Tíminn - 27.07.1990, Síða 5

Tíminn - 27.07.1990, Síða 5
[Föstudagur 27. júlí 1990 Tíminn 5 Háskólamenn bjóða málamiðlun sem enginn telur sig geta samþykkt. Ein ieið virðist fær til að halda þjóðarsáttinni: Bráðabirgðalög í dag? Staðan í deilum BHMR og ríkisins virðist enn standa jám í jám. BHMR hefur boðist til að fella niður ákvæði í samningi sínum við ríkið þar sem segir laun þeirra skuli hækka í takt við breytingar á almennum launamarkaði. í staðinn krefjast þeir verðtryggingar á laun sinna félagsmanna og ganga út frá því aðinni frá 1. júlí. Stöð 2 kaupir Sýn íslenska sjónvarpsfélagið hf. hef- ur keypt meirihluta hlutabréfa í sjónvarpsstöðinni Sýn. Kaupin voru undirrituð í gærkvöldi. Ekki er vitað hvemig sameiningu verður háttað. Aætlað var að Sýn myndi hefja útsendingar í haust og er tækjabúnaður til þess á leið til lands- ins. Hins vegar er óvíst hvort af þeim útsendingum verður eins og mál standa nú. Ákvörðun um það verður að öllum likindum tekin í dag Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ segir að ef BHMR eða aðrir fái hækkun launa umfram Alþýðusam- bandið vilji þeir fá það sama. Þar með væri þjóðarsáttin úr sögunni. Einar Oddur Kristjánsson formað- ur Vinnuveitendasambandsins segir að ef ekld verði fundnar leiðir til þess að falla frá BHMR hækkuninni sé þjóðfélagið í hreinum voða. Forsætisráðherra segist ekki geta boðið BHMR aðra verðtryggingu en felst i þjóðarsáttinni og aðilar vinnu- markaðarins geta ekki fallist á ein- annars vasri þjóðarsáttin sprungin. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðu- sambands íslands segir að á fiindi sem þeir áttu með BHMR í gær hafi komið lram að háskólamenn teldu óhjá- kvæmilegt að fylgja eftir þeirri kröfu sem þeir telja sig eiga samkvasmt samningi. Bæði þá hækkun sem úr- skurðuð var með félagsdómi og þær hækkanir sem efiii kasmu til með hliða hækkun launa hjá BHMR. Nið- urstaðan er sú að annað hvort springur þjóðarsáttin eða hækkunin sem Fé- lagsdómur dæmdi BHMR verður tek- hækkunum frá öðrum. „Afstaða okkar hefur legið skýr fyrir frá því við sömdum í vetur. Ef að aðrir fá hækkanir umfram það sem greinir í okkar samningi þá gerum við tilkall til að fá það sama. Sú afstaða var sett fram í samræmi við þasr samningsforsendur þegar samið var,“ sagði Ásmundur. — ÁG/só in til baka með lögum og er nú leitað leiða innan ríkisstjómarinnar til Jjess að hrinda slíkri lagasetningu í fram- kvaemd. Á fundi samninganefhdar BHMR sem haldinn var strax á eftir fundi þeirra við Alþýðusambandsmenn í gær var samþykkt að viðræðunefnd fái umboð til að taka upp viðræður við rikisstjómina um efhi 15. greinar samningsins þannig að ekki verði tek- ið mið af launakjörum annarra laun- þega. í staðinn komi verðtrygging kaupmáttar í samningnum. Þetta var kynnt á fundi með forsætisráðherra í gær. Páll Halldórsson formaður BHMR segir að með verðbólguleysi þjóðarsáttar ætti verðtrygging á samn- ingi þeirra að vera kostaboð. Þessi grein samningsins kveður á um að verði almennar breytingar á launa- kjömm annarra launþega geti aðilar krafist breytingar á launaliðnum sem því nemur. Páll sagði að þessi grein væri samin af fjármálaráðherra og hefði aldrei verið þeim geðfelld. Há- skólamenn em tilbúnir til að tengja þetta annað hvort beint við verðlag eða við laun háskólamanna á almenn- um markaði. „Þannig að Ásmundur fái næði til að minnka launamun hjá Alþýðusambandinu án þess að það hafi áhrif á okkur,“ sagði Páll. ,^g ræddi ítarlega við Pál Halldórs- son eftir að þetta lá fyrir og því miður held ég að við munum aldrei geta fall- ist á verðtryggingu,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Tímann í gærkveldi. „Rauðu strikin í samningi aðila vinnu- markaðarins em óbein verðtrygging og við myndum eflaust fallast á sömu rauðu strik fyrir BHMR.