið- jarðarhaf. „Fundur styttunnar bcndir til að sú hcfð að tilbiöja guði scin táknaðir voru seni naut- skáll'ar sé að iniiinsla kosli 3500 ára gðmul í landi Kananíta," sagðiStagcr. Móscs eyðilagði gullkalfinn þeg- ar liann koni niður af Sínaí-tjalli cu cftir að gjðingar lögðu undir sig land Kananita stoðu gullnir kálfar engu að síður í mustcrum Javc í norðurhlulíi landsins; ísra- cl. í konungdæminu Júda f suóri voru slíkar slyltur hins vcgar bannaðar. Kálfurinn sém fornltifafncðing- arnir fundu er á sticrð við manns- biind. Hasn var gcymdur f 30 sentimetra löngu Iiclgiskríui úr léir. Biikurinu cr úr bronsi og var þáð ficgl svo þuð líktist gulli cn hiífuð, fætur og hreðjar yoru úr GORBATSJOV DEILIR VK) JAPANIUM KURILEYJAR Theo Waigel og Walter Romberg fjármálaráðherrar Vestur- og Aust- ur- Þýskalands þegar þeir undirrituðu samning um efriahagssam- runa þýsku ríkjanna. Gorbatsjov hafnaði á miðvikudag kröíu Japana um að fá aftur Kúrileyjar sem Sovétmenn hemámu á síðustu dögum seinni heimsstyrjaldar. Hann sagðist ekki sjá nein ástæðu til að heim- sækja Tokýó ef ekki yrði um annað rætt en þetta deiluefhi Japana og Sovét- manna. Búist er við að Gorbatsjov heimsæki Japan snemma á næsta ári. Vonast er til að þá verði undirritaður friðarsamningur milli landanna. Með honum á loks að binda formlega endi á stríðið milli landanna í seinni heims- styrjöld. Tass-frettastofan sagði að til hvassra orðaskipta hefði komið á miðvikudag milli Gorbatsjovs og Yoshios Sakarauc- hi, formanns japanskrar þingnefhdar. , ,Það er ekki nokkur maður í Sovétríkj- unum sem myndi segja að Sovétríkin hefðu hertekið landssvæði annarrar þjóðar," sagði Gorbatsjov við Sak- arauchi þegar hann minntist á Kúrileyj- arnar. „Frá öllu þessu hefur verið geng- Hnattstaðan óbreytt: Sovéski herinn fer frá Mongólíu Sovétríkin hafa flutt hersveitir sínar hraðar frá Mongólíu en áætlað var. Um 80% hermannanna, sem voru 65.000, eru þegar farin frá landinu. Dorjotov, herstjóri í mongólska hemum, sagði frá þessu á blaðamannafundi á fimmtu- dag. Samkvæmt samningum þjóðanna eiga 75% sovéskra hermanna að yfir- gefa landið fyrir árslok en allir her- mennirnir eiga að vera farnir í lok næsta árs. Mongolía, sem er á stærð við alla Vestur-Evrópu, hefur ákaflega hemaðarlega þýðingarmikla hnatt- stöðu, þar sem hún liggur á landamær- um Sovétríkjanna og Kína. Landa- mæraátök hafa verið tíð á milli Kina og Sovétríkjanna síðustu þrjátíu árin en endir var bundinn á pólitískan ágrein- ing landanna i maí þegar Sovétleiðtog- inn Mikael Gorbatsjov heimsótti Pek- íng. Mörgum Mongólum er illa við veru sovéska hersins og líta á hann sem her- námslið. Mongólar hafa sjálfir her og er talið að í honum séu um 80.000 menn en Dorjotov vildi ekki nefha ná- kvæmar tölur. Hann sagði að fækkað hefði verið í hernum um 19.000 menn á síðustu tveimur árum og að áfram yrði fækkað hermönnum. Mongólar eru fjárhagslega mjög háð- ir Sovétmönnum. Sovéskir embættis- menn segja að á næstu árum muni fjár- stuðningur þeirra við Mongóla fara minnkandi. I fréttaskeyti Reuters segir að Mongólar skuldi Sovétmönnum hátt í 1000 milljarða IsL króna sem gera hálfa milljón á hvert mannsbarn þar sem íbúafjöldinn eru aðeins 2 millj- ónir. ið eftir stríð," sagði Gorbatsjov. Harm bætti því við að hann vonaðist til að eiga uppbyggilegar viðræður við ráða- menn Japans í heimsókn sinni. Sak- arauchi svaraði því til að um alla hluti yrði rætt. Að sögn Tass- fréttastofunnar dró Mikael Gorbatsjov í efa að nokkurt vit yrði í heimsókn sinni ef aðeins yrði rætt um eitt málefhi. í gær sögðust full- trúar ríkisstjómarinnar í Japan ekki vera óánægðir með ummæli Gorbatsjovs. Þeir sögðu að þau lýstu aðeins hefð- bundnum skoðunum Sovétmanna. Þeir sögðu það vera jákvætt að Gorbatsjov fengist yfirleitt til að ræða um Kúrileyj- ar þvi að með því viðurkenndi hann að ágreiningur væri milli landanna um landamæri. Deilan um Kúrileyjar hefur staðið frá lokum seinna stríðs. Vegna hennar hafa friðarsamningar enn ekki verið undirrit- aðir og Japanir hafa verið tregir til að fjárfesta i Sovétríkjunum. Sovétmenn hafa mikilvægar herstöðvar á Kúrileyj- um en háttsettur sovéskur embættis- maður sagði í apríl að sovétstjóm myndi ef til vill draga úr herstyrk sínum á eyjunum og jafhvel senda herinn heim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.