Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 27. júlí 1990 Theo Waigel og Walter Romberg fjármálaráðherrar Vestur- og Aust- ur- Þýskalands þegar þeir undimtuðu samning um efnahagssam- runa þýsku ríkjanna. ið eftir stríð,“ sagði Gorbatsjov. Hann bætti því við að hann vonaðist til að eiga uppbyggilegar viðræður við ráða- menn Japans í heimsókn sinni. Sak- arauchi svaraði því til að um alla hluti yrði rætt. Að sögn Tass- fréttastofimnar dró Mikael Gorþatsjov í efa að nokkurt vit yrði í heimsókn sinni ef aðeins yrði rætt um eitt málefni. í gær sögðust full- trúar ríkisstjómarinnar í Japan ekki vera óánægðir með ummæli Gorbatsjovs. Þeir sögðu að þau lýstu aðeins hefð- bundnum skoðunum Sovétmanna. Þeir sögðu það vera jákvætt að Gorbatsjov fengist yfirleitt til að ræða um Kúrileyj- ar því að með þvi viðurkenndi hann að ágreiningur væri milli landanna um landamæri. Deilan um Kúrileyjar hefur staðið frá lokum seinna striðs. Vegna hennar hafa ffiðarsamningar errn ekki verið undirrit- aðir og Japanir hafa verið tregir til að fjárfesta i Sovétríkjunum. Sovétmenn hafa mikilvægar herstöðvar á Kúrileyj- um en háttsettur sovéskur embættis- maður sagði í april að sovétstjóm myndi ef til vill draga úr herstyric sínum á eyjunum og jafnvel senda herinn heim. Gorbatsjov hafhaði á miðvikudag kröf'u Japana um að fá aftur Kúrileyjar sem Sovétmenn hemámu á síðustu dögum seinni heimsstyijaldar. Hann sagðist ekki sjá nein ástæðu til að heim- sækja Tokýó ef ekki yrði um annað rætt en þetta deiluefni Japana og Sovét- manna. Búist er við að Gorbatsjov heimsæki Japan snemma á næsta ári. Vonast er til að þá verði undirritaður ffiðarsamningur milli landanna. Með honum á loks að binda formlega endi á stríðið milli landanna í seinni heims- styijöld. Tass-fféttastofan sagði að til hvassra orðaskipta hefði komið á miðvikudag milli Gorbatsjovs og Yoshios Sakarauc- hi, formanns japanskrar þingnefhdar. ,J>að er ekki nokkur maður í Sovétríkj- unum sem myndi segja að Sovétrikin hefðu hertekið landssvæði annarrar þjóðar," sagði Gorbatsjov við Sak- arauchi þegar hann minntist á Kúrileyj- amar. „Frá öllu þessu hefur verið geng- Hnattstaðan óbreytt: Sovéski herinn fer frá Mongólíu Sovétríkin hafa flutt hersveitir sínar hraðar ffá Mongólíu en áætlað var. Um 80% hermannanna, sem voru 65.000, eru þegar farin ffá landinu. Doijotov, herstjóri í mongólska hemum, sagði frá þessu á blaðamannafundi á fimmtu- dag. Samkvasmt samningum þjóðanna eiga 75% sovéskra hermanna að yfir- gefa landið fýrir árslok en allir her- mennimir eiga að vera famir í lok næsta árs. Mongolía, sem er á stærð við alla Vestur-Evrópu, hefur ákaflega hemaðarlega þýðingarmikla hnatt- stöðu, þar sem hún liggur á landamær- um Sovétríkjanna og Kína. Landa- mæraátök hafa verið tíð á milli Kina og Sovétríkjanna síðustu þrjátíu árin en endir var bundinn á pólitískan ágrein- ing landanna í maí þegar Sovétleiðtog- inn Mikael Gorbatsjov heimsótti Pek- ing. Mörgum Mongólum er illa við veru sovéska hersins og líta á hann sem her- námslið. Mongólar hafa sjálfir her og er talið að í honum séu um 80.000 menn en Doijotov vildi ekki nefna ná- kvæmar tölur. Hann sagði að fækkað hefði verið í hemum um 19.000 menn á síðustu tveimur árum og að áffam yrði fækkað hermönnum. Mongólar em fjárhagslega mjög háð- ir Sovétmönnum. Sovéskir embættis- menn segja að á næstu ámm muni fjár- stuðningur þeirra við Mongóla fara minnkandi. I fféttaskeyti Reuters segir að Mongólar skuldi Sovétmönnum hátt í 1000 milljarða ísl. króna sem gera hálfa milljón á hvert mannsbam þar sem íbúafjöldinn em aðeins 2 millj- ónir. Fyrstu þjóðhöfðingjarnir í Evrópu sem heilsa Waldheim: Havel og Weizsaecker hitta Kurt Waldheim Forseti Austurríkis Kurt Waldheim tók á móti forsetum V-Þýska- lands og Tékkóslóvakíu við opnun listahátíðar í gær. Þeir voru fýrstu þjóðhöfðingjar í Evrópu sem hitta Waldheim eftir að birtar voru upplýsingar um fortíð hans í seinna stríði. Waldheim tók á móti Richard von