Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 27. júlí 1990 Tíminn 7 ERLENDAR BÆKUR Siglaugur Brynleifsson: EIN VIKA I PRAG í fjörutíu ár höfðu Tékkar og Slóvakar beðið þess sem gerðist frá 17. nóvember til 29. desember 1989. Bylting, oft nefnd flau- elsbylting. Eftir atburðina í byrjun nóvember í Austur-Þýska- landi bjuggust menn við svipuðum atburðum í Tékkóslóvakíu og það kom að því. Óttinn við þá eiginhagsmuna-klíku, sem hafði ráðið ríkjum í fjörutíu ár í skjóli sovéskra hersveita, hvarf á einni nóttu. Ottinn við ófreskjuna hvarf. Atburðarásin minnir á þjóðsögumar, þegarmenn losna úr álögum. Michael Konupek: Dagbok fra Praha. Oslo — Ex Libris 1990. Höfiindurinn flúði land fyrir 12 ár- um og hefur verið búsettur í Noregi, þar sem hann hefur stundað ritstörf og verið talsmaður Charta 77 og stutt andófið í föðurlandi sínu. Við atburðina í nóvember, ákvað hann að fara til Tékkóslóvakíu og sótti um vegabréfsáritun hjá sendi- ráði Tékka í Ósló, en fékk neitun, svo að hann ákvað að fara án áritun- ar. Hann var stöðvaður á flugvellin- um í Prag, en norska sendiráðið í borginni koni til skjalanna, svo að hann slapp við frekari afskipti kontó- ristanna. Um það leyti sem höfundur kom til Prag mátti enn merkja áhrif valdaklikunnar, þótt hún reyndi að villa á sér heimildir, eins og komm- únistar tiðka. Og fyrsti dagurinn, 30. nóvember, hófst með ferð um út- hverfi borgarinnar. Þar var allt í nið- umíðslu, rusl, óþrifhaður og loft- mengun, arfurinn eftir fjörutíu ára sósíalisma. Hann fær leigubíl og bíl- stjórinn segir honum margt, meðal annars að kommúnistamir hafi aldrei sagt satt orð, logið að þjóðinni í 40 ár. Sem dæmi segir bilstjórinn hon- um frá þvi að 99% verkamanna í verksmiðjum borgarinnar hafi beðið Sovétríkin um að hlutast til um að kveða niður gagnbyltinguna 1968. Höfundurinn hittir bæði forna kunn- ingja og kynnist nýjum. Fólk segir honum frá reynslu sinni, yfirheyrsl- um, húsrannsóknum og þeirri and- legu formyrkvun sem var höfuð ein- kenni stjórnarfarsins. Hann kynntist vel tilburðum valdaklíkunnar sem var að hrekjast frá völdum, blaðri þeirra um fyrirbrigðið „umbótasinn- aður kommúnisti" og „lýðræðislegur sósíalismi". Þegar minnst var á sósi- alisma, hló þjóðin og þótt höfundur væri aðeins viku i Prag, þá greindi hann dag frá degi sivaxandi andúð og viðbjóð á kommúnistum, þessari klíku glæpamanna sem höfðu af- skræmt líf þjóðarirmar í 40 ár. Þegar þetta lið kom og reyndi að villa á sér heimildir og bæta lygi ofan á lygi, þá var svarið ísköld þögn eða hæðnis- hlátur. Konupek varð greinilega var við sögufalsanir kommúnista, enda leggja kommúnistar höfuðáherslu á sögufalsanir þar sem þeir komast til áhrifa eða valda. Með falsaða þjóð- arsögu i höndunum verður þeim auðvelt að réttlæta eigin morð, þjófhaði og lygi. Sagan er grunnur pólitísks skilnings og þar með um- breytingu meðvitundarinnar. En það furðulega gerðist í Tékkóslóvakíu að þrátt fyrir alla lygina, morðin, kúgunina og fátækt og mengun jarð- ar og hugarfars, þá