Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 9
Föstudagur 27. jútí 1990 Tíminn 9 spítnabrak, sem töluvert sé um á Eyjafjörum, sagt bæði heimamönnum og ferðamönnum til mikils ama. Dágóðar fréttir úr Dölum Frá Búðardal, berast fréttir um nokkuð hreinar strendur og fjörur og fremur litla sjónmengun. Þótt útfiri sé þar mikið eins og víðast í Dalasýslu eru öll frárennslisrör frá Búðardal sögð ná út fyrir stórstraumsfjöru. Frárennslismál sláturhúss í Saurbæ hafi sömuleiðis verið löguð með fituskilju og rot- þró. Áður fór þar allt í ána og dró að fjölda vargfugla. Við Búðardal eru sagðar margar skemmti- legar fjöruleiðir. Einnig er getið um merki- lega fjöru í Saurbæ sem um margar aldir hafi verið eitt mesta sölvatekjusvæði landsins. Hugarfarsbreyting hjá kokkum Víðar af landinu færa tíðindamenn Neyt- endablaðsins fréttir af sæmilegu ástandi. Fjörur Arnessýslu eru t.d. sagðar nokkuð hreinar og heppilegar til göngutúra. Enda oft brimasamt við ströndina sem hjálpi til að hreinsa burt þar sem rennur úr rörum bæjar- félaga i sýslunni sem auk þess ná víðast hvar nokkuð langt út í sjóinn. Á fjörum við Höfh er rusl heldur ekki áber- andi að sögn. Einnig þar telur tíðindamaður verða vart hugarfarsbreytingar hjá kokkum á bátaflotanum sem kæmu nú með ruslið í land og losuðu það í gáma á bryggjunni. Fjörur í Stykkishólmi fá sömuleiðis sæmi- lega einkunn fyrir snyrtimennsku en því DáDmiður eru skolprör einnig þar of stutt. Hvað breytist við útidyrnar? Þótt ýmsir virðist hafa tekið sig nokkuð á virðist þessi ágæta úttekt Neytendablaðsins engu að síður hálf ömurlegur vitaisburður um þrifhað landsmanna og umgengni víða utandyra. Er það í rauninni eigi ómerkilegra rannsóknarefhi en ýmislegt annað, hvers vegna þjóð sem almennt vill hafa allt snurf- usað og fint i híbýlum sínum skuli umgang- ast land og sjó á þann hátt sem ráða má af orðum þeirra fiöruskoðara sem hér hefur verið vitnað til. Þóft margir heimildamenn telji töluvert hafa dregið úr sorplosun af skipum í sjó virð- ast fjörur enn allt of víða útbíaðar í öllum tegundum af drasli og mengun. Ekki síst frá fjölda opinna og fulla frárennslislagna í fjöruborði. Tæpast geta þau talist æskileg meðmæli með okkar „ómenguðu" og „hreinu" útflutningsafurðum? Né augnayndi þeim erlendu náttúruskoðurum sem fleiri og fleiri vilja „gera út á"?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.