Weizsaeckcr, forscta V- Þýskalands og Vaclav Havel, forseta Tékkóslóv- akíu í aðalsal sýningarhallar í Salz- burg. Havel hafði verið boðið að opna hina árlegu listahátíð í Salzburg á meðan hann var enn andófsmaður í landi sínu og áður en hann varð Waldheim í seinni heimsstyrjöld. Það er meðal annars vegna þess- arar myndar sem Waldheim er óvinsæll meðal þjóðarieiðtoga. óvænt forseti. „Velkomnir til Salz- burg“ sagði Waldheim meðan ljós- myndarar tóku myndir en úti fyrir stóð amerískur rabbíi, Abraham We- iss og kallaði „skammist ykkar fyrir að hitta nasista-Waldheim". Havel og Weizsaecker eru ekki í opinberri heimsókn í Salzburg heldur í einka- erindum. Þeir munu aftur hitta Wald- heim við hádegisverðarboð en engar opinberar viðræður eru fyrirhugaðar. Weizsaecker er góður vinur Havels og féllst á að fylgja honum til Salz- borgar. Litið var á það sem vinar- greiða til að draga úr táknrænni merkingu fundar Havels og Wald- heims. Austur-Þýskaland: Gengur of hægt aö markaðsvæða Fjármálaráðherra Austur- Þýska- lands, Walter Romberg, sagði i gær að of hægt gengi að koma á fijálsu markaðshagkerfi og mun fleiri vandamál hefðu komið í Ijós en vænst var. Hann sagði í viðtali við dagblaðið „Frankfurter Runds- chau“ að þegar sáttmáli þýsku land- anna um efnahagssamruna var und- irritaður hafi menn ekki gert sér grein fyrir því hversu alvarleg vandamál Austur-Þýskalands væru. Efnahagssamruninn hófst l.júlí en búist er við fullum samruna þýsku landanna í desember. Stjómin í Bonn hefur lagst gegn tillögum Austur- Þjóðveija um að skattar innheimtir í austurhluta landsins verði eingöngu notaðir til að mæta þörfum Austur- Þýskalands en ekki settir i sameiginlegan sjóð. Rom- berg sagði að eitthvað yrði að gera fyrir Austur- Þýskaland. „Við verð- um að hafa fjáröflunarleiðir sem tryggja að landshluti okkar verði ekki fátækrahverfi landsins". Hann sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með hversu treg v- þýsk fyrirtæki hefðu reynst til að fjárfesta í A-Þýskalandi. „Eg bjóst við miklu meiri fjárfestingum", sagði hann. Frá eyjunni Shikotan sem erein af fjórum Kúrieyja Ferð forseta Sovétríkjanna til Japans undirbúin: Stytta úr silfri og bronsi: finna„gull- kálfinn“ Amerískir fornleifafræðingar hafa fundið styttu setn þeir telja vera „guilkálf“ og segja að hafi verið tilheúin í landinu helga á túnum Móses. í Bibliunni er sagt frá því að þegar Aron og aðrir af- komendur Israeis dönsuðu í kringum gullkálfinn. Þeir snéru frá tilbeiðslu á Guði og gerðu sér gullstyttu af kálfi og tilbáðu hana. Þetta á að hafa gerst fyrir um 3000 árum þegar Móses var á Sín- aí-Ijalli að taka við boðorðunum tíu. Vísindamennimir segja hins vegar að það hafi veríð Kananítar sem tfibáðu styttuna sem þeir fundu en Kananítar bjuggu í fyr- irheitna landinu áður en Gyðing- ar lögðu það undir sig. Lawrence Stager, forstjóri „Semitíska safnsins“ í Harvard- háskóla sagði á miövikudag að kálfur úr bronsi og silfrí hefðí fundist við uppgröft 26. júní. Kálfurínn fannst við uppgröft bandarískra fornleifafræðinga í virkishúðum Kananíta í hinni suðlægu sjávarborg Ashkelon. „Kálfar“ voru víða tignaður þús- und árum fyrir Kristsburð meðal margra þjóða við austanvert Mið- jarðarhaf. „Fundur styttunnar bendir til að sú hefö að tilbiðja guði sem táknaðir voru sem naut- skálfar sé að minnsta kosti 3500 ára gömul í landí Kananíta," sagði Stager. Móses eyðilagði gullkálfinn þeg- ar hann kom nióur af Sínaí-fjalli en eftir að gyðingar lögðu undir sig land Kananita stóðu gullnir kálfar engu að síður í musterum Jave í norðurhluta iandsins; ísra- el. í konungdæminu Júda í suðri voru slíkar styttur hins vegar bannaðar. Kálfurinn sem fomleifafræðing- arnir fimdu er á stærð við manns- hönd. Hann var geymdur í 30 sentimetra löngu helgiskrini úr leir. Búkurinn er úr bnmsi og var það fægt svo það líktist gulli en höfitð, fætur og hreðjar voru úr GORBATSJOV DEILIR VK> JAPANIUM KURILEYJAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.