lifði mennskan og lét jafhvel á sér kræla, þótt þeir sem andmæltu óhugnaðinum yrðu að þola fangelsi og útlegð í eigin landi. Konupek lýsir viðbrögðunum þeg- ar þjóðin áttaði sig á að hún þurfti ekki að hræðast lengur kommúnista- hyskið, óttinn hvarf og aðþrengd meðvitundin varaði ekki lengur, menn gátu risið upp gegn ófreskj- unni og örlög hennar urðu samskon- ar og örlög ófreskja þjóðsagnanna. Siðan Konupek ritaði þessi dagbók- arblöð hefur margt gerst. Hryllingur stjómarfarsins í alþýðulýðvelda- vilpunum fyrrverandi verður aug- ljósari og augljósari og sjálfsagt á margt eftir að vitaast og ekki geðs- legt. Það kemur betur og betur í ljós hversu mengun jarðar og lofts er hrikaleg einmitt í Tékkóslóvakíu. Samkvæmt lýsingu forsetans, Hav- els, er gróðurlandið meira og minna eitrað og talið er að það taki mörg ár að bæta það. Sama er að segja um þá andlegu mengun sem hinar sjálf- skipuðu verkalýðshetjur stóðu fyrir. Núverandi rektor Karls- háskólans Konupek talar um tímann sem það taki að skafa burt óhroðann og endurhæfa kennaraliðið, en það lið virðist víða meira en lítið mengað af kommún- ískum hugmyndafræðum, enda hafði það grunnhlutverki að gegna, sem var að menga hugarheim æsk- unnar og fylla hann af lygum. Þeir Þessi einangrunar- stefna var ekki bundin við kommúnistaríkin, dæmi um slíkt gefast t.d. hér, reyndar fremur átakanlegt dæmi þegar tilraun var gerð til þess að einoka fornleifarann- sóknir hér á landi nýver- ið í þeim tiigangi að auðvelda fullkomnun nýrrar landnámssögu samkvæmt kenningum marxískrar hugmynda- fræði. tilburðir standa reyndar enn og eru stundaðir vitt um lönd. Því er ekki að ófyrirsynju að norskur ritdómari skrifar í ritdómi um bók Konupeks, að hún gæti verið „en glimrende erstatning for lærere og elever som er sultefodret pa aktuell og anvendig litteratur. Den anbefales uten forbe- hold foran et nytt skolear". (Fædre- landsvennen, 27. apríl 1990). I sam- tali við „Arbejderbladet" 19. apríl s.l. ræðir Konupek um bókaútgáfu í Tékkóslóvakíu eftir byltingu og fyr- ir: „Það eru um 1000 bókmennta- handrit sem bíða útgáfu en brýnasta úrlausnarefhið er útgáfa skólabóka og uppsláttarrita." Þetta leiðir hug- ann að íslenskri skólabókaútgáfu, einkum í sagnfræði og félagsfræði, en þær bækur sem kenna skal hér á landi i þessum greinum, svipar mjög til skólabóka i Tékkóslóvakíu fyrir byltingu, fölsuð og skekkt saga og félagsfræði. Kommúnistar „komust ekki til þess að gefa út alfræðirit," segir Konupek, líklega hafa þeir lát- ið sér nægja sovésku encyklopæd- íuna auk þess sem almenn upplýsing var kerfinu hættuleg. Einangrunin var kerfinu lífsnauðsyn og mátti rétt- læta það á margvíslegustu forsend- um. Þessi einangrunarstefha var ekki bundin við kommúnistarikin, dæmi um slíkt gefast t.d. hér, reynd- ar fremur átakanlegt dæmi þegar til- raun var gerð til þess að einoka fom- leifarannsóknir hér á landi nýverið í þeim tilgangi að auðvelda fullkomn- un nýrrar landnámssögu samkvæmt kenningum marxískrar hugmynda- fræði. Með