“ - En hverju svara háskólamenn því? ,Ég skal ekki segja neitt til um það enda hefur májið ekki verið rætt til hlítar. En það kemur bara fleira til. ASÍ og BSRB setja fram þá kröfu að kauphækkanir verði ekki meiri á tíma- bilinu og kaupmáttarþróunin verði sú sama.“ - Það geta BHMR - menn væntan- lega ekki fallist á? „Því get ég ekki svarað en ég held að það verði mjög erfitt fýrir þá,“ sagði Steingrímur. Aðspurður sagði Páll Halldórsson að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að samningur þeirra yrði verðtryggður. „Ef það er rétt sem þeir segja að þessi þjóðarsátt þeirra tryggi 0% verðbólgu eða þaðan af minna þá ætti það ekki að vera dýrt. Þetta ætti að vera kosta- boð. alveg tombólupris!,“ sagði Páll. „Næsti leikur er auðvitað hjá okkar viðsemjanda. Ef þessi 15. grein eins og fjármálaráðherra samdi hana fer mjög í á þeim erum við tilbúnir að taka upp viðræður um hana. Það er svo þeirra að ákveða hvort þeir verði við því. Og ef þeir verða ekki við því virðast þeir eklci telja þetta eins mikið vandamál eins og hingað til hefur ver- ið af látið," sagði Páll. — ÁG/só GS. Aðilar vinnumarkaðarins sammála um að þjóðarsáttin sé úr sögunni fái BHMR einhliða hækkun launa: „ÞJÓÐFÉLAGIÐ í HREINUM VODA“ ,J>essi samningur BHMR má ekki taka gildi. Úr því að svona slysalega hefur viljað til að hann hefúr tekið gildi þá verður að breyta honum með lögum þannig að þetta lækki aftur. Það er það eina að okkar dómi sem getur bjargað stöðunni," sagði Einar Oddur Krist- jánsson formaður Vinnuveitasam- bandsins. Einar Oddur sagði að það fyrirfyndist engin málamiðlun í þessu sambandi og þeir hefðu gert ríkisstjóminni grein fyr- ir þehri afstöðu sinni á firndi þeirra f gær. I vetur hefði verið gert efhahags- samkomulag sem átti að standa í 20 mánuði með það í huga að veija kaup- mátt og að verðbólga héldist niðri. „Við stóðum sameiginlega að þvi og það var með tilstilli rílcisstjómarinnar. Það var gengið að þvi gefnu að það væri grundvallarskilyrði að allir þýddu allir. Það yrðu allir launþegahópar í landinu að ganga í takt,“ sagði Einar Oddur. ,Þá væri þetta allt hrunið, allir samn- ingar við bændur búnir að vera. Þar með væri allt aðhald og verðskynjun almennings sem við höfum verið að byggja upp undanfama mánuði allt far- ið. Við teljum það hreint klúður sem geti ekki endað nema með skelfingu.“ Hann sagði að svo tæki ríkisstjómin sína afstöðu en svör VSÍ hefðu verið alveg kýrskýr. Ef ekki verða fundnar leiðir til þess að falla fiá BHMR hækk- uninni þá væri þetta þjóðfélag í hrein- um voða. Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins sagði að á ftindinum með forsætisráðherra hefði verið rætt um möguleika til að ná markmiðum kjarasamninganna sem settir vom í febrúar sl. Hjörtur sagði að allir aðilar hafi verið sammála um það að ef ætti að halda verðbólgunni í skefjum væri ekki hægt að verða við hækkunum BHMR. „Við í Vinnumálasambandinu erum alger- lega sammála ASÍ og VSÍ um að það verði með öllum tiltækum ráðum að ná þessu niður á jörðina. Það er ekki hægt með öðru móti en að taka þetta til baka, hvemig sem það verður gert,“ sagði Hjörtur. Hann sagði að þetta væri að sjálf- sögðu ekki sársaukalaust. Þeir hefðu velt því fyrir sér hvort einhver millileið væri til en svo vaai ekki eftir að kom í ljós að BHMR menn væru svona óskaplega ósveigjanlegir um að ná sín- um kröfum í gegn. Eini möguleilcinn _væri sá að hækkunin yrði afnumin; CIIIH5 HEYBINDIVELAR HEYBINDIVÉL RULLUBINDIVEL Tilboðsverð Réttverð CLAAS Markant 55............Kr. 590,000,- 633,000,- CLAAS Markant 65............Kr. 689,000,- 733,000,- CLAAS Rollant R46 ..........Kr. 794,000.- 837,000,- CLAAS Rollant R34 ..........Kr. 675,000,- 716,000,- Við bjóðum vélarnar á ofanskráðu verð meðan birgðir endast. Örfáum vélum óráðstafað - Greiðslukjör - Afgreiddar beint af lager. — m, SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.