Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 27. júlí 1990 Ástand fjara víða slæmt á landinu Dæmi er um að ár þar sem stundaö er laxeldi og þar sem böm leika sér og eru jafnvel á sundi á sólskinsdögum séu jafnframt notaðar sem frárennsli frá sveitarfélögum að hluta eða öllu leyti. Virðist þetta dæmi ekki vitni um að ýmsu sé áfátt í þrifnaðarmálum þjóðarinnar? Skyldu þeir sem Ieigja sér sjósleða til að leika sér á á Pollinum á Akureyri vita að fjöldi saurkóli- gerla hefur mælst þar allt að 50 sinnum yfir viðmiðunarmörkum? Er ekki líka undarlegt að yfirvöld skuli veita fiskverkendum und- anþágur til „fjörueldis" vargfuglaskara sem síðan dritar í opið vathsból hvaðan sama fiskvinnsla, sem og aðrir bæjarbúar fá „ferskvatn" til fiskvinnslu og drykkjar. Þess- ar óhuggulegu lýsingar er að finna í annars ágætri og þarfri úttekt Neytendablaðsins á ástandinu í fjörum víðs vegar á Islandi. Heimildir Neytendablaðsins koma bæði frá félögum Neytendasamtakanna víðs vegar um landið og skýrslu Sambands íslenskra náttúruverndarsamtaka. Fjallað er sérstak- lega um ástandið á mörgum þéttbýlisstöðum á landinu nema hvað upplýsingar skortir um ástandið á fjörum sjálfs höfuðborgarsvæðis- ins þar sem meira en helmingur þjóðarinnar er þó búsettur. SINskoðaðilOOkmaf 5.000 km strandlengju íslands Skólpmengun er afar áberandi i fjörum hér á landi og rusl ekki minna heldur en í fjörum milljónaþjóða jafhvel þótt ísland sé miklu strjálbýlla. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu sem unnin var eftir fjöruskoðun Sambands íslenskra náttúruverndarfélaga. En SÍN tók þátt í „Fjöruskoðun Evrópu- þjóða" sem fram fór samtímis í 10 löndum síðasta haust. Opin skólpræsi reyndust víða ofarlega í fjörum og afleiðingar þess siður en svo til augnayndis og væntanlega enn síður til heilsubótar á þessum yinsælu leiksvæðum margra landsins barna. Ástandið var kannað á 500 m. reinum á rúmlega 200 stöðum víðs vegar um land eða samtals á um 100 km af strandlengju Islands sem alls er um 5.000 km. Skýrsla eftir þessa fjöruskoðun gefur síður en svo til kynna að við búum í því hreina umhverfi sem gjarnan er hjalað um á hátíðlegum stundum. SÍN áætlar þátttöku í þessari fjöruskoðun Evrópuþjóða aftur á komandi hausti. Holræsi komin á loforða- lista Neytendablaðið greinir jafnframt frá laus- legri úttekt á ástandi fjörunnar í næsta ná- grenni við staði sem liggja að sjó þar sem neytendafélög eru starfandi. Greint er frá ástandinu á 13 slíkum stöðum. Úttektarmenn blaðsins á hverjum stað segja nokkuð mis- munandi sögur um ástandið frá einum stað til annars. Sumir lýsa nokkuð sæmilegu ástandi í sínum fjörum. En frá öðrum koma fremur ömurlegar lýsingar af miklu drasli, opnum holræsum og mengun. Fram kemur að úrbætur í frárennslismálum voru víða um land á loforðalistum fyrir kosningarnar til sveitarstjórna s.l. vor. Virðist það benda til að „atkvæði" séu i auknum mæli farin að krefjast hreinna og heilsusamlegra umhverf- is. Leið laxins framhjá holræsinu Af þeim 13 stöðum sem upplýsingar ná til kemur i ljós að skolprör opnast of ofarlega í fjörum og valda mengun á Akranesi, í Borg- arnesi, Stykkishólmi, á ísafirði, Sauðár- króki, Akureyri, Seyðisfirði, á Höfh og víð- ast hvar á Suðurnesjum. Á sumum þessara staða er eigi að síður getið um að hluti fjör- unnar sé nokkuð hreinn og snyrtilegur. Fram kemur að úttektarmaður í Borgarnesi hefur m.a. áhyggjur af laxveiðiám Borgar- fjarðar. Bent er á að meðal hindrana sem mæta laxinum á leið í árnar sé frárennsli Borgnesinga. Við Borgarnes eru fallegar fjörur sem mikið eru notaðar til „leikja" bæði af börnum og fullorðnum og því mikil ástæða til að halda þeim hreinum. Kettirfúlsavið bryggjuveiði Lýsingar á ástandinu í fjörum Isfirðinga eru vægast sagt ömurlegar. Nefnt er sem dæmi að þegar börn á ísafirði veiða fisk á bryggj- um bæjarins líti kettir ekki einu sinnivið Eftir Heiði- Helga- dóttur honum sem ætla megi að beri vitni um holl- ustu hans. Fram kemur að mörg fiskvinnslu fyrirtæki starfa á undanþágu vegna frá- rennslislagna sem ná ekki út fyrir stór- straumsfjöru. Vargfugli fjölgi í takt við um- svif fyrirtækjanna og þar með æti í fjöru- borðinu. Þaðan fljúgi fuglinn í hópum yfir opið vatnsból bæjarins og driti ofan í það og allt um kring. Frá sjúkrahúsinu sé skólp leitt beint í stilltan Pollinn. Frárennsli frá íbúðarhúsum í Hnifsdal og byggðinni inni í firðinum renni beint í fiöru- borðið og sums staðar í ána í firðinum, þar sem börn séu oft að leik. Enn er sagt töluvert af sjóreknu sorpi á fjörum í kringum þéttbýl- isstaði á Vestfiörðum. Mikið hafi þó áunnist í þeim efnum þar sem mörg skip taki núorð- ið sorpið með sér í land. Sjóíþróttir í „saurkólísúpu" Lýsing á afleiðingum áratuga gamalla og alltof stuttra frárennslisröra á Akureyri er ekki uþpörvandi. Fram kemur að mengun á Pollinum hafi nú í 18 ár verið of mikil. Mengun af saurkólígerlum sé nú frá 10 og allt upp í 50 sinnum yfir viðmiðunarmörk á sumum svæðum m.a. þeim sem sjóíþróttir eru hvað mest stundaðar frá. T.d. í krikanum við Torfunesbryggju en þar er sem kunnugt er starfrækt vinsæl sjósleðaleiga. Þá kemur fram að mikið er af plastdrasli í fiörum Eyjafiarðar og þvi meira sem innar dró. Sannreynt var að mikið drasl er á floti i firðinum því eftir nokkurra daga norðanátt varð fjara sem unglingar bæjarins höfðu ný- lega hreinsað vel og vandlega aftur orðin full af plastdrasli. Eyfirskar fiörur eiga sér þó marga vildarvini. Þannig hafa Lionsmenn farið í árlegar hreinsunarferðir um fiörurnar. Sömuleiðis mun nýr bæjarstjórnarmeirihluti nú hafa lofað byggingu nýs skolplagnakerfis lengra út í fjörðinn. Skólprörin beint í lax(ræktar)ána Fjörur á Seyðisfirði eru sagðar mjög þokka- legar eftir mikið hreinsunarátak síðari hluta maí þar sem allir frambjóðendur til bæjar- stjórnar hafi meðal annarra lagt hönd á plóg- inn. Frárennslisrörin opnast þar eigi að síður í fiörunni þar sem börn eru oft að leik. Frá innstu byggðinni í firðinum liggi rörin út í á en í henni sé stundað laxeldi og lax gangi einnig í hana. Tíðindamaður Neytendablaðs- ins segir þetta mjög slæmt ástand þar sem börn vaði mikið í ánni og syndi þar jafhvel á sólardögum. Fram kemur að framkvæmdir .. ¦.' ¦ séu hafhar við stokk til að leiða skólpið lengra út í fjörðinn. Eyjasjómönnum þakkað Eins og sjá má af þessum punktum úr úttekt Neytendablaðsins virðist víða pottur brotinn hvað varðar umgengni landsmanna þótt ljósa punkta sé einnig að finna inn á milli. Sjómönnum í Vestmannaeyjum er þakkað að fjörur þar séu nokkuð hreinar af plasti og öðru þess háttar rusli. Fárennslismál séu þar einnig í góðu lagi með holræsi út fyrir Eyði. Allur fiskúrgangur sé sömuleiðis síaður úr frárennsli frystihúsanna og höfnin sé hrein. A hinn bóginn er jámarusl, víradrasl og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.