því að einoka fornminja- rannsóknir við þröngan hóp marx- ista væm hæg heimatökin að falsa árangur fornminjarannsókna sem myndi falla að þeirra sögulegu nauð- syn. Konupek talar og skrifar um varandí áhrif tékkneska Alþýðu- bandalagsins í ýmsum lykilstöðum, sem hljóti að tefja fyrir því að meng- unin víki. I lýðræðissamfélögum og réttarríkjum Vesturlanda hefur kómmúnistum tekist að smeygja liði sínu í ýmsar lykilstöður og geta því þar með stuðlað að mótun þeirrar meðvitundar sem stefht var að í al- þýðulýðveldavilpunum. Frásögn Konupeks er sprelllifandi og hann hefur glöggan skilning á atburðarásinni í Tékkóslóvakíu sem Tékki og þátttakandi í baráttu Charta 77. Þessar svipmyndir verða eftirminnilegar og textanum fylgja einnig ljósmyndir af viðburðum og einstaklingum, sem koma við sögu. UR VIÐSKIPTALIFINU Japanskar lyfjagerðir kaupa sig inn í evrópskar og bandarískar Rannsóknir kosta æ hærri hundraðs- hluta af heildarsölu fremstu lyfjagerða. Að auki er markaðssetning lyfja dýr. Hvort tveggja ýtir undir samfellingu lyfjagerða, stórra sem smárra. Þannig keypti Rhone-Poulenc í janúar 1990 meiriMuta i Roger, miðlungi stórri bandarískri lyfjagerð. Hvað japanskar iyfjagerðir áhrærir kemur fleira til. Þær una illa núverandi markaðssetningu lyfja sinna í samstarfi við bandariskar og vestur- evrópskar, og þær búa sig undir væntanlegan sameiginlegan markað EBE-landa í árslok 1992. Lyfjasala í Vestur-Evrópu og Banda- rfkjunum nemur nú um 70 milljörðum dollara á ári og er markaðshlutdeild jap- anskra lyfjagerða um 2%. Söluvænleg lyf sín heimila japanskar lyfjagerðir útlendum að seija og jafhvel framleiða undir eigin merki gegn þókn- un. Stórar útlendar lyfjagerðir taka til sín allt að 70% andvirðis þeirra. Nú reyna japanskar lyfjagerðir að koma sér upp söluaðstöðu utan lands, oft með kaupum á lyfjagerðum, að hluta eða að öllu leyti. En stærstu japönsku lyfja- gerðirnar eni Takeda, Sankyo, Tanable, Fujisawa og Yamanouchi. I mars 1988 keypti Fujisawa meiri- hluta í Kling Parma, vestur- þýskri lyfjagerð á 33 milljónir punda. I desember 1988 keypti Sumitomi 10 milljón dollara hlut í Regeneron, bandarískri lyfjagerð. í apríl 1989 setti Eisai upp eigið mark- aðskerfi í London. I maí 1989 keypti Chugai 3 milljón punda hlut í British Bio- technology í október 1989 setti Eisai upp rann- sóknarstofu i Massachussetts. í október 1989 keypti Fujisawa banda- ríska lyfjagerð, LyphoMed, á 750 millj- ónir dollara. í október 1989 samdi Dainippon við Rhone-Poulend um sölu lyfja sinna í Evrópu. í nóvember 1989 keypti Chugai bandarískt rannsóknafyrirtæki (diagn- ostics-company), Gen-Probe á 100 milljónir dollara. í nóvember 1989 ekk Daiichi til sam- eiginlegrar rannsóknar með Chiron, bandarísku líftæknifyrirtæki. í nóvember 1989 samdi Chugai við Rhone Poulenc um rannsóknir vegna líftæknilegs lyfs. í desember 1989 keypti Sankyo meiri- hluta í Luitpold-Werk, vestur- þýskri lyfjagerð á 78 milljónir punda